Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

205. fundur 10. maí 2007
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur  205 - 10. maí 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 10. maí kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
           
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Páll Dagbjartsson, Sigríður Björnsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gísli Árnason.
 
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Engilráð M. Sigurðardóttir
 
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
389. fundur byggðaráðs, 8. maí 2007.
 
 
Mál nr. SV070263
 
Fundargerðin er í 10 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Gísli Árnason, Guðmundur Guðlaugsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
070503 Fræðslunefnd
 
 
Mál nr. SV070264
 
Fundargerðin er í 11 liðum. Sigurður Árnason kynnti fundargerðina.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
0700503 - 122.f Skipulags- og byggingarnefnd
 
 
Mál nr. SV070265
 
Fundargerðin er 21 dagskrárliður.  Einar E. Einarsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Gísli Árnason, Einar E. Einarsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
4.
070504 Stjórn Skógræktarsjóðs Skagf.
 
 
Mál nr. SV070266
 
Fundargerðin er í 3 liðum.
Páll Dagbjartsson kvaddi sér hljóðs, þá Guðmundur Guðlaugsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
Ársreikningur 2006 – síðari umræða
 
 
Mál nr. SV070250
 
Síðari umræða um ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2006.
 
Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri skýrði reikninginn. Engar breytingar hafa orðið frá fyrri umræðu.
 
Niðurstöðutölur rekstrarreiknings ársins 2006 eru þessar; rekstrartekjur fyrir A- og B- hluta sveitarsjóðs 2.339,0 mkr, þar af námu rekstrartekjur A-hluta 2.034,1 mkr.  Rekstrargjöld A-hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda voru 1.996,2 mkr., en  2.201,9 mkr. í A og B-hluta.  Nettó fjármagnsliðir til gjalda hjá A-hluta sveitarsjóðs eru 92,1 mkr. og samantekið fyrir A og B hluta 238,2 mkr.  Rekstrarniðurstaða er neikvæð í A-hluta að upphæð 54,2 mkr. og neikvæð í samanteknum A og B hluta að upphæð 65,1 mkr.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2006 nam 784,4 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 492,1 mkr. Langtímaskuldir A-hluta eru 1.072,3 mkr. og A og B-hluta í heild  2.139,2 .  Lífeyrisskuldbindingar eru í heild 563,6 mkr. og skammtímaskuldir 455,4 mkr.
 
Leggur sveitarstjóri til að ársreikningur 2006 verði samþykktur.
 
Til máls tók Páll Dagbjartsson og lagði fram bókun:
 
“Niðurstaða ársreiknings Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2006 staðfestir ábyrga fjármálastjórn meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili. Á síðasta kjörtímabili var lagður grunnur að því að snúa viðvarandi rekstrarhalla sveitarsjóðs í hagnað þegar á árinu 2008 og skapa þannig fjárhagslegt svigrúm til framkvæmda.
Það er fagnaðarefni að niðurstaða ársins er mun hagstæðari en milliuppgjör gaf til kynna. Ársreikningurinn staðfestir ónákvæmni  við endurskoðun núverandi meirihluta á fjárhagsáætlun ársins 2006  og niðurstaða rekstrarreiknings er mun nær því, sem upphafleg fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks og VG gerði ráð fyrir. 
Nú reynir á meirihluta Framsóknar og Samfylkingar að viðhalda þeim árangri  sem náðst hefur og stuðla að hallalausum rekstri sveitarsjóðs strax á næsta ári.”
                         Sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
 
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun frá fulltrúum meirihlutans:
 
“Ársreikningur fyrir árið 2006 er fyrsti ársreikningur nýrrar sveitarstjórnar og byggir því eðlilega á fjárhagsáætlun fyrri sveitarstjórnar. Í veigamiklum atriðum gekk sú áætlun ekki eftir og nægir þar að nefna að gert var ráð fyrir um 100 milljón króna skuldalækkun en niðurstaðan varð skuldahækkun upp á tæpar 200 milljónir kr. Rekstarniðurstaða ársins 2006 varð samt sem áður umtalsvert betri en sex mánaða uppgjör sýndi og endurskoðuð fjárhagsáætlun gaf ástæðu til að ætla og ber að fagna því. Meirihlutinn vill þakka starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þátt sinn í að bæta rekstur sveitarfélagsins. Framundan er áframhaldandi vinna með starfsmönnum sveitarfélagsins að því verkefni að ná enn betri tökum á rekstrinum og geta þannig lagt grunn að uppbyggingu til framtíðar.”
 
Gísli Árnason tók til máls og lagði fram bókun:
“Ársreikningur þessi ber öðru fremur vitni þeim góða árangri sem fyrri meirihluti náði í fjármálastjórn sveitarfélagsins. Þrátt fyrir aukinn kostnað núverandi meirihluta við yfirstjórn sveitarfélagsins gera aukin framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélga það að verkum að áætlun ársins 2006 stenst. Mikilvægt er að byggja áfram á þeim trausta grunni sem lagður hefur verið undanfarin ár.
Einnig undirstrikar ársreikningur þessi hversu frámunalega villandi framsetning og túlkun árshlutareiknings sveitarfélagsins var síðastliðið sumar, þar sem boðaður var 213 milljón króna halli á rekstri sveitarfélagsins. Sá pólitíski blekkingarleikur hefur nú verið afhjúpaður.”
Gísli Árnason VG
 
Þá tók Guðmundur Guðlaugsson til máls, fleiri ekki.
 
Ársreikningur 2006 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
070503 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV070267
 
Enginn kvaddi sér hljóðs um þennan lið.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 16:50.
Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar