Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

294. fundur 24. október 2012 kl. 16:15 - 17:05 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
 • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
 • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
 • Bjarki Tryggvason aðalm.
 • Viggó Jónsson aðalm.
 • Jón Magnússon aðalm.
 • Sigríður Svavarsdóttir 2. varaforseti
 • Sigurjón Þórðarson aðalm.
 • Gísli Árnason varam.
 • Árni Gísli Brynleifsson varam.
 • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
 • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar tilnefndi forseti, Sigríði Svavarsdóttir 2. varaforseta sveitarstjórnar, í fjarveru Þorsteins Tómasar Broddasonar. Var það samþykkt samhljóða.

Árni Gísli Brynleifsson 4. maður á lista Samfylkingar, situr fund sveitarstjórnar í dag 24. október í fjarveru aðal- og varafulltrúa. Engar athugasemdar voru gerðar og skoðast það samþykkt.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 605

1210001F

Fundargerð 605. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 294. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs í tvígang, þá Stefán Vagn Stefánsson.

1.1.Drög að samningi um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra

1208017

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun."Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra Sigurjón Þórðarson, leggur til að lögð verði áhersla á að efla Náttúrustofu Norðurlands vestra og unnið verði skipulega að því að fá fleiri sveitarfélög á Norðurlandi vestra til þess að koma að rekstri stofunnar."
Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.2.Auglýsing - sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs

1208114

Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.3.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

1209185

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun."Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra Sigurjón Þórðarson, styður ekki aðild Sveitarfélagsins Skagafjarðar að Samtökum sjávarútvegsfyrirtækja á þeim forsendum að margir þeirra sveitarstjórnarmanna sem hafa valist í forystu í samtökunum hafa um árabil stutt kvótakerfið og gera enn, sem hefur leitt af sér hörmungar fyrir þjóðina og leitt til þess að veiðiheimildir hafa flust á Höfuðborgarsvæðið.
Fyrsta ályktun Samtaka Sjávarútvegsfyrirtækja er í megin efnum kolröng s.s. sú staðhæfing að fólki sem vinnur við veiðar og vinnslu hafi fækkað alla síðustu öld. Mikill uppgangur var alla tuttugustu öldina í sjávarútvegi á Íslandi þar til kvótakerfið var sett á en það leiddi til aflasamdráttar og stöðnunar. Umtalsverðar tækninýjungar hafa ekki orðið við botnfiskveiðar á síðustu áratugum enda eru togararnir þeir sömu og fyrir daga kerfisins og karlarnir jafn margir á og áður. Helstu breytingarnar eru að leyfilegur afli er helmingi minni en áður.
Ekki er hægt að taka undir þá rakalausu fullyrðingu í ályktun samtakanna að veiðigjaldið auki á meintri hagræðingu í greininni en ef svo væri þá væri undarlegt að standa gegn gjaldtökunni.

Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum, Sigurjón Þórðarson greiðir atkvæði á móti.

1.4.Erindi varðandi rekstrarstyrk

1210017

Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.5.Víðigrund 24 2hv-Kauptilboð

1210023

Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.6.Óskað umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna

1210010

Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.7.Fjárhagsáætlun 2013

1208106

Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.8.Þriggja ára áætlun 2014-2016

1210039

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun. "Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Sigurjón Þórðarson, bókar: Þar sem við blasir að sveitarfélagið kemur til með að þurfa velta fyrir sér hverri krónu á næstu árum til að ná endum saman, er óviðunandi að fara í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar til þriggja ára, þegar ekki liggja fyrir grundvallargögn um fjárhagslegar skuldbindingar á borð við fjármögnunar- og verksamning vegna stærstu framkvæmda Sveitarfélagsins Skagafjarðar á kjörtímabilinu".
Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.9.Rekstrarupplýsingar 2012

1205003

Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 606

1210006F

Fundargerð 606. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 294. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

2.1.20. ársþing SSNV

1210090

Afgreiðsla 606. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.2.Aðalfundarboð

1210089

Afgreiðsla 606. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.3.Fundur með fjárlaganefnd Alþingis 2012

1209113

Afgreiðsla 606. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.4.Keldudalur - Umsögn vegna rekstrarleyfis

1210042

Afgreiðsla 606. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.5.Styrkbeiðni

1210092

Afgreiðsla 606. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.6.Styrkbeiðni - skráning reiðleiða

1210123

Afgreiðsla 606. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.7.Styrkbeiðni

1210096

Afgreiðsla 606. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.8.Fjárhagsáætlun 2013

1208106

Afgreiðsla 606. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.9.Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012

1209111

Afgreiðsla 606. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.10.Rekstrarupplýsingar 2012

1205003

Afgreiðsla 606. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 607

1210014F

Fundargerð 607. fundar byggðarráðs lögð fram á 294. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

3.1.Auglýsing - sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs

1208114

Málinu vísað til afgreiðslu 10. liðar á dagskrá fundarins, Sviðsstjóri framkvæmda og veitusviðs.

3.2.Víðigrund 24 2hv-Kauptilboð

1210023

Afgreiðsla 607. fundar byggðarráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.3.Verið vísindagarðar ehf. - Aðalfundur 2012

1210160

Afgreiðsla 607. fundar byggðarráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.4.Rekstrarstyrkur við Sjónarhól

1210133

Afgreiðsla 607. fundar byggðarráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.5.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

1201010

Afgreiðsla 607. fundar byggðarráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.6.Ályktanir af fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar

1210260

Afgreiðsla 607. fundar byggðarráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.7.Kynning: Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013 - 2024

1210211

Afgreiðsla 607. fundar byggðarráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.8.Námskeið í Brussel um byggðastefnu ESB: Auglýst eftir umsóknum

1210233

Afgreiðsla 607. fundar byggðarráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.Landbúnaðarnefnd - 162

1210005F

Fundargerð 162. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 294. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigurjón Þórðarson kynnti fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs.

4.1.Hausthret 2012 - búfjárskaðar og eignatjón

1210120

Afgreiðsla 162. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.2.Borgarey - land til leigu

1204223

Afgreiðsla 162. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.3.Refa- og minnkaveiðar, skipting 2012

1203337

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
"Sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill ýtreka við ríkisstjórnina að brýnt sé að hefja á ný endurgreiðslur til sveitafélaganna eða afnema virðisaukaskatt á greiðslur til veiðimanna vegna refaveiða."
Afgreiðsla 162. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

5.Menningar- og kynningarnefnd - 64

1210003F

Fundargerð 64. fundar menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 294. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Árni Gísli Brynleifsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.

5.1.Félag harmónikuunnenda í Skagafirði - styrkumsókn

1204037

Afgreiðsla 64. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

5.2.Félagsheimili í Skagafirði - stefnumótun

1203378

Afgreiðsla 64. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 294 fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

5.3.Fjárhagsáætlun 2013 - Menningar- og kynningarmál

1210085

Afgreiðsla 64. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

5.4.Samningur um aðstöðu í Miðgarði - menningarhúsi

1210063

Afgreiðsla 64. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Gísli Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

5.5.Ósk um samstarf

1209168

Afgreiðsla 64. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.Skipulags- og byggingarnefnd - 238

1208005F

Fundargerð 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 294. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

6.1.Landsskipulagsstefna - auglýsing um landsskipulagsstefnu

1209254

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.2.Áskorun til sveitarfélagsins um breytingu á aðalskipulagi

1208047

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.3.Sæmundargata 13 - Umsókn um breytta notkun

1209246

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.4.Birkimelur 22 Varmahlíð (220287) - Umsókn um lóð

1205028

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.5.Lindargata 5b - Umsókn um byggingarleyfi

1208022

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.6.Ljótsstaðir lóð - Umsókn um byggingarleyfi

1208025

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.7.Suðurgata 11B - Umsókn um byggingarleyfi bílsk

1206280

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.8.Ríp 3 - Tilkynning um Skógræktarsamning

1209216

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.9.Laugatún 6-8 6R - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

1207137

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.10.Kýrholt - Heitavatnsborun

1208170

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.11.Borgartún 1 - Aðkoma að lóð

1208149

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.12.Skagfirðingabraut 143716 - Umsókn um byggingarleyfi

1208055

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.13.Kynning - lög um menningarminjar

1208046

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.14.Ríp 2 - Umsókn um byggingarleyfi

1209161

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.15.Héraðsdalur I (146172) - Umsókn um byggingarleyfi

1208026

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.16.Neðri-Ás 2 lóð nr. 2 (000002)- Umsókn um byggingarleyfi.

1208075

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.17.Austurgata 12 - Umsókn um byggingarleyfi

1208169

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.18.Skólagata lóð 146723 - Umsókn um byggingarleyfi

1206321

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.19.Skagfirðingabraut 29 - Umsókn um rekstarleyfi

1208165

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.20.Sjávarborg lóð (145957) - Umsókn um byggingarleyfi

1205195

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.21.Borgarmýrar (143926) - Umsókn um byggingarleyfi

1205196

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

6.22.Ytri-Hofdalir 146411 - Umsókn um byggingarleyfi.

1207134

Afgreiðsla 238. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

7.Umhverfis- og samgöngunefnd - 78

1210015F

Fundargerð 78. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 294. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

7.1.Snjómokstur 2012-2013

1209040

Afgreiðsla 78. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

7.2.Skarðsmóar - Urðunarstaður lokunaráætlun.

1209039

Afgreiðsla 78. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

7.3.Fjárhagsáætlun umhverfis- og samgöngunefnd vegna 2013

1210300

Afgreiðsla 78. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

8.Endurtilnefning í nefndir

1210100

Forseti gerir tillögu um Valdimar Óskar Sigmarsson sem aðalmann í Samstarfsnefnd með Akrahreppi, í stað Gísla Árnasonar. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því réttkjörinn.

9.Ósk um leyfi frá nefndarstörfum

1208146

Lagður fram tölvupóstur dags 23. október 2012, frá Jenný Ingu Eiðsdóttur, fulltrúa lista VG, þar sem hún óskar eftir áframhaldandi leyfi sem aðalmaður í fræðslunefnd frá 1. september 2012 til 31. desember 2012. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu.

Forseti gerir tillögu um að fulltrúar í fræðslunefnd verði; Úlfar Sveinsson og Bjarna Jónsson til vara.
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.

10.Sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs

1208114

Að tillögu 607. fundar Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 18. október 2012, leggur forseti til við sveitarstjórn að Indriði Þór Einarsson verði ráðinn sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs sveitarfélagsins. Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun."Sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir ánægju sinni með ráðningu Indriða Þórs Einarssonar í starf Sviðsstjóra framkvæmda og veitusviðs og óskar honum velfarnaðar í starfi sínu.

Tillaga byggðarráðs um ráðningu Indriða Þórs Einarssonar var borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

11.Norðurá Fundargerðir stjórnar 2012

1201017

Fundargerðir stjórnar Norðurár bs. frá 3. júlí og 25. september 2012 ásamt fundargerð aðalafundar Norðurár frá 12. júlí lagðar fram til kynningar á 294. fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:05.