Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

179. fundur 16. mars 2006
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 179 - 16.03.2006

 
 
Ár 2006, fimmtudaginn 16. mars, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Kaffi Krók, Aðalgötu 16, Sauðárkróki, kl. 16.15.
 
            Mætt voru:  Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúar og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingarnefnd.
 
Einnig Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingafulltrúi og Árni Ragnarsson, skipulagsarkitekt.
 
Foseti setti fund og kynnti dagskrá:
 
Dagskrá:
 
1. 
Aðalskipulag Skagafjarðar 2005 – 2017 – Fyrri umræða
 
Afgreiðsla:
 
Bjarni Maronsson, formaður Skipulags- og bygginganefndar, fylgdi aðalskipu­lagstillögunni úr hlaði og þakkaði hina miklu vinnu sem að baki liggur.
 
Því næst kynntu Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson 4. tillögu að Aðalskipulagi sveitarfélagsins.
 
Gísli Gunnarsson þakkaði kynninguna og gaf orðið laust.
.
Nokkrar umræður urðu um skipulagstillöguna og fyrirspurnir komu fram, sem þeir Jón Örn og Árni svöruðu.
 
Gísli Gunnarsson bar nú upp eftirfarandi tillögu:
 
 “Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestir samþykkt Skipulags- og byggingarnefndar frá 2. mars 2006, sbr. tölulið 1 í fundargerð nefndarinnar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa framlagða 4. tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2005 – 2017..samkvæmt 18. gr. Skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 með síðari breytingum.”
Gísli Gunnarsson
Ársæll Guðmundsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
 
“Undirritaðir fulltrúar VG samþykkja ofangreinda tillögu með þeim fyrirvara, sem fram kemur í bókun VG á sveitarstjórnarfundi 31. mars 2005:
“Í kynningartexta að Aðalskipulagi Skagafjarðar er gert ráð fyrir nauðsynlegum rannsóknum varðandi hugmyndir að Skatastaðavirkjun. Mikilvægt er að líta heildstætt á vatnasvið Héraðsvatna m.a.með tilliti til friðlýsingar á svæðinu frá Grundarstokk norður til sjávar. VG í Skagafirði hefur lagt áherslu á gildi jökulánna og vatnasvæðis þeirra, sem ósnortinnar og ægifagurrar náttúru er hefur mótað sterka ímynd Skagafjarðar. Fulltrúar VG áskilja sér allan rétt við meðferð skipulagsmála vatnasvæðis Héraðsvatna og nýtingu svæðisins.””
Ársæll Gumundsson
Bjarni Jónsson
 
Gísli Gunnarsson bar síðan fyrrgreinda tillögu undir atkvæði og var hún samþykkt samhljóða.
 
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs, fleiri ekki.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 17:17.  Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar