Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

199. fundur 08. febrúar 2007
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur  199 - 8. febrúar 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsi við Faxatorg á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS),  Þórdís Friðbjörnsdóttir (ÞF), Sigurður Árnason (SÁ), Íris Baldvinsdóttir (ÍB), Bjarni Egilsson (BE), Páll Dagbjartsson (PD), Sigríður Björnsdóttir (SB), Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir (GSG), Bjarni Jónsson (BJ).
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson (GG), sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
377. fundur byggðaráðs, 30. janúar 2007.
 
 
Mál nr. SV070075
 
Fundargerðin er í 11 liðum. GBS kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
378. fundur byggðaráðs, 6. febrúar 2007.
 
 
Mál nr. SV070084
 
Fundargerðin er í 8 liðum. GBS kynnti fundargerð.
Til máls tóku PD, GBS, BJ, PD, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
070130 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070085
 
Fundargerðin er í 3 liðum. GBS kynnir fundargerð.
Til máls tóku PD, GBS, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
070206 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070086
 
Fundargerðin er í 5 liðum. GBS kynnir fundargerð.
Til máls tóku BE, GBS, PD, BJ, PD, GBS, BJ, ÞF, GG, PD, GBS, BE, fleiri ekki.
Liður 1:
– Samningur milli Sveitarfél. Skagafj. og Skagafjarðarhraðlestar um samstarf - borinn undir atkvæði og samþ. samhljóða.
– Ráðning verkefnastjóra til starfa í samræmi við samninginn – borin undir atkv. og samþ. samhljóða.
Liður 2 – Samningur milli Sveitarfél. Skagafj. og ORF líftækni - borinn undir atkvæði og samþ. samhljóða.
Fundargerð að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
070123 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070087
 
Einn dagskrárliður. ÞF kynnir fundargerð.
Til máls tóku BJ, GSG, með leyfi varaforseta, ÞF, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
070205 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070088
 
Fundargerðin er í 10 liðum. ÞF kynnir fundargerð.
Til máls tóku BE, BJ, ÞF, GG og leggur til að lið 6 verði vísað til Byggðarráðs til afgreiðslu. Þá kvaddi PD sér hljóðs, fleiri ekki.
Tillaga GG um að vísa lið 6 – Reglur um heimaþjónustu og gjaldskrá - til Byggðarráðs borin upp og samþykkt samhljóða.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
7.
070126 Fræðslunefnd 13
 
 
Mál nr. SV070089
 
Fundargerðin er í 6 liðum. SÁ kynnti fundargerð.
Til máls tóku BJ, SÁ, BJ, GSG, með leyfi varaforseta, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
8.
070131 Fræðslunefnd 14
 
 
Mál nr. SV070090
 
Fundargerðin er 1 liður. SÁ kynnti fundargerð.
Til máls tóku BE, BJ, SÁ, SB og PD sem óskar eftir að fá skriflega skýringu á því í hverju tillaga Sigurðar Árnasonar og Helga Thorarensen “gangi lengra” en áður fram komin tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
  
BJ kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
“Það er vægt til orða tekið í greinargerð fulltrúa meirihlutans með tillögu þeirra, að höfð hafi verið hliðsjón af niðurstöðum funda með foreldrum og öðrum íbúum út að austan þegar tillögur þeirra um stórfellda skerðingu á skólastarfi út að austan voru, að virðist að stóru leyti, dregnar til baka. Ráð hafði verið fyrir þeim gert í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Með samstilltu átaki foreldra og annarra íbúa tókst að hrinda aðför meirihluta sveitarstjórnar að skólastarfi í austanverðum Skagafirði.
Því miður er enn gert ráð fyrir því í tillögu meirihlutans að hægt sé að taka fyrirvaralítið ákvörðun um skerðingu á skólastarfi með frekari niðurfellingu bekkja við skólana út að austan.”
 
Þá tóku til máls GBS, ÞF, SÁ, fleiri ekki.
 
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkv., 4 sitja hjá.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
BE kveður sér hljóðs og leggur fram bókun, til að gera grein fyrir atkv.:
“Við sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fögnum þeirri stefnubreytingu meirihlutans sem virðist hafa orðið í skólamálunum út að austan, þar sem fallið er frá  þeim tillögum sem liggja til grundvallar við fjárhagsáætlun meirihlutans fyrir árið 2007 og settar voru fram án samráðs við skólastjórnendur, kennara og foreldra á svæðinu.
Tillaga meirihlutans nú er efnislega samhljóða tillögu okkar sjálfstæðismanna frá 11. janúar s.l.  að öðru leyti en því að  engin trygging er fyrir því að kennsla yngri barna, upp í 6. bekk, verði á Hólum, Hofsósi og í Fljótum eins og  tillaga sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir. Ekki er hægt að treysta að samráð verði haft við foreldra enda hefur þessi tillaga ekki verið kynnt fyrir foreldrum á svæðinu.
Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að stefnumótun í skólamálum á svæðinu út að austan verði hraðað.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.”
 
SÁ óskar bókað að hann telji áhyggjur fulltrúa Sjálfstæðisflokks óþarfar.
 
 
9.
070130 Landbúnaðarnefnd
 
 
Mál nr. SV070091
 
Fundargerðin er í 6 liðum. SB kynnir fundargerð.
Til máls tóku BJ, PD, SÁ, fleiri ekki.
Liður 2, er varðar landbóta- og landnýtingaráætlun fyrir Hofsafrétt. borinn undir atkvæði og samþ. samhljóða.
Liður 3, tillaga um að Sveitarfél. Skagafj. verði aðili að stofnun Landssamtaka landeigenda, borinn undir atkvæði og samþ. samhljóða.
Fundargerðin í heild borin undir atkv. og samþ. samhljóða.
 
 
10.
070201 Landbúnaðarnefnd
 
 
Mál nr. SV070092
 
Fundargerðin er 1 liður. SB kynnir fundargerð.
Til máls tók BJ, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
11.
070129 Umhverfis- og samgöngunefnd
 
 
Mál nr. SV070074
 
Fundargerðin er í 5 liðum. ÞF kynnir fundargerð.
Til máls tók PD, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
12.
Beiðni  MLF um lausn frá nefndastörfum
 
 
Mál nr. SV070073
 
Með bréfi, dags. 18.01.07, óskar María Lóa Friðjónsdóttir eftir lausn frá setu í fræðslunefnd og almannavarnanefnd. Einnig sem varafulltrúi Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn, samstarfsnefnd sveitarfél. í Skagafirði og á þingi SSNV
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Maríu Lóu lausn frá setu í þessum nefndum og þakkar henni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
 
Tilnefningar í nefndir í stað Maríu Lóu Friðjónsdóttur:
Fræðslunefnd:
aðalm.  Sigríður Svavarsdóttir                Var áður varamaður
varam.  Sigríður Björnsdóttir.                  Nýr varamaður
Almannavarnarnefnd
aðalm.  Eybjörg Guðnadóttir.                  Var áður varamaður
varam.  Gísli Sigurðsson             Nýr varamaður
Samstarfsnefnd m. Akrahreppi
varam.  Gísli Sigurðsson.                        Nýr varamaður
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þessi  því rétt kjörin.
 
 
13.
Beiðni  SOS um lausn frá nefndastörfum
 
 
Mál nr. SV070083
 
Með bréfi, dags. 05.02.07, óskar Sólveig Olga Sigurðardóttir eftir lausn frá setu í Umhverfis- og samgöngunefnd og sem varaftr. í Landbúnaðarnefnd.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Sólveigu Olgu lausn frá setu í þessum nefndum og þakkar henni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
 
Tilnefningar í nefndir stað Sólveigar Olgu Sigurðardóttur
Umhverfis- og samgöngunefnd-
aðalm.  Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir      Var áður varamaður
varam.  Hólmfríður Guðmundsdóttir        Nýr varamaður
Landbúnaðarnefnd
varam.  Guðrún Helgadóttir                    Nýr varamaður
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þessar því rétt kjörnar.
 
Lagt fram til kynningar
 
14.
070126 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV070093