Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

121. fundur 24. júní 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 121 - 24.06.2003

 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 24. júní, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum, Aðalgötu 2, kl. 1600.
            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Árnason, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Snorri Styrkársson og Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri.
 
Forseti setti fund, lýsti dagskrá og leitaði afbrigða um að taka á dagskrá undir lið 2, kosningu á aðalmanni í landbúnaðarnefnd og atvinnu- og ferðamálanefnd í stað Bjarna Egilssonar sem beðist hefur lausnar frá störfum.  Var það samþykkt.
 
DAGSKRÁ:
1.       Fundargerðir
a)      Byggðarráð 19. júní
b)      Samgöngunefnd 19. júní
c)      Skipulags- og byggingarnefnd 19. júní
 
2.       Kosningar skv. A-lið 63. gr. samþykktar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð:
1)   Forseti sveitarstjórnar.
2)   Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.
3)      Annar varaforseti sveitarstjórnar.
4)      Tveir skrifarar og tveir til vara.
5)      Byggðarráð - þrír aðalfulltrúar og þrír til vara.
6)      Kjörstjórn við alþingiskosn. - þrír aðalmenn og þrír til vara.
7)      Undirkjörstjórnir fyrir kjördeildir á Hofsósi, á Hólum, á Sauðárkróki, í Skagaseli, í Fljótum, á Steinsstöðum, í Varmahlíð - þrír aðalmenn og þrír til vara í undirkjörstjórn hverrar kjördeildar.
8)      Atvinnu- og ferðamálanefnd, landbúnaðarnefnd.
 
3.         Ársreikningar Sveitarfél. Skagafjarðar
og stofnana þess f. árið 2002 – Síðari umræða –
 
4.                 Tillaga
 
5.                 Bréf og kynntar fundargerðir
.
                                               
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 19. júní
Dagskrá:
1.      Rekstraruppgjör fyrstu fjóra mánuði ársins
2.      Kaup á vinnuvél fyrir þjónustumiðstöðina
3.      Launagreiðslur vegna starfa í ráðum, nefndum og stjórnum sveitarfélagsins
4.      Brunavarnaráætlun fyrir starfssvæði Brunavarna Skagafjarðar
5.      Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Bakkaflöt
6.      Styrkbeiðni frá Krabbameinsfélagi Skagafjarðar
7.      Niðurfelling gjalda
8.      Erindi frá 6. júní 2003. Kaup á landi við Kolkuós
9.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)        Fundargerð 21. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands.
b)       Fundargerð stjórnarfundar INVEST frá 19. maí 2003
c)        Bréf frá félagsmálaráðuneytinu
 
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina.  Til máls tóku Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
“Fulltrúar Framsóknarflokksins í Sveitarstjórn Skagafjaðar leggja til að 3ja lið fundargerðar byggðarráðs frá 19. júní, um launagreiðslur sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna verði vísað aftur til byggðarráðs til frekari skoðunar.  Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason.“  Þá tóku til máls Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson sem leggur fram svohljóðandi bókun: “Á fundi byggðarráðs 19. júní var fullyrt að full samstaða væri um málið og framkvæmd þess.  Á þessum forsendum stóð undirritaður að samþykkt málsins.  Svo reyndist þó ekki vera.  Ekki er um það deilt að laun þurfi að hækka en framkvæmdin er meirihlutanum til vansa, sem og oft áður.“ Næst tóku til máls Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Snorri Styrkársson sem leggur fram svohljóðandi bókun:”Lýsi furðu minni með afstöðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna til breytinga á launakjörum sveitarstjórnarfulltrúa.“  Þá kom í pontu Gísli Gunnarsson sem lagði fram svohljóðandi bókun: “Laun sveitarstjórnarfulltrúa hafa nú verið óbreytt á fimmta ár. Ljóst er að sveitarstjórnarfulltrúar skila mikilli vinnu fyrir mjög lág laun og nú er tímabært að lagfæra það, þar sem verið er að samræma og endurskoða laun hjá sveitarfélaginu.  Greitt verður því nú eftir þeim reglum sem samþykktar voru í sveitarstjórn árið 1998.“  Því næst tók til máls Þórdís Friðbjörnsdóttir. Fleiri ekki.
Tilllaga fulltrúa Framsóknarflokksins borin upp til atkvæða.  Tillagan felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.  Næst var þriðji liður fundargerðarinnar borin upp sérstaklega og hann samþykktur með fimm atkvæðum gegn atkvæði Snorra Styrkárssonar.
Fundargerðin borin upp og samþykkt.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 8. liðar. Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar í heild sinni.
 
b)  Samgöngunefnd 19. júní
Dagskrá:
                                      1.           Dýpkun Sauðárkrókshafnar
                                      2.           Hesteyri 2, Sauðárkróki
                                      3.           Lestar- og bryggjugjöld 2003 – til skoðunar
                                      4.           Bréf frá ATF ehf
                                      5.           Önnur mál
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt.  Bjarni Maronsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar fundargerðarninnar.
 
c)   Skipulags- og byggingarnefnd 19. júní
Dagskrá:
1.      Sauðármýri 3, byggingarleyfi, Krókshús
2.      Kirkjutorg 3, breytt starfsemi
3.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnti fundargerð.  Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt.  Gunnar Bragi Sveinsson og Snorri Styrkársson óska bókað að þeir sitji hjá við 1. lið fundargerðarinnar.
 
2.       Kosningar skv. A-lið 63. gr. samþykktar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð:
            Til eins árs.
1.      Forseti sveitarstjórnar.
Fram kom tillaga um Gísla Gunnarsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Gísli Gunnarsson því rétt kjörinn.
2.      Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.
Fram kom tillaga um Bjarna Jónsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Bjarni Jónsson því rétt kjörinn.
3.      Annar varaforseti sveitarstjórnar
Fram kom tillaga um Gunnar Braga Sveinsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Gunnar Bragi Sveinsson því rétt kjörinn.
4.      Tveir skrifarar sveitarstjórnar og jafnmargir til vara úr hópi sveitarstjórnarfulltrúa.
Fram kom tillaga um:
      Aðalmenn:                                                        Varamenn:
Ásdís Guðmundsdóttir                          Bjarni Maronsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir                         Einar Einarsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
5.      Byggðarráð. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
      Aðalmenn:                                                        Varamenn:
Gísli Gunnarsson                                               Bjarni Maronsson
Bjarni Jónsson                                                  Ársæll Guðmundsson
Gunnar Bragi Sveinsson                                    Þórdís Friðbjörnsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
6.      Kjörstjórn við Alþingiskosningar:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Ásdís Ármannsdóttir                                         Ásgrímur Sigurbjörnsson
                        Gunnar Sveinsson                                             Kristján Sigurpálsson
                        María Lóa Friðjónsdóttir                                   Guðmundur Vilhelmsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
            7.   Undirkjörstjórnir:
                  Kjördeild Hofsósi:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Halldór Ólafsson                                               Sigmundur Jóhannesson
                        Ásdís Garðarsdóttir                                          Dagmar Þorvaldsdóttir
                        Bjarni Þórisson                                     Einar Einarsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
                  Kjördeild á Hólum:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Sigurður Þorsteinsson                                       Hörður Jónsson
                        Sverrir Magnússon                                            Guðrún Tryggvadóttir
                        Haraldur Jóhannsson                                         Árdís Björnsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
                  Kjördeild á Sauðárkróki:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Reynir Kárason                                                Konráð Gíslason
                        Ágústa Eiríksdóttir                                            Baldvin Kristjánsson
                        Lovísa Símonardóttir                                         Þórarinn Sólmundarson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
                  Kjördeild á Skaga:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Jón Stefánsson                                                  Guðrún Halldóra Björnsdóóttir
                        Brynja Ólafsdóttir                                             Jósefína Erlendsdóttir
                        Steinn Rögnvaldsson                                         Jón Benediktsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
      Kjördeild Fljótum:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Hermann Jónsson                                             Haukur Ástvaldsson
                        Hólmfríður Bergþóra Pétursdóttir                      Sigurbjörg Bjarnadóttir
                        Ríkharður Jónsson                                            Íris Jónsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
                  Kjördeild Steinsstöðum:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Hólmfríður Jónsdóttir                                        Jóhannes Guðmundsson
                        Eymundur Þórarinsson                          Magnús Óskarsson
                        Smári Borgarsson                                             Þórey Helgadóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
                  Kjördeild í Varmahlíð:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Sigurður Haraldsson                                         Sigfús Pétursson
                        Karl Lúðvíksson                                               Erna Geirsdóttir
                        Arnór Gunnarsson                                            Ragnar Gunnlaugsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
7.      Forseti sveitarstjórnar las upp bréf frá Bjarna Egilssyni þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum í atvinnu- og ferðamálanefnd svo og landbúnaðarnefnd.  Forseti þakkaði Bjarna vel unnin störf  í þágu sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
Tillaga kom fram um Viðar Einarsson sem aðalmann í atvinnu- og ferðamálanefnd. Samþykkt samhljóða.
Tillaga kom fram um Árna Egilsson sem aðalmann í landbúnaðarnefnd.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Árni því rétt kjörinn.
 
Snorri Styrkársson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu: #GLSveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að í samræmi við 40. gr. samþykkta sveitarfélagsins að sá framboðslisti eða -flokkur sem ekki á kjörinn fulltrúa í byggðarráði skipi áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt til setu í byggðarráði.”
Tillagan borin upp til atkvæða og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.
 
3.         Ársreikningar Sveitarfél. Skagafjarðar
og stofnana þess f. árið 2002 – Síðari umræða -
Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri tók til máls og skýrði reikningnn. Las hann upp áritanir löggiltra endurskoðenda og einnig kjörinna skoðunarmanna. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum á milli umræðna og leggur sveitarstjóri til að hann verði samþykktur.
Niðurstöðutölur rekstrarreiknings ársins 2002 eru þessar; rekstrartekjur A-hluta sveitarsjóðs kr. 1.560.670.161, samanteknar rekstrartekjur A og B hluta sveitarsjóðs kr. 1.808.208.567.  Rekstrargjöld A-hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda kr. 1.496.960.219.  Samantekin rekstrargjöld A og B hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda kr. 1.724.590.739.  Nettó fjármagnsliðir A-hluta sveitarsjóðs eru kr. 41.698.300 og samantekið fyrir A og B hluta sveitarsjóðs kr. 90.920.599.  Rekstrarniðurstaða er jákvæð í A – hluta að upphæð kr. 22.011.642 en neikvæð í samanteknum A og B hluta að upphæð kr. 7.302.771.
Til máls tóku Sigurður Árnason, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir sem leggur fram eftirfarandi bókun:”Fulltrúar Framsóknarflokksins í Sveitarstjórn Skagafjarðar fagna því að skuldir sveitarfélagsins lækkuðu á síðasta ári, en benda á að það gerðist í tíð fyrri meirihluta, því skuldirnar hækkuðu á seinni hluta ársins.  Núverandi meirihluti er hvattur til að sýna aðhald í rekstri sveitarfélagsins og halda áfram á þeirri braut sem fyrri meirihluti varðaði.  Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason.”  Þá næst töluðu Bjarni Maronsson, Snorri Styrkársson sem leggur fram svohljóðandi bókun:”Enn og aftur kemur í ljós við skoðun ársreiknings Sveitarfélagsins Skagafjarðar að umsvif  sveitarfélagsins eru ekki í samræmi við fjárhagsáætlanir.  Mismunur áætlunar ársins og endanlegra talna liggur sem fyrr, fyrst og fremst í  fjármálastjórnun og eftirfylgni.  Greining á frávikum í almennum rekstri sýnir einungis mismun upp á 26 milljónir króna.  Skatttekjur eru 37 milljón króna hærri en áætlun ársins.  Þegar kemur að sértækum rekstrarliðum s.s. atvinnumálum og sameiginlegum kostnaði koma í ljós frávik frá fjárhagsáætlun upp á  150 milljónir króna, allt liðir þar sem almennar rekstrareiningar sveitarfélagsins hafa engin áhrif.  Sýnilegt er að sparnaður í rekstri einstakra stofnana vegur ekki upp þennan skort á stjórnun.  Í ársreikningi aðalsjóðs eru færðar niðurfærslur á viðskiptakröfum, fasteignagjöldum og hlutafé fyrir um 67 milljónir króna. Ár eftir ár eru slíkar færslur í bókhaldi sveitarfélagsins og gefa enn og aftur til kynna vandamálin við stjórnun sveitarfélagsins.  Þrátt fyrir verulega eignasölu á árinu þá eru skuldir sveitarfélagsins á uppleið og lausafjárstaða sveitarfélagsins óviðunandi.  Um mitt ár höfðu skuldir sveitarfélagsins lækkað um 146 milljónir króna en hækka síðan um 75 milljónir króna.  Handbært fé aðalsjóðs nam 145 milljónum króna 30.06. 2002 en einungis 75 milljónum króna um síðustu áramót.
Snorri Styrkársson

Skagafjarðarlista.”

Næst tóku til máls Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson sem leggur fram bókun fyrir hönd meirihlutans:”Vegna bókana fulltrúa minnihluta í sveitarstjórn er vert að minna á að sú fjárhagsáætlun sem upphaflega var gerð fyrir árið 2002 er á ábyrgð fyrrverandi meirihluta Sveitarstjórnar Skagafjarðar, sömu flokka og nú mynda minnihluta í sveitarstjórn. Ónákvæmni og mistök í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002 skoðast því á ábyrgð Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista.” Því næst tók til máls Sigurður Árnason, Snorri Styrkársson og Ársæll Guðmundsson.
Ársreikningur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess fyrir árið 2002 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 
 
4.          Tillaga
Forseti sveitarstjórnar Gísli Gunnarsson lagði fram svohljóðandi tillögu: “Lagt er til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar skv. 5.gr. II. kafla samþykkta sveitarfélagsins.  Fulltrúi Skagafjarðarlista, Snorri Styrkársson mun sitja fundi byggðarráðs sem áheyrnarfulltrúi og einungis í sumarleyfi sveitarstjórnar og til vara Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.”
Tillagan samþykkt samhljóða.
 
5.        Bréf og kynntar fundargerðir
Aðalfundur Skagafjarðarveitna ehf. verður haldinn þriðjudaginn 1. júlí 2003.  Forseti sveitarstjórnar gerði að tillögu sinni að þeir sveitarstjórnarfulltrúar sem sjá sér fært að mæta á fundinn fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.  Samþykkt samhljóða.
 
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1925