Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

139. fundur 15. apríl 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 139 - 15.04.2004
 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 15. apríl, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20.
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Katrín María Andrésdóttir, Sigríður Svavarsdóttir,  Helgi Thorarensen, Ársæll Guðmundsson og Gísli Árnason.
 
Forseti setti fund og og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá, til síðari umræðu, Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis vestra. Var það samþykkt.  Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
 
 
DAGSKRÁ:
1.   Fundargerðir
a)      Byggðarráð 30. mars; 13. apríl
b)      Félags- og tómstundanefnd 23. mars
 
2.  Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði
Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis vestra – síðari umræða
 
3.  Bréf og kynntar fundargerðir.
           
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 30. mars
Dagskrá:
  1.            Kristín Magnúsdóttir og Sigurpáll Aðalsteinsson koma til fundar
  2.            Forkaupsréttur vegna Grafar á Höfðaströnd
  3.            Menningarhús
  4.            Staða ársreiknings 2003
  5.            Upplýsingar um kostnað við eyðingu refa og minka á Norðurlandi vestra
  6.            Grunnskólinn á Hofsósi - tölvukaup
  7.            Bréf og kynntar fundargerðir
                  a)      Ársskýrsla Brunavarna Skagafjarðar 2003
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Thorarensen, Gísli Árnason, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
Byggðarráð 13. apríl
Dagskrá:
 1.            Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri kemur til fundar
 2.            Forkaupsréttur vegna spildu úr landi Lauftúns
 3.            Fjárhagsstaðan
 4.            Tölvumál Grunnskólans á Hofsósi
 5.            Hæstaréttardómur í máli Snorra Björns Sigurðssonar gegn sveitarfélaginu
 6.            Trúnaðarmál
 7.            Bréf og kynntar fundargerðir
                 a)       Fundargerð stjórnar ANVEST 26. mars 2004
                 b)       Fundargerðir 22. og 23. fundar Framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004
                 c)       Fundargerð Almannavarnanefndar Skagafjarðar 24.03. 2004
                 d)       Fundargerð stjórnar SSNV 22.03. 2004
                 e)       Umsagnir um frumvörp:
                  i)       Frumvarp til laga um stofnun Landsnets hf., 737. mál.
                 ii)        Frumvarp til laga um breytingar á raforkulögum nr. 65/2003, 740. mál.
                  iii)      Frumvarp til laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu á raforku, 747. mál.
                 iv)      Frumvarp til ábúðarlaga, 782. mál.
                 v)       Frumvarp til jarðalaga, 783. mál.
Gísli Gunnarsson kynnti þessa fundargerð einnig. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Katrín María Andrésdóttir, Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
 
b)  Félags- og tómstundanefnd 23. mars
Dagskrá:
1.      Umsóknir um viðbótarlán vegna húsnæðismála
2.      Úthlutun félagslegra leiguíbúða
3.      Trúnaðarmál
4.      Umsóknir um styrki vegna æskulýðsmála
5.      Hugmynd um rekstur “Húss frítímans”
6.      Umsóknir um styrki vegna íþróttamála
7.      Rekstur íþróttamannvirkja
8.      Önnur mál
Þórdís Friðbjörnsdóttir skýrir fundargerðina. Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.  Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss á starfssvæði
Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis vestra – síðari umræða
    
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið. Samþykktin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.  Bréf og kynntar fundargerðir.
 
Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
 
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl .17,20.