Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

215. fundur 13. nóvember 2007
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 215 - 13. nóvember 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Páll Dagbjartsson, Sigríður Björnsdóttir, Gísli Sigurðsson, Guðrún Helgadóttir, Bjarni Jónsson.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Fyrsti varaforseti, Gunnar Bragi Sveinsson, stjórnaði fundi í fjarveru forseta, Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
408. fundur byggðaráðs, 2. nóv. 2007.
 
 
Mál nr. SV070552
 
Fundargerðin er í 15 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti.
 
Til máls tók Bjarni Jónsson og lagði fram bókun v. 2. liðar:
Frumvarp varðandi Stjórnarráð Íslands – umsagnarbeiðni
 
„Vinstrihreyfingin grænt framboð í Skagafirði varar við þeim áformum að sundra verkefnum í landgræðslu og skógrækt og flytja stofnanir þeirra frá landbúnaðarráðuneytinu. Skógrækt og landgræsla er óaðskiljanlegur hluti landbúnaðar og  hefur verið ein af grunnstoðum landbúnaðrráðuneytisins. Nú á að kljúfa þær upp.
Landbúnaðarskólarnir hafa heyrt undir atvinnuvegaráðuneytið frá upphafi og hefur reynst þeim vel.  Sem hluti af heildarstoðkerfi landbúnaðarins og annars atvinnulífs hinna dreifðu byggða hafa þessir skólar náð að vaxa og dafna og þróað með sér  mjög náið samstarf við atvinnulífið . Engin málefnaleg rök hafa verið færð fyrir að flytja skólana frá ráðuneytinu.
Vakin er athygli á að Hólar í Hjaltadal er biskupssetur Norðlendinga og  fjölþætt menningar og sögusetur ekki aðeins á héraðs heldur einnig á landsvísu. Staða og framtíð Hóla skiptir Skagfirðinga gríðarmiklu máli. Undir forsjá landbúnaðarráðuneytisins hefur þróast gott samstarf  milli allra aðila sem staðnum tengjast.  Í frumvarpinu er nánast engin grein gerð fyrir framtíðaráformum varðandi Hóla en aftur ítarlega fjallað um Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Lögð er þung áhersla á framtíð Hólaskóla  sem sjálfstæðs menntaseturs og engar forsendur  hafa skýrt  nauðsyn þess að flytja hann undir annað ráðuneyti.
 
Ennfremur eru ítrekaðar efasemdir um gagnsemi þess að flytja málefni sveitarstjórnarstigsins yfir til Samgönguráðuneytisins en sá flutningur gæti orðið til að veikja sveitarstjórnarstigið í landinu. Þá er einnig bent á að ef af flutningi þessa stóra málaflokks verður á milli ráðuneyta þá kemur vart annað til greina en að ráðuneytið heiti Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneyti til að undirstrika mikilvæga stjórnsýslulega stöðu sveitarstjórnarstigins. Slíkra breytinga á nafngiftum ráðuneytisins sér þó ekki stað í frumvarpinu sem Sveitarstjórn Skagafjarðar fékk til umsagnar.“
Bjarni Jónsson
 
 Sigurður Árnason kvaddi sér hljóðs, þá Páll Dagbjartsson, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, með leyfi 2. varaforseta.
 
Síðan Bjarni Jónsson sem lagði fram bókun v. 2. liðar:
„Ég harma að fulltrúar Framsóknarflokksins í sveitarstjórn skuli ekki hafa kjark til að standa að baki flokksformanni sínum í þeirri hörðu gagnrýni sem hann hefur sett fram á áform um tilfærslu verkefna innan stjórnarráðs Íslands, en með fulltingi þeirra væri meirihluti fyrir því í sveitarstjórn að andmæla téðum breytingum sem varða svo mjög framtíð Landbúnaðarháskólanna, Landgræðslunnar, Skógræktarinnar og tengsl þessara stofnana og starfsmanna þeirra við landbúnaðinn í landinu. Vil ég í þessu sambandi vitna til ummæla Guðna Ágústssonar í Bændablaðinu 6. nóvember síðastliðinn, þar sem hann segir orðrétt “Ef það gerist að landgræðslan og skógræktin verði flutt til umhverfisráðuneytisins og enn fremur landbúnaðarháskólarnir, verða nánast allir vísindamenn landbúnaðarins farnir frá landbúnaðarráðuneytinu og landbúnaðinum yfir í umhverfisráðuneytið og menntamálaráðuneytið...Það tel ég mjög alvarleg mistök og að það sé ekki hægt að koma svona fram við landbúnaðinn. Þetta er bæði skilningsleysi og óvirðing við hann.” Í Skagafirði á formaður Framsóknarflokksins stuðning Vinstri grænna vísan í þessu máli.“
Bjarni Jónsson
 
Því næst tók Sigurður Árnason til máls og leggur fram bókun:
„Ég lýsi fullum stuðningi við formann Framsóknarflokksins og þingflokk varðandi gagnrýni þeirra á frumvarp um Stjórnarráð Íslands.“
 
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
071029 Fræðslunefnd 28
 
 
Mál nr. SV070553
 
Sigurður Árnason kynnti fundargerðina, sem er í 6 liðum.
Til máls tók Páll Dagbjartsson.
 
Þá Bjarni Jónsson og leggur fram bókun:
„Vg í Skagafirði fagnar hækkun systkinaafsláttar en leggur áherslu á að hugað verði að frekari lækkun á leikskólagjöldum á árinu 2008 og tekið tillit til þeirrar lækkunar í fjárhagsáætlun ársins og þriggja ára áætlun. Samanber samþykkt sveitarstjórnar frá 20. júní 2006 um að leikskólar í héraðinu verði gerðir gjaldfrjálsir á kjörtímabilinu.“
 
Þá töluðu Sigurður Árnason, Páll Dagbjartsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
071102 - 134.f Skipulags- og byggingarnefnd
 
 
Mál nr. SV070554
 
Einar E. Einarsson kynnti fundargerðina, sem er 17 dagskrárliðir.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Einar E. Einarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, með leyfi 2. varaforseta, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 16. liðar.
 
 
4.
071108 - 135.f Skipulags- og byggingarnefnd
 
 
Mál nr. SV070555
 
Einar E. Einarsson kynnti fundargerðina, sem er í 2 liðum.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
071030 Umhverfis- og samgöngunefnd 18
 
 
Mál nr. SV070556
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerðina, sem er 5 dagskrárliðir.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
071109 Umhverfis- og samgöngunefnd 19
 
 
Mál nr. SV070557
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerðina, sem er 6 dagskrárliðir.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Lagt fram til kynningar
 
7.
071029 Skagafjarðarveitur 92
 
 
Mál nr. SV070558
 
 
 
8.
071025 Heilbrigðisnefnd Nl.v.
 
 
Mál nr. SV070559
 
 
 
9.
SSNV stjórnarf. 071023
 
 
Mál nr. SV070560
 
Um þessar kynntu fundargerðir tóku til máls Bjarni Jónsson, Páll Dagbjartsson, fleiri ekki.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 17:40.