Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

55. fundur 27. júní 2000
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 55 - 27.06.2000

    Ár 2000, þriðjudaginn 27. júní kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Brynjar Pálsson, Ingimar Ingimarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
 1. Byggðarráð 31. maí, 6. og 21. júní.
 2. Menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd 5. júní.
 3. Félagsmálanefnd 6. og 20. júní.
 4. Bygg. Grs. Skr. 14. júní.
 5. Umhverfis- og tækninefnd 8. og 21. júní.
 6. Veitustjórn 14. júní.
 7. Hafnarstjórn 21. júní.
 8. Atvinnu- og ferðamálanefnd 14. júní.
2. Kosningar skv. A-lið 63. gr.samþykktar fyrir Sveitarfélagið           Skagafjörð:
1.  Forseti sveitarstjórnar.
2.  Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.
3.  Annar varaforseti sveitarstjórnar.
4.  Tveir skrifarar og tveir til vara.
5.  Byggðarráð - fimm aðalfulltrúar og fimm til vara.
6.  Kjörstjórn við alþingiskosningar - þrír aðalmenn og þrír til vara.
7.  Undirkjörstjórnir fyrir kjördeildir á Hofsósi, á Hólum, á Sauðárkróki, í         Skagaseli, í Fljótum, á Steinsstöðum, í Varmahlíð og á                             Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki - þrír aðalmenn og þrír til vara í undirkjörstjórn hverrar kjördeildar.
3. Ársreikningur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess         fyrir árið 1999.  
    - Síðari umræða -
4. Reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
   
- Síðari umræða -
5. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 15. júní
b) Starfskjaranefnd 21. júní
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð veitustjórnar frá 26. júní. Var það samþykkt samhljóða.
AFGREIÐSLUR:
 1. FUNDARGERÐIR:
a)    Byggðarráð 31. maí.         Dagskrá:
   1. Viðræður við fulltrúa Hrings um íbúðir aldraðra.
   2. Viðræður við fulltrúa Ferðasmiðjunnar.
   3. Bréf frá ClicOn.
   4. Fundur með stjórn Fjölnets.
   5. Afsal vegna íbúðar að Víðigrund 2.
   6. Leyfi til áfengisveitinga, Ferðaþjónustan á Hólum.
   7. Bréf frá starfshópi á vegum Þróunarsviðs Byggðastofnunar.
   8. Bréf frá Hafsteini Oddssyni.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
       Byggðarráð 6. júní.
        Dagskrá:
   1. Viðræður við stjórn Fjölnets.
   2. Átaksverkefni.
   3. Byggingarnefnd heimavistar.
   4. Niðurfellingar.
   5. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
   6. Bréf frá Kongsberg.
   7. Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni.
   8. Bréf frá Brunabótafélagi Íslands.
   9. Bréf frá SFNV.
   10. Bréf frá Launanefnd sveitarfélaga ásamt kjarasamningi við Fram og Ölduna.
   11. Umsókn um vínveitingaleyfi K.S. Varmahlíð.
   12. Umsókn um vínveitingaleyfi Guðmunda Sigfúsdóttir.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um að vísa 12. lið aftur til Byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
        Byggðarráð 21. júní.
        Dagskrá:
   1. Samþykkt til atvinnu- og ferðamálanefndar.
   2. Viðræður við Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.
   3. 2 bréf frá SÍS vegna Staðardagskrár 21.
   4. Bréf frá Vlf. Fram og Öldunni.
   5. Fundur með fjárlaganefnd 28. júní nk.
   6. Samkomulag við KS.
   7. Bréf frá L.Í.A.
   8. Bréf frá SSNV.
   9. Kaupsamningur vegna Bakka og Reykjarhóls.
   10. Þrjú bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
   11. Umsókn um vínveitingaleyfi.
   12. Aðalfundur Höfða ehf.
   13. Endurrit úr dómabók Héraðsdóms Norðurlands vestra.
   14. Ársreikngar Skagafjarðar og stofnana árið 1999 - síðari umræða.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Snorri Styrkársson og Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um að vísa 6. lið aftur til Byggðarráðs borin upp og samþykkt samhljóða. Stefán Guðmundsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu um þessa tillögu. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 4. liðar. Sigurður Friðriksson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 10. liðar.
b)     Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 5. júní.
        Dagskrá:
   1. Frestuð erindi v/styrkveitinga.
   2. Farið yfir fjárhagsstöðu MÍÆ mála.
   3. Samningur við Kristján Runólfsson.
   4. Samningur við UMF Tindastól v/íþróttavallar.
   5. Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c)     Félagsmálanefnd 6. júní.
        Dagskrá:
   1. Húsnæðismál.
   2. Trúnaðarmál.
   3. Önnur mál.
        Félagsmálanefnd 20. júní.
        Dagskrá:
   1. Húsnæðismál.
   2. Trúnaðarmál.
   3. Umsókn um leyfi til daggæslu.
   4. Tilnefning í þjónustuhóp aldraðra.
   5. Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðirnar. Til máls tók Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp saman og samþykktar samhljóða.
d)     Byggingarnefnd Grunnskóla Sauðárkróks 14. júní.
        Dagskrá:
   1. Gluggar og hurðir í útboðsverkið.
   2. Staða framkvæmda.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e)     Umhv.-og tækninefnd 8. júní.
        Dagskrá:
   1. Umsókn um lóð við Faxatorg fyrir skrifstofuhúsnæði - Trésmiðjan Eik sf. Magnús Ingvarsson frá Eik sf. kemur á fundinn.
   2. Reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði - önnur umræða.
   3. Bryggjugerð í Hofsósi - liður 2 frá síðasta fundi.
   4. Umsókn um þrjár lóðir í Hofsósi - Valgeir Þorvaldsson fh. Vesturfarasetursins.
   5. Varmahlíð - tillaga að breyttu skipulagi.
   6. Deiliskipulag Flæðagerðis.
   7. Akurhlíð 1 - stækkun á byggingarreit.
   8. Fornós 10 - viðbygging - umsókn um byggingarleyfi - Sigurður Eiríksson.
   9. Dögun ehf. - umsókn um byggingarleyfi, áður á dagskrá 3. maí 2000.
   10. Syðri-Hofdalir - umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús - Atli Traustason og Ingibjörg Klara Helgadóttir.
   11. Suðurbraut 5 Hofsósi - umsókn um leyfi til að rífa bílgeymslu - Björn Þór Haraldsson.
   12. Umsókn um leyfi til að leggja ljósleiðara í Hofsós frá Sauðárkróki - Jóhann Örn Guðmundsson fh. Landsímans.
   13. Bréf íbúa við Skagfirðingabraut 37, 39 og 41, varðandi bílastæði.
   14. Umsókn vegna beiðni um vínveitingaleyfi - Fosshótel Áning.
   15. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson og Stefán Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 2. lið fundargerðarinnar til afgreiðslu með 4. lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
        Umhv.-og tækninefnd 21. júní.
        Dagskrá:
   1. Sorpurðunarsvæði - almennar umræður - Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur.
   2. Flæðigerði - umsókn um lóð fyrir reiðskemmu - áður á dagskrá 16. febrúar 2000.
   3. Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar - umsókn um leyfi til að setja útitröppur á suðurhlið.
   4. Auðunarstofa hin nýja á Hólum - umsókn um byggingarleyfi - Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri Hólanefndar.
   5. Fellstún 20 - umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús - Ásmundur Pálmason og Rita Didriksen.
   6. Hlíðarstígur 2, Sauðárkróki - umsókn um leyfi til að byggja bílgeymslu og breyta íbúðarhúsinu - Gísli V. Björnsson.
   7. Gýgjarhóll - utanhússklæðning á fjósi - Ingvar Gýgjar.
   8. Hólavegur 10, Sauðárkróki - sótt um leyfi til að steypa upp í glugga - umsækjandi Sólborg Bjarnadóttir.
   9. Efra-Haganes 2 - umsókn um leyfi til að byggja sumarhús - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.
   10. Neðra-Haganes - umsókn um leyfi til að byggja sumarhús - Ari Már Þorkelsson.
   11. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Árni Egilsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
f)     Veitustjórn 14. júní.
        Dagskrá:
   1. Ársreikningur veitna fyrir árið 1999, seinni umræða.
   2. Gjaldskrárbreyting Rafveitu.
   3. Bréf frá Bjarka Sigurðssyni.
   4. Bréf frá eigendum Krithóls 1 og 2.
   5. Bréf frá Búhöldum, afgr. var frestað á fundi 24. maí sl.
   6. Önnur mál. (skýrsla endurskoðanda).
        Veitustjórn 26. júní.
        Dagskrá:
   1. Gjaldskrárhækkun rafveitu.
   2. Önnur mál.
Árni Egilsson skýrði fundargerðirnar. Til máls tók Snorri Styrkársson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 1. lið fundargerðar 14. júní til afgreiðslu með 3ja lið dagskrár. Fundargerðirnar að öðru leyti bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
g)     Hafnarstjórn 14. júní.
        Dagskrá:
                        1. Ársreikningur 1999.
Brynjar Pálsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt samhljóða að vísa fundargerðinni til afgreiðslu með 3ja lið dagskrár.
h)     Atvinnu- og ferðamálanefnd 14. júní.
        Dagskrá:
  1. Veiðar í ám og vötnum – Bjarni Jónsson
  2. Hestamiðstöð Íslands – Þorsteinn Tómas Broddason
  3. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Var nú gert stutt fundarhlé. Var síðan fundi fram haldið.
2. Kosningar skv. A-lið 63. gr.samþykktar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð:
  1. Forseti sveitarstjórnar. Fram kom tillaga um Gísla Gunnarsson. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.

  2. Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar. Fram kom tillaga um Stefán Guðmundsson. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.

  3. Annar varaforseti sveitarstjórnar. Fram kom tillaga um Ingibjörgu Hafstað. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hún því rétt kjörin.

  4. Tveir skrifarar og tveir til vara. Fram kom tillaga um;
   Aðalmenn:                             Varamenn:
   Sigrún Alda Sighvats              Sigurður Friðriksson
   Snorri Styrkársson                 Ingibjörg Hafstað
   Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

  5. Byggðarráð - fimm aðalfulltrúar og fimm til vara. Fram kom tillaga um;
   Aðalmenn:                               Varamenn:
   Gísli Gunnarsson                      Ásdís Guðmundsdóttir
   Páll Kolbeinsson                      Árni Egilsson
   Herdís Sæmundardóttir            Stefán Guðmundsson
   Elinborg Hilmarsdóttir              Sigurður Friðriksson
   Ingibjörg Hafstað                     Pétur Valdimarsson
   Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

  6. Kjörstjórn við alþingiskosningar - þrír aðalmenn og þrír til vara. Fram kom tillaga um;
   Aðalmenn:                                Varamenn:
   Ríkarður Másson                      Ásgrímur Sigurbjörnsson
   Gunnar Sveinsson                     Sigurður Haraldsson
   María Lóa Friðjónsdóttir          Guðmundur Vilhelmsson
   Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

  7. Undirkjörstjórnir fyrir kjördeildir á Hofsósi, á Hólum, á Sauðárkróki, í Skagaseli, í Fljótum, á Steinsstöðum, í Varmahlíð og á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki - þrír aðalmenn og þrír til vara í undirkjörstjórn hverrar kjördeildar.
Fram kom tillaga um;
Undirkjörstjórn á Hofsósi:
Aðalmenn:                                          Varamenn:
Halldór Ólafsson, Miklabæ                 Ásdís Garðarsdóttir
Óli Magnús Þorsteinsson                    Jakob Einarsson, Hofsósi
Bjarni Ásgr. Jóhannsson                     Pálmi Rögnvaldsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Undirkjörstjórn á Hólum:
Aðalmenn:                                          Varamenn:
Sigurður Þorsteinsson, Skúfsst.            Hörður Jónsson, Hofi
Sigfríður Angantýsdóttir, Hólum           Hallgrímur Pétursson, Kjarvst.
Haraldur Jóhannesson, Enni                 Árdís Björnsdóttir, Vatnsleysu
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Undirkjörstjórn á Sauðárkróki:
Aðalmenn:                                         Varamenn:
Reynir Kárason                                 Konráð Gíslason
Gunnar Sveinsson                              Baldvin Kristjánsson
Jón Hallur Ingólfsson                         María Lóa Friðjónsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Undirkjörstjórn í Skagaseli:
Aðalmenn:                                         Varamenn:
Jón Stefánsson, Gauksstöðum            Björn Halldórsson, Ketu
Brynja Ólafsdóttir, Þorbj.stöðum       Guðm.Vilhelmsson, Hvammi
Steinn Rögnvaldsson, Hrauni              Jón Benediktsson, Kleif
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Undirkjörstjórn í Fljótum:
Aðalmenn:                                          Varamenn:
Hermann Jónsson, Lambanesi             Haukur Ástvaldsson, Deplum
Georg Hermannsson, Y-Mói              Sigurbjörg Bjarnad.Bjarnargili
Ríkarð Jónsson, Brúnastöðum            Heiðrún Alfreðsdóttir, Barði
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Undirkjörstjórn á Steinsstöðum:
Aðalmenn:                                         Varamenn:
Eymundur Þórarinsson, Saurbæ         Jóhannes Guðmundss.Y-Vatni
Ólafur Hallgrímsson, Mælifelli             Magnús Óskarsson, Sölvanesi
Smári Borgarsson, Goðdölum            Hólmfríður Jónsd.Bjarnasthlíð
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Undirkjörstjórn í Varmahlíð:
Aðalmenn:                                         Varamenn:
Sigurður Haraldsson, Grófargili          Sigfús Pétursson, Álftagerði
Sigurlaug Björnsdóttir, Varmahlíð      Gunnar Gunnarsson, Vallholti
Arnór Gunnarsson, Glaumbæ            Ragnar Gunnlaugsson, Hátúni
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Undirkjörstjórn á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki:
Aðalmenn:                                         Varamenn:
Pálmi Jónsson                                    Hreinn Jónsson
Sigmundur Pálsson                             Dóra Þorsteinsdóttir
Pétur Pétursson                                  Egill Helgason
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
3. Ársreikningur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess fyrir árið 1999.
- Síðari umræða -
Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri tók til máls. Las hann upp áritanir löggiltra endurskoðenda og einnig kjörinna skoðunarmanna. Engar breytingar hafa orðið á ársreikningnum á milli umræðna og leggur sveitarstjóri til að hann verði samþykktur.
Til máls tók Ingibjörg Hafstað. Leggur hún fram svohljóðandi bókun:
#GLUndirritaðir fulltrúar Skagafjarðarlistans lýsa enn og aftur yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðu ársreiknings Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 1999. Lítill sem enginn árangur sést í glímu sveitarfélagsins við fjármálalega stjórnun rekstrarins né við lækkun skulda. Frávik frá fjárhagsáætlun ársins 1999 eru mjög veruleg. Þar er bæði um að ræða frávik vegna framúrkeyrslu einstakra stofnana og verkefna en ekki sýst er hér um frávik að ræða sem sveitarstjórn sjálf hefur tekið sérstaka ákvörðun um eða gerði alls ekki ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Þessi niðurstaða er sérstaklega alvarleg því að á árinu gerast ýmsir jákvæðir hlutir sem hefðu átt að skila sveitarsjóði betri stöðu en upphaflega var gert ráð fyrir. Þar má nefna hærri tekjur af hlutabréfasölu, aukaframlag úr jöfnunarsjóði, aukinni arðgreiðslu fyrirtækja og fleira, en einnig að dregið var úr hraða við stærsta framkvæmdaverkefni sveitarfélagsins.
Heildarskuldir sveitarsjóðs í árslok 1999 voru 1.327 milljónir króna og hafa þá lækkað um 28 milljónir milli ára.
Peningaleg staða sveitarsjóðs var neikvæð um 783 milljónir í árslok 1999 og hefur þá batnað um 13 milljónir milli ára.
Heildarskuldir sveitarsjóðs og stofnana voru í árslok 1999, 2.237 milljónir og hafa þá hækkað um 116 milljónir milli ára.
Enn og aftur ítrekum við nauðsyn þess að hér verði tekið á með skipulögðum hætti og það strax.#GL

Snorri Styrkársson
Ingibjörg Hafstað
Síðan tóku til máls Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson og Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Ársreikningur fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess fyrir árið 1999 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. Snorri Styrkársson og Ingibjörg Hafstað óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu ársreikningsins.
4. Reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
- Síðari umræða -
Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri tók til máls. Gerði hann grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á reglugerðinni á milli umræðna. Leggur hann til að reglugerðin með áorðnum breytingum verði samþykkt.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði eins og hún liggur nú fyrir borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
5. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 15. júní
                    b)  Starfskjaranefnd 21. júní
Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri sagði frá aðalfundi Steinullarverksmiðjunnar h.f. sem haldinn verður næstkomandi föstudag kl. 16.oo á Kaffi Krók. Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.3o.
Gísli Gunnarsson 
Páll Kolbeinsson 
Ásdís Guðmundsdóttir
Árni Egilsson
Brynjar Pálsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Stefán Guðmundsson
Sigurður Friðriksson
Ingimar Ingimarsson
Ingibjörg Hafstað
Snorri Styrkársson
                          Elsa Jónsdóttir, ritari
                          Snorri Björn Sigurðsson