Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

93. fundur 26. mars 2002
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 93 - 26. mars 2002

                                                                                                                         
Ár 2002, þriðjudaginn 26. mars  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 1600.
            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Sólveig Jónasdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:

1.        Fundargerðir:
            a)         Byggðarráð 13. mars og 20. mars.
            b)         Félagsmálanefnd 18. mars.
            c)         Hafnarstjórn 13. mars.
            d)         Landbúnaðarnefnd 19. mars
            e)         Nefnd um endursk. samþykkta sveitarfélagsins 20. mars.
            f)           Nefnd um félagslega íbúðakerfið 6. og 27. sept.;
                    17. des. 2001; 8. og 11. mars.
            g)         Skólanefnd 19. mars.
            h)         Umhverfis- og tækninefnd 13. mars.
            i)           Veitustjórn 20. mars.

2.         Ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana
  
         þess árið 2001 - Síðari umræða.

3.         Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana
  
         þess árin 2003-2005 – Síðari umræða.

4.         Skipan fulltrúa í stjórn Miðgarðs

5.         Bréf og kynntar fundargerðir.
            1)    Stjórn Húseigna Skagafjarðar 11. og 18 mars.
    Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 21. mars.  Einnig að fella niður 4. lið dagskrár og vísa honum til menningar-, íþrótta-, og æskulýðsnefndar.  Var það samþykkt samhljóða. 
AFGREIÐSLUR:
1.   Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 13. mars.
Dagskrá:
1.      Uppbygging Nafarhússins á Hofsósi
2.      Samningur um gamla bæinn í Glaumbæ
3.      Erindi vegna fasteignagjalda
4.      Byggðasamlag um málefni fatlaðra – fundarboð
5.      Frá Alþingi – umsögn um frumvarp um stjórn fiskveiða
6.      Frá Veðurstofu v/bráðabirgðahættumats fyrir Ljótsstaði
7.      Frá Húsfriðunarnefnd v/endurbyggingar réttar í landi Bjarnastaðahlíðar
8.      Erindi frá Búhöldum v/stofnstyrks
9.      Húsnæðismál Árvistar
10.  Frá Sambandi sveitarfélaga – aðgengi fatlaðra að kjörstöðum
11.  Frá Sambandi sveitarfélaga – ráðstefna um símenntun starfsmanna
12.  Erindi frá Zoran Kokotovic v/ heimildamynda um Skagafjörð

    Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
    Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

    Byggðarráð 20. mars.
  
Dagskrá:
   1.       Félagslegar íbúðir – nefndarálit
    2.       Þriggja ára áætlun 2003-2005
    3.       Ársreikningur 2001
    4.       Erindi frá Öldunni – stéttarfélagi og Starfsm.félagi Skagafjarðar
    5.       Gerð grein fyrir viðræðum við Ölduna – stéttarfélag og
           Verslunarmannafélag Skagfirðinga
    6.       BÍ – samningur um ráðgjöf v/skuldastýringar
    7.       Reglugerð fyrir félagsheimilið Miðgarð
    8.       Erindi frá Þorbirni Árnasyni – frestað 20. febrúar
    9.       Kynnt tillaga frá fundi sveitarfélaga 15. mars sl.
    10.   Erindi frá sýslumanni v/umsagnar um rekstrarleyfi gistiskála
    11.   Erindi frá Óskari Óskarssyni, slökkviliðsstjóra
    12.   Frá Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra
    13.   Frá umhverfisráðuneyti v/kæru Héraðsvatna ehf. – umsögn
    14.   Frá umhverfisráðuneyti – fráveitunefnd – könnun á stöðu mála
    15.   Frá Fjölskylduráði – dagur fjölskyldunnar 15. maí 2002
    16.   Fundargerðir – Launanefnd og Kennarasamband Íslands
    17.   Fulltrúi Öldunnar – stéttarfélags í kjaranefnd

Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu 8. liðar fundargerðarinnar.
b)  Félagsmálanefnd 18. mars
Dagskrá:
1.      Fundur með nefnd um skoðun félagslega húsnæðiskerfisins.
2.      Húsnæðismál.
3.      Þriggja ára áætlun Félagsíbúða Skagafjarðar.
4.      Trúnaðarmál.
5.      Þjónustusamningur um málefni fatlaðra.
6.      Félagsstarf eldri borgara í Skagafirði, rekstrarstyrkir.
7.      Lagt fram bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, dags. 12. febrúar
        2002 varðandi úthlutun úr framkvæmdasjóði aldraðra.
8.      Önnur mál.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 c)  Hafnarstjórn 13. mars
  
  
Dagskrá:
        1.          Umsögn um frumvarp til hafnarlaga
        2.          Bláfáninn
        3.          Gjaldskrá fyrir smábáta
        4.          Vigtun á fiski í Haganesvík
        5.          Dýpkun í Haganesvík
        6.          Dýpkun Sauðárkrókshafnar.

    Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.     Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d)     Landbúnaðarnefnd 19. mars.
  
     Dagskrá:
        1.      Fundarsetning.
        2.      Refaveiði, sbr. bréf dags. 19.01.02.
        3.      Bændur græða landið.
        4.      Kláðaaðgerðir.
        5.      Önnur mál.
        6.      Staðarafréttur.

    Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.     Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e)     Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 21. mars.
  
     Dagskrá:
  
    
1.         Styrkveitingar.
        2.         Önnur mál.

    Ásdís Guðmundsdóttir sté í pontu og bað sveitarstjórnarmenn að minnast Ernu
    Rósar Hafsteinsdóttur formanns nefndarinnar, sem lést sl. sunnudag.  Risu
    sveitarstjórnarmenn úr sætum og minntust hennar í djúpri þögn.  Síðan skýrði
    Ásdís fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin
    undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

f)  Nefnd um endursk. samþykkta sveitarfélagsins 20. mars.
  
Dagskrá:
     1.   Tillaga að stjórnskipulagi, nefndum og drögum að upplýsingastefnu
     2.   Ákvörðun um næsta fund

Ingibjörg Hafstað skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
g)  Nefnd um félagslega íbúðakerfið 6. september 2001.
  
Dagskrá:
   1.      Kosning formanns og varaformanns.
    2.      Fyrirkomulag félagslega íbúðakerfisins í Sveitarfélaginu Skagafirði.

     Nefnd um félagslega íbúðakerfið 27. september 2001.
    
Dagskrá:
  
   Vinnufundur.
   Nefnd um félagslega íbúðakerfið 17. desember 2001.
  
Dagskrá:
  
1.      Húsnæðismál sveitarfélaga.  Greinargerð um reiknilíkan.
    2.      Mat á þörf á leiguíbúðum í Sveitarfélaginu Skagafirði.
    3.      Greiðslubyrði lána og vaxtakostnaður af félagslegum íbúðum
          í eigu sveitarfélagsins og árlegur viðhaldskostnaður.
    4.      Leigutekjur af íbúðum.

   Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

   Nefnd um félagslega íbúðakerfið 8. mars 2002.
  
Dagskrá:
   1.      Greinargerð frá Félagsmálanefnd Skagafjarðar.
    2.      Drög að nefndaráliti.

    Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
   
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

   Nefnd um félagslega íbúðakerfið 11. mars 2002.
   
Dagskrá:
  
1.      Nefndarálit.
   Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
   
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 h)  Skólanefnd 19. mars.
  
Dagskrá:

Grunnskólamál:
   1.      Erindi frá foreldrum um breytta skólavist.
    2.      Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    3.      Erindi frá byggðaráði.
    4.      Þriggja ára fjárhagsáætlun – framkvæmdaáætlun.
    5.      Önnur mál.

Leikskólamál:
   
6.      Skólahópur 5 ára barna.
    7.      Þriggja ára fjárhagsáætlun – framkvæmdaáætlun.
    8.      Önnur mál.

Tónlistarskólamál:
   9.      Þriggja ára fjárhagsáætlun – framkvæmdaáætlun.
    10.  Önnur mál.

    Helgi Sigurðsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
    Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

i)  Umhverfis- og tækninefnd 13. mars.
  
Dagskrá:
   1.      Hringvegur 1 um Varmahlíð – Hringtorg – á fundinn mæta
          fulltrúar Vegagerðarinnar.
    2.      Þriggja ára áætlun.  Erindi frá byggðarráði – Margeir Friðriksson
          fjármálastjóri mætir á fundinn.
    3.      Reiðhöllin Svaðastaðir – fyrirspurn -.
    4.      Erindi Skagafjarðarveitna – lóð undir dæluhús við Eyrarveg.
    5.      Önnur mál.

   Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
   
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

j)  Veitustjórn Skagafjarðar 20. mars
  
Dagskrá:
  
1.         Ársreikningur Hita- og vatnsveitu Skagafjarðar og Rafveitu Sauðárkróks.
    2.         Samþykktir fyrir Skagafjarðarveitur.
    3.         Þriggja ára áætlun.
    4.         Önnur mál.

    Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
   
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

2.    Ársreikningar Sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana þess árið 2001
  
     - Síðari umræða   -

Til máls tók Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri.  Gerði hann grein fyrir helstu atriðum í ársreikningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2001.  Lagði hann fram áritanir löggiltra endurskoðenda og einnig kjörinna skoðunarmanna sem og skýrslu þeirra um ársreikning sveitarsjóðs og stofnana fyrir árið 2001.  Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum á milli umræðna og leggur sveitarstjóri til að hann verði samþykktur.  Til máls tók Gísli Gunnarsson og óskar bókað:
”Ársreikningar sveitarsjóðs Skagafjarðar og fyrirtækja sveitarfélagsins fyrir árið 2001 valda verulegum vonbrigðum, ekki síst með tilliti til þeirra fréttatilkynninga sem birst hafa undarfarið frá meirihluta sveitarstjórnar um stórkostlega lækkun skulda.  Samkvæmt ársreikningnum voru skuldir sveitarfélagsins í árslok 2.386 milljónir króna, en voru í ársbyrjun 2.234 milljónir króna, þ.e.a.s. skuldir hækka um 152 milljónir á árinu.  Þetta gerist þrátt fyrir sölu Rafveitu Sauðárkróks, enda var ráðstafað umfram tekjur á árinu 509 milljónum króna hjá sveitarsjóði einum.  Áhyggjuefni er einnig hversu rekstrarkostnaður sveitarfélagsins hækkaði mikið seinni hluta ársins og nú þarf að huga verulega að þeim þætti í stjórnun sveitarfélagsins.
Sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.”
Því næst tóku til máls Snorri Styrkársson og Herdís Á. Sæmundardóttir sem leggur fram svo hljóðandi bókun í nafni meirihlutans:
“Í ljósi bókunar sjálfstæðismanna hlýtur það að vera íhugunarefni hvernig ástandið í fjármálum sveitarfélagsins væri nú, ef ekki hefði verið gripið til þeirra ráðstafana sem gert var á seinni hluta síðasta árs.  Bókun sjálfstæðismanna hlýtur einnig að vekja undrun í ljósi viðbragða og málflutnings þeirra í tengslum við tillögur meirihlutans í átt til skuldalækkunar og rekstrarhagræðingar.”
Næst tóku til máls Gísli Gunnarsson og Snorri Styrkársson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Ársreikningar fyrir sveitarsjóð og stofnanir hans fyrir árið 2001 bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.
3.         Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess árin 2003-2005 – Síðari umræða.
Til máls tók Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri.  Skýrði hann í stórum dráttum  þá áætlun sem hér er lögð fram og leggur til að hún verði samþykkt.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Þriggja ára áætlanir Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árin 2003-2005 bornar undir atkvæði og samþykktar með sex samhljóða atkvæðum.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
4.         Bréf og kynntar fundargerðir.
            a)  Stjórn Húseigna Skagafjarðar 11. og 18. mars.
      Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1830