Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

87. fundur 17. desember 2001
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 87 - 17.12.2001
.
                                                
                                                                                    
 
Ár 2001, mánudaginn 17. desember  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1700.
           
Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Einar Gíslason, Örn Þórarinsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson, Árni Egilsson,  og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson. 

Forseti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ:
1.            Samningur um sölu á Rafveitu Sauðárkróks.
 
AFGREIÐSLUR:

1.      Samningur um sölu á Rafveitu Sauðárkróks. 
Til máls tók Árni Egilsson og óskar hann bókað að sjálfstæðismenn í sveitarstjórn taki ekki þátt í afgreiðslu um sölu á Rafveitu Sauðárkróks til Rafmagnsveitna ríkisins og vísa til fyrri bókana sjálfstæðismanna um sölu á Rafveitu Sauðárkróks til Rafmagnsveitna ríkisins.
Þá tók Herdís Sæmundardóttir til máls.  Vekur hún athygli á því að aðeins einn fulltrúi sjálfstæðismanna í sveitarstjórn er mættur á fundinn.   Þá leggur hún fram svohljóðandi bókun:
#GLVið fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Skagafjarðar viljum láta í ljós ósk okkar um það að sala Rafveitu Sauðárkróks verði sveitarfélaginu til heilla.  Jafnframt viljum við nota þetta tækifæri til að þakka starfsmönnum Rafveitu Sauðárkróks fyrir ágæt störf í þágu sveitarfélagsins í gegn um tíðina og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni#GL.
 
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Samningur um sölu á Rafveitu Sauðárkróks til Rafmangsveitna ríkisins borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 
Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 17.1o 
                                                Elsa Jónsdóttir, ritari.