Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

216. fundur 27. nóvember 2007
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 216 - 27. nóvember 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í  Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar Eðvald Einarsson, Sigurður Árnason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Páll Dagbjartsson, Gísli Sigurðsson, Jón Sigurðsson og Bjarni Jónsson.
Auk þess sátu fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri og Friðrik Margeir Friðriksson, fjármálastjóri.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir
 
Forseti setti fund og gat þess að á þessari stundu væri verið að opna nýja uppfærslu á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Kynnti síðan dagskrá.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
409. fundur byggðaráðs, 13. nóv. 2007.
 
 
Mál nr. SV070568
 
Gunnar Bragi Sveinsson kynnir fundargerð, sem er í 9 liðum.
Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
410. fundur byggðaráðs, 22. nóv. 2007.
 
 
Mál nr. SV070570
 
Gunnar Bragi Sveinsson kynnir fundargerð, sem er í 8 liðum.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
071113 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070571
 
Gunnar Bragi Sveinsson kynnir fundargerðina, sem er í 5 liðum.
 
Til máls tók Bjarni Jónsson og leggur fram bókun:
„Undirritaður styður afgreiðslu nefndarinnar en áréttar að ljóst er að næg orka frá Blönduvirkjun er til staðar til að þjónusta netþjónabú. Því þyrfti ekki að fórna skagfirsku jökulánum vegna slíks verkefnis. Slíkt voðaverk, sem eyðilegging þeirra væri, yrði því aldrei réttlætt með uppsetningu netþjónabús, ef af yrði.“
Bjarni Jónsson VG
 
Þá kvaddi Gunnar Bragi Sveinsson sér hljóðs, fleiri ekki.
 Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
071111 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070572
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnir fundargerð, sem er 5 liðir.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Guðmundur Guðlaugsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
071113 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070573
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnir fundargerð, sem er 3 dagskrárliðir.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Guðmundur Guðlaugsson, Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Guðmundur Guðlaugsson, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
071120 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070574
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnir fundargerð, sem er í 5 liðum.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, með leyfi varaforseta, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
7.
071115 Fræðslunefnd
 
 
Mál nr. SV070575
 
Sigurður Árnason kynnir fundargerð, sem er 15 liðir.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, með leyfi varaforseta, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
8.
071112 Menningar- og kynningarnefnd
 
 
Mál nr. SV070576
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnir fundargerðina, sem er 3 dagskrárliðir.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Páll Dagbjartsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, með leyfi varaforseta, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
9.
071116 - Umhverfis- og samgöngunefnd
 
 
Mál nr. SV070577
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti þessa fundargerð, sem er 3 liðir.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
10.
Endurskoðun á samþykktum sveitarfél. – Breytingatillögur -Fyrri umræða -
 
 
Mál nr. SV070580
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti skilagrein Endurskoðunarnefndar um Samþykktir Sveitarfél. Skagafjarðar.
Sigurður Árnason tók síðan til máls og kynnti breytingatillögur endurskoðunar­nefndarinnar. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Samþykkt að vísa tillögum um breytingar á Samþykktum Sveitarfél. Skagafjarðar til síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
 
11.
Tillaga um áheyrnarfulltrúa í nefndum
 
 
Mál nr. SV070581
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir bar upp svohljóðandi tillögu, sem undirrituð er af fulltrúum Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingar­innar Græns framboðs:
„Sveitarstjórn samþykkir að Vinstrihreyfingunni Grænu framboði verði heimilaðir áheyrnarfulltrúar í eftirfarandi nefndum út kjörtímabil núverandi sveitarstjórnar:
Skipulags- og byggingarnefnd
Félags- og tómstundanefnd
Fræðslunefnd
Menningar- og kynningarnefnd
Umhverfis- og samgöngunefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd
Heimild þessi taki gildi eftir síðari umræðu um breytingar á samþykktum Sveitarfélagsins Skagafjarðar hljóti þær staðfestingu.„
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigurður Árnason
Einar E. Einarsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson
Páll Dagbjartsson
Gísli Sigurðsson
Jón Sigurðsson
 
 
            Enginn kvaddi sér hljóðs. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu.
 
Gísli Sigurðsson vék nú af fundi.
 
 
12.
Fjárhagsáætlun 2008 - fyrri umræða
 
 
Mál nr. SV070582
 
Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri fylgdi fjárhagsáætlun Sveitarfél. Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2008 úr hlaði með greinargerð og skýrði nánar ýmsa liði áætlunarinnar.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Samþykkt samhljóða að vísa fjárhagsáætlun til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
Lagt fram til kynningar
 
13.
071115 Stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga
 
 
Mál nr. SV070583
 
1.      liður, Skipulagsskrá fyrir Skógræktarsjóð Skagfirðinga, borinn upp sérstaklega og samþ. samhljóða.
 
 
14.
071108 Skagafjarðarveitur 93
 
 
Mál nr. SV070584
 
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, Páll Dagbjartsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
 
 
15.
071116 Stjórn Samb. ísl. sveitarfél. f.748
 
 
Mál nr. SV070585
 
Enginn kvaddi sér hljóðs um þessa fundargerð.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18:56.  Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar.