Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

231. fundur 26. ágúst 2008
231. fundur Sveitarstjórnar Sveitarfél. Skagafjarðar
haldinn í Safnahúsinu við Faxatorg,
þriðjudaginn 26. ágúst 2008 og hófst hann kl. 16:00
 
Fundinn sátu:
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Einar Eðvald Einarsson, Páll Dagbjartsson, Sigríður Björnsdóttir, Jón Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson.
 
Fundargerð ritaði:  Engilráð Margrét Sigurðardóttir, skjalastjóri.
 
Dagskrá:
 
1. 0808001F - Byggðarráð Skagafjarðar - 442


Fundargerð 442. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Guðmundur Guðlaugsson, fleiri ekki.
 
1.1. 0806065 - Golfklúbbur Sauðárkróks - Bygging aðstöðuhúss
Afgreiðsla 442. fundar byggðarráðs staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
1.2. 0808013 - Starfshópur - úttekt á stöðu húsnæðismála Áhaldahúss, brunavarna og Skagafjarðarveitna og tillögur um úrbætur.
Afgreiðsla 442. fundar byggðarráðs staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum. Við bókun þessa liðar á fundi byggðarráðs féll niður hverjir skyldu vera fulltrúar sveitarfélagsins í starfshópnum, auk sveitarstjóra, en það eru Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi. Þá verður einn fulltrúi frá Skagafjarðarveitum.
 
1.3. 0807002 - Sjóskip ehf - gjaldþrotaskipti
Afgreiðsla 442. fundar byggðarráðs staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
1.4. 0808014 - Lónkot (146557) - umsögn vegna rekstrarleyfis
Afgreiðsla 442. fundar byggðarráðs staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
1.5. 0808030 - Keldudalur lóð (194449) - umsögn vegna rekstrarleyfis
Afgreiðsla 442. fundar byggðarráðs staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
1.6. 0808002 - Uppgjör á framlagi v. fasteignaskattstekna 2008
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar.
 
1.7. 0808016 - Þrastarlundur land 196067 - sölutilkynning
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar.
 
 
2. 0808006F - Byggðarráð Skagafjarðar - 443
 
Fundargerð 443. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 231. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Jón Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Sigurðsson, Páll Dagbjartsson, Guðmundur Guðlaugsson, Sigurður Árnason, Bjarni Jónsson, Einar E. Einarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, með leyfi varaforseta, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt (sjá bókanir með 2.1. og 2.2.)
 
2.1. 0808037 - Bygging leikskóla við Árkíl 2 á Sauðárkróki
Bjarni Jónsson lagði fram svofellda tillögu fulltrúa VG og Sjálfstæðisflokks:
 
„Sveitarstjórn samþykkir að kanna eftirfarandi kosti við fjármögnun og framkvæmd byggingar fyrirhugaðs leikskóla á Sauðárkróki. Könnuð verði lánakjör og neðangreindir kostir reiknaðir út og bornir saman.
 
Fjármögnun - lánakjör. 
1.   Lánasjóður sveitarfélaga.
2.   Bankalán
3.   Einkaaðilar
Könnuð verði lánakjör og kostir beinnar lántöku eða útboðs á fjármögnun.
 
Framkvæmd verks.
1.   Sveitarfélagið sjálft. Hönnun. Útboð. Hefðbundinn verksamningur. – Hefðbundinn rekstur sveitarfélagsins á byggingunni.
2.   Útboð. Alverksamningur um hönnun og byggingu hússins. Hefðbundinn rekstur sveitarfélagsins á byggingunni.
3.   Einkaframkvæmd. Fjármögnun, hönnun, bygging og rekstur hússins. – Leigusamningur til x ára.
4.   Einkaframkvæmd. Fjármögnun, bygging og rekstur hússins. Sveitarfélagið með hönnun. – Leigusamningur til x ára.
5.   Einkaframkvæmd. Fjármögnun og bygging hússins. Sveitarfélagið með rekstur hússins. - Leigusamningur til x ára.  
6.   Fasteignafélag. Sveitarfélagið og einkaaðilar. Bygging og rekstur hússins. – Leigusamningur til x ára.
 
Við ákvörðun verði valin sú leið sem hagstæðust er fyrir sveitarfélagið.
Gengið verði út frá því í öllum tilfellum að framkvæmdirnar verði boðnar út. Sambærileg tillaga var lögð fram í sveitarstjórn af sveitarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna 7. júní 2007.
 
Greinargerð um sögu málsins
 20. júní 2006 samþykkti sveitarstjórn eftirfarandi tillögu um fjármögnun framkvæmda.  “Sveitarstjórn samþykkir að fela byggðaráði að koma með tillögur um hvernig megi fjármagna framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á sem hagkvæmastan hátt, s.s. skólabyggingar. Nefndin skili tillögum sínum fyrir gerð næstu fjárhagsáætlunar”.  Enn bólar ekki á niðurstöðum þessarar nefndar rúmlega tveimur árum síðar.
 
15. nóv. 2006 var eftirfarandi afgreitt í byggðaráði. “Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og þriggja ára áætlunar þarf að skoða sérstaklega tillögur að nýframkvæmdum sem rætt hefur verið að ráðast þurfi í á næstu árum og mögulegar leiðir til fjármögnunar þeirra. Formanni byggðaráðs og sveitarstjóra falið að skoða mögulegar leiðir til fjármögnunar nýframkvæmda og leggja tillögur fyrir byggðaráð”. Sú vinna og úttekt á mismunandi valkostum hefur enn ekki farið fram.
 
22 febrúar 2007 lögðu sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna fram eftirfarandi tillögu í sveitarstjórn “Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að gera breytingar á framlagðri þriggja ára áætlun þannig að gert sé ráð fyrir byggingu nýrra leikskólarýma á Sauðárkróki og að hafin verði viðbygging við Árskóla á kjörtímabilinu. Vegna þessa verði afgreiðslu þriggja ára áætlunar frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.
 Í meðfylgjandi greinargerð sagði: “Samkvæmt 63. grein sveitarstjórnarlaga ber sveitarstjórn að semja þriggja ára áætlun sem fjallar um áherslur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins. Áætlunin er ekki síst pólitísk stefnumörkun sveitarstjórnar til næstu ára. Í áætluninni á að koma fram hvaða fjárfestingar eru fyrirhugaðar, hvernig þær skuli fjármagnaðar og hvaða áhrif þær hafa á rekstur sveitarfélagsins, skuldastöðu og fjármagnskostnað. Sú þriggja ára áætlun sem hér er til afgreiðslu í sveitarstjórn gerir hvorki ráð fyrir aukningu leikskólarýma á Sauðárkróki, né stækkun Árskóla.
Það er vilji sveitarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna að leikskólarýmum á Sauðárkróki verði fjölgað og að ráðist verði í stækkun Árskóla. Ef það á að verða er hins vegar óhjákvæmilegt annað en að fresta afgreiðslu þriggja ára áætlunar fyrir sveitarfélagið svo svigrúm gefist til að taka tillit til þeirra verkefna við afgreiðslu áætlunarinnar. Með því að afgreiða áætlunina í núverandi mynd væri í raun verið að hafna því að leysa húsnæðis- og aðstöðuvanda Árskóla og leikskóla á Sauðárkróki á kjörtímabilinu.” Tillagan var felld með atkvæðum meirihlutans.
 
8. mars 2007 fögnuðu fulltrúar minnihlutans á sveitarstjórnarfundi þeim óvæntu sinnaskiptum meirihlutans að fallast á að ráðast undirbúningsvinnu vegna fjölgunar leikskólarýma á Sauðárkróki, með samþykkt um deiliskipulagsvinnu vegna nýs leikskóla. Þannig var loks tekið undir tillöguflutning VG og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar höfðu áður kosið að gera hvorki ráð fyrir kostnaði við undirbúning, byggingu eða rekstur nýs leikskóla og fjölgunar leikskólarýma í fjárhagsáætlunargerð ársins 2007 eða þriggja ára áætlunar 2008-2010, en sú áætlanagerð spannar kjörtímabil núverandi sveitarstjórnar.
 
8. maí 2007 kynnti sveitarstjóri fyrir byggðaráði hugmynd að einum möguleika til að fjármagna og framkvæma byggingu leikskóla á Sauðárkróki. Sá möguleiki var lagður fyrir byggðaráð í formi samnings, án þess að fram kæmi áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins, án tölulegra upplýsinga um samanburð við aðra kosti og án rökstuðnings um, hvort það væri hagkvæmasta leiðin. Við athugun á hvernig að svona framkvæmdum er staðið í öðrum sveitarfélögum er augljóst að fleiri kostir koma til greina. Fulltrúar minnihlutans létu þá bóka að það væru “eðlileg vinnubrögð að byggðaráð láti gera tölulegan samanburð á þeim kostum sem til greina koma og skapa þannig forsendur til að velja þá leið sem hagkvæmust er fyrir sveitarfélagið og íbúa þess.”
 
7. júní 2007 lögðu sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG fram tillögu samhljóða þeirri sem hér er lögð fram um að kannaðir væru mismunandi valkostir varðandi byggingu, fjármögnun og rekstur á nýjum leikskóla á Sauðárkróki. Þeirri tillögu var hafnað af meirihlutanum sem knúði þess í stað gegn samþykkt á vafasömu samkomulagi við félag í eigu KS um framkvæmdina án þess að á undan færi úttekt á hagkvæmni ólíkra valkosta. Í bókun minnihlutans vegna þeirrar afgreiðslu sagði m.a. “Það er grundvallaratriði og skylda kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn að velja hagkvæmustu leiðina fyrir sveitarfélagið og beita til þess löglegum og viðurkendum leikreglum um opinberar framkvæmdir.  Það  er fullkomlega ábyrgðarlaust að ekki skuli búið að hanna mannvirkið í samráði við fagfólk og gera ítarlega kostnaðaráætlun, áður en sveitarstjórn staðfestir samkomulag um fjármögnun, framkvæmd og leigu á því.”
 
Ekkert hefur síðan gerst í heilt ár og málið verið í gíslingu meirihlutans og þess samkomulags sem gert var við ofangreindan aðila um framkvæmdina.“
Sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna
 
Tillaga minnihlutans borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.
 
Páll Dagbjartsson óskar bókað:
„Við fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitjum hjá við afgreiðslu þessa liðar og vísum til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi hann“
 
Bjarni Jónsson óskar bókað:
„Ég undirritaður fulltrúi VG sit hjá við afgreiðslu þessa liðar og vísa til bókunar minnar varðandi hann á byggðarráðsfundi“
Bjarni Jónsson
 
Afgreiðsla 443. fundar byggðarráðs staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með fimm atkvæðum.
 
2.2. 0807032 - Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum
Páll Dagbjartsson óskar bókað:
„Við fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitjum hjá við afgreiðslu þessa liðar og vísum til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi hann“
 
Bjarni Jónsson óskar bókað:
„Ég undirritaður fulltrúi VG sit hjá við afgreiðslu þessa liðar og vísa til bókunar minnar varðandi hann á byggðarráðsfundi“
 
Afgreiðsla 443. fundar byggðarráðs staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með fimm atkvæðum.
 
2.3. 0808035 - Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga 2009
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar.
 
2.4. 0808003 - Reglur um ráðstöfun aukaframlags til Jöfnunarsjóðs
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar.
 
2.5. 0808034 - SSNV - Ársskýrsla 2007
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar.
 
2.6. 0808039 - Gangstígur og órækt norðan Túnahverfis
Afgreiðsla 443. fundar byggðarráðs staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
 
3. 0808008F - Atvinnu- og ferðamálanefnd - 40
 
Fundargerð 40. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 231. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 
3.1. 0808045 - UB-Koltrefjar - staða verkefnis
Afgreiðsla 40. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
3.2. 0808042 - Netþjónabú í Skagafirði
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar.
 
3.3. 0805032 - Kynningarefni fyrir ferðamenn
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar.
 
3.4. 0805037 - ORF-Líftækni / Sveitarfél. Skagafj. - samkomulag um samstarf
Afgreiðsla 40. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
3.5. 0808043 - Nýsköpunarmiðstöð Íslands - starfsemi á Sauðárkróki
Afgreiðsla 40. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
 
4. 0808009F - Félags- og tómstundanefnd - 127
 
Fundargerð 127. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 231. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 
4.1. 0808049 - Dagmæður - umsókn um byrjunarleyfi - Kristín Björg Ragnarsdóttir
Afgreiðsla 127. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
4.2. 0808048 - Dagmæður - umsókn um framhaldsleyfi - María Dagmar Magnúsdóttir
Afgreiðsla 127. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
4.3. 0802068 - Fjárhagsaðstoð trúnaðarmál
Afgreiðsla 127. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
 
5. 0808007F - Landbúnaðarnefnd - 138
 
Fundargerð 138. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 231. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Páll Dagbjartsson, Einar E. Einarsson, fleiri ekki.
 
5.1. 0808040 - Málefni Hofsafréttar - lausaganga hrossa
Afgreiðsla 138. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
5.2. 0808041 - Þverárfjallsvegur - lausaganga búfjár
Afgreiðsla 138. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
5.3. 0808051 - Land í eigu sveitarfélagsins
Afgreiðsla 138. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
 
 
6. 0808002F - Skipulags- og bygginganefnd - 151
 
Fundargerð 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 
6.1. 0808012 - Helluland (216965) - Umsókn um landskipti.
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.2. 0807060 - Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um landskipti.
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.3. 0807063 - Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.4. 0807062 - Efri-Ás í Hjaltadal - Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.5. 0808019 - Litla-Gröf land (213680) - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.6. 0808011 - Flæðagerði keppnisvöllur - umsókn um framkvæmdaleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.7. 0808017 - Unastaðir (146498) - Umsókn um stöðuleyfi.
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.8. 0807050 - Borgarteigur 11 - 15 Umsókn um varaaflsst.
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.9. 0808006 - Furuhlíð 6 - umsókn um breikkun á innkeyrslu
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.10. 0808007 - Furuhlíð 8 - umsókn um breikkun á innkeyrslu
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.11. 0808022 - Miðdalur (146207) - Umsókn um niðurrif mannvirkja.
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.12. 0808008 - Nes - Umsókn um niðurrif mannvirkja
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.13. 0808023 - Flæðagerði 23 (216377) - Fyrirspurn
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.14. 0808021 - Hamraborg (146384) - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.15. 0808005 - Flæðagerði 35 - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.16. 0807067 - Kleifatún 23-25 (208452) - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.17. 0807066 - Kleifatún 17-21 (208451) - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.18. 0807059 - Eyrartún 12 (174006) - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.19. 0805061 - Lækjarbrekka 8 - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.20. 0806058 - Stóra-Holt - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.21. 0806069 - Neskot (146872) - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.22. 0808029 - Gauksstaðir lóð (207146) - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.23. 0806056 - Þrastarlundur land 196067 - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.24. 0808010 - Freyjugata 48 - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.25. 0808018 - Hólavegur 5 (143470) - Umsókn um utanhússklæðningu
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.26. 0808020 - Birkihlíð 27 (143209) - Umsókn um útlitsbreytingu
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.27. 0808014 - Lónkot (146557) - umsögn vegna rekstrarleyfis
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.28. 0807065 - Laugatún 2 (143564) - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.29. 0808024 - Grundarstígur 1 (143405) - Umsókn um byggingarleyfi
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.30. 0807058 - Eyrarvegur 20 (143289) - Umsókn um lóðarstækkun
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.31. 0807057 - Gránumóar Fóðurstöð (143383) - Umsókn um lóðarstækkun
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.32. 0807056 - Gránumóar Jarðgerð ehf (208521) - Umsókn um lóðarstækkun. Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
6.33. 0808030 - Keldudalur lóð (194449) - umsögn vegna rekstrarleyfis
Afgreiðsla 151. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
 
7. 0808005F - Skipulags- og bygginganefnd - 152
 
Fundargerð 152. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 
7.1. 0808033 - Aðalskipulag Skagafjarðar
Afgreiðsla 152. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08 með níu atkvæðum.
 
 
8. 0808050 - Fyrirspurn Bjarna Jónssonar v. Blöndulínu 3
 
Bjarni Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi VG lagði fram svofellda fyrirspurn:
 
#GLSamkvæmt upplýsingum frá Landsneti áttu þeir fund með fulltrúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem fyrirhuguð lagning 220 kV háspennulínu í loftlínu um Skagafjörð var rædd. Ennfremur virðast þeir hafa litið svo á eftir þann fund að sveitarfélagið gerði ekki athugasemdir við tilhögun framkvæmdarinnar og hæfist þegar handa við að koma henni í þeirri mynd inn á skipulag. Hefur sá skilningur Landsnets komið fram í fjölmiðlum og í texta tillögu að matsáætlun en þar segir: “Flutningsleið raforku hefur verið skilgreind í stórum dráttum og hlutaðeigandi sveitarfélögum verið kynnt þau áform. Unnið er að viðeigandi skipulagsbreytingum í sveitarfélögunum í samræmi við þessar tillögur.” Undirritaður sveitarstjórnarmaður frétti fyrst af þessum áætlunum í auglýsingu um tillögu að matsáætlun í dagblöðum. Hvergi er í fundargerðum nefnda eða sveitarstjórnar að finna umfjöllun eða vísun til þessa máls. Bæði fulltrúum Landsnets og meirihlutans verður að vera ljóst að ekki er hægt að afgreiða í einkasamtölum stór mál er varða sveitarfélagið. Mikilvægt er að þetta misræmi verði skýrt. Sveitarstjórnarfulltrúum gafst ekki tækifæri né svigrúm til að fjalla efnislega um framkvæmdina, fýsileika hennar og mögulegar útfærslur áður en ákveðnir valkostir voru settir í kynningarferli í tillögu að matsáætlun. Sveitarstjórn mun hinsvegar gefast kostur á frekari athugasemdum við framkvæmdina.
 
Vegna þess misræmis sem gætt hefur um málið og málsmeðferðina er óskað skriflegra svara við eftirfarandi fyrirspurn á næsta sveitarstjórnarfundi.
 
Óskað er eftir svörum við eftirfarandi:
1. Hvenær var þessi fundur/fundir haldnir með fulltrúum sveitarfélagsins, hverjir sóttu þá fundi og hvað fór þar fram?
2. Hversvegna var sveitarstjórnarfulltrúum minnihlutans ekki sagt frá svo stóru máli eða haft við þá samráð varðandi fundi með Landsneti og efni þeirra?
3. Hvernig útskýra fulltrúar meirihlutans þann skilning sem Landsnet leggur í niðurstöðu og vægi þess fundar?
4. Ennfremur er óskað eftir því að sveitarstjórnarfulltrúar fái afrit af fundargerðum og/eða minnisblöðum frá fundum fulltrúa sveitarfélagsins með Landsneti um lagningu 220 kV háspennulínu í loftlínu um Skagafjörð.#GL
 
 
Svar við fyrirspurn Bjarna Jónssonar
 
Hvenær var þessi fundur/fundir haldnir með fulltrúum sveitarfélagsins, hverjir sóttu þá fundi og hvað fór þar fram?
 
Í framhaldi af ósk Atvinnumálanefndar um fund með Landsneti komu fulltrúar Landsnets til fundar 18. desember 2007. Þann fund sátu Áskell Heiðar Áskelsson, Einar E. Einarsson og Jón Ö. Berndsen. Fundarefnið var endurnýjun flutningsleiðar milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Mál þetta var rætt í tengslum við byggingu koltrefjaverksmiðju og til að þrýsta á öryggi í afhendingu rafmagns á Sauðárkróki.
Þann 29. apríl 2008 áttu Áskell Heiðar Áskelsson, Einar E. Einarsson, Gunnar Bragi og Jón Ö. Berndsen fund að beiðni Landsnets með fulltrúum fyrirtækisins um skipulagsmál vegna hugmynda um uppbyggingu flutningskerfis í Skagafirði og mögulegar flutningsleiðir til Sauðárkróks. Á þeim fundi kom fram hjá fulltrúum Landsnets að fyrirhugað væri að endurnýja Byggðalínuna milli Blöndu og Akureyrar.   Í framhaldi af því voru mögulegar línuleiðir reifaðar og þá var ræddur sá möguleiki að setja umrædda línu í jörð að öllu leyti eða hluta.  Kom fram hjá fulltrúum Landsnets að ýmislegt væri búið að skoða en lagning línunnar í jörðu var talin útilokuð m.a. vegna mikils kostnaðar. 
Þann 4. júní 2008 óskaði fulltrúi Landsnets eftir fundi sem Einar E. Einarsson og Jón Örn sátu. Á þeim fundi var áfram rætt um tengingar til Sauðárkróks og endurnýjun Byggðalínunnar og þá möguleika sem í boði væru.  Einnig kom fram að fulltrúar Landsnets væru byrjaðir að heimsækja jarðeigendur í Húnavatnshreppi, Skagafirði og Eyjafirði til að kynna þeim möguleg línustæði og reyna að staðsetja línuna í samvinnu og sátt við landeigendur.  Einnig gerðu fulltrúar Landsnets grein fyrir því ferli sem málið þyrfti að fara í og að þeir myndu með formlegum hætti óska eftir að tillagan yrði tekin til skipulagslegrar meðferðar hjá sveitarfélaginu. Í lok júní barst bréf frá Landsneti (dagsett 25. júní 2008),  þar sem óskað var eftir formlegri meðferð málsins.
Á fundi Skipulags- og byggingarnefndar 14. ágúst var málið kynnt óformlega, myndir af fyrirhuguðum línustæðum lagðar fram og samþykkt athugasemdalaust að VSÓ Ráðgjöf tæki inn í Umhverfisskýrslu (Umhverfismat áætlana) með Aðalskipulaginu umfjöllun um allar veitur í sveitarfélaginu, og þar með umfjöllun um þessa tvo möguleika sem Landsnet óskar eftir að fara.  Umhverfisskýrsla (Umhverfismat áætlana) er aðferð til þess að auka gæði áætlana, breyta þeim og samþætta að fyrirliggjandi stefnu í umhverfismálum og sjálfbærri þróun.
 
Formleg afstaða Skipulags- og byggingarnefndar eða Sveitastjórnar liggur því ekki fyrir enda hafa fyrirhuguð línustæði ekki ennþá fengið formlega umfjöllun. Framundan er kynning Landsnets á umræddum línukostum fyrir Sveitarstjórn og Skipulags- og byggingarnefnd.  Í framhaldi af því verður erindi Landsnets tekið fyrir með formlegum hætti.
 
Hversvegna var sveitarstjórnarfulltrúum minnihlutans ekki sagt frá svo stóru máli eða haft við þá samráð varðandi fundi með Landsneti og efni þeirra?
 
Sveitarstjórnarfulltrúar, meiri- og minnihluta, eiga samtöl og fundi við ýmsa aðila án þess að frá þeim sé greint. Formlegar ákvarðanir og/eða viðræður krefjast hins vegar aðkomu meiri- og minnihluta og þannig verður það í þessu máli sem og öðrum.
 
Hvernig útskýra fulltrúar meirihlutans þann skilning sem Landsnet leggur í niðurstöðu og vægi þess fundar?
 
Starfsmenn Landsnets geta einir skýrt þann “skilning”.
 
Ennfremur er óskað eftir því að sveitarstjórnarfulltrúar fái afrit af fundargerðum og/eða minnisblöðum frá fundum fulltrúa sveitarfélagsins með Landsneti um lagningu 220 kV háspennulínu í loftlínu um Skagafjörð
 
Engar fundargerðir hafa verið ritaðar og jafnframt engin minnisblöð þar sem engir formlegir fundir hafa farið fram um lagningu 220kV. háspennulínu í lofti um Skagafjörð.
 
Skagafirði 26. ágúst 2008
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir             Gunnar Bragi Sveinsson
forseti sveitarstjórnar                         formaður byggðaráðs
 
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson.
 
Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
„Fulltrúar meirihlutans virðast nú vera að átta sig á alvöru málsins og þeirri miklu andstöðu meðal íbúa héraðsins sem er við þá tilhögun sem Landsnet hefur kynnt um að þvera héraðið með háspennulögnum. Yfirlýsingar nú um að framkvæmdaaðili skoði möguleika á að leggja línuna í jörð skipta máli fyrir framvindu málsins en ná þó of skammt. Af sjálfsögðu hefði átt að upplýsa sveitarstjórn fyrr um að fulltrúar sveitarfélagsins hafi þegar í vor átt fundi með Landsneti um framkvæmdina. Í viðtali við sveitarstjóra í norðlenskum fréttum 22. ágúst síðastliðinn þar sem spurt var um samskiptin við Landsnet sagði hann m.a. að “það getur verið að einstaka sveitarstjórnarfulltrúar séu jákvæðir í garð málsins:”
 
Það er ekki nægjanlega traustvekjandi að mönnum ber ekki saman um hvað fór fram á fundum með Landsneti. Formlegri samskipti með aðild minnihluta geta komið í veg fyrir slíkt. En Landsnet virðist hafa túlkað niðurstöðuna í þessu tilviki þannig að ekki yrðu gerðar athugasemdir frá sveitarfélaginu Skagafirði við að héraðið væri þverað með háspennulínum ofan jarðar. Sá skilningur rataði inn í tillögu að matsáætlun. Það er því mikilvægt að þetta verði leiðrétt ef farið er rangt með. Ef málið hefði verið upp á borðum hjá sveitarstjórn hefði mátt forðast slíkt misræmi og tryggja eðlilegri aðkomu sveitarstjórnar að málsmeðferðinni áður en tillaga að matsáætlun væri auglýst. Mikilvægt er að meirihlutinn læri af þessum afleitu vinnubrögðum.“
 
Guðmundur Guðlaugsson kvaddi sér hljóðs.
 
Þá Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram bókun fulltrúa Samfylkingar og Framsóknarflokks:
„Dylgjur Bjarna Jónssonar um óheiðarleg vinnubrögð eru til þess að ala á tortryggni. Þau eru honum til vansa og til þess eins að reyna að blekkja og slá sig til riddara.“
 
Síðan tóku til máls Páll Dagbjartsson, Einar E. Einarsson.
 
Bjarni Jónsson leggur fram bókun:
„Að bregðast við eðlilegri fyrirspurn með útúrsnúningum, persónulegu skítkasti og ávirðingum á nafngreinda sveitarstjórnarfulltrúa er ekki sæmandi fyrir fulltrúa meirihlutans.“
 
Því næst talaði Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
 
 
9. 0808003F - Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 4
 
Fundargerð Stjórnar Menningarseturs Skagf. í Varmahlíð 08.08.08 lögð fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08
 
10. 0802100 - Fundargerð Skagafjarðarveitna
 
Fundargerðir Skagafjarðarveitna nr. 101 03.06.08, nr. 102 25.06.08, aðalfundargerð 26.06.08 og nr. 103 26.06.08 lagðar fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08.
Til máls tóku Bjarni Jónsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fleiri ekki.
 
11. 0802101 - Stjórnarfundur SSNV
 
Stjórnarfundargerð SSNV 24.06.08 lögð fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08
 
12. 0803035 - Stjórnarfundargerð SÍS
 
Fundargerð SÍS nr. 755 27.06.08 lögð fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08
 
13. 0806015F - Byggðarráð Skagafjarðar - 439
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08
 
14. 0807004F - Byggðarráð Skagafjarðar - 440
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08
 
 
15. 0807006F - Byggðarráð Skagafjarðar - 441
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08
 
16. 0806016F - Fræðslunefnd - 41
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08
 
17. 0805017F - Menningar- og kynningarnefnd - 32
Lagt fram til kynningar á 231. fundi sveitarstjórnar 26.08.08
 
18. 0807003F - Skipulags- og bygginganefnd - 150