Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

50. fundur 21. mars 2000
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 50 - 21.03.2000.

    Ár 2000, þriðjudaginn 21. mars kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Pétur Valdimarsson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
DAGSKRÁ:
1. FUNDARGERÐIR:
   1. Byggðarráð 15. mars.
   2. Menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd 13. mars.
   3. Félagsmálanefnd 14. mars.
   4. Skólanefnd 14. og 15. mars.
   5. Umhverfis- og tækninefnd 8. mars.
   6. Hafnarstjórn 9. mars.
   7. Landbúnaðarnefnd 16. mars.
2. KOSNINGAR:
   1. Kosning 3 fulltrúa til að skoða rekstur sveitarsjóðs.
   2. Tilnefning í skólanefnd í stað Páls Kolbeinssonar.
   3. Tilnefning varamanns í umhverfis- og tækninefnd í stað Helga Thorarensen (svo fremi ósk Jóhanns Svavarssonar um leyfi frá störfum verði samþykkt).
AFGREIÐSLUR:
 1. FUNDARGERÐIR:
a)    Byggðarráð 15. mars.           Dagskrá:
   1. Sjúkraflutningar.
   2. Tillaga.
   3. Bréf frá Trausta Sveinssyni.
   4. Bréf frá Eyþór Einarssyni.
   5. Samningur um ferðaþjónustu á Steinsstöðum.
   6. Vinabæjarmót í Kongsberg.
   7. Bréf frá Hólaskóla.
   8. 2 bréf frá SÍS.
   9. 3 bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
   10. Bréf frá Verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga.
   11. 2 bréf frá Sýslumanni.
   12. Norræn sveitarstjórnarráðstefna.
   13. Menningartengd ferðaþjónusta.
   14. Bréf frá Leifi Hreggviðssyni.
   15. Samkomulag við Björn Björnsson.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Sigrún Alda Sighvats. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
b) Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 13. mars.
    Dagskrá:
   1. Frestuð erindi v/námskeiðs fyrir listamenn á Akureyri.
   2. Erindi frá forstöðumanni Safnahúss á Sauðárkróki.
   3. Félagsheimili.
   4. Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Félagsmálanefnd 14. mars.
    Dagskrá:
   1. Trúnaðarmál (sjá trúnaðarbók).
   2. Reglur um endurgreiðslu dagvistar í heimahúsi.
   3. Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Skólanefnd 14. mars.
    Dagskrá:
Grunnskólamál:
   1. Vímuvarnastefna sveitarfélagsins - kynning.
   2. Skólaakstur.
   3. Önnur mál.
Skólanefnd:
   1. Kynnisferð Reykjanesbær - Árborg.
   2. Fundur með foreldrum barna í Steinsstaðaskóla 15. mars.
   3. Önnur mál.
    Skólanefnd 15. mars.
    Dagskrá:
1. Framtíð Steinsstaðaskóla.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp saman og samþykktar samhljóða.
    e) Umhv.-og tækninefnd 8. mars.
        Dagskrá:
   1. Þverárfjallsvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi til lagningar Þverárfjallsvegar frá Þverá að Skagavegi.
   2. Freyjugata 18, Sauðárkróki - staða framkvæmda.
   3. Íbúðarsvæði aldraðra á Sauðárhæðum - götunöfn.
   4. Steinsstaðir - aldamótaskógar.
   5. Innex - umsóknir um lóðir fyrir sumarhús.
   6. Bárustígur 16, Sauðárkróki - útlitsbreytingar.
   7. Ægisstígur 7, Sauðárkróki - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu.
   8. Skagfirðingabraut 6, Sauðárkróki, suðurhluti - umsókn um leyfi til að breyta útliti hússins.
   9. Grundarstígur 6, Sauðárkróki - umsókn um leyfi til að breyta glugga.
   10. Lindargata 3, Sauðárkróki - bréf Péturs Einarssonar dagsett 10. febrúar 2000.
   11. Suðurgata 3, Sauðárkróki - umsókn um leyfi til að fjarlægja múrpípu.
   12. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    f) Hafnarstjórn 9. mars.
        Dagskrá:
   1. Hafnaáætlun 2001-2004.
   2. Hafnargjaldskrá.
   1. almenn gjaldskrá.
   2. þjónustugjaldskrá vegna hafna við Skagafjörð.
   1. Umsókn um lóð - Fiskiðjan.
   2. Hafnarvog.
Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    g) Landbúnaðarnefnd 16. mars.
        Dagskrá:
   1. Fundarsetning.
   2. Bréf.
   1. varðandi jörðina Dalsá.
   2. fjallskilanefnd Sauðárkróks.
   1. Kosningar.
   2. Skarðsármál.
   3. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina. Leggur hann til að fyrri hluta þriðja liðar verði vísað til afgreiðslu með 2. lið dagskrár og yrði þar d) liður. Seinni hluta þriðja liðar er vísað til samráðsnefndar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. KOSNINGAR:
  1. Kosning 3 fulltrúa til að skoða rekstur sveitarsjóðs. Fram kom tillaga um Ingibjörgu Hafstað, Gísla Gunnarsson og Herdísi Sæmundardóttur. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
  2. Tilnefning í skólanefnd í stað Páls Kolbeinssonar. Fram kom tillaga um Björgvin Guðmundsson. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.
  3. Lagt fram bréf frá Jóhanni Svavarssyni þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum í Umhverfis og tækninefnd frá miðjum mars og til 15. september. Var samþykkt samhljóða að verða við þessari ósk. Varamaður mun taka sæti Jóhanns í Umhverfis og tækninefnd, þ.e. Helgi Thorarensen. Tillaga um Ingibjörgu Hafstað sem varamann í umhverfis- og tækninefnd í stað Helga Thorarensen samþykkt samhljóða.
  4. Fulltrúi í samráðsnefnd um málefni Blönduvirkjunar í stað Egils Örlygssonar. Tillaga um Sigfús Pétursson samþykkt samhljóða.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15.oo.
 
       Elsa Jónsdóttir, ritari