Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

128. fundur 30. október 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 128 - 30.10.2003

 
Ár 2003, fimmtudaginn 30. okt., kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómssalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20.
 
            Mætt voru:  Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.
 
Forseti setti fund. Leitaði hann samþykkis fundarins að dagskrá breyttist á þann veg, að fyrsti liður fundargerðar byggðarráðs frá 21. okt. 2003 yrði sérstakur dagskrárliður, nr. 2;  var það samþykkt samhljóða. Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
 
DAGSKRÁ:
1.         Fundargerðir
a)      Byggðarráð 21. og 28. okt.
b)      Félags- og tómstundanefnd 21. okt.
c)      Starfskjaranefnd 16. okt.
d)      Fræðslu- og menningarnefnd 28. okt.
 
2.         Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2003.
 
3.         Tilnefning varamanns í skipulags- og
            byggingarnefnd
 
4.         Bréf og kynntar fundargerðir
a.       Skólanefnd FNV 25. sept.
b.      Húseignir Skagafjarðar ehf 16. okt.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 21. okt.
Dagskrá:
1.      Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2003
2.      Málefni Eignasjóðs
3.      Undirskriftarlisti frá foreldrum leikskólabarna
4.      Erindi frá Alnæmissamtökunum á Íslandi
5.      Fyrirspurn frá Húsnefnd Miðgarðs
6.      Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar:
a.       Búferlaflutningar 2003 á Norðurlandi vestra - yfirlit
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði, fyrsta lið vísað til 2. liðar dagskrárinnar.
Sigurður Árnason óskað bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar fundargerðar.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
Fundargerð að öðru leyti samþykkt samhljóða.
 
Byggðarráð 28. okt.
Dagskrá:
1.      Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs greinir frá stöðu verklegra framkvæmda
2.      Sviðstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs greindir frá stöðu málaflokka sviðsins
3.      Erindi frá Guðmundi Ragnarssyni
4.      Fundarboð – sjöundi ársfundur samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
5.      Erindi frá Frímúrarastúkunni Mælifelli
6.      Umsókn um styrk til að klára íþróttasvæðið á Hofsósi
7.      Erindi frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst
8.      Erindi frá Menntamálaráðuneytinu vegna menningarhúsa
9.      Erindi vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn. Samningur við körfukn.deild
     UMFT um þrif íþróttahúss eftir kappleiki

10.  Fjárhagsáætlun 2004
11.  Bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu vegna byggðakvóta
12.  Framkvæmdir við íþróttavöll á Sauðárkróki
13.  Innheimta fasteignagjalda
14.  Málefni eignasjóðs
15.  Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar:
a.       Fundargerðir stjórnar SSNV 22. sept., 17. okt. og 22. okt. sl.
b.      Fundargerð frá fundi stjórna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka í Norðvesturkjördæmi 22. okt. 2003
c.       Fundargerð fundar stjórna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka í Norðvesturkjördæmi með þingmönnum kjördæmisins 22. okt. 2003
d.      Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
e.       Bréf frá Sís – Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn
f.        Fjármálaráðstefna sveitarfélaga - dagskrá
Gísli Gunnarsson kynnir þessa fundargerð einnig. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsd., Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða, utan hvað Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
 
 
b)  Félags- og tómstundanefnd 21. okt.
Dagskrá:
 
Íþróttamál
1.      Endurskoðuð fjárhagsáætlun
2.      Erindi frá UMSS vegna íþróttamanns Skagafjarðar

 

Æskulýðs- og tómstundamál
1.      Endurskoðuð fjárhagsáætlun
2.      Félagsmiðstöðin Friður – upphaf vetrarstarfs, starfsáætlun og innra starf
3.      Kynnt námkeiðið ÞOR fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva á Norðurlandi
4.      Bréf frá Félagi eldri borgara í Skagafirði, dagsett 1. september 2003, um húsnæðismál. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 9. september 2003 að vísa erindinu til Félags- og tómstundanefndar
5.      Erindi frá eldri borgurum á Hofsósi, dags. 30. september 2003.
6.      Erindi frá Unglingadeildinni Trölla

Félagsmál

9.      Endurskoðuð fjárhagsáætlun
10.  Trúnaðarmál
11.  Erindi frá SÁÁ
12.  Erindi frá Krossgötum
13.  Lögð fram ársskýrsla SFNV um málefni fatlaðra fyrir árið 2002
 
Húsnæðismál
14.  Úhlutanir félagslegra leiguíbúða
15.  Afgreiðsla viðbótarlána
16.  Umsókn til Íbúðarlánasjóðs vegna viðbótarlána 2004
 
Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnir fundargerð. Enginn kveður sér hljóðs.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
 
 
c)      Starfskjaranefnd 16. okt.
Dagskrá:
1.      Ósk um upptöku nýrra starfsheita
1.1. Varaslökkviliðsstjóri – sjúkraflutningar
1.2. Eldvarnareftirlit – sjúkraflutningar
 
2.      Kynntir úrskurðir samstarfsnefndar, erindi frá síðasta fundi.
2.1. Forstöðumaður íþróttahúss Skr.
2.2. Nýtt starfsheiti bókasafni
 
3.      Kynnt afgreiðsla launanefndar varðandi munnlega fyrirspurn um greiðslu starfsmanna fyrir fundi á leikskólum
 
4.      Umsjónar-/ forstöðumenn íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.
 
5.      Önnur mál.
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
d)   Fræðslu- og menningarnefnd 28. okt.
Dagskrá:
            Skólamál:
1.      Erindi frá Grunnskólanum að Hólum dags. 6. október 2003
2.      Samningur um sálfræðiþjónustu
3.      Reglur v. beiðna um flutning milli skóla innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, áður á dagskrá 15. ágúst síðastliðinn.
4.      Önnur mál.
Menningarmál:
5        Erindi frá húsnefnd Miðgarðs dags. 13. október 2003. Samhljóða erindi vísað frá byggðaráði þann 21. okt. 2003
6        Byggðasafn, geymslumál.
7        Menningarhús – tillaga að starfshópi.
8        Önnur mál.
Sigurður Árnason skýrir fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
2.         Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2003.
            - 1. liður Byggðarráðs 21. okt. 2003 -
 
Ársæll Guðmundsson kynnir hina endurskoðuðu fjárhagsáætlun.
Sigurður Árnason kveður sér hljóðs, og leggur fram eftirfarandi bókun:
“Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokksins lýsa vonbrigðum sínum með endur­skoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Nær 70 milljón króna mismunur er á rekstri aðalsjóðs frá fyrri áætlun. Gjöld hafa farið fram úr og tekjuáætlun ekki staðist.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Einar E. Einarsson
Sigurður Árnason
 
Þá tekur Ársæll Guðmundsson til máls, síðan Bjarni Jónsson. Hann leggur fram svofellda bókun meirihlutans:
“Sá árangur, sem náðst hefur í bættum rekstri rekstrareininga er ánægjulegur. Þar hafa forstöðumenn rekstrareininga og stjórnsýslan unnið gott starf við að halda rekstrinum innan þess ramma, sem  þeim var úthlutaður. Sett markmið um ábyrga rekstrarstjórnun hafa verið höfð að leiðarljósi. Sviðsstjórum, forstöðumönnum og öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins eru færðar bestu þakkir fyrir fagleg og vel unnin störf.”
Bjarni Jónsson
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Bjarni Maronsson
Ársæll Guðmundsson
 
Hér varð Gísli Gunnarsson að víkja af fundi og Bjarni Jónsson tók við fundarstjórn.
 
Snorri Styrkársson kveður sér hljóðs og leggur fram bókun vegna endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003:
“Í bókun minni við meðferð fjárhagsáætlunar ársins 2003 í sveitarstjórn í janúar stóð eftirfarandi: ,,Í fjárhagsáætluninni er innbyggður og #GLfalinn#GL halli fyrir a.m.k. 110 milljónir króna þrátt fyrir 130 milljón króna áætlaða lántöku á árinu.  Lántökur ársins munu því nema a.m.k. 240 milljónum króna þegar allt verður talið#GL.  Nú er ljóst að strax eftir 9 mánuði kemur sannleikurinn í þessari bókun minni fram, því í þessari endurskoðuðu fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir lántökum að upphæð 256 milljónum króna og hallinn hefur vaxið um 70 milljónir króna.   Ekki er árið liðið og stórir póstar fjárhagsáætlunarinnar enn óendurskoðaðir og því ljóst að það er enn meiri  #GLfalinn#GL halli í fjárhagsáætluninni þrátt fyrir þessa endurskoðun hennar, sem hér liggur fyrir.   Hallinn á því eftir að vaxa ennfrekar og lántökur eða skuldasöfnun sveitarfélagsins mun verða enn meiri en fram kemur í þessari endurskoðuðu fjárhagsáætlun fyrir árið 2003 þegar upp verður staðið eftir árið.  Ástæðurnar eru einkum tvær.  Annarsvegar er skilningur á eðli rekstrar sveitarfélagsins lítill hjá meirihluta sveitarstjórnar  m.a. um gildi veltufjárhlutfalls og sjóðsstreymis og hinsvegar eru margar faldar kostnaðartölur eða #GLsprengjur#GL í áætluninni.
Augljóst er að meirihluti sveitarstjórnar er því miður óhæfur að stýra málefnum sveitarfélagins og að hann er raunverulega ráðþrota strax á öðru ári kjörtímabilsins.”
Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista.
 
Þvínæst tók Einar E. Einarsson til máls, þá Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guð­mundsson, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Einar E. Einarsson, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson. Hann leggur fram svohljóðandi bókun meirihlutans:
“Bókun og málflutningur fulltrúa Skagafjarðarlistans er sérstæður og villandi í ljósi þess hvernig síðasti meirihluti sveitarstjórnar skildi við. Rekstur málaflokka fór langt fram úr áætlunum, óstjórn ríkti í stjórnun sveitarfélagsins með alvarlegum villum í áætlunum.
Rekstur sveitarfélagsins var fjármagnaður af stórfelldri eignasölu í stað þess að taka á þeim rekstrarvanda, sem var til staðar. Núverandi meirihluti hefur náð markverðum árangri í rekstri sveitarfélagsins.”
Bjarni Jónsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Bjarni Maronsson
Ársæll Guðmundsson
 
Snorri Styrkársson óskar eftir fundarhléi kl. 18,32.
Fundi framhaldið kl. 18,39.
 
Snorri Styrkársson tekur til máls og leggur fram bókun:
“Ástæða er til að taka undir með meirihlutanum um að árangur hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins með starfsmönnum þess.
Hinsvegar hófst þessi vinna um mitt árið 2001. Núverandi meirihluti býr að ákvörðunum fyrri meirihluta.
Það er mjög sérstakt hversu kjörnir fulltrúar Vinstri grænna og  Sjálfstæðis­flokks eru að dvelja í fortíðinni til að réttlæta eigin gerðir og stöðu.”
Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista.
 
Endurskoðuð fjárhagsáætlun borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðsluna.
 
 
3.         Tilnefning varamanns í skipulags- og byggingarnefnd
 
Tilnefning varamanns í skipulags- og byggingarnefnd í stað Grétars Þórs Steinþórssonar.
Tilnefndur er Bjarni Jónsson. Fleiri tilnefningar komu ekki fram.
- Samþykkt.
 
 
4.         Bréf og kynntar fundargerðir
            Skólanefnd FNV 25. sept.
            Húseignir Skagafjarðar ehf 16. okt.
 
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum dagskrárlið.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl . 18,45.