Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

158. fundur 17. mars 2005
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 158 -17.03.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 17. mars, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
           
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Brynjar Pálsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir,  Bjarni Jónsson og Gísli Árnason.
 
Forseti setti fund. Leitaði hann samþykkis fundarmanna að dagskrárliður nr. 2: Samkomulag um kjarasamningsumboð til Launanefndar sveitarfélaga við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna verði felldur út þar eð um málið er fjallað í 2. dagskrárlið Byggðarráðs frá 8. mars. Var þetta samþykkt.
 
Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
 
 
DAGSKRÁ:
 
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 8. og 15. mars
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 8. mars
c)      Félags- og tómstundanefnd 8. mars
d)      Fræðslu- og menningarnefnd 7. mars
e)      Landbúnaðarnefnd 1. og 7. mars
f)        Skipulags- og byggingarnefnd 2., 8. og 14. mars.
           
2.  Aðalskipulag Skagafjarðar – endurskoðun vegna úrskurðar 
     félagsmálaráðuneytisins frá 7. janúar 2005.
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 8. mars
Dagskrá:
1.      Viðræður við Gunnar Þór Gunnarsson, frkvstj. Norðuróss ehf.
2.      Samkomulag um kjarasamningsumboð
3.      Bréf frá menntamálaráðuneytinu varðandi ákvæði um kennslustundafjölda
4.      Erindi frá InPro – einkarekstur slökkviliðs
5.      Erindi frá atvinnu- og ferðamálanefnd um nýtingu á hluta af söluandvirði Steinullarverksmiðjunnar hf. til atvinnumála í Skagafirði
6.      Niðurfelling gjalda
7.      Eignasjóður:
a)      Erindi frá Samkeppnisstofnun - Steinsstaðir
8.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundarboð – ársfundur Lánasjóðs sveitarfélaga
b)      Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga – kynninsferð fyrir sveitarstjórnarmenn til Brussel 17. – 20. apríl nk.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
      Byggðarráð 13. mars
Dagskrá:
1.      Erindi frá Félags- og tómstundanefnd – Samningur við Flugu hf..
2.      Vinarbæjamót í Kongsberg.
3.      Trúnaðarmál.
4.      Eignasjóður
5.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá yfirfasteignamatsnefnd.
b)      Frá Félagsmálaráðuneytinu – úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2005.
c)      Frá Samb. Ísl. sveitarfélaga – ráðstefna um nýmæli í stjórnun sveitarfélaga.
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 8. mars
Dagskrá:
1)      Samstarf við FNV um eflingu iðnnáms
2)      Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
3)      Sýningin Norðurland 2005
4)      Önnur mál
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
c)   Félags- og tómstundanefnd 8. mars
      Dagskrá:
1.      Trúnaðarmál
2.      Bréf RKÍ, dags. 18. febrúar 2005 varðandi Geymsluna, lagt fram til kynningar
3.      Geymslan, skýrsla samstarfshóps kynnt
4.      Málefni Vinnuskólans
5.      Lagt fram bréf Lýðheilsustöðvar um nýtt þróunarverkefni til að bregðast við þyngdaraukningu barna
6.      Tækjavæðing íþróttavallanna
7.      Tækjakaup í Íþróttahús á Sauðárkróki
8.      Drög að samningi við Flugu um styrk við rekstur reiðhallarinnar Svaðastaða
9.      Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
d)   Fræðslu- og menningarnefnd 7. mars
Dagskrá:
Skólamál:
Grunnskóli:
1.   Trúnaðarmál.
2.      Önnur mál
Menningarmál:
3.   Styrkir til menningarmála.
4.      Önnur mál
Gísli Árnason kynnti þessa fundargerð. Til máls tóku Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Árnason, fleiri ekki. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
e)   Landbúnaðarnefnd 1. mars
Dagskrá:
1.      Riðuveiki
2.      Galtarárskáli
3.      Refa- og minkaeyðing
4.      Önnur mál
 
      Landbúnaðarnefnd 7. mars
Dagskrá:
1.      Riðuveiki - Fundur með Sigurði Sigurðarsyni, dýralækni
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðirnar. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
e)   Skipulags- og byggingarnefnd 2. mars
Dagskrá:
1.      Minni-Brekka í Fljótum – umsókn um utanhússklæðningu.
2.      Bréf  Guðbrands Þ. Guðbrandssonar, dagsett 22. febrúar 2005.
3.      Skarðsá í Sæmundarhlíð – erindi frá Landbúnaðarnefnd 16.11.2004.
4.      Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag.
5.      Önnur mál.
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundagerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      Skipulags- og byggingarnefnd 8. mars
Dagskrá:
1.      Þverárfjallsvegur
 
Skipulags- og byggingarnefnd 14. mars
Dagskrá:
1.      Þverárfjallsvegur
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti þessar tvær fundargerðir.
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs. Lagði hún fram svofellda bókun:
“Rétt er að koma því fram að sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 14.12. sl. að erindi Vegagerðarinnar varðandi Þverárfjallsveg yrði vísað til skipulags- og byggingarnefndar til umfjöllunar og henni falið að ræða við fulltrúa atvinnulífs, Vegagerðar og samgönguyfirvalda. Ljóst er að skipulags- og byggingarnefnd hefur ekki farið eftir samþykktum sveitarstjórnar þar sem ekki hefur verið rætt við samgönguyfirvöld.”
                                                                                    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 
Gísli Árnason tók til máls og lagði til að afgreiðslu þessara fundargerða yrði frestað. Þá talaði Gísli Gunnarsson og lagði fram bókun:
“Vilji samgönguyfirvalda er skýr í þessu máli auk þess sem ætla má að vegamála­stjóri starfi í samræmi við vilja samgönguyfirvalda.”
                                                                                    Gísli Gunnarsson
 
Því næst tóku til máls Bjarni Jónsson, Brynjar Pálsson, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fresturnartillaga Gísla Árnasonar borin undir atkvæði og er hún samþykkt með sex atkvæðum gegn þrem atkvæðum sjálfstæðismanna.
 
 
2.  Aðalskipulag Skagafjarðar – endurskoðun vegna úrskurðar 
     félagsmálaráðuneytisins frá 7. janúar 2005.
 
Gísli Gunnarsson kynnti dagskrárliðinn.
 
Kl. 17:20 var gert fundarhlé.. -  Fundi aftur fram haldið kl. 17:29.
 
Gísli Gunnarsson tók til máls og lagði til að afgreiðslu Aðalskipulags Skagafjarðar yrði frestað til næsta fundar. Var það samþykkt samhljóða.
 
Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram bókun:
“Ákveðið var á sínum tíma að Aðalskipulagstillögur fyrir Skagafjörð yrðu settar til almennrar kynningar eins og þær lágu fyrir samþykktar af sveitarstjórn 18. júní 2004 og voru kynntar fyrir sveitarstjórnarfólki og fulltrúum í nefndum sveitarfélagsins 6. júlí 2004. Samþykkt var að kynna Aðalskipulagstillögurnar á almennum kynningarfundum í samræmi við 17. gr. Skipulags- og byggingarlaga. Byggðarráð staðfesti þá samþykkt 27. júlí 2004 í sumarleyfi sveitarstjórnar. Breytingar sem gerðar hafa verið á aðalskipulagstexta frá  þeim tíma hafa verið úrskurðaðar ólögmætar af félagsmálaráðuneytinu. Því er í fullu gildi ákvörðun sveitarstjórnar frá 18. júní 2004 um efni 3. tillögu að Aðalskipulagi fyrir Skagafjörð 2004-2016, og samþykkt byggðarráðs frá 27. júlí 2004 um að kynna þær tillögur á almennum kynningarfundum.
Þar sem félagsmálaráðuneytið úrskurðaði tillöguflutning Bjarna Maronssonar um breytingar á áður samþykktum Aðalskipulagstexta ólögmætar stendur samþykkt tillaga að Aðalskipulagi frá því 18. júní 2004 nema að fram komi tillögur um annað sem hljóti lögmæta afgreiðslu í nefndum sveitarfélagsins. Ekki liggja tillögur um breytingar á Aðalskipulagstexta fyrir þessum sveitarstjórnarfundi.”
Bjarni Jónsson
Gísli Árnason
 
Gísli Gunnarsson óskar eftir að úrskurðarorð Félagsmálaráðuneytisins verði bókuð:
 
“Úrskurðarorð:  Ákvörðun sveitarstjórnar svf. Skag. frá 7. okt. 2004 um að Villinganesvirkjun verði sett inn í kynningartexta með tillögu sveitarstjórnar á aðalskipulagi Skagafjarðar 2004-16 er ógild. Sveitarstjórn ber að taka málið fyrir á ný til löglegrar meðferðar.”
 
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir
       
 Ekkert liggur fyrir undir þessum lið.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:37.
 
                                                                                    Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari