Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

45. fundur 11. janúar 2000
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 45 - 11.01.2000.

    Ár 2000, þriðjudaginn 11. janúar kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
   1. Byggðarráð 15. des.; 4. og 6. jan.
   2. Menn-íþr.- og æskulýðsnefnd 13. des.; 3. jan.
   3. Félagsmálanefnd 14. des.; 3. og 4. jan.
   4. Skólanefnd 21. des.; 3. jan.
   5. Umhverfis- og tækninefnd 15. og 22. des.
   6. Veitustjórn 5. jan.
   7. Hafnarstjórn 4. jan.
   8. Landbúnaðarnefnd 15. des.
   9. Atvinnu- og ferðamálanefnd 13. og 20. des.
2. Fjárhagsáætlun Skagafjarðar og fyrirtækja fyrir árið 2000 - Fyrri umræða -.
3.
Ósk frá Páli Kolbeinssyni um framlengingu á leyfi frá störfum til 1. maí nk.
4. Tilnefning eins fulltrúa í fulltrúaráð Hestamiðstöðvöðvar Íslands og tilnefning tveggja fulltrúa í stjórn Hestamiðstöðvarinnar og tveggja til vara.
5. Bréf og kynntar fundargerðir:
   1. Samstarfsnefnd Akrahr. og Sv.fél. Skagafjarðar 27. des.
   2. Heilbrigðisnefnd Nl.v. 17. des.
AFGREIÐSLUR:
 1. FUNDARGERÐIR:
a)    Byggðarráð 15. desember.        Dagskrá:
   1. Bréf frá Byggðastofnun.
   2. Bréf frá Skotfélaginu Ósmanni.
   3. Bréf frá Sýslumanni.
   4. Bréf frá Umf. Neista.
   5. Bréf frá Sigmundi Jónssyni, Vestara-Hóli.
   6. Bréf frá Ingibjörgu Sigurðardóttur.
   7. Tilboð í tryggingar.
   8. Áskorun til sveitarstjórnar.
   9. Fundargerð frá SSNV.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Byggðarráð 4. janúar.
Dagskrá:
   1. Afgreiðslutími á skrifstofu sveitarfélagsins
   2. Bréf frá Sýslumanni
   3. Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni ásamt afsali v/Skógarstígs 4 í Varmahlíð
   4. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu
   5. Bréf frá Sýslumanni
   6. Bréf frá Kvennaathvarfinu
   7. Bréf frá Byrginu
   8. Bréf frá Hagstofu Íslands
   9. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
   10. Fyrirspurn um sorpurðunargjald.
   11. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2000 kynnt.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Byggðarráð 6. janúar.
Dagskrá:
   1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2000
   2. Bygginganefnd Árskóla
   3. Tillaga
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Stefán Guðmundsson, Herdís Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson, Snorri Styrkársson og Stefán Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 1. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Stefán Guðmundsson óskar bókað að hann greiði atkvæði gegn 2. lið fundargerðarinnar.
b) Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 13. desember.
    Dagskrá:
   1. Skoðunarferð í Náttúrugripasafnið í Varmahlíð.
   2. Fjárhagsáætlun.
   3. Bréf frá Vesturfarasetrinu.
   4. Önnur mál.
    Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 3. janúar.
    Dagskrá:
   1. Fjárhagsáætlun.
   2. Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 1. lið fundargerðar 3. janúar vísað til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðirnar að öðru leyti bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
c) Félagsmálanefnd 14. desember.
    Dagskrá:
   1. Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun ársins 2000.
   2. Trúnaðarmál (sjá trúnaðarbók).
    Félagsmálanefnd 3. janúar.
    Dagskrá:
   1. Umræða um fjárhagsáætlun fyrir árið 2000.
   2. Önnur mál.
    Félagsmálanefnd 4. janúar.
    Dagskrá:
   1. Fjárhagsáætlun Húsnæðisnefndar fyrir árið 2000.
   2. Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðirnar. Til máls tóku Ásdís Guðmundsdóttir og Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa þeim liðum fundargerðanna sem fjalla um fjárhagsáætlun 2000 til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðirnar að öðru leyti samþykktar samhljóða.
d) Skólanefnd 21. desember.
    Dagskrá:
   1. Ný gjaldskrá tónlistarskólans.
   2. Önnur mál.
    Skólanefnd 3. janúar.
    Dagskrá:
   1. Grunnskólamál:
  1. Fjárhagsáætlun 2000
  2. Önnur mál.
                         2.    Tónlistarskólamál:
  1. Fjárhagsáætlun 2000
  2. Önnur mál.
                         3.    Leikskólamál:
  1. Fjárhagsáætlun 2000
  2. Önnur mál.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðirnar. Til máls tók Snorri Styrkársson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa þeim liðum sem fjalla um fjárhagsáætlun 2000 til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðirnar að öðru leyti samþykktar samhljóða.
e) Umhv.-og tækninefnd 15. desember.
    Dagskrá:
   1. Fjárhagsáætlun árið 2000.
    Umhv.-og tækninefnd 22. desember.
    Dagskrá:
   1. Deiliskipulag í Hofsósi.
   2. Grundarstígur 20 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu.
   3. Syðra-Skörðugil - landskipti - Ásdís Sigurjónsdóttir.
   4. Helgustaðir í Fljótum - umsókn um leyfi til að byggja vélageymslu - viðbygging - Þorsteinn Jónsson Helgustöðum.
   5. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp og samþykktar samhljóða.
f) Veitustjórn 5. janúar.
    Dagskrá:
   1. Fjárhagsáætlun rafveitu f. árið 2000.
   2. Fjárhagsáætlun hitaveitu f. árið 2000.
   3. Fjárhagsáætlun vatnsveitu f. árið 2000.
   4. Önnur mál.
Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Sigrún Alda Sighvats og óskar hún eftir því að bókun hennar í 2. lið fundargerðarinnar verði færð hér til bókar, en þar er bókað að Sigrún Alda Sighvats samþykki ekki 5#PR hækkunaráform fjárhagsáætlunarinnar. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa fundargerðinni í heild til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Stefán Guðmundsson óskar bókað að hann greiði ekki atkvæði um þessa fundargerð.
g) Hafnarstjórn 4. janúar.
    Dagskrá:
1.Fjárhagsáætlun 2000.
                    2.Erindi frá Dögun ehf.
Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Stefán Guðmundsson, Snorri Björn Sigurðsson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Samþykkt að vísa 1. lið til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
h) Landbúnaðarnefnd 15. desember.
    Dagskrá:
   1. Fundarsetning.
   2. Skarðsármál.
   3. Svarbréf til Haraldar í Enni varðandi bréf hans frá 23.07.1999.
   4. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina. Þá tók Ingibjörg Hafstað til máls. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
i) Atvinnu- og ferðamálanefnd 13. desember.
    Dagskrá:
                    1. Bleikjueldi í Skagafirði.
    Atvinnu- og ferðamálanefnd 20. desember.
    Dagskrá:
                    1. Bleikjueldi í Skagafirði.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
Var nú gert stutt fundarhlé en fundi síðan fram haldið.
2. Fjárhagsáætlun Skagafjarðar og fyrirtækja fyrir árið 2000 - Fyrri umræða -.
Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson. Fór hann yfir og skýrði nánar þá fjárhagsáætlun Skagafjarðar og fyrirtækja fyrir árið 2000 sem hér er lögð fram. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Herdís Sæmundardóttir og Snorri Styrkársson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um að vísa Fjárhagsáætlun Skagafjarðar og fyrirtækja fyrir árið 2000 til nefnda og síðari umræðu í Sveitarstjórn borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3. Ósk frá Páli Kolbeinssyni um framlengingu á leyfi frá störfum til 1. maí nk.
Borist hefur ósk frá Páli Kolbeinssyni um framlengingu á leyfi frá störfum í Sveitarstjórn Skagafjarðar til 1. maí n.k., en hann hafði fengið leyfi til s.l. áramóta. Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Páls.
4. Tilnefning eins fulltrúa í fulltrúaráð Hestamiðstöðvöðvar Íslands og tveggja fulltrúa í stjórn Hestamiðstöðvarinnar og tveggja til vara.
Fram kom tillaga um Gísla Gunnarsson sem fulltrúa í Fulltrúaráð Hestamiðstöðvar Íslands og Herdísi Sæmundardóttir til vara. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.
Fram kom tillaga um Bjarna Egilsson og Skapta Steinbjörnsson sem aðalfulltrúa í stjórn Hestamiðstöðvar Íslands og Bjarna Maronsson og Guðmund Sveinsson sem varafulltrúa. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
5. Bréf og kynntar fundargerðir:
  1. Samstarfsnefnd Akrahr. og Sv.fél. Skagafjarðar 27. des.
  2. Heilbrigðisnefnd Nl.v. 17. des.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.37.
 
                        Elsa Jónsdóttir, ritari