Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

324. fundur 25. febrúar 2015 kl. 16:15 - 18:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
 • Sigríður Svavarsdóttir forseti
 • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
 • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
 • Bjarki Tryggvason aðalm.
 • Viggó Jónsson aðalm.
 • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
 • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
 • Bjarni Jónsson aðalm.
 • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
 • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
 • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Fundargerðir stjórnar 2015 - SÍS

1501002

824. og 825. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. janúar og 16. febrúar 2015 lagðar fram til kynningar á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 685

1501018F

Fundargerð 685. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 324. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

2.1.Málefni Gúttó

1501025

Afgreiðsla 685. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

2.2.Lögfræðileg skoðun á lánasamningi við Lánasjóð sveitarfélaga ohf

1203010

Afgreiðsla 685. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

2.3.Ármúli 145983 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1501255

Afgreiðsla 685. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

2.4.Einimelur 2a til 2f - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1501257

Afgreiðsla 685. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

2.5.Einimelur 3a - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1501256

Afgreiðsla 685. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

2.6.Landsþing 2015

1501032

Afgreiðsla 685. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 686

1502002F

Fundargerð 686. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 324. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.

3.1.Iðja - flutningur í nýtt húsnæði

1407074

Afgreiðsla 686. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

3.2.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2015 - innlausn fasteignar

1502037

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 9. liðar á dagskrá fundarins, "Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2015 - innlausn fasteignar. Samþykkt samhljóða.

3.3.Gilstún 6 - fnr. 221-9780, innlausn fasteignar

1411233

Afgreiðsla 686. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

3.4.Gjaldskrá Húss frítímans 2015

1501039

Afgreiðsla 687. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

3.5.Uppsögn leigusamnings - Faxatorg 1

1408192

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og leggur til að sveitarstjórn ítreki bókun byggðarráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir bókun byggðarráðs að sinni og bókar eftirfarandi.

"Vinnumálastofnun hefur sagt upp húsnæði sínu á Faxatorgi 1, Sauðárkróki og óskar eftir því að sveitarfélagið láti stofnuninni í té aðstöðu án endurgjalds, til að nýta sem viðtalsaðstöðu við skjólstæðinga sína eftir þær kerfisbreytingar sem áttu sér stað nú um áramótin. Mikill hluti af þjónustu stofnunarinnar við atvinnuleitendur fer nú fram á netinu. Ekki er um að ræða fasta aðstöðu heldur fundaraðstöðu þar sem trúnaðarsamtöl geta farið fram nokkra daga í mánuði.
Sveitarstjórn samþykkir að láta Vinnumálastofnun í té viðtalsaðstöðu án endurgjalds til eins árs. Sveitarstjórn furðar sig á því að ríkisstofnun segi upp húsnæði og óski á sama tíma eftir að fá húsnæði frá sveitarfélaginu án endurgjalds. Jafnframt ítrekar byggðarráð fyrri mótmæli sín gegn því að starfstöð stofnunarinnar í Skagafirði hafi verið lögð niður og þjónusta við íbúa hafi verið skert."

Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnsson
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls.

Afgreiðsla 686. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

3.6.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

1201163

Afgreiðsla 686. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

3.7.Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar

1501375

Afgreiðsla 686. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

3.8.Aðalfundarboð og málþing

1501312

Afgreiðsla 686. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

3.9.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV

1501004

Afgreiðsla 686. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 687

1502011F

Fundargerð 687. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 324. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.

4.1.Ósk um leigu á Sólgarðaskóla sumarið 2015

1501374

Afgreiðsla 687. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

4.2.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2015 - Sauðárkrókskirkjugarður

1502098

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 10. liðar á dagskrá fundarins, "Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2015 - Sauðárkrókskirkjugarður." Samþykkt samhljóða.

4.3.Sauðárkrókskirkjugarður - endurbætur

1502097

Afgreiðsla 687. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

4.4.Tilnefning í starfshóp um aukna samvinnu háskóla (Hólar, Bifröst, Hvanneyri)

1502088

Afgreiðsla 687. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

4.5.Kynning á tillögu að stafsleyfi fyrir Vegagerðina á hafnarsvæði Sauðárkróki

1501022

Afgreiðsla 687. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

4.6.Tilnefning í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

1502038

Afgreiðsla 687. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 16

1502005F

Fundargerð 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 324. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Gunnsteinn Björnsson, Viggó Jónsson Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.

5.1.Rekstur Árgarðs

1502064

Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

5.2.Lifandi landslag - smáforrit

1406246

Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

5.3.Equitana 2015

1502059

Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

5.4.JEC Composites 2015

1502057

Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

5.5.Matarkistan Skagafjörður, matarhandverk og smáframleiðsla matvæla

1411237

Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

5.6.Endurnýjun menningarsamninga - staða

1404119

Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

5.7.Greining innviða í Skagafirði

1502071

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og hvatti atvinnu- menningar- og kynningarnefnd að fylgja eftir bókun K lista, sem er svohljóðandi.

"Drögin eru víðtæk samantekt á hinum ýmsum þáttum sem geta nýst þegar fraim líða stundir en mikilvægt er að hefjast handa strax við smærri og afmarkaðri verkefni. Eitt gæti verið að óska eftir þátttöku athafnamanna í útbænum í starfshóp sem hefði það að markmiði að efla verslunar- og veitingarekstur í gamla bænum. Annað gætí verið að óska eftir þátttöku forystumanna í nýstofnuðu smábátafélagi Drangey í að móta tillögur um hvernig efla má útgerð og tengdan rekstur á Sauðárkróki og Hofsósi."

Afgreiðsla 16. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

6.Félags- og tómstundanefnd - 217

1501019F

Fundargerð 217. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 324. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Bjarki Tryggvason, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.

6.1.Gjaldskrá Húss Frítímans 2015

1501039

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.2.Skýrslur styrkþega í 06 fyrir árið 2014

1412066

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.3.Styrkbeiðni bogfimi

1501296

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.4.Uppbygging fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki

1501295

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

"Gerð er athugasemd við hvernig staðið er að skipan starfshóps af hálfu sveitarfélagsins sem komi með tillögu að uppbyggingu vetraríþróttaaðstöðu á Sauðárkróki. Mjög óljóst er við hvað er átt með vetraríþróttaaðstöðu og hvaða greina er verið að horfa til. Enginn rammi virðist vera um vinnuna hvað varðar umfang aðstöðu og grófar kostnaðarviðmiðanir. Að því leiti minnir uppleggið á vinnubrögð sem sáust fyrir hrun þegar ?Skagfirska Harpan? milljarða verkefni, er innihélt veglegt menningarhús og víðfemar viðbyggingar við Árskóla komst á teikniborðið. Slík framkvæmd hefði líklega reynst sveitarfélaginu fjárhagslega ofviða. Eðlilegt er að byggðaráð fjalli um og taki ákvarðanir um ramma um slík verkefni og feli svo fagnefndinni eftir atvikum vinnu vegna þess. Einungis er gert ráð fyrir að einn nefndarmaður verði í starfshópnum sem fulltrúi allra framboða sem eiga aðild að sveitarstjórn og nefndum. Að öðru leiti verður hópurinn skipaður starfsfólki sveitarfélagsins og þremur fulltrúum íþróttaheyfingarinnar. Eðlilegt væri að félags og tómstundanefnd inni öll að slíku viðfangsefni til að skapa meiri breidd og samstöðu um mjög stórt verkefni. Einnig má benda á að þeir fulltrúar sem koma frá íþróttahreyfingunni munu trauðla spanna allar þær greinar sem taka þarf tillit til. Talað er um að starfshópurinn skili einni tillögu, en eðlilegt væri að slíkur hópur velti upp fleiri valkostum innan þess ramma sem byggðaráð myndi setja.

Bjarni Jónsson
V-lista

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með átta atkvæðum, Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.

6.5.Námskeið fyrir félagsmálanefndir og starfsfólk félagsþjónustu.

1501302

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.6.Umræðu- og upplýsingafundur um yfirfærslu málefna fatlaðra 19. febrúar 2015

1501228

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.7.Rekstrarkostnaður v/ félagsþjónustu sveitarfélaga 2013

1412107

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.8.Styrkumsókn Félag eldri borgara í Skagafirði

1410093

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.9.Styrkumsókn - starf eldri borgara Löngumýri

1411206

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.10.Félag eldri borgara Hofsósi styrkbeiðni 2015

1502001

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.11.Rætur - fundagerðir þjónustuhóps 2014

1401222

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.12.Fjárbeiðni Stígamóta 2015

1412204

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.13.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir 2015

1410184

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.14.Endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð

1502020

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.15.Fjáhagsaðstoð Trúnaðarbók 2015

1502002

Afgreiðsla 217. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

7.Fræðslunefnd - 101

1501020F

Fundargerð 101. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 324. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnsteinn Björnsson, Stefán Vagn Stefánson og Þórdís Friðbjörnsdóttir kvöddu sér hljóðs.

7.1.Ósk um lengri opnunartíma - Birkilundur

1411197

Afgreiðsla 101. fundar fræðslunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum

7.2.Upplýsingar um stöðu leikskólamála í Varmahlíð og húsnæði Varmahlíðarskóla.

1501381

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og ítrekar bókun fræðslunefndar og fulltrúa K lista, sem hljóða svo.

"Fræðslunefnd lýsir yfir áhyggum af húsnæðismálum Birkilundar og hvetur samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps til að hraða ákvörðun í húsnæðismálum leik- og grunnskólans í Varmahlíð."

"Fulltrúi K listans tekur undir ofangreinda bókun en leggur til að fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar komi með sjálfstæða tillögu að stefnu í húsnæðismálum leik- og grunnskólans í Varmahlíð í stað þess að bíða eftir samstarfsnefnd sveitarfélaganna í Skagafirði."

Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun sína frá fundi fræðslunefndar, svohljóðandi.
"Formaður nefndarinnar óskar bókað að þessi málefni séu á hendi samstarfsnefndar og ekki hefur staðið á Sveitarfélaginu Skagafirði að koma að ákvarðanatöku um endurbætur á húsnæði skólanna."

Afgreiðsla 101. fundar fræðslunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum

7.3.Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla.

1412067

Afgreiðsla 101. fundar fræðslunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum

7.4.Starfsáætlanir leikskóla 2014-2015

1411258

Afgreiðsla 101. fundar fræðslunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum

7.5.Ytra mat á leikskólum

1412044

Afgreiðsla 101. fundar fræðslunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum

7.6.Samningur um sálfræðiþjónustu 2015

1501271

Afgreiðsla 101. fundar fræðslunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum

7.7.Skólanámskrá grunnskóla 2014-2015

1412155

Afgreiðsla 101. fundar fræðslunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum

7.8.Starfsáætlanir grunnskóla 2014-2015

1412154

Afgreiðsla 101. fundar fræðslunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum

7.9.Starfstími Árvistar

1412156

Afgreiðsla 101. fundar fræðslunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 269

1502004F

Fundargerð 269. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 324. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

8.1.Gönguskarðsárvirkjun - Aðalskipulagssbreyting

1501261

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 11. liðar á dagskrá fundarins, "Gönguskarðsárvirkjun - Aðalskipulagssbreyting". Samþykkt samhljóða.

8.2.Gönguskarðsárvirkjun - deiliskipulag

1501262

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 12. liðar á dagskrá fundarins, "Gönguskarðsárvirkjun - deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.

8.3.Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting

1409178

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 13. liðar á dagskrá fundarins, "Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting". Samþykkt samhljóða.

8.4.Deplar 146791 - Deiliskipulag

1409071

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 14. liðar á dagskrá fundarins, "Deplar 146791 - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.

8.5.Kynning: Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar

1412217

Afgreiðsla 269. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

8.6.Steinstaðir lóð 146230 - Lynghagi og Messuklöpp - Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings.

1408022

Afgreiðsla 269. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

8.7.Kleifatún 8 - Beiðni um lóðarstækkun

1501115

Afgreiðsla 269. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

8.8.Bakkaflöt 146198 - Umsókn um landskipti

1502033

Afgreiðsla 269. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

8.9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1

1502009F

Afgreiðsla 269. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.

9.Umhverfis- og samgöngunefnd - 107

1501021F

Fundargerð 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 324. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

9.1.Styrkbeiðni. Ljósmál heimildarmynd um sögu vita á Íslandi.

1501324

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

9.2.Kynning á tillögu að stafsleyfi fyrir Vegagerðina á hafnarsvæði Sauðárkróki

1501022

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

9.3.Færsla á hliði á landgang öldubrjóts - beiðni frá bátaeigendum.

1410192

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

9.4.Endurvinnslukortið

1412054

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

9.5.Samvinna í úrgangsmálum á Norðurlandi

1501258

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

9.6.Geymslusvæði á Hofsósi

1501322

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

9.7.Flokkun hálendisvega.

1210290

Afgreiðsla 107. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

10.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2015 - innlausn fasteignar

1502037

Þannig bókað á 686. fundi byggðarráðs 5. febrúar 2015 og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.

"Lögð fram tillaga um viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2015. Lagt er til að fjárfestingaliður félagsíbúða hækki um 10.700.000 kr. Fjármögnun verði með þeim hætti að lántaka ársins hækki um 7.350.000 kr. og handbært fé lækki um 3.350.000 kr.
Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka."

Framangreindur viðauki við fjárhagsáætlun 2015 - innlausn fasteignar borin upp til afgreiðslu og samþykktir með níu atkvæðum á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015

11.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2015 - Sauðárkrókskirkjugarður

1502098

Þannig bókað á 687. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar 2015.

"Lögð fram tillaga um viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði við stækkun Sauðárkrókskirkjugarðs. Gerð er tillaga um að hækka fjárheimildir á málaflokki 11210-Almenningsgarðar um 5.300.000 kr. Útgjöldunum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka."

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2015 - Sauðárkrókskirkjugarður, borin undir atkvæði og samþykktur með níu atkvæðum.

12.Gönguskarðsárvirkjun - Aðalskipulagssbreyting

1501261

Þannig bókað á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. febrúar 2015 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

"Lögð er fram breytingartillaga við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 vegna fyrirhugaðrar endurgerðar Gönguskarðsárvirkjunar . Breytingartillagan sem dagsett er 23. janúar 2015 er unnin af Verkís hf. verkfræðistofu.
Í samræmi 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga var tillagan forsendur hennar og umhverfisskýrsla kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum með auglýsingu 29. janúar sl. Skipulagsgögnin voru aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins. Auglýstur kynningartími var til 6. febrúar sl. Einnig var tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.
Fyrir liggja ítrekaðar skriflegar athugasemdir frá eigendum jarðarinnar Skarðs og munnlegar athugasemdir frá eigendum jarðarinnar Tungu. Athugasemdir landeigenda varða lífríki árinnar og að fyrirhuguð endurbygging Gönguskarðsárvirkjunum kunni að koma í veg fyrir áform um að rækta upp fiskistofna árinnar. Eigendur Skarðs telja að heimild RARIK til að ráðstafa vatnsréttundum fyrir landi Skarða hæpna. Þá kemur fram í andmælum eigenda Skarðs að þeir hafi áhyggjur af umhverfis- og öryggissjónarmiðum vegna framkvæmdarinnar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði í samræmi við 3. mgr. 30 gr. Skipulagslaga 123/2010 send Skipulagsstofnun til athugunar og að tillagan verði auglýst óbreytt samkvæmt 31. grein Skipulagslaga 123/2010 að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að leggja til við sveitarstjórn að fyrrgreind tillaga verði í samræmi við 3. mgr. 30 gr. Skipulagslaga 123/2010 send Skipulagsstofnun til athugunar og að tillagan verði auglýst óbreytt samkvæmt 31. grein Skipulagslaga 123/2010 að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Gönguskarðsárvirkjun - deiliskipulag

1501262

Þannig bókað á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. febrúar 2015 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

"Lögð er fram deiliskipulagstillaga vegna endurgerðar Gönguskarðsárvirkjunar. Greinargerð og umhverfisskýsla dagsett 23.01.2015 ásamt deiliskipulagstillögu unnið af Verkís hf. verkfræðistofu. Í samræmi 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga var tillagan, forsendur hennar og umhverfisskýrsla kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum með auglýsingu 29. janúar sl. Skipulagsgögnin voru aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins. Auglýstur kynningartími var til 6. febrúar sl. Einnig var tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst óbreytt samhliða breytingu á Aðalskipulagi."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að fyrrgreind deiliskipulagstillaga verði auglýst óbreytt samhliða breytingu á Aðalskipulagi, borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

14.Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting

1409178

Þannig bókað á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. febrúar 2015 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

"Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 vegna Depla í Austur Fljótum. Breytingartillagan sem dagsett er 23.01.2014 er unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Á gildandi sveitarfélagsuppdrætti sem staðfestur er af umhverfisráðherra 25. maí 2012 er galli í afmörkun landbúnaðarsvæða og svæða N-1.8 og VV-3 vestan Ólafsfjarðarvegar, sunnan Skeiðsfossvirkjunar. Mörk svæðanna eru sýnd að Ólafsfjarðarvegi, en eiga að fylgja hæðarlínu 200 m.y.s. samkvæmt ákvæðum gildandi greinargerðar.
Mörk landbúnaðarsvæðis og svæðis N-1.8 á náttúruminjaskrá ásamt vatnsverndarsvæðis VV-3 eru leiðrétt á sveitarfélagsuppdrætti. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leiðrétta ofantalin svæðamörk, á sveitarfélagsuppdrætti sem sýnir breytingu skipulags.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði í samræmi við 3 mgr. 30 gr. Skipulagslaga send Skipulagsstofnun til athugunar og að tillagan verði auglýst óbreytt samkvæmt 31. grein Skipulagslaga 123/2010 að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að leggja til við sveitarstjórn að fyrrgreind tillaga verði í samræmi við 3 mgr. 30 gr. Skipulagslaga send Skipulagsstofnun til athugunar og að tillagan verði auglýst óbreytt samkvæmt 31 grein Skipulagslaga 123/2010 að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

15.Deplar 146791 - Deiliskipulag

1409071

Þannig bókað á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 11. febrúar 2015 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

"Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga vegna Depla. Greinargerð með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga og greinargerð unnin hjá Landslag ehf landslagsarkitektum. Tillaga og greinargerð dagsett 03.11.2014.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr skipulagslagas nr 123/210 samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi, borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

16.Leyfi frá nefndarstörfum

1502190

Lagður fram tölvupóstur dags. 15. febrúar 2015 frá Írisi Baldvinsdóttur fulltrúa VG, þar sem hún
óskar eftir leyfi frá nefndarstörfum á vegum Sveitafélagsins Skagafjarðar í eitt ár.
Borið undir atkvæði og samþykkt með níu greiddum atkvæðum, að veita umbeðið leyfi til og með 25. febrúar 2016

Sveitarstjórn þakkar henni störf í þágu sveitarfélagins.

Í félags- og tómstundanefnd:
Forseti gerir tillögu um Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur sem aðalmann og Hildur Þóra Magnúsdóttir sem varamann í stað Sigurlaugar Vordísar.

Í veitunefnd, varamaður áheyrnarfulltrúa:
Forseti gerir tillögu um Hildi Þóru Magnúsdóttur.

Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þær því réttkjörnar.

17.Fulltrúar í nefnd - breyting

1502192

Forseti gerir tillögu um að Steinunn Rósa Guðmundsdóttir taki sæti áheyrnarfulltrúa VG og óháðra, í atvinnu- og menningar- og kynningarnefd í stað Hildar Þóru Magnúsdóttur.
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast það samþykkt.

18.Fundagerðir skólanefndar FNV 2015

1501010

Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 11. febrúar 2015 lögð fram til kynningar á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015.

19.Fundagerðir stjórnar 2014 - SÍS

1401008

Fundargerð 823. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2014 lögð fram til kynningar á 323. fundi sveitarstjórnar.
Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs og baðst afstökunar á því að hafa farið með rangt mál og ekki vitað um stofnun Drangey smábátafélags.

Fundi slitið - kl. 18:30.