Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

150. fundur 04. nóvember 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 150 - 04.11.2004

 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 4. nóvember, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Forseti setti fund og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá fundargerð Byggðarráðs í dag, 4. nóv.  Var það samþykkt. Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
 
DAGSKRÁ:
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 4. nóv.
b)      Félags- og tómstundanefnd 20. og 26. okt.
 
2.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá stjórn Félags eldri borgara í Skagafirði
b)      Ráðstefna um aðgengi fyrir alla
c)      Fundargerð skólanefndar FNV frá 21. okt. 2004.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
 
a)  Byggðarráð 4. nóv.
Dagskrá:
1.      Fjárhagsáætlun 2004 - rammar
2.      Umsögn um umsókn Viktors Guðmundssonar fh. Guðmundssona ehf. um leyfi til að reka dansstað að Aðalgötu 7, Sauðárkróki.
3.      Eignasjóður
a)      Erindi frá Húsnefnd Bifrastar
b)      Leigusamningur við Skýrr
c)      Framkvæmdir við Steinsstaðaskóla
4.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerð stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs 27. október 2004
b)      Bréf frá Byggðasafni Skagfirðinga v/Fornleifarannsókna í Skagafirði
c)      Álagning árgjalda ANVEST fyrir árið 2004
d)      Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
                                                         i.      Aðilaskipti á jörðinni Hóli í Tungusveit í Skagafirði, landnr. 146175
                                                       ii.      Aðilaskipti á jörðinni Teigakot í Skagafirði, landnr. 146239
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
b)   Félags- og tómstundanefnd 20. okt.
Dagskrá:
Æskulýðs og tómstundamál
1.      Bókun Byggðarráðs varðandi Hús frítímans ásamt greinargerð Félags eldri borgara, dags. 7. september 2004 um sama málefni.
2.      Lagt fram að nýju bréf Félags eldri borgara, dags. 1. september 2003 varðandi aðstöðu til tómstundastarfs.
3.      Forvarnaverkefnið “Geymslan”.
4.      Verkefnið “Culture beyond generations and countries”
Félagsmál
5.      Trúnaðarmál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gísli Gunnarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Félags- og tómstundanefnd 26. okt.
Dagskrá:
Íþróttamál
1.      Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Léttfeta, dags. 7.10.2004
2.      Lagt fram bréf Golfklúbbs Sauðárkróks dagsett 29. september 2004.
3.      Lagður fram samningur dags. 22. október 1999 um uppbyggingu skíðasvæðis í Tindastóli ásamt tillögu íþrótta- og fræðslufulltrúa.
4.      Íþróttamaður Skagafjarðar 2004.
5.      Greint frá starfsemi starfshóps um sundlaugina á Sauðárkróki.
6.      Önnur mál
a)      Bréf varðandi lýsingu í Grænuklauf
b)      Bréf varðandi leigu á hljóðkerfi í íþróttahúsi
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá stjórn Félags eldri borgara í Skagafirði
b)      Ráðstefna um aðgengi fyrir alla
c)      Fundargerð skólanefndar FNV frá 21. okt. 2004.
 
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16,37.
 
                                    Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari