Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

160. fundur 14. apríl 2005
 
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 160 -14.04.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 14. apríl, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
           
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Forseti setti fund og leitaði samþykkis á þeirri breytingu á dagskránni að a) liður 3. liðar yrði c) undir 1. lið. Var það samþykkt.  Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
 
 
DAGSKRÁ:
 
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 12. apríl
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. apríl
c)      Fundarg. Samstarfsnefndar um rekstur Varmahlíðarskóla 23. mars
 
2.  Málefni Sveitarstjórnar Sveitarfél. Skagafjarðar
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Fundarg. Skagafjarðarveitna 16. mars
 
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 12. apríl
Dagskrá:
1.      Erindi frá félags- og tómstundanefnd vegna launa í vinnuskólanum árið 2005
2.      Bréf frá Kristínu Ögmundsdóttur varðandi afnot geymsluskúrs Aðalgötu 16b
3.      Umsögn um leyfi til hótelrekstrar að Lindargötu 3, Sauðárkróki
4.      Umsögn vegna sölu á ríkisjörðinni Stóra-Holti í Fljótum
5.      Umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, 194. mál, álagning útsvars
6.      Eignasjóður:
a)      Tilboð í fasteignina Jöklatún 1, Skr.
b)      Tilboð í fasteignina Jöklatún 8, Skr.
c)      Tilboð í fasteignina Jöklatún 10, Skr.
d)      Tilboð í fasteignina Laugatún 7, Skr.
e)      Tilboð í fasteignina Austurgötu 24, Hfs.
f)        Fundargerð samstarfsnefndar vegna sölu á Laugavegi 5, Vhl.
g)      Viðauki við leigusamning um fasteignir og landssvæði Sveitarfélagsins Skagafjarðar að Steinsstöðum
7.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Félagsmálaráðuneytið: Breyting á reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
b)      Tilkynning um sölu á jörðinni Kirkjuhóli, landnr. 146050, janúar 2005
c)      Fundargerð aðalfundar Farskóla Norðurlands vestra – miðstöðvar símenntunar á Nlv.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. apríl
Dagskrá:
1.      Samstarf við FNV um stuðning við þjálfun iðnnema og kynningarmál FNV.
2.      Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
3.      Hátæknisetur á Sauðárkróki
4.      Kynningaráætlun fyrir Skagafjörð.
5.      Sýningin Norðurland 2005 – þátttaka Skagafjarðar.
6.      Afmælismót Skíðasambands Íslands
7.      Gönguleiðakort af framsveitum Skagafjarðar.
8.      Önnur mál
Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
c)   Samstarfsnefndar um rekstur Varmahlíðarskóla 23. mars
Dagskrá:
1. Kjarasamningur við Pál Dagbjartsson.
2. Sala á Sjónarhóli.
3. Húsaleiga á kennarabústöðum skólans.
4. Bílskúrinn við Sunnuhlíð.
5. Dælukostnaður á heitu vatni hjá Varmahlíðarskóla.
6. Viðhald á skólahúsnæðinu.
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerð. Leggur hann til að 1. lið hennar verði vísað til byggðarráðs. Samþykkt.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.  Málefni Sveitarstjórnar Sveitarfél. Skagafjarðar
 
Gísli Gunnarsson tók til máls, þá Gunnar Bragi Sveinsson og óskar þeirrar breytingar á dagskránni að bréf Bjarna Maronssonar verði sett inn sem sérliður. Hann lagði fram bókun og tillögu:
 
“Í 12. gr. Samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir m.a. “Ef forseti nýtur ekki lengur stuðnings meirihluta þeirra sem sæti eiga í sveitarstjórninni skal hann víkja og forsetakjör fara fram á ný.”  Í bréfi dags. 2. apríl 2005 lýsir Bjarni Maronsson því yfir að hann styðji ekki lengur Gísla Gunnarsson sem forseta sveitarstjórnar Sveitarfélag­sins Skagafjarðar. Í ljósi þessa leggjum við til að greidd verði atkvæði um það hvort forseti njóti trausts eða ekki og ef ekki, að nýr forseti verði kosinn þegar í stað. “
 
Gísli Gunnarsson kvaddi sér hljóðs, þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson, Einar E. Einarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson.
 
Fundarhlé er gert kl. 17:05.
Fundi aftur fram haldið kl. 17:13.
 
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram tillögu:
“Þann 31.mars sl. fór forseti sveitarstjórnar, Gísli Gunnarsson, útfyrir valdsvið sitt er hann lýsti einn sveitarstjórnarfulltrúann vanhæfan til setu á sveitarstjórnarfundi, vísaði af fundi og kallaði inn varamann í hans stað. Teljum við forseta hafa misbeitt valdi sínu og berum því upp vantrauststillögu á hann.“
Fulltrúar Framsóknarflokks
Fulltrúi Skagafjarðarlista
 
Tillagan borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum gegn 4.
 
Bjarni Maronsson tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:
“Með tilvísan til sameiginlegrar yfirlýsingar okkar Gísla Gunnarssonar frá í gær styð ég ekki framkomna tillögu minni hluta sveitarstjórnar Skagafjarðar um vantraust á núverandi  forseta sveitarstjórnar. Jafnframt minni ég á að kjörtímabil sveitarstjórnar rennur út að ári liðnu. Tel ég löngu tímabært að innbyrðis deilum sveitarstjórnarfólks linni og sátt skapist um brýn hagsmunamál sveitarfélagsins.”
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls, þá Þórdís Friðbjörnsdóttir og lagði fram bókun:
“Enn hefur þörf meirihlutans fyrir völd og embætti orðið hagsmunum sveitarfélagsins yfirsterkari. Revía meirihluta sveitarstjórnar í Sveitarfélaginu Skagafirði er landsmönnum kunn og ljóst að skemmtunin mun halda áfram. Söguþræðinum hafa allir löngu týnt en Skagfirðingar ættu að kynna sér leikstjórn og leikendur því fáir mánuðir eru í að revían verði dæmd af áhorfendum.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson
 
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Fundarg. Skagafjarðarveitna 16. mars
 
Bjarni Jónsson tók til máls undir þessum lið. Fleiri ekki.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:22.
 
                                                                                    Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari