Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

159. fundur 31. mars 2005
 
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 159 -31.03.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 31. mars, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
           
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Helgi Thorarensen, Gísli Árnason og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 
 
DAGSKRÁ:
 
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 29. mars
b)      Samgöngunefnd 16. mars
c)     Skipulags- og byggingarnefnd 8., 14. og 23. mars.
                       
2.  Aðalskipulag Skagafjarðar – endurskoðun vegna úrskurðar 
     félagsmálaráðuneytisins frá 7. janúar 2005.
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Fundargerð Skagafjarðarveitna 21. mars
 
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 29. mars
Dagskrá:
1.      Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit
2.      Styrkumsókn nemenda Landbúnaðarháskóla Íslands
3.      Erindi frá samgöngunefnd – Hafnarreglugerð og gjaldskrá
4.      Umsögn vegna sölu jarðarinnar Brúnastaða í Fljótum
5.      Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Flugu ehf.
6.      Aðalfundarboð Farskólans – miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra
7.      Félagsheimilið Árgarður – ársreikningur 2004
8.      Félagsheimilið Miðgarður – ársreikningur 2004
9.      Yfirlit rekstrar sl. tvo mánuði
10.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá samgönguráðuneytinu varðandi þungaflutninga
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina.  Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
b)   Samgöngunefnd 16. mars
Dagskrá:
1.      Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar
2.      Tillaga um hækkun á gjaldskrá f. rafmagn
3.      Önnur mál
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Maronsson, sem leggur fram svofellda bókun:
“Undirritaður telur að í Hafnarreglugerð fyrir hafnir Hafnarsjóðs Skagafjarðar komi ekkert fram sem brjóti í bága við að Skipulags- og byggingarnefnd fari með skipulagsmál á hafnarsvæðunum sem og annarsstaðar í sveitarfélaginu. Jafnframt er eðlilegt að samgöngunefnd sé umsagnaraðili um skipulagsmál á hafnarsvæðinu.”
 
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
c)   Skipulags- og byggingarnefnd 8. mars
Dagskrá:
1.  Þverárfjallsvegur
 
Skipulags- og byggingarnefnd 14. mars
Dagskrá:
1.      Þverárfjallsvegur
Forseti sveitarstjórnar, Gísli  Gunnarsson, lýsir því að skv. 19. gr. sveitarstjórnarlaga og með hliðsjón af úrskurði Félagsmálaráðuneytisins frá 7. jan. 2005 sé Bjarni Maronsson vanhæfur til að taka þátt í umfjöllun þessara fundargerða og óskar eftir að varamaður hans, Katrín María Andrésdóttir taki sæti.
Bjarni Maronsson tók til máls og mótmæli þessum úrskurði forseta sveitarstjórnar en kvaðst ekki myndi taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
 
Fundarhlé gert kl. 16:25.
Fundi aftur framhaldið kl. 16:34.
 
Gunnar Bragi Sveinsson kveður sér hljóðs, einnig Bjarni Maronsson.
Bjarni Maronsson víkur nú af fundi.
Katrín María Andrésdóttir tekur sæti  hans.
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar, en afgreiðslu þeirra var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 17. mars sl.
 
Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og leggur fram bókun:
 “Það er ekki skylda að kalla til varamann þegar aðalmaður í sveitarstjórn er vanhæfur sbr. 19. grein sveitarstjórnarlaga. Við undirrituð mótmælum harðlega að forseti sveitarstjórnar vísi Bjarna Maronssyni úr fundarsal við afgreiðslu þessa máls og kalli til varamann. Teljum við forseta ekki hafa vald til þess heldur sé það verksvið sveitarstjórnar.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð frá 8. mars þarfnast ekki afgreiðslu.
Fundargerð frá 14. mars borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, 3 atkvæði á móti. Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
 
Bjarni Maronsson tekur sæti á ný.
 
 
Skipulags- og byggingarnefnd 23. mars
Dagskrá:
1.      Iðutún 12 – lóðarumsókn.
2.      Eyrarvegur 21 – umsókn um olíudælu.
3.      Skagfirðingabraut 9a – umsókn um byggingarleyfi.
4.      Laugatún – lóðarumsóknir.
5.      Fjall í Kolbeinsdal - gangnamannahesthús
6.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnir fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.  Aðalskipulag Skagafjarðar – endurskoðun vegna úrskurðar 
     félagsmálaráðuneytisins frá 7. janúar 2005.
 
Undir þessum lið vék Bjarni Maronsson af fundi og Katrín María Andrésdóttir tók sæti hans.
 
Gísli Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu samkvæmt úrskurði Félagsmálaráðuneytis:
“Gert verði ráð fyrir vatnsaflsvirkjun við Villinganes. Í samræmi við umhverfismat verði gerðar nauðsynlegar rannsóknir á áhrifum virkjunar á lífríki Héraðsvatna neðan virkjunar, með það að markmiði að geta brugðist við neikvæðum áhrifum hennar. Gerð verði áætlun um varnir gegn landrofi við bakka og ósa Héraðsvatna.
Samhliða þarf að kanna með hvaða hætti væri unnt að draga úr mögulegum neikvæðum áhrifum virkjana á flúðasiglingar og ferða­þjónustu í Skagafirði.”
 
Katrín María Andrésdóttir kvaddi sér hljóðs og  lagði fram bókun:
“Mikilvægt er að skapa sem besta sátt meðal Skagfirðinga um nýtingu auðlinda og uppbyggingu atvinnulífs í héraðinu. Undirrituð telur því heppilegt að sveitarstjórn gangist fyrir því að gerð verði, af óháðum aðila, könnun á afstöðu Skagfirðinga til virkjanaframkvæmda. Niðurstaða könnunarinnar verði leiðbeinandi fyrir sveitarstjórn þegar kemur að því að undirbúa tillögu að aðalskipulagi til formlegrar umræðu í sveitarstjórn, að aflokinni kynningu og fresti til athugasemda.”
                                                                                    Katrín María Andrésdóttir
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls. þá Helgi Thorarensen, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Katrín María Andrésdóttir.
 
Gísli Gunnarsson bar nú áðurgreinda tillögu undir atkvæði.
Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 4.
Katrín María Andrésdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
“Undirrituð áteljum meirihluta sveitarstjórnar harðlega fyrir ákvörðun sína um að hafna því að setja fyrirhugaða virkjun við Villinganes inná tillögu að aðalskipulagi. Meirihlutinn hefur engin haldbær rök lagt fram hvers vegna fyrirhuguð Villinganesvirkjun skuli ekki vera á skipulagi.
Fyrir fáum vikum voru rök meirihlutans fyrir því að hafna Villinganesvirkjun þau að umhverfi og ferðaþjónusta myndi bera skaða af. Talið er líklegt að Skatastaðavirkjun muni hafa meiri áhrif en Villinganesvirkjun (m.a. vegna stærðar sinnar)  og því er ákvörðun meirihlutans óskiljanleg. Þá er ekki síður alvarlegt að með ákvörðun sinni er meirihlutinn að skaða hagsmuni heimamanna sem hafa virkjunarréttinn að Villinganesi og vaknar sú spurning hvort það sé gert með ráðnum hug. Flestum er kunnugt að Villinganesvirkjun er lykill Skagfirðinga að virkjunarrétti Skatastaða en það virðist ekki skipta meirihluta sveitarstjórnar neinu. Hörmum við skort meirhlutans á framsýni og vilja til að efla atvinnulíf í Skagafirði.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson
 
Helgi Thorarensen tók til máls og lagði fram bókun:
“Það er mikilvægt að halda öllum virkjunarmöguleikum opnum í þeim drögum að aðalskipulagi sem nú liggja fyrir. Drögin að aðalskipulaginu eiga að fara til umræðu og Skagfirðingar eiga að fá tækifæri til þess að láta álit sitt í ljósi varðandi þessa virkjunarkosti. Ekki er ástæða til þess að þrengja þessa möguleika fyrr en vilji Skagfirðinga liggur fyrir.”
 
Gísli Gunnarsson tók til máls og lagði fram tillögu:
“Undirritaðir leggja til að gerðar verði eftirfarandi breytingar á grein 2 í kafla 6.3.10, Veitur og virkjanir í þriðju tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2004-2016:
 
Í stað textans:
2.      “Gert verði ráð fyrir Skatastaðavirkjun með veitu frá Vestari-Jökulsá og ám milli Jökulsánna
og veitugöngum í Sveitarfélaginu Skagafirði að stöðvarhúsi við Skatastaði í Akrahreppi.”

Komi:

2.  “Gert verði ráð fyrir Skatastaðavirkjun. Unnið verði að nánari tillögugerð á svæðum sem tengjast virkjun við Skatastaði, sem byggist á rannsóknum á áhrifum virkjunarinnar á lífríki á vatnasvæði Héraðsvatna.  Einnig verði unnar áætlanir um varnir gegn landrofi jarða er liggja að Héraðsvötnum og við ósa vatnanna, ásamt mati á hugsanlegum afleiðingum og ávinningi mismunandi valkosta fyrir, náttúru, mannlíf og atvinnulíf í Skagafirði.” ”
Ársæll Guðmundsson
Gísli Gunnarsson
Til máls tóku Einar E. Einarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson.
Þessi tillaga borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkv. gegn 4.
 
 
Ársæll Guðmundsson tók til máls og lagði fram bókun:
“Í kynningartexta að Aðalskipulagi Skagafjarðar er gert ráð fyrir nauðsynlegum rannsóknum varðandi hugmyndir að Skatastaðavirkjun. Mikilvægt er að líta heildstætt á vatnasvið Héraðsvatna m.a. með tilliti til friðlýsingar á svæðinu frá Grundarstokk norður til sjávar. VG í Skagafirði hefur lagt áherslu á gildi jökulánna og vatnsvæðis þeirra, sem ósnortinnar og ægifagurrar náttúru er hefur mótað sterka ímynd Skagafjarðar. Fulltrúar VG áskilja sér allan rétt við meðferð skipulagsmála vatnasvæðis Héraðsvatna og nýtingu svæðisins.”
Ársæll Guðmundsson
Gísli Árnason.
 
Gísli Gunnarsson kvaddi sér hljóðs, þá Gunnar Bragi Sveinsson og leggur fram bókun:
“Umhverfismat mun m.a. taka á þessum liðum og því er þessi breyting óþörf.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson.
 
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs, fleiri ekki.
 
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Fundargerð Skagafjarðarveitna 21. mars
 
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
       
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:43.
 
                                                                                    Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari