Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

85. fundur 13. nóvember 2001
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 85 - 13.11.2001
.
                                                
                                                                                    

Ár 2001, þriðjudaginn 13. nóvember  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1600.
           
Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Einar Gíslason, Ingimar Ingimarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Sólveig Jónasdóttir, Brynjar Pálsson, Árni Egilsson,  og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson.

Áður en fundur var settur komu tónlistarkennarar í Tónlistarskóla Skagafjarðar og afhentu forseta sveitarstjórnar bréf vegna kjaradeilu tónlistarkennara. 
Síðan setti forseti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ:
  
1.     Fundargerðir:
  
                 a)      Byggðarráð 24. og 31. október og 7. nóvember.
  
                 b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 7. nóvember.
  
                 c)      Félagsmálanefnd 29. október.
  
                 d)      Menningar-, íþr.- og æskulýðsnefnd 25. október.
  
                 e)      Umhverfis- og tækninefnd 31. október og 7. nóvember.
  
                 f)        Veitustjórn 8. nóvember.
2.         Afgreiðsla Byggðarráðs v/sölu á Rafveitu Sauðárkróks.
3.         Kjör fulltrúa og varafulltrúa í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar.
4.                  Kjör fulltrúa í Miðgarðsnefnd.
5.         Bréf og kynntar fundargerðir.
  
                 a)   Fundargerð Heilbr.nefndar Norðurl.vestra 16.október. 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 24.október.
  
     Dagskrá:
  
     1.      Þingmannafundur 26.10. 2001 í Árskóla
  
     2.      “Byggðarlög í sókn og vörn” – umsögn
  
     3.      Gerð 3ja ára áætlunar 2002 – 2004
  
     4.      Erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga v/staðfestingar á tryggingum lána
  
     5.      Erindi frá Hestasporti og Ævintýraferðum v/umsóknar um land undir
              aðstöðu fyrir ferðaþjónustu
  
     6.      Ályktanir frá bændafundum um aðgerðir gegn fjárkláða
  
     7.      Erindi um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2002
  
     8.      Frá utanríkisráðuneytinu v/fundar um EES og sveitarfélögin
  
     9.      Erindi frá Helga Gunnarssyni v/lóða við Furulund, Varmahlíð
  
     10.  Erindi frá skólanefnd v/sundkorta
  
     11.  Fundargerðir Kjaranefndar frá 17. og 19. október 2001
  
     12.  Erindi frá Búnaðarbanka Íslands hf.
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Einar Gíslason, Gísli
Gunnarsson og Snorri Styrkársson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin
borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

              Byggðarráð 31.október.
  
    Dagskrá:
  
     1.      Viðræður um sölu Rafveitu Sauðárkróks – staðan.
  
     2.      “Byggðarlög í sókn og vörn” – athugasemdir.
  
     3.      Villinganesvirkjun – úrskurður Skipulagsstofnunar.
  
     4.      Erindi frá Búhöldum hsf. – lóðaumsókn.
  
     5.      Fyrirspurn v/skólaaksturs – yfirlit um kostnað.
  
     6.      Upplýsingar um stöðu bókhalds – 02 leikskólar, 04 fræðslumál.
  
     7.      Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
  
     8.      Frá launanefnd v/verkfalls tónlistarskólakennara.
  
     9.      Yfirlit um staðgreiðslu eftir mánuðum.
  
     10.  Staðgreiðsluyfirlit – áætlun 2001 og 2002.
  
     11.  Fundarboð – kynningarfundur v/landskerfis bókasafna.
  
     12.  Krabbameinsfélagið – kynning á könnun á notkun tóbaksvarnarnámsefnis.
  
     13.  Yfirlit yfir atvinnuástand.
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.    

Byggðarráð 7. nóvember.
     
Dagskrá:

  
     1.      Erindi frá Óstaki sf. v/gatnagerðargjalda
  
     2.      Erindi frá skíðadeild Tindastóls v/stuðnings við rekstur
  
     3.      Erindi frá aðalstjórn Tindastóls v/skuldbreytingar
  
     4.      Erindi frá Skjá 1 – útbreiðsla sjónvarpsefnis
  
     5.      Sala á Rafveitu Sauðárkróks – greinargerð vinnuhóps og tillaga
  
     6.      Bréf frá Sýslumanni
  
     7.      Bréf frá Bústað - fasteignasölu
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Forseti tilkynnti að 5. lið fundargerðarinnar yrði vísað til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

    b)     Atvinnu- og ferðamálanefnd 7. nóvember.
           
Dagskrá:

  
         1.      Ferðamál í Skagafirði
  
         2.      Önnur mál
  
     Ingibjörg Hafstað skýrði fundargerðina. Til máls tók Gísli Gunnarsson og leggur
        hann fram svohljóðandi tillögu:
  
     “Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til að leitað verði samninga við
         Samgönguráðuneytið um rekstur gestastofu í Skagafirði.  Stefnt verði að því að
         slík gestastofa hefji rekstur sumarið 2002.”
                                   
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn.
  
     Þá tók Ingibjörg Hafstað til máls og leggur hún til að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks
        verði vísað til Atvinnu- og ferðamálanefndar.  Var það samþykkt samhljóða. 
        Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt
        samhljóða.
 
c)    Félagsmálanefnd 29. október.
  
    Dagskrá:
  
     1.      Húsnæðismál.
  
     2.      Trúnaðarmál.
  
     3.      Endurskoðun jafnréttisáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  
     4.      Lögð fram til kynningar gögn frá landsfundi jafnréttisnefnda á
              Hvolsvelli 19. – 20. október sl.

  
     5.      Umræður um þjónustusamning sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
              og félagsmálaráðuneytisins um málefni fatlaðra.

  
     6.      Önnur mál.
  
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir  kvöddu sér ekki hljóðs. 
    Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      d)     Menningar-, íþr.- og æskulýðsnefnd 25.október.
  
           Dagskrá:
  
             1.          Málefni félagsheimila
  
             2.          Stefnumótunarvinna við íþróttamannvirki í Skagaf.
  
             3.          Önnur mál
  
       Jón Gauti Jónsson las fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
          Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

  
e)      Umhverfis- og tækninefnd 31.október.
  
          Dagskrá:
  
         1.      Gilstún 10-12, Sauðárkróki - umsókn um byggingarleyfi – Óstak sf
  
         2.      Gilstún 14-16, Sauðárkróki - umsókn um byggingarleyfi – Óstak sf
  
         3.      Hásæti 1, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi – Búhöldar hsf
  
         4.      Bréf Hestasports, dags 11.10.2001 – frá byggðarráði
  
         5.      Veiðihús að Hrauni á Skaga – flutnings- og byggingarleyfi –
                  Rögnvaldur Steinsson
  
         6.      Umsögn vegna veitingar vínveitingaleyfis - Kaffi Krókur
  
         7.      Umsögn vegna veitingar vínveitingaleyfis - Hótel Tindastóll
  
         8.      Umsögn vegna veitingar vínveitingaleyfis - Fjallakráin, Vatnsleysu 
  
         9.      Daufá, íbúðarhús - Útlitsbreyting og einangrun utan – Egill Örlygsson
  
         10.  Glaumbær 2 – Stöðuleyfi fyrir smáhýsi – Skúli Halldórsson
  
         11.  Rarik – Strengleið frá Hofsósi í Hof, – framkvæmdaleyfisumsókn
  
         12.  Austurgata 14, Hofsósi – klæða af anddyri -  Herdís Fjeldsted
  
         13.  Skógargata 10 – fyrirspurnarteikning – Óskar Konráðsson og
                  Jóhanna Jónasdóttir
  
         14.  Áshildarholt.  Hlaða, breytt notkun húsnæðisins - Gunnlaugur
                  Vilhjálmsson
  
         15.  Dalatún 11, Sauðárkróki  - Tímabundinn rekstur snyrtistofu í húsinu -
                 Aðalheiður Arnórsdóttir
  
         16.  Lindargata 15, Sauðárkróki – skyggni yfir útitröppur – Ragnar Eiríksson
  
         17.  Jarðgöng og vegagerð á norðanverðum Tröllaskaga - úrskurður
                  Skipulagsstofnunar
  
         18.  Önnur mál
  
     Árni Egilsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin
        borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

Umhverfis- og tækninefnd 7. nóvember.
  
   Dagskrá:
  
     1.     Varmahlíð – Plön við Miðgarð og Reykjarhólsvegur – Niðurstöður tilboða.
  
     2.     Gilstún 28, Sauðárkróki, lóðarumsókn – Skúli H. Bragason
  
     3.     Frá Byggðaráði - Bréf Búhölda hsf., dagsett 24.10.2001
  
     4.          Frá Byggðaráði - Villinganesvirkjun, Úrskurður Skipulagsstofnunar.
  
     5.          Önnur mál.
  
Árni Egilsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
   
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      f)    Veitustjórn 8.nóvember.
           
Dagskrá:

  
         1.      Tillaga byggðarráðs um málefni Rafveitu Sauðárkróks.
  
         2.      Önnur mál.
  
     Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. 1. lið fundargerðarinnar vísað til
        afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin að
        öðru leyti þarfnast ekki atkvæðagreiðslu. 

2.   Afreiðsla byggðarráðs v/sölu á Rafveitu Sauðárkróks.
  
     Til máls tók Snorri Styrkársson.  Skýrði hann nánar innihald og efni þeirrar tillögu
        sem hér liggur fyrir og samþykkt var í byggðarráði þann 7. nóvember s.l.  Þá tók
        til máls Gísli Gunnarsson og leggur hann fram svohljóðandi tillögu:
  
     “Sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fresta því að ganga
        að kauptilboði RARIK í Rafveitu Sauðárkróks sem hljóðar upp á 330 milljónir kr.  
        Kannað verði á næstu vikum hvernig íslenska ríkið metur eign sveitarfélaga í
        orkuveitum á Vestfjörðum og verðmæti Rafveitu Sauðárkróks síðan metið á
        svipuðum forsendum.  Þannig yrði gætt jafnræðis á milli sveitarfélaga.”
                                   
      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn.
  
     Því næst tóku til máls Einar Gíslason, Ingibjörg Hafstað, Árni Egilsson, Snorri
        Styrkársson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Gísli Gunnarsson, Snorri
        Styrkársson,  Brynjar Pálsson, Jón Gauti Jónsson, Brynjar Pálsson, Sigrún Alda
        Sighvats, Herdís Sæmundardóttir og Árni Egilsson sem ber af sér ámæli.  Fleiri
        kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks borin undir atkvæði og
        felld með 6 atkvæðum gegn 5.  Tillaga byggðarráðs þ.e. 5. liður í fundargerð
        Byggðarráðs frá 7. nóvember, vegna sölu á Rafveitu Sauðárkróks, borin undir
        atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum gegn 5. 

3.   Kjör fulltrúa og varafulltrúa í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar.
  
   Fram kom tillaga um Orra Hlöðversson sem aðalfulltrúa og Snorra Styrkársson sem
      varafulltrúa.  Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir. 

4.   Kjör fulltrúa í Miðgarðsnefnd.
  
   Fram kom tillaga um Bjarna Ragnar Brynjólfsson.  Aðrar tilnefningar komu ekki
      fram og skoðast hann því rétt kjörinn. 

5.   Bréf og kynntar fundargerðir.
  
    1.      Fundargerð Heilbr.nefndar Norðurl.vestra 16.október. 
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið. 
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.5o 
                                                            Elsa Jónsdóttir, ritari.