Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

210. fundur 04. september 2007
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur  210 - 4. september 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 4. september kl. 16:06, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í  Safnahúsi við Faxatorg á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Íris Baldvinsdóttir, Unnur Sævarsdóttir, Páll Dagbjartsson, Gísli Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Vanda Sigurgeirsdóttir og Bjarni Jónsson.
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Annar varaforseti, Páll Dagbjartsson, setti fund og stýrði honum í fjarveru forseta og 1. varaforseta. Gerði hann tillögu um Þórdísi Friðbjörnsdóttur sem varaforseta fundarins og var það samþykkt samhljóða. Forseti skýrði frá því að sveitarstjóri væri fjarverandi, á sjúkrahúsi, og óskaði honum góðs bata. – Kynnti síðan dagskrá:
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
399. fundur byggðaráðs, 23. ágúst 2007.
 
 
Mál nr. SV070433
 
Fundargerðin er í 5 liðum. Páll Dagbjartsson kynnti efni hennar.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
400. fundur byggðaráðs, 30. ágúst 2007.
 
 
Mál nr. SV070435
 
Fundargerðin er í 8 liðum. Páll Dagbjartsson kynnti.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Páll Dagbjartsson (með leyfi varaforseta), Bjarni Jónsson og leggur fram svohljóðandi tillögu varðandi lið 7, Samning um rekstur íþróttahúss Sauðárkróks skólaárið 2007-2008:
 
„ Sveitarstjórn Sveitarfél. Skagafjarðar samþykkir að Félags- og tómstundanefnd verði falið að gera kostnaðarmat með tilliti til þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á rekstri Íþróttahússins á Sauðárkróki og leggja fyrir byggðarráð áður en samningur um rekstur íþróttahússins verður tekinn til endanlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn. Fyrirliggjandi samningur felur í sér margvíslegar breytingar á rekstrarþáttum, ekki síst vinnnufyrirkomulagi og launakostnaði. Þá á eftir að ganga frá því hvernig rekstri hússins verður hagað utan þess tíma, sem yfirumsjón þess verður í höndum Árskóla. Mikilvægt er að kostnaðarmat breytinga liggi fyrir áður en ofangreindur samningur verður tekinn til endanlegrar afgreiðslu.“
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Vanda Sigurgeirsdóttir, Páll Dagbjartsson (með leyfi varaforseta), Bjarni Jónsson og leggur fram breytingartillögu við áður framkomna tillögu sína:
„Sveitarstjórn Sveitarfél. Skagafjarðar samþykkir að Félags- og tómstundanefnd verði falið að gera kostnaðarmat með tilliti til þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á rekstri Íþróttahússins á Sauðárkróki og leggja fyrir byggðarráð.“
 
Þá tóku til máls Sigurður Árnason, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
 
Síðari breytingatillaga Bjarna Jónssonar við lið 7 borin undir atkvæði:
„Sveitarstjórn Sveitarfél. Skagafjarðar samþykkir að Félags- og tómstundanefnd verði falið að gera kostnaðarmat með tilliti til þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á rekstri Íþróttahússins á Sauðárkróki og leggja fyrir byggðarráð.“
Tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 2.
 
Liður 7, Samningur um rekstur íþróttahúss Sauðárkróks skólaárið 2007-2008, borinn upp sérstaklega og samþykktur með 7 atkvæðum.
 
Bjarni Jónsson tók til máls og óskaði bókað:
„ Það er jákvætt skref að auka aðkomu Árskóla að umsjón Íþróttahússins á Sauðárkróki og tengja þannig enn betur saman skóla og íþróttastarf. Það er hinsvegar ljóst að vanda þarf til breytinga á rekstri og starfsemi íþróttahússins, ekki síst með það að augamiði að þær breytingar feli ekki í sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið. Fyrirliggjandi samningur felur í sér margvíslegar breytingar á rekstrarþáttum ekki síst vinnufyrirkomulagi og launakostnaði. Þá á eftir að ganga frá því hvernig rekstri hússins verður hagað utan þess tíma, sem yfirumsjón þess verður í höndum Árskóla. Mikilvægt er að kostnaðarmat breytinga liggi fyrir.
 
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann samþykki fundargerðina nema 1. lið hennar og gerir grein fyrir atkvæði sínu:
„Undirritaður lýsir áhyggjum yfir þeim kostnaðarauka sem nýjar stöður forstöðumanns Húss frítímans og deildarstjóra félagsstarfs munu hafa í för með sér fyrir sveitarfélagið og átelur að þessar stöður skuli auglýstar til umsóknar áður en sveitarstjórn hefur veitt heimild fyrir þeim. Verið er að auka kostnað við yfirstjórn sveitarfélagsins á sama tíma og t.d. er skorið niður í þjónustu grunnskólanna „Út að austan“ í nafni sparnaðar. Þá er gagnrýnivert hvernig staðið er að tilnefningum í svokallað 7 manna framkvæmdaráð Húss frítímans og að til standi að setja svo fjölmenna nefnd á launaskrá hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjórn var sammála um að ráðast í það tilraunaverkefni sem Hús frítímans er, enda næðist um það góð samstaða og ráðdeildarsemi yrði höfð að leiðarljósi. Svokölluð frístundadeild og Hús frítímans stefna hinsvegar að óbreyttu í að verða „Grímseyjarferja“ okkar Skagfirðinga.“
 
Sigurður Árnason óskar bókað, fyrir hönd meirihlutans, að hann harmi málflutning fulltrúa VG þar sem hann sé ótrúverðugur og ekki í samræmi við það sem fram hefur komið á fundinum.
 
 
3.
070828 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070436
 
Páll Dagbjartsson kynnti fundargerðina, sem er í 4 liðum.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
070827 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070437
 
Vanda Sigurgeirsdóttir kynnti fundargerðina, sem er í 9 liðum.
 
Til máls tók Bjarni Jónsson og leggur fram breytingartillögu við 4. lið:
„ Sveitarstjórn Sveitarfél. Skagafjarðar samþykkir að greiddur verði kostnaður vegna funda framkvæmdaráðs Húss frítímans en ekki verði greidd sérstök nefndarlaun.“
 
Síðan kvöddu sér hljóðs Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Páll Dagbjartsson (með leyfi varaforseta), Vanda Sigurgeirsdóttir, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Breytingartillaga Bjarna Jónssonar við 4. lið fundargerðarinnar borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum gegn 1.
 
Bjarni Jónsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og óskaði bókað:
„Undirritaður varar við því fordæmi að svo fjölmennur starfshópur á vegum sveitarfélagsins sé settur á launaskrá án þess að fyrir liggi áætlaður heildarkostnaður. Þá gildir einu hversu gott málefnið er.“
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgr. 4. liðar.
 
 
5.
070822 Fræðslunefnd 26
 
 
Mál nr. SV070438
 
Sigurður Árnason kynnti fundargerðina, sem er í 9 liðum.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson (með leyfi varaforseta), Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
070829 Umhverfis- og samgöngunefnd 16
 
 
Mál nr. SV070439
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerðina, sem er í 3 liðum.
Páll Dagbjartsson tók til máls (með leyfi varaforseta), Sigurður Árnason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
7.
Skipun í stjórn Flugu hf í stað Bjarna Egilssonar
 
 
Mál nr. SV070440
 
Skipa skal fulltrúa sveitarfélagsns í stjórn Flugu hf til næsta aðalfundar í stað Bjarna Egilssonar.  Fram kom tillaga um þessa aðila:
Aðalm.  Páll Dagbjartsson (áður varam.), og varam. Gunnar Rögnvaldsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
070822 Eyvindarstaðarheiði aðalf.
 
 
Mál nr. SV070441
 
9.
070822 Eyvindarstaðaheiði stjórnarf.
 
 
Mál nr. SV070442
 
Enginn kvaddi sér hljóðs um þessar kynntu fundargerðir.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 18:35.   Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundarge