Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

42. fundur 08. desember 1999
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 42 – 08.12.1999.

    Ár 1999, miðvikudaginn 8. desember kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1300.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Brynjar Pálsson, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Einar Gíslason, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
                 1. Samningur um Hestamiðstöð Íslands.
AFGREIÐSLUR:
  1. Samningur um Hestamiðstöð Íslands.
Til máls tók Gísli Gunnarsson og skýrði tilefni fundarins, sem er breytingar á samkomulagi sem gert hefur verið um Hestamiðstöð Íslands. Fyrir liggur endanlegur samningur og stendur til að hann verði undirritaður á morgun af þeim aðilum sem hlut eiga að máli.
Þá tók Herdís Sæmundardóttir til máls og lýsti stuðningi sínum og ánægju með þann samning sem fyrir liggur.
Síðan tóku til máls Helgi Sigurðsson, Snorri Styrkársson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
Samningur og skipulagsskrá fyrir Hestamiðstöð Íslands borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13.2o.
Gísli Gunnarsson 
Árni Egilsson 
Sigrún Alda Sighvats
Helgi Sigurðsson
Brynjar Pálsson
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Sigurður Friðriksson
Einar Gíslason
Ingibjörg Hafstað
Snorri Styrkársson
                     Elsa Jónsdóttir, ritari
                     Snorri Björn Sigurðsson
 
 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 42 – 08.12.1999.

    Ár 1999, miðvikudaginn 8. desember kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1300.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Brynjar Pálsson, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Einar Gíslason, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
                 1. Samningur um Hestamiðstöð Íslands.
AFGREIÐSLUR:
  1. Samningur um Hestamiðstöð Íslands.
Til máls tók Gísli Gunnarsson og skýrði tilefni fundarins, sem er breytingar á samkomulagi sem gert hefur verið um Hestamiðstöð Íslands. Fyrir liggur endanlegur samningur og stendur til að hann verði undirritaður á morgun af þeim aðilum sem hlut eiga að máli.
Þá tók Herdís Sæmundardóttir til máls og lýsti stuðningi sínum og ánægju með þann samning sem fyrir liggur.
Síðan tóku til máls Helgi Sigurðsson, Snorri Styrkársson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
Samningur og skipulagsskrá fyrir Hestamiðstöð Íslands borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13.2o.
 
        Elsa Jónsdóttir, ritari