Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

78. fundur 31. júlí 2001
  SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 78 - 31.07.2001
.
                                                
                                                                                    
 
Ár 2001, þriðjudaginn 31. júlí, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins  kl. 1700.
           
Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Brynjar Pálsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Gunnar Valgarðsson, Stefán Guðmundsson, Ingibjörg Hafstað,  Snorri Styrkársson og sveitarstjóri, Snorri Björn Sigurðsson.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

 DAGSKRÁ:
  
         1.  Starfslok sveitarstjóra.
  
         2.  Ráðning sveitarstjóra.
  
         3.  Bréf frá Sigurði Friðrikssyni.
  
         4.  Bréf frá Gísla Gunnarssyni. 
AFGREIÐSLUR: 
1. Starfslok sveitarstjóra.
  
Til máls tók Snorri Styrkársson og leggur fram tillögu um starfslok Snorra Björns
    Sigurðssonar sem sveitarstjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar miðað við 31. júlí 2001.  
   
Þá tók til máls Gísli Gunnarsson.  Tillaga um starfslok Snorra Björns Sigurðssonar
    borin upp og samþykkt með 6 atkvæðum gegn 5.

2. Ráðning sveitarstjóra.
  
Til máls tók Snorri Styrkársson og leggur hann fram tillögu um það að Jón Gauti
    Jónsson verði ráðinn sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 1. ágúst 2001 til
    loka kjörtímabils. 
    Til máls tók Gísli Gunnarsson.  Tillaga um að Jón Gauti Jónsson verði ráðinn
    sveitarstjóri borin upp og samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.  Fulltrúar
    Sjálfstæðisflokks óska  bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

3. Bréf frá Sigurði Friðrikssyni.
  
Lagt fram bréf frá Sigurði Friðrikssyni dags. 17.07.2001, þar sem hann óskar eftir     
    lausn úr sveitarstjórn það sem eftir er af kjörtímabilinu vegna anna við önnur störf.
  
Ósk Sigurðar Friðrikssonar borin upp og samþykkt samhljóða.
4. Bréf frá Gísla Gunnarssyni.
  
Lagt fram bréf frá Gísla Gunnarssyni dags. 22.07.2001, þar sem hann segir af sér sem
    fulltrúi sveitarfélagsins í starfskjaranefndum sem sveitarfélagið á aðild að og einnig segir
    hann af sér sem fulltrúi sveitarfélagsins í samráðsnefnd við Akrahrepp og í rekstrarnefnd
    Varmahlíðarskóla.

 
Snorri Björn Sigurðsson tók til máls og þakkaði sveitarstjórnarfulltrúum samstarfið á liðnum árum og óskaði sveitarstjórn velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni og einnig óskaði hann nýráðnum sveitarstjóra velfarnaðar.
 Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 17.2o
                                                Elsa Jónsdóttir, ritari