Sveitarstjórn Skagafjarðar

12. fundur 19. apríl 2023 kl. 16:15 - 18:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
 • Hrund Pétursdóttir aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Eyrún Sævarsdóttir varam.
 • Hrefna Jóhannesdóttir aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigríður Magnúsdóttir varam.
 • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
 • Guðlaugur Skúlason aðalm.
 • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
 • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
 • Álfhildur Leifsdóttir aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Pétur Örn Sveinsson varam.
 • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
 • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
 • Kristín Jónsdóttir. skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 38

2303001F

Fundargerð 38. fundar byggðarráðs frá 8. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2023 frá Guðríði Magnúsdóttur, Viðvík, varðandi dómsúrskurð í máli E-99/1997 við Héraðsdóm Norðurlands vestra. Stefán Ólafsson hrl. hjá Pacta lögmönnum kom á fundinn til viðræðu um málið.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og Stefáni Ólafssyni hrl. að ræða við Guðríði Magnúsdóttur um þau gögn sem hún hefur sent sveitarfélaginu vegna málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. febrúar 2023 frá matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna kaupa Fljótabakka ehf. á F2144120 Lambanes Reykir lóð B og F2144121 Lambanes Reykir lóð A. Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a, jarðalaga er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði.
  Byggðarráð telur að fyrirhuguð nýting fasteignanna af hálfu Fljótabakka ehf. samrýmist skipulagsáætlun Skagafjarðar og landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á, auk þess sem ráðstöfunin styrkir búsetu á viðkomandi svæði.
  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Erindið fullafgreit á 11. fundi sveitarstjórnar þann 8. mars 2023
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Með vísan til fyrirliggjandi minnisblaðs sveitarstjóra frá 11.04. 2022 samþykkir byggðarráð að sveitarstjóri semji við lóðarhafa, Skúla Hermann Bragason, Sauðárkróki, um bætur vegna tjóns sem leiddi af því að innkalla þurfti Kleifatún 9-11 og úthluta viðkomandi annarri lóð.
  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Erindið fullafgreit á 11. fundi sveitarstjórnar þann 8. mars 2023
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Rekstrarniðurstaða og framlegð A-hluta uppfylla ekki lágmarksviðmið nefndarinnar í áætluninni en þurfa að gera það eigi síðar en 2026.
  Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að því að öllum lágmarksviðmiðum eftirlitsnefndar fyrir rekstur A-hluta verði náð sem fyrst og eigi síðar en árið 2026 þegar skilyrði um jafnvægisreglu og skuldareglu taka gildi á ný en skilyrðin voru tímabundið afnumin í heimsfaraldri Covid-19 veirunnar.
  Bókun fundar Erindið fullafgreit á 11. fundi sveitarstjórnar þann 8. mars 2023
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Lögð fram beiðni um viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023. Viðaukinn er gerður vegna hækkunar á útsvarshlutfalli sveitarfélagsins sem samþykkt var þann 23. desember 2022 í sveitarstjórn. Hækkunin var í þágu fjármögnunar á þjónustu við fatlað fólk skv. samningi milli ríkis og sveitarfélaga þann 16. desember 2022. Að auki hefur Jöfnunarsjóður gefið út nýja áætlun til hækkunar á framlagi 2023 vegna þjónustu við fatlað fólk. Þetta tvennt hefur áhrif á framlög sveitarfélaga til málaflokks fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og er sú breyting einnig í viðaukanum. Fjármunir vegna eignfærðra framkvæmda við Faxatorg 1 og Félagsheimilið Bifröst eru hækkaðir annars vegar með millifærslu viðhaldsfjár úr rekstri og svo með lækkun handbærs fjár. Rekstrarfé eignasjóðs er hækkað um 8 mkr. Fjárhagsáætlun fyrir HNV og NNV er tekin úr fjárhagsáætlun ársins. Þessar breytingar bæta rekstrarafgang ársins um 179.713 þkr., hækka fjárfestingaframlög um 106.500 þkr. og hækka handbært fé um 73.213 þkr. Samkvæmt viðaukanum er rekstrarniðurstaða A-hluta orðin jákvæð um 78,7 mkr. og samstæðunnar um 239,7 mkr.
  Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2023 frá A. Herdísi Sigurðardóttur fyrir hönd ahsig ehf., leigutaka Félagsheimilisins Héðinsminnis, varðandi ósk um endurbætur og viðgerðaráætlun fyrir félagsheimilið.
  Sveitarfélagið hefur 6 mkr. til viðhalds félagsheimilisins á fjárhagsáætlun ársins.
  Byggðarráð samþykkir að fela sviðssjóra veitu- og framkvæmdasviðs að forgangsraða viðhaldsverkefnum útfrá áætluðum kostnaði og fjárveitingu ársins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Málið áður á dagskrá 37. fundar þann 1. mars 2023. Lagt fram bréf dagsett 6. febrúar 2023 frá embætti sýslumannsins á Suðurlandi, úr máli 2023-003547. Óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Bjórseturs Íslands - brugghús slf., kt. 530314-0810, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað á Hólum í Hjaltadal, F214-2751. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá Brunavörnum Skagafjarðar, byggingarfulltrúa Skagafjarðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
  Starfsemi Bjórseturs Íslands - brugghúss slf er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og lokaúttekt hefur verið framkvæmd á húsnæðinu samkvæmt gögnum byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. Staðsetning sölustaðar og afgreiðslutími er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins heimila. Starfsemin uppfyllir ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, og mat heilbrigðisnefndar á grenndaráhrifum starfseminnar. Kröfur um brunavarnir er fullnægt miðað við fyrirhugaða starfsemi samkvæmt umsögn Brunavarna Skagafjarðar.
  Byggðarráð samþykkir veita umsókn Bjórseturs Íslands - brugghúss slf jákvæða umsögn með tilvísun til ofangreinds og vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Erindið fullafgreit á 11. fundi sveitarstjórnar þann 8. mars 2023
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. febrúar 2023 frá Lögmannstofu Ólafs Björnssonar þar sem tilkynnt er um að stofan muni skila inn kröfulýsingum vegna þjóðlendakrafna íslenska ríkisins vegna Skjaldbjarnavíkur, Drangavíkur, Dranga, Mælifells og Eyvindarstaðaheiði og norðurmörk Hraunanna.
  Byggðarráð samþykkir að Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar fari með umboð sveitarfélagsins Skagafjarðar í málarekstri fyrir sérstakri óbyggðanefnd og dómstólum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Geirlaug Jóhannsdóttir ráðgjafi hjá Hagvangi tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði og fór yfir gögn varðandi ráðningarferil sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
  Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Bryndís Lilja Hallsdóttir verði ráðin sviðsstjóri fjölskyldusviðs Skagafjarðar.
  Bókun fundar Erindið fullafgreit á 11. fundi sveitarstjórnar þann 8. mars 2023
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingu fyrir tímabilið 1. apríl til 31. desember 2023 lögð fram. Gjaldskráin var samþykkt og vísað til byggðarráðs frá 12. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, þann 6. mars 2023.
  Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Erindið fullafgreit á 11. fundi sveitarstjórnar þann 8. mars 2023
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði lögð fram. Samþykktin var samþykkt og vísað til byggðarráðs frá 12. fundi umhverfis- og samgöngunefndar, þann 6. mars 2023.
  Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Erindið fullafgreit á 11. fundi sveitarstjórnar þann 8. mars 2023
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2023 þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál.
  Byggðarráð Skagafjarðar telur jákvætt að sérstakt lýðheilsumat verði fest í sessi á Íslandi og að lagafrumvörp verði metin sérstaklega út frá áhrifum þeirra á lýðheilsu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. mars 2023 þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 50/2023, "Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélags á Íslandi til ársins 2025". Umsagnarfrestur er til og með 13.03.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 38 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 2. mars 2023 frá forsætisráðuneytinu varðandi fundarferð starfsmanna ráðuneytisins um landið þar sem verður fundað með sveitarfélögum/sveitarstjórnum og forsvarsmönnum fjallskilanefnda. Fyrirhugað er að halda fund á Sauðárkróki fyrir Skagafjörð, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Húnabyggð og Húnaþing vestra, þann 26. maí 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 39

2303009F

Fundargerð 39. fundar byggðarráðs frá 14. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson, Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 39 Farið yfir hönnun húss fyrir þjónustumiðstöð Skagafjarðar. Undir þessum dagskrárlið tók Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
  Byggðarráð samþykkir að sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs geri þarfagreiningu fyrir þjónustumiðstöðina sem miðast að því að starfsemin sé öll á einum stað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 39 Lagður fram viðauki við húsaleigusamning milli sveitarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga um fasteignina Borgarflöt 27, Sauðárkróki. Undir þessum dagskrárlið tók Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdaráðs, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við leigusala um samninginn í samræmi við umræður á fundinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 39 Lagt fram bréf dagsett 6. mars 2023 undirritað af Sigurði Friðrikssyni, Bakkaflöt, Dagnýju Stefánsdóttur, Laugamýri og Jónínu Friðriksdóttur, Steinaborg, varðandi heitavatnsréttindi á Steinsstöðum. Undir þessum dagskrárlið tóku Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdaráðs og Hjörleifur Kvaran lögmaður, þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
  Byggðarráð samþykkir að fela Steini og Hjörleifi að gera drög að samningum við rétthafa heits vatns úr landi Steinsstaða hinna fornu, í samræmi við umræður á fundinum, og leggja fyrir byggðarráð á næsta fundi ráðsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 39 Málið áður á dagskrá 15. fundar byggðarráðs þann 28. september 2023 og 17. fundar þann 10. október. Lagt fram bréf dagsett 19. september 2022 frá Björgunarbátasjóði Norðurlands varðandi ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi. Einnig tölvupóstur dagsettur 9. mars 2023 um stöðu fjáröflunar fyrir björgunarskip sem afhent verður þann 25. mars 2023 í heimahöfn þess á Siglufirði.
  Byggðarráð samþykkir að veita 2 milljónum króna til söfnunarinnar. Fjármagnið verður tekið af styrkjalið málaflokks 07.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 39 Málið áður á dagskrá 37. fundar byggðarráðs þann 1. mars 2023. Lögð fram drög að samstarfssamningi um Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki, milli UMFÍ, UMSS og Skagafjarðar.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Landsmóta UMFÍ um þær athugasemdir sem komu fram á fundinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 39 Lagt fram ódagsett erindi frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu og Gallup. Bæjarstarfsmannafélög innan BSRB hafa ákveðið að bjóða sveitarfélögum að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins. Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar og úrvinnslu niðurstaðna. Sveitarfélaginu er boðin þátttaka í könnuninni fyrir allt starfsfólk. Þátttaka miðast við fastráðið starfsfólk í meira en 30% starfshlutfalli. Könnunin verður send til alls félagsfólks þeirra félaga sem standa að könnuninni, en kjósi sveitarfélagið að taka þátt verður könnunin send öllu starfsfólki sveitarfélagsins óháð félagsaðild. Kostnaður við þátttöku er um 712 þús.kr.
  Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu á þeim forsendum að sveitarfélagið er þátttakandi í annarri könnun ásamt 20 öðrum sveitarfélögum, sem verið er að vinna að af Háskólanum á Akureyri.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 39 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. mars 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll, 159. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 22. mars 2023.
  Byggðarráð fagnar þingsályktunartillögunni áréttar að sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeilt að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:

  Sveitarstjórn Skagafjarðar fagnar þingsályktunartillögunni og áréttar að sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexandersflugvallar sem varaflugvallar vegna góðra lendingarskilyrða og landfræðilegrar legu flugvallarins. Það er óumdeilt að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem völlurinn lokar vegna veðurskilyrða eru fátíðir og slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu.
  Samþykkt samhjóða.

  Afgreiðsla 39. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 39 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. mars 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars 2023.
  Byggðarráð fagnar frumvarpinu og vill minna á að Vinnumálastofnun er með starfsstöð á Sauðárkróki sem hægt er að efla enn frekar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 39 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. mars 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars 2023.
  Byggðarráð fagnar framkominni þingsályktun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 39 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 9. mars 2023 frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. mars 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 39 Lagðar fram til kynningar skýrslur frá Verkís, annars vegar fyrir janúar 2023 og hins vegar fyrir febrúar 2023, vegna vöktunar á rokgjörnum lífrænum efnum á því svæði sem hreinsunaraðgerðir hafa náð yfir vegna eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 ehf. við Kaupfélag Skagfirðinga, að Suðurbraut 9 á Hofsósi.
  Niðurstöðurnar fyrir styrk TVOC sýna að virkt útsog á lofti vinnur gegn því að hár styrkur VOC-efna nái að komast inn í húsin við Suðurbraut. Ekki hafa mælst há gildi innanhúss eftir að blásurum var komið fyrir og hafa þau nú verið undir viðmiðunarmörkum fyrir loftgæði innanhúss skv. fyrirmælum Umhverfisstofnunar (UST, 2021) síðan í ágúst 2022. Allar mælingar úr loftunarrörum voru einnig undir settum viðmiðunarmörkum (50 ppm) nú í vöktunarferð febrúarmánaðar og hafa verið það síðan í október sl.
  Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 40

2303016F

Fundargerð 40. fundar byggðarráðs frá 22. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Farið yfir upplýsingar úr eftirlitsskýrslum vegna eldsneytisleka úr neðanjarðargeymi N1 við verslun Kaupfélags Skagfirðinga, Suðurbraut 9 á Hofsósi og vöktun á á rokgjörnum lífrænum efnum á því svæði sem hreinsunaraðgerðir hafa náð yfir. Undir þessum dagskrárlið tóku Kristín Kröyer og Sigríður Kristinsdóttir frá Umhverfisstofnun þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Samkvæmt þeirra upplýsingum er eftirlit og mælingar í þeim farvegi sem lagt var upp með. Von er á að mælingar síðari hluta þessa árs sýni hvort hreinsunaraðgerðir hafi skilað ásættanlegum árangri. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagðir fram samningar Skagafjarðarveitna-hitaveitu við Dagnýju Stefánsdóttur og Róbert Loga Jóhannesson, Sigurð Friðriksson og ferðaþjónustuna Bakkaflöt ehf., og Friðrik Rúnar Friðriksson um afhendingu á heitu vatni o.fl.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og Hjörleifi B. Kvaran lögmanni að kynna samningana fyrir rétthöfum heits vatns úr landi Steinsstaða hinna fornu, í samræmi við umræður á fundinum. Afstaða rétthafa verði kynnt fyrir byggðarráði þegar hún liggur fyrir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Erindið áður á dagskrá 34. fundar byggðarráðs þann 9. febrúar 2023. Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2023 frá forsvarsmanni Króksbíós ehf. varðandi seinkun á framkvæmdum við Bifröst og fjárhagslegs tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna þessa. Á fundinum var sveitarstjóra falið að afla frekari gagna fá Króksbíó ehf. Lögð fram samantekt á rekstrarkostnaði ársins 2022 frá Króksbíó ehf. ásamt tölvupósti frá 15. mars 2023.
  Byggðarráð samþykkir að greiða bætur að fjárhæð 500.000 kr. til Króksbíós ehf. vegna tafa við framkvæmdir í Bifröst og fella undir framkvæmdakostnað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. mars 2023 frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur fyrir hönd Íbúa- og átthagafélags Fljóta þar sem óskað er eftir formlegum fundi með til þess bærum aðilum frá sveitarfélaginu Skagafirði varðandi söfnun sorps í Fljótum. Segir að afar brýnt sé að blásið verði til íbúafundar sem allra fyrst svo engin vafamál séu varðandi þessi mál og hvernig sérstakar landfræði-og veðurfarslegar aðstæður svæðisins verði leystar með tilliti til söfnunar sorps.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna hentugan fundartíma.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagt fram bréf dagsett 13. mars 2023 frá Guðmundi Rúnari Guðmundssyni, þar sem hann sækir um leyfi fyrir hönd Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar, kt. 580405-1260 um að halda Íslandsmót í snjócrossi þann 25. mars 2023 á skíðasvæðinu í Tindastóli. Með erindinu fylgir staðfesting á leyfi stjórnar Skíðadeildar Tindastóls fyrir mótshaldi á skíðasvæðinu.
  Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagt fram ódagsett erindi sem barst 10. mars 2023 frá Þór Brynjarssyni ehf. og Hopp. Óskað er eftir að gerður verði þjónustusamningur milli Skagafjarðar og sérleyfishafa Þór Brynjarsson ehf. um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafskútur á Sauðárkróki.
  Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum fyrirtækjanna á fjarfund með ráðinu til að ræða nánar um fyrirkomulag þjónustunnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. mars 2023 til allra sveitarstjórna frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum, könnun á stöðu vegna skýrslu til Sameinuðu þjóðanna.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
  Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir Vg og óháðir óskar bókað.
  Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun gilda á tímabilinu 2016 - 2030 og voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Aðildarríkin hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna og er Ísland þar með talið. Heimsmarkmiðin er ekki endilega ný stefna en nýtist sem stefnumótunartæki og innleiðing þeirra skapar sveitarfélaginu tækifæri og aðferðir til að móta, bæta og innleiða þær stefnur og áætlanir sem sveitarfélagið hefur nú þegar sett sér, framkvæma reglulegar mælingar á árangri áætlana og nýta þær til að leggja mat á árangur og endurskoða áætlanir. Mikilvægt er að fá skýrt umboð frá æðstu stjórnendum sveitarfélagsins til að hefja vinnu við markmiðin. Það er því æskilegt að sveitarstjórn fjalli um vinnu tengda heimsmarkmiðunum og hugað sé þannig að pólitískum stuðningi við verkefnið. Það hefur ekki verið gert með formlegum hætti í Skagafirði og viljum við hvetja sveitastjórn okkar til nýta tækifærin sem þetta skapar og taka þá ákvörðun formlega að hefja innleiðingu heimsmarkmiðanna markvisst.
  Vg og óháðir.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Öll sveitarfélög á Norðurlandi eru að vinna að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum. Lögð fram drög að svæðisáætlun ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við III. kafla laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2012. Gefst almenningi sex vikna frestur til að kynna sér tillöguna og umhverfismatsskýrsluna og koma athugasemdum sínum á framfæri áður en áætlunin er afgreidd af viðkomandi sveitarstjórnum.
  Lagt fram til kynningar. Byggðarráð samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi ráðsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagt fram aðalfundarboð Norðurár bs. vegna aðalfundar þann 24. mars 2023.
  Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fari með atkvæðisrétt þess.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 63/2023, "Stöðuskjal og tillögur að aðgerðum um bætta nýtingu lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu". Umsagnarfrestur er til og með 24.03.2023.
  Byggðarráð Skagafjarðar fagnar gerð stöðuskjals og tillögum að aðgerðum um bætta nýtingu lífrænna efna í landbúnaði og landgræðslu. Afar mikilvægt er að lífræn áburðarefni séu nýtt á sem bestan og hagkvæmastan hátt til stuðnings sjálfbærri auðlindanýtingu og til að draga úr innflutningi tilbúins áburðar.
  Lífgas, sem hreinsað hefur verið svo hægt sé að nota það sem eldsneyti á bifreiðar, í daglegu tali kallað metaneldsneyti, er innlendur og endurnýtanlegur orkugjafi sem nýst getur í stað jarðefnaeldsneytis. Þegar eldsneytið er framleitt úr lífrænum úrgangi er það á meðal þess lífeldsneytis sem mest dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það getur þar með auðveldað stjórnvöldum að uppfylla innlendar og erlendar skuldbindingar sínar í umhverfis- og loftlagsmálum. Að auki getur framleiðsla og nýting lífgaseldsneytis stuðlað að bætingu fjölda annara umhverfismála á sviði landbúnaðar, förgunar úrgangs og endurvinnslu næringarefna.
  Fyrri skoðanir hafa leitt í ljós að þegar viðeigandi hráefni hafa verið valin með hliðsjón af íslenskum lögum og reglum, geta á milli 27.000 og 32.000 tonn hráefnis nýst árlega til lífgasframleiðslu í Skagafirði. Gasframleiðslan, á ársgrundvelli, gæti verið allt frá 540.000 til 1.000.000 Nm3 - CH4.
  Fyrri rannsóknir í Skagafirði hafa skilað þeirri niðurstöðu að rekstur miðlægrar lífgasframleiðslu í Skagafirði getur skilað jákvæðum rekstri en miðað við mismunandi forsendur og skort á verulegum fjárhagslegum stuðningi er lífgasframleiðsla í Skagafirði ekki fjárhagslega hagkvæm, þ.e. rekstrarafkoman er ekki nægjanlega jákvæð til að skila stofnkostnaði til baka og skila ásættanlegri arðsemi. Rekstrarhagkvæmni lífgasvera byggir þannig á stefnumótun stjórnvalda sem nær til margra mismunandi þátta.
  Sagan frá nágrannalöndum okkar sýnir að vöxtur lífgasgeirans byrjar fyrst þegar fjárhagslegur stuðningur er innleiddur og breytingar á þessum stuðningi hafa mikil áhrif á vöxt geirans. Stefnumótun yfirvalda hefur afar mikið að segja. Það eru hins vegar engar algildar reglur um stefnumótun í þessum efnum þar sem hún er afar háð staðbundnum aðstæðum. Það er því afar mikilvægt að skoða hvert tilvik ofan í kjölinn um leið og tekið er mið af mismunandi framkvæmd í öðrum löndum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 66/2023, "Drög að hvítbók um samgöngur og umhverfismatsskýrsla". Umsagnarfrestur er til og með 21.04.2023.
  Byggðarráð Skagafjarðar fagnar hvítbók um samgöngumál sem er hluti af stefnumótunarferli samgönguáætlunar. Lykilviðfangsefnin 13 eru afar brýn og nauðsynlegt að unnið sé að framgangi úrlausna af festu. Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir flest sem fram kemur í hvítbókinni en bendir á nokkur mikilvæg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar ákvörðun er tekin um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun.
  Greiðar og öruggar samgöngur fyrir alla eru brýnt hagsmunamál íbúa landsins og hafa áhrif á þróun smárra sem stórra byggða um land allt. Ekki þarf þannig að fjölyrða um mikilvægi samgangna til að treysta sjálfbærar byggðir og mynda öflug vinnu- og þjónustusóknarsvæði.
  Byggðarráð Skagafjarðar varar við að þjónustu á vegum verði eingöngu forgangsraðað með hliðsjón af umferð. Mikilvægt er að einnig verði tekið mið af öryggi vega, snjóþyngd á ólíkum svæðum og horft verði sérstaklega til þess að nauðsynleg þjónusta verði veitt á vegum sem grunnskólabörn þurfa að fara um til og frá skóla. Skólaskylda er á Íslandi hjá börnum og ungmennum á aldrinum 6-16 ára og nauðsynlegt að stutt sé við menntun og félagslegan aðbúnað barna á þessum aldri. Í þessu skyni er afar brýnt að aukið fjármagn sé veitt til vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Hafa ber í huga ólíka stöðu landshluta í þessum efnum en þess má geta að á Norðurlandi vestra er hæsta hlutfall skólabarna sem býr í 30 km fjarlægð eða meira frá grunnskóla og í landshlutanum eru einnig flestir km eknir með skólabörn á malarvegum á landinu öllu.
  Byggðarráð Skagafjarðar leggur einnig áherslu á að aðgengi íbúa að öruggri og lífsnauðsynlegri þjónustu sé tryggt með forgangsröðun í jarðgangaframkvæmdum. Dæmi um slíka þjónustu er fæðingarþjónusta en hún er hvergi veitt á Norðurlandi vestra. Fæðandi konur þurfa að fara yfir fjallvegi til að komast á sjúkrahús með sólarhringsskurðstofu. Nánast engir íbúar á Norðurlandi vestra eru í minna en klukkustundar fjarlægð frá sérhæfðu sjúkrahúsi með sólarhringsaðgang að skurðstofu. Annars staðar á landinu er þetta hlutfall 50-100%. Það er því ljóst að íbúar Norðurlands vestra hljóta að gera þá kröfu að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar landshlutans sitji við sama borð og íbúar annarra landsvæða.
  Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að stutt verði við hafnarframkvæmdir á Sauðárkróki en Sauðárkrókshöfn er ein meginlífæð atvinnulífs á svæðinu.
  Byggðarráð Skagafjarðar bendir á góðar aðstæður fyrir einka- og kennsluflug á Alexandersflugvelli við Sauðárkrók en flugvöllurinn hefur þegar sannað sig á þessu sviði og mikilvægt að stjórnvöld stuðli að því að góðir innviðir sem þegar eru til staðar séu nýttir öllum til góðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. mars 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 64/2023, "Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 27.03.2023.
  Byggðarráð Skagafjarðar fagnar tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sem miða að því að bæta gæði jöfnunar og einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins. Mikilvægt er að Jöfnunarsjóður sinni með raunverulegum hætti því mikilvæga hlutverki að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skattekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum en aðstæður sveitarfélaga landsins eru afar ólíkar, t.d. hvað varðar landstærð, fjölda þéttbýliskjarna, tekjugrundvöll o.fl. Með hliðsjón af nýju framlagi vegna höfuðstaðaálags vill byggðarráð minna á að nokkur sveitarfélög á landsbyggðinni eru í dag að veita mikla og fjölþætta félagslega þjónustu sem einnig mætti taka tillit til.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. mars 2023 þar sem heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 70/2023, "Drög að skýrslu um aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu". Umsagnarfrestur er til og með 28.03.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. mars 2023 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 72/2023, "Drög að stefnu í málefnum sveitarfélaga (hvítbók)". Umsagnarfrestur er til og með 14.04.2023.
  Byggðarráð Skagafjarðar fagnar hvítbók um sveitarstjórnarmál þar sem teknar eru saman upplýsingar um stöðu íslenskra sveitarfélaga og ráðist í samstillingu á stefnumótun ríkis og sveitarfélaga með heildarhagsmuni sveitarstjórnarstigsins í huga. Byggðarráð er sammála þeirri hugmyndafræði sem birtist um að samhæfa þurfi stefnur og áætlanir ríkisins hvað byggðaáætlun, samgönguáætlun, landsskipulagsstefnu, húsnæðisstefnu og stefnu í sveitarstjórnarmálum varðar. Með slíkri sameiginlegri framtíðarsýn og meginmarkmiðum í framangreindum stefnum ætti að vera unnt að ná sem bestum árangri í málaflokkunum. Mikilvægt er að þessar stefnur og áætlanir vinni raunverulega að framgangi mála, t.d. hvað varðar úrbætur á lýðfræðilegum veikleikum ólíkra landshluta en ljóst er að margar af fyrrgreindum áætlunum og stefnum hafa ekki stutt nægjanlega við þróun innviða og samfélaga á Norðurlandi vestra.
  Byggðarráð Skagafjarðar tekur einnig undir það sem kemur fram í drögum að stefnunni að fjármál séu eitt brýnasta úrlausnarefni ríkis og sveitarfélaga um þessar mundir enda hafa skyldur og ábyrgð á opinberri þjónustu í auknum mæli flust frá ríki til sveitarfélaga án þess að fullnægjandi tekjustofnar hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að styrkja og fjölga tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni þeirra.
  Byggðarráð Skagafjarðar fagnar jafnframt áformum um að útmá svokölluðum gráum svæðum í þjónustuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagt fram til kynningar fundarboð um aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., föstudaginn 31. mars 2023 í Reykjavík. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt á að sækja aðalfundinn. Sveitarstjóri er handhafi atkvæðisréttar sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 40 Lagt fram til kynningar bréf til allra sveitarstjórna frá innviðaráðuneytinu, dagsett 15. mars 2023 varðandi hvatningu vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 41

2303024F

Fundargerð 41. fundar byggðarráðs frá 29. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson og Sveinn Þ Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 41 Málið áður á dagskrá 40. fundar byggðarráðs, þann 22. mars 2023. Lagt fram ódagsett erindi sem barst 10. mars 2023 frá Þór Brynjarssyni ehf. og Hopp. Óskað er eftir að gerður verði þjónustusamningur milli Skagafjarðar og sérleyfishafa Þór Brynjarsson ehf. um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafskútur á Sauðárkróki. Ágúst Þór Brynjarsson og Rúnar Þór Brynjarsson sérleyfishafar Hopp í Skagafirði tóku þátt í fundinum ásamt Eiríki Rafni Rafnssyni fulltrúa Hopp, undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað.
  Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að útfæra þjónustusamning í samstarfi við umsækjendur og leggja fyrir byggðarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 41 Lögð fram verklýsing og útboðslýsing vegna áfanga 2 við Sundlaug Sauðárkróks, múrverk og flísalagnir. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
  Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða verkið út í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 41 Lögð fram útboðsgögn vegna byggingar bráðabirgðaskýlis yfir vinnusvæði við Sundlaug Sauðárkróks, vegna vinnu við múrverk og flísalagnir. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
  Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða út byggingu bráðabirgðaskýlis yfir vinnusvæði við Sundlaug Sauðárkróks vegna vinnu við múrverk og flísalagnir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 41 Lögð fram kostnaðaráætlun fyrir virkjun á holu VH-03 við Norðurbrún í Varmahlíð. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 41 Lagt fram ódagsett bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga, móttekið 27. mars 2023, þar sem fyrirtækið lýsir áhuga á að standa að ráðstefnu um „Ferðaþjónustu í Skagafirði“ áskoranir og tækifæri, í samstarfi KS og sveitarfélagsins.
  Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa því áfram til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 41 Lögð fram tillaga að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi, til kynningar 17. febrúar 2023.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn framlagðar athugasemdir við svæðisáætlunina til SSNV.
  Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 41 Lagt fram aðalfundarboð Norðlenskrar orku ehf. þann 7. apríl 2023 á Sauðárkróki.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna með sölu á hlutafé sveitarfélagsins og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 41 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. mars 2023 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í Stafrænt ráð landshlutans.
  Byggðarráð samþykkir að Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri verði fulltrúi Skagafjarðar í ráðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 41 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. mars 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi könnun um innleiðingu hringrásarhagkerfis og ósk um þátttökusveitarfélög í BÞHE (borgað þegar hent er) innleiðingu.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því að fá að taka þátt í BÞHE innleiðingu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 41 Lagt fram til kynningar bréf, dagsett 23. mars 2023, til allra landsþingsfulltrúa og sveitarfélga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi tillögu kjörnefndar að fulltrúa í stjórn sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 42

2304001F

Fundargerð 42. fundar byggðarráðs frá 5. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 42 Til fundarins komu Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, og Edda Matthíasdóttir framkvæmdastjóri háskólans, til að ræða fjölbreytta og öfluga starfsemi Háskólans á Hólum. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 42 Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
  Sveitarfélagið Skagafjörður skorar á matvælaráðuneytið að beita sér sem fyrst fyrir endurskoðun og samræmingu ákvæða laga um búfjárhald, ágang búfjár o.fl. þeim tengt. Fram hefur komið að Umboðsmaður Alþingis telur að misræmi sé á milli laga nr. 38/2013, (8. og 9. gr.) og laga nr. 6/1986 (33. og 34. gr.), auk þess sem gæta þarf að ákvæðum girðingarlaga nr. 135/2001.
  Það er jafnt búfjáreigendum sem landeigendum hagsmunamál að lagalegri óvissu þessara mála verði eytt sem fyrst.
  Bókun fundar Forseti ber upp tillögu um að sveitarstjórn geri bókun byggðarráðs að sinni.
  Sveitarfélagið Skagafjörður skorar á matvælaráðuneytið að beita sér sem fyrst fyrir endurskoðun og samræmingu ákvæða laga um búfjárhald, ágang búfjár o.fl. þeim tengt. Fram hefur komið að Umboðsmaður Alþingis telur að misræmi sé á milli laga nr. 38/2013, (8. og 9. gr.) og laga nr. 6/1986 (33. og 34. gr.), auk þess sem gæta þarf að ákvæðum girðingarlaga nr. 135/2001. Það er jafnt búfjáreigendum sem landeigendum hagsmunamál að lagalegri óvissu þessara mála verði eytt sem fyrst.
  Afgreiðsla 42. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 42 Samkvæmt samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Sótahnjúks ehf. frá 15. júlí 2020 um rekstur og viðhald sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum skal byggðarráð Skagafjarðar samþykkja viðhald og viðhaldsreikninga sem aðstandendur Sótahnjúks ehf. framvísa.
  Starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar hafa farið yfir þau gögn sem Sótahnjúkur ehf. hefur lagt fram varðandi viðhald á sundlauginni og kynnt sér það með úttekt á staðnum. Undir þessum dagskrárlið kom Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins til fundarins.
  Byggðarráð samþykkir að greiða útlagðan kostnað af viðhaldsfé eignasjóðs í samræmi við samning á milli aðilanna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 42 Lagt fram ódagsett bréf frá formanni og gjaldkera Skotfélagsins Markviss á Blönduósi þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna lagningar vatnsveitu að skotæfingasvæði félagsins við Blönduós.
  Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 42 Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð um úrbætur á Sauðárkróksvelli, m.a. hvað varðar aðstöðu til sjónvarpsútsendinga, geymslu búnaðar og moksturs á vellinum.
  Byggðarráð samþykkir að óska eftir að fá formann og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls til næsta fundar ráðsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 42 Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 28. mars 2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um Land og skóg, 858. mál. Óskað er eftir að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. apríl.
  Byggðarráð tekur jákvætt í fyrirhugaða sameiningu og samþykkir eftirfarandi umsögn:
  Við sameiningu Landgræðslu og Skógræktar í eina stofnun má benda á tækifæri sem felast í uppbyggingu rannsókna og ráðgjafar í Skagafirði á sviðum nýrrar stofnunar. Fellur það vel að stefnu ríkisstjórnarinnar um að aukin skógrækt og landgræðsla eigi að leika veigamikið hlutverk í aðgerðum til að auka kolefnisbindingu hér á landi á næstu árum og áratugum. Báðar stofnanir hafa nú í dag starfstöðvar í Skagafirði.
  Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu, enda er meirihluti landsmanna búsettur þar. Hins vegar er hlutfall stöðugilda á höfuðborgarsvæðinu (72%) hærra en hlutfall landsmanna sem þar býr (64%). Þetta á ekki við um neinn annan landshluta. Íbúaþróun hefur verið óhagfelldust yfir landið undanfarin ár á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Í ljósi framangreinds má sjá að bæði fagleg og byggðarleg sjónarmið mæla mjög með því að við sameiningu Landgræðslu og Skógræktar í eina stofnun verði horft til tækifæra sem þá gætu skapast við eflingu starfsemi stofnunarinnar í Skagafirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 42 Lagður fram tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 31. mars 2023, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál. Óskað er eftir að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl.
  Byggðarráð Skagafjarðar fagnar að unnin hafi verið þingályktunartillaga um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Í framkominni tillögu eru lögð fram 10 megin viðfangsefni sem öll eru mikilvæg. Byggðarráð saknar þess þó að sjá ekki skýrari markmið og harðari kröfur til sem minnstrar lyfjanotkunar í matvælaframleiðslu en lyfjanotkun á Íslandi er ein sú minnsta í landbúnaði í allri Evrópu. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að svo verði áfram og því þarf að vernda núverandi stöðu íslenskrar framleiðslu. Framleiðsla matvæla án lyfja er stór partur af fæðuöryggi þjóðarinnar. Jafnframt þarf að vera tryggt að annað fóður sem nýtt er til framleiðslunnar, hvort sem það er innflutt eða framleitt hér á landi, sé ekki hættulegt neytendum sem borða afurðirnar. Í lið nr. 6 er fjallað um alþjóðleg markaðsmál en þar ætti að kveða sterkara að orði um að öll innflutt matvæli eigi að lúta sömu uppruna- og aðbúnaðarkröfum og gerðar eru til innlendrar framleiðslu. Annað er ósanngjarnt gagnvart bæði innlendum framleiðendum og neytendum.
  Í liðnum „Stefnan í framkvæmd“, þarf að liggja fyrir með skýrari hætti hver eigi að ábyrgð á að henni sé framfylgt, ásamt því að hver sé ábyrgðaraðili hvers markmiðs fyrir sig og hver kosti þá vinnu og framkvæmd sem fara þarf í svo markmiðin náist.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 42 Lagður fram tölvupóstur frá Atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 31. mars 2023, þar sem send er til umsagnar tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál. Óskað er eftir að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. apríl.
  Byggðarráð Skagafjarðar fagnar að unnin hafi verið tillaga til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040 en leggur áherslu á að nokkur atriði verði skýrð betur. Tillagan byggir á 6 þáttum sem allir hafa mikilvægar fyrirsagnir. Í flestum þeirra eru samt útþynntar eða loðnar lýsingar á því sem ætlað er að gera. Sem dæmi má nefna lið nr. 4 en þar stendur „4.1. Stuðlað verði að því að matvæli sem framleidd eru hér á landi sem og aðflutt matvæli séu örugg og heilnæm“. Byggðarráð telur að hér eigi að kveða mun fastar að orði og segja að matvæli sem hér eru framleidd skuli vera örugg og heilnæm og það sama skal eiga við um öll innflutt matvæli. Öryggi og heilnæmi matvælanna snýr meðal annars að kröfum um aðbúnað dýra, lyfjanotkun í framleiðslu og staðfestum uppruna þeirrar vöru sem seld er. Sömu kröfur verða að vera til vara sem fluttar eru til landsins og þess sem framleitt er hér á landi.
  Eins má nefna lið nr. 5 en í línu 5.1 stendur „Stuðlað verði að því að neytendur séu vel upplýstir um uppruna, innihald og kolefnisspor matvæla“. Byggðarráð telur þetta allt of veikt til orða tekið og krefst þess að neytendur verði upplýstir með skýrum og greinilegum hætti um uppruna, innihald og kolefnisspor allra þeirra matvæla sem boðin eru til sölu í verslunum á Íslandi, hvort sem þau eru innlend framleiðsla eða innflutt. Við útreikning á kolefnisspori matvælanna er einnig mikilvægt að stuðst sé við sömu forsendur og reikniaðferðir. Eins þurfa merkingar á matvælum sem flutt eru óunnin til landsins og síðan meðhöndluð lítillega og endurpökkuð að vera skýr um uppruna hrávörunnar og þá hvers vegna hún sé kominn í innlendar neytendaumbúðir.
  Varðandi allar merkingar á vörum þá er eðlilegt í matvælastefnu til ársins 2040 að tekið sé fyrir að vörur sem eru innfluttar megi ekki pakka í umbúðir sem á einhvern hátt gefa til kynna að þær séu íslenskar að megin uppistöðu, samanber notkun fánalitanna á innfluttum landbúnaðarvörum í dag.
  Undir lið nr. 6 er fjallað um rannsóknir, nýsköpun og menntun. Í lið 6.4 stendur „Hlúð verði að grunn rannsóknum og vöktun lifandi auðlinda og matvæla“. Byggðarráð telur að þessi liður og fleiri sambærilegir með álíka loðið orðalag í framlagðri stefnu þurfi að vera skýrari um að ætlunin sé að fara í raunverulegar aðgerðir til að tryggja örugga matvælaframleiðslu á Íslandi og sanngjarnar og eðlilegar kröfur til innfluttra matvæla með bæði hagsmuni neytenda og innlendra framleiðenda að leiðarljósi.
  Byggðarráð er einnig sammála um að skýra þurfi betur markmið og meiningu nokkurra liða. Má þar nefna t.d. lið nr 2.4 en þar stendur: „Stuðlað verði að uppbyggingu innviða um allt land sem geri fyrirtækjum í matvælaframleiðslu og nýtingu náttúruauðlinda kleift að fjárfesta og þróast óháð staðsetningu“.
  Einnig þarf umfjöllun um stefnuna í framkvæmd að vera skýrari. Það þarf að vera skýrt að þær áætlanir sem gerðar verða til 5 ára um framfylgd matvælastefnunnar hafi hver um sig bæði ábyrgðaraðila og fjármögnun svo hún nái markmiðum sínum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 42 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29.3. 2023, þar sem upplýst er um möguleika á að ríkið taki þátt í stofnkostnaði við umhverfisvæna orkuöflun sem dregur úr rafhitun eða olíukyndingu, t.d. með varmadælum, viðarkyndingu o.s.frv. Íbúðareigendur sem njóta niðurgreiddrar rafhitunar og vilja taka upp umhverfisvæna orkuöflun hafa því möguleika á að sækja um styrk í því skyni í gegnum þjónustugátt á vef Orkustofnunar. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.

6.Byggðarráð Skagafjarðar - 43

2304007F

Fundargerð 43. fundar byggðarráðs frá 12. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Málið áður á dagskrá 42. fundar byggðarráðs þann 5. apríl 2023. erindi frá framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið Skagafjörð um úrbætur á Sauðárkróksvelli (gervigrasvöllur), m.a. hvað varðar aðstöðu til sjónvarpsútsendinga, geymslu búnaðar og snjómoksturs á vellinum. Fulltrúar knattspyrnudeildar Tindastóls, Sunna Björk Atladóttir og Lee Ann Maginnis komu á fund ráðsins til viðræðu undir þessum dagskrárlið.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna í samráði við knattspyrnudeildina um aðstöðu til sjónvarpsútsendinga og mögulegan kostnað.
  Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Farið yfir upplýsingar og gögn varðandi rennibrautir og rennibrautarhús við Sundlaug Sauðárkróks. Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
  Byggðarráð samþykkir að heimila sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bjóða út rennibrautir, rennibrautarhús og uppsetningu samkvæmt framlögðum gögnum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagður fram viðauki við leigusamning, á milli sveitarfélagsins og Kaupfélags Skagfirðinga frá 17. maí 2010, um húsnæðið Borgarflöt 27, Sauðárkróki.
  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka með tveimur atkvæðum.

  Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:
  Það verður að teljast óeðlilegt að gera óuppsegjanlegan samning til þriggja ára um húsnæði sem er óhentugt til þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Sveitarfélagið kemur til með að greiða um 30 milljónir á umræddum bindandi samningstíma í leigu til Kaupfélags Skagfirðinga fyrir afnot að Borgarflöt 27 en tæplega 100 milljónir hafa verið greiddar þar í leigu frá upphafi. VG og óháð leggja til að samningur verði áfram óbreyttur, þ.e.a.s. með sömu uppsagnarákvæðum og verið hefur, en að um leið verði uppbyggingu nýs þjónustuhúss hraðað eins og auðið er.
  VG og óháð sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fulltrúar meirihlutans Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir leggja áherslu á að umræddur viðauki við húsaleigusamning um Borgartún 27 er skammtímalausn, á meðan unnið er að framtíðarlausn fyrir starfsemi veitu- og framkvæmdasviðs. Sú vinna er í fullum gangi og verður vonandi komin til framkvæmda eftir þrjú ár.

  Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi L-listans óskar bókað:
  Vinna er í gangi við framkvæmdir við húsnæði fyrir veitu- og framkvæmdasviðs. Teljum við það mikilvægt að framkvæmdinni verði hraðað eins og kostur er. Viðauki þessi við húsaleigusamning að Borgarflöt 27 er óuppsegjanlegur til 3 ára, fulltrúar Byggðalista styðja ekki viðaukann eins og hann liggur fyrir.

  Bókun fundar Fulltrúar Vg og óháðra ítreka fyrri bókun.
  Það verður að teljast óeðlilegt að gera óuppsegjanlegan samning til þriggja ára um húsnæði sem er óhentugt til þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Sveitarfélagið kemur til með að greiða um 30 milljónir á umræddum bindandi samningstíma í leigu til Kaupfélags Skagfirðinga fyrir afnot að Borgarflöt 27 en tæplega 100 milljónir hafa verið greiddar þar í leigu frá upphafi. VG og óháð leggja til að samningur verði áfram óbreyttur, þ.e.a.s. með sömu uppsagnarákvæðum og verið hefur, en að um leið verði uppbyggingu nýs þjónustuhúss hraðað eins og auðið er. VG og óháð sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Fulltrúar Byggðalistans ítreka fyrri bókun.
  Vinna er í gangi við framkvæmdir við húsnæði fyrir veitu- og framkvæmdasviðs. Teljum við það mikilvægt að framkvæmdinni verði hraðað eins og kostur er. Viðauki þessi við húsaleigusamning að Borgarflöt 27 er óuppsegjanlegur til 3 ára, fulltrúar Byggðalista styðja ekki viðaukann eins og hann liggur fyrir.

  Fulltrúar meirihluta óskað bókað.
  Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í meirihluta sveitarstjórnar vilja benda á að markviss vinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði við að finna varanlega lausn á því óhagræði og þeim kostnaði sem fylgir því að hafa Skagafjarðarveitur og þjónustumiðstöð á tveimur starfsstöðvum í stað þess að hafa þær sameinaðar á einum stað. Í þessari vinnu hafa ýmsar leiðir verið skoðaðar í fullu samráði allra flokka í sveitarstjórn en því miður án árangurs til þessa. Er nú í vinnslu hugmynd um viðbyggingu við núverandi húsnæði að Borgarteig 15 og að óbreyttu mun sú vinna klárast með stækkun og endurbótum á næstu þremur árum. Var niðurstaða meirihluta sveitarstjórnar sú að endurnýja leigusamning á húsnæðinu að Borgarflöt 27 í þá veru sem allir flokkar fólu sveitarstjóra að vinna að á 39. fundi byggðarráðs.

  Við teljum því ekki á nokkurn hátt hættulegt né heldur óraunhæft að gera samning um leigu á húsnæðinu að Borgarflöt 27 með tveggja ára binditíma plús 12 mánaða uppsagnarfresti, gegn því að leigusalinn geri umsamdar endurbætur á húnæðinu sem koma okkur til góða þann tíma sem við eigum eftir í því húsnæði. Það verður hins vegar mjög ánægjulegt þegar Skagafjarðarveitur og þjónustumiðstöð sameinast á einum stað í húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

  Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með 5 atkvæðum meirihluta.
 • 6.4 2304033 Lóð 25 á Nöfum
  Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Byggðarráð samþykkir að auglýsa Lóð 25 á Nöfum lausa til umsóknar tímabundið til 31. desember 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagt fram aðalfundarboð Svartárdeildar Veiðifélags Skagafjarðar þann 22. apríl 2023.
  Byggðarráð samþykkir að Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sveitarfélagsins fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagt fram bréf dagsett 4. apríl 2023 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2023. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna, s.s. sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum, en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2023.
  Byggðarráð samþykkir að fela Sigfúsi Ólafi Guðmundssyni verkefnastjóra að undirbúa umsókn í sjóðinn til uppsetningar á fræðsluskiltum um Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki og Hofsósi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. apríl 2023 frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Dags Þórs Baldvinssonar fyrir hönd Víðiholt 560 ehf., kt. 510422-2870, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Víðilundi 17, 560 Varmahlíð. H-Frístundahús.
  Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að rekstrarleyfið verði veitt og taki til átta gesta að hámarki í einu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2023 frá Almannavörnum. Tilkynnt er um að fyrirhuguð ráðstefna Almannavarna - Hvers vegna erum við öll almannavarnir?, þann 27. apríl 2023 verði frestað fram á næsta haust. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 43 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2023 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti þar sem boðið er til kynningar á skýrslu starfshóps um stöðumat og áskoranir varðandi mat og endurmótun á tilhögun hættumats og vöktunar vegna náttúruvár. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi í mars 2021. Hópurinn hefur skilað Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skýrslu sinni og verða niðurstöður hennar kynntar á fundi sem haldinn verður í Kaldalónssalnum í Hörpu fimmtudaginn 13. apríl 2023, kl. 10:00. Bókun fundar Afgreiðsla 43. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.

7.Byggðarráð Skagafjarðar - 44

2304012F

Fundargerð 44. fundar byggðarráðs frá 17. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs.
 • 7.1 2301059 Ársreikningur 2022
  Byggðarráð Skagafjarðar - 44 Undir þessum dagskrárlið kom Kristján Jónasson endurskoðandi frá KPMG til fundarins. Öllum kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum sem ekki sitja í byggðarráði, var boðið að vera viðstödd kynningu hans. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Guðlaugur Skúlason, Sveinn F. Úlfarsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið auk Hrefnu Jóhannesdóttur sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
  Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2022 námu 7.975,9 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrartekjur A hluta 6.566,8 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 55,3 millj. kr. en neikvæð í A hluta um 210,6 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 3.843,2 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 2.028,3 millj. kr.
  Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Ársreikningur 2022" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 44 Lögð fram skýrsla KPMG frá 13. apríl 2023 varðandi stjórsýsluskoðun hjá sveitarfélaginu vegna ársins 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 44. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 44 Lögð fram svohljóðandi bókun 13. fundar fræðslunefndar frá 12. apríl 2023:
  "Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.
  Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Leikur og samskipti við samnemendur er jafnframt mikilvæg námsaðferð sem opnar víddir sköpunargleði barna og ungmenna og hjálpar þeim að finna hæfileikum sínum farveg. Þá eru samskipti, samtal og speglun eigin skoðana og viðhorfa afar mikilvægur þáttur í námi og þroska.
  Í ljósi fækkunar nemenda á miðstigi við Grunnskólann austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska ofangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á.
  Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að miðstig Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinað við miðstigið á Hofsósi og að kennsla muni því eingöngu fara fram á Hofsósi. Lagt er til að ákvörðun þessi taki gildi við upphaf næsta skólaárs, þ.e. 2023-2024. Yngsta stig skólans verði áfram á báðum stöðum, Hofsósi og Hólum. Fræðslunefnd mun skoða hvernig skólastarfi verður best fyrir komið á Hólum og hvort eða hvernig hægt verði að auka samstarf á milli leik - og grunnskóla. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs."
  Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að miðstig Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinað við miðstigið á Hofsósi og að kennsla á miðstigi muni því eingöngu fara fram á Hofsósi og breytingin taki gildi við upphaf næsta skólaárs.
  Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Skólahald á Hólum". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 44 Lögð fram svohljóðandi bókun 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 13. apríl 2023:
  "Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra um sumarorlof starfsmanna og stöðu afleysinga innan starfsstöðva félagsþjónustu sumarið 2023. Um er að ræða lögbundna þjónustu við fatlað fólk og eldi borgara. Erfiðlega hefur gengið að manna sumarafleysingar sérstaklega á Sauðárkróki, staðan er afleit fjórða árið í röð. Ef fer sem horfir gæti þurft að fresta orlofi starfsmanna og skerða þjónustu í Skagafirði sem hefði í för með sér neikvæð áhrif á líðan notenda, aðstandenda og starfsmanna. Nefndin leggur áherslu á að nú þegar verði farið í vinnu við lausnarmiðaða aðgerðaráætlun með það að markmiði að koma á stöðugleika í mannahaldi og sumarafleysingu. Áætlun þarf að liggja fyrir á næstu vikum svo hægt sé að bregðast við fyrir komandi sumar. Vísað til byggðaráðs."
  Byggðarráð tekur undir áhyggjur nefndarinnar af erfiðleikum með að manna starfsstöðvar í félagsþjónustu í sumar. Um er að ræða viðkvæma starfsemi sem æskilegt er að raskist sem minnst. Það vekur jafnframt áhyggjur að almennt virðist erfitt að ráða fólk til starfa í ýmis þjónustustörf og einskorðast þeir erfiðleikar ekki við starfsemi sveitarfélaga. Mikil eftirspurn er eftir fólki í hin ýmsu störf í atvinnulífi Skagafjarðar. Í þessu ljósi er byggðarráð meðvitað um að það kunni að koma til skerðingar á þjónustu þótt vilji sé til að forðast það í lengstu lög og lítur á það sem neyðarúrræði. Byggðarráð felur sviðsstjóra og félagsmálastjóra í samvinnu við forstöðumenn stofnana og mannauðsstjóra að vinna áfram að úrræðum hvað varðar mönnun og sumarleyfi starfsmanna. Í þeirri vinnu verði horft til forgangsröðunar verkefna og möguleika á frestun þeirra sem og tilfærslu starfsmanna.
  Bókun fundar VG og Óhað óska bókað;
  VG og Óháð vilja ítreka að það er ekki í boði að fresta verkefnum sem eru bundin með lögum og miðað við stöðuna verðum við því að hafa hraðar hendur og hrinda af stað aðgerðaráætlun sem mun kosta aukna fjármuni, útsjónarsemi og fagmennsku.
  Afgreiðsla 44. fundar byggðarráðs staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 44 Lögð fram svohljóðandi bókun 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 13. apríl 2023:
  "Lögð fram drög að reglum Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
  Reglurnar voru kynntar á fundi framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið-Norðurlandi 16.mars sl. og fara til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga barnaverndarþjónusu Mið-Norðurlands. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til byggðaráðs."
  Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til g.r lögmannskostnað". Samþykkt samhljóða.

8.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 9

2303008F

Fundargerð 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 13. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. . Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 9 Ákveðið að halda Atvinnulífssýningu helgina 20.-21. maí nk. í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
  Nefndin felur starfsmönnum að opna fyrir skráningu fyrirtækja á sýninguna ásamt frekari undirbúningi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 9 Tekið til kynningar verkefni á vegum Icelandic Roots. Samtökin hafa að markmiði að efla áhuga og þekkingu á Íslandssögu og menningu en líka að styrkja samband Íslendinga og Vestur-Íslendinga. Vilja samtökin gefa minningarskilt og tré til minningar um vesturfara sem fóru í Vesturheim frá Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 9 Tekið fyrir erindi frá Huldu Gunnarsdóttur, dagsett 15. febrúar 2023, um helgaropnun á Héraðsbókasafni Skagfirðinga. Leggur hún til að safnið verði opið einn laugardag í mánuði.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar gott erindi. Ekki hefur verið gert ráð fyrir aukinni opnun í fjárhagsáætlun en nefndin mun taka þetta til skoðunar með Héraðsbókaverði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 9 Tekin fyrir samningur milli Alþýðulistar og Skagafjarðar um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð fyrir árið 2023.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • 8.5 2302169 Clean up Iceland
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 9 Tekið til kynningar verkefnið Clean up Iceland á vegum AECO. Verkefnið gegnur út á að farþegar skemmtiferðaskipa gangi fjörur og safni rusli. Ruslinu er svo safnað saman um borð í skemmtiferðaskipið og losað í næstu viðkomuhöfn. Skagafjarðahafnir eru þátttakendur í verkefninu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 9 Tekið til kynningar starfslok Þórdísar Friðbjörnsdóttur, héraðsbókavarðar Héraðsbókasafns Skagfirðinga.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar Þórdísi fyrir gott og gjöfult samstarf í gegnum árin og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.

9.Félagsmála- og tómstundanefnd - 11

2304004F

Fundargerð 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 13. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Frístundastjóri kynnti niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir árið 2022, sem var í fyrsta skipti sem rannsóknin var lögð fyrir. Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun. Nemendur Varmahlíðarskóla tóku þátt í rannsókninni á síðasta ári en fyrir liggur að allir grunnskólar í Skagafirði taki þátt í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Nefndin felur frístundastjóra að kynna niðurstöðunar á næsta fundi ungmennaráðs Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Frístundastjóri sagði frá fundi með Hörpu Ósk Valgeirsdóttur skátahöfðingja Íslands þar sem hún kynnti núverandi starfsemi skátanna, t.a.m. námskeið, fyrirlestra og aðild þeirra að æskulýðsvettvangnum. Einnig var til umræðu sú framtíðarsýn sem skátahreyfingin hefur fyrir hreyfinguna um allt land og aðkomu sveitarfélaganna að því. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Frístundastjóri kynnti skýrsluskil aðildarfélaga UMSS um nýtingu styrkja frá Skagafirði til barna- og unglingastarfs á árinu 2022. Skýrsluskil eru forsenda þess að aðildarfélögum séu úthlutaðir áframhaldandi styrkir fyrir árið 2023. Styrkirnir eru ákvarðaðir við gerð fjárhagsáætlunnar ár hvert. Stjórn UMSS úthlutar styrkjunum samkvæmt úthlutunarreglum sem hún setur sér. Samstarfssamningur milli Skagafjarðar og UMSS er útrunninn og þörf á að endurskoða samninginn. Félagsmála- og tómstundanefnd óskar eftir að fulltrúi UMSS komi á næsta fund nefndarinnar til viðræðna um áframhaldandi samstarfssamning. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Félagsmálastjóri kynnti fund sem haldinn var með fulltrúa Barna og fjölskyldustofu og starfsmanna fjölskyldusviðs þann 7.mars sl. Fundurinn var haldinn á Sauðárkróki og þar tóku þátt starfsmenn sem vinna með börnum og ungu fólki innan félagsþjónustu, frístundasviðs og fræðslusviðs . Þá var fulltrúum FNV, HSN, UMSS og Lögreglunnar einnig boðið til fundarins. Á fundinum var innleiðing farsældar barna og ferli rædd. Vert er að ítreka að innleiðing og mótun nýrra verkferla tekur tíma , enda er gert ráð fyrir allt að fimm árum til innleiðingarinnar. Jöfnunarjóður sveitarfélaga veitir fjármunum til verkefnisins sem eyrnarmerktir eru til að mæta auknum kostnaði sveitarfélaga vegna vekefnisins, þ.m.t. fjölgun stöðugilda. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Frístundastjóri kynnti þríhliða samstarfssamning, sem undirritaður var 21. mars s.l., milli Skagafjarðar, UMSS og UMFÍ um framkvæmd Unglingalandsmótsins á Sauðárkróki 2023. Hafin er vinna við þá þætti sem Skagafirði er falið að uppfylla samkvæmt samningnum. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Lögð fram til kynningar Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk árin 2024-2028. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Fundargerð Umgmennaráðs frá 30.mars s.l. lögð fram til kynningar. Fundargerðina má nálgast á heimasíðu Skagafjarðar undir aðrar nefndir. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra um sumarorlof starfsmanna og stöðu afleysinga innan starfsstöðva félagsþjónustu sumarið 2023. Um er að ræða lögbundna þjónustu við fatlað fólk og eldi borgara. Erfiðlega hefur gengið að manna sumarafleysingar sérstaklega á Sauðárkróki, staðan er afleit fjórða árið í röð. Ef fer sem horfir gæti þurft að fresta orlofi starfsmanna og skerða þjónustu í Skagafirði sem hefði í för með sér neikvæð áhrif á líðan notenda, aðstandenda og starfsmanna. Nefndin leggur áherslu á að nú þegar verði farið í vinnu við lausnarmiðaða aðgerðaráætlun með það að markmiði að koma á stöðugleika í mannahaldi og sumarafleysingu. Áætlun þarf að liggja fyrir á næstu vikum svo hægt sé að bregðast við fyrir komandi sumar. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Mál áður á dagskrá í október sl. þar sem nefndin samþykkti að beita sér fyrir samráði við eldri borgara í Skagafirði um mögulegt fyrirkomulag matarþjónustu svo unnt sé að koma í framkvæmd þeirri lögbundnu grunnþjónustu að allir eldri borgarar í Skagafirði hafi kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að hefja reynsluverkefni með það að markmiði að eldri borgurum utan Sauðárkróks standi til boða að kaupa heimsendan mat. Nefndin felur félagsmálastjóra að leggja fram drög að auglýsingu þar sem auglýst verði eftir áhugasömum eldri borgurum utan Sauðárkróks til þátttöku í verkefninu sem áætlað er að standi í eitt ár. Þátttakendur munu taka þátt í að móta útfærslur þjónustunnar sem henta best og hægt er að koma í framkvæmd. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra v. reglna um húsnæðismál í Skagafirði. Nefndin fjallaði um reglunar á fundi 10. nóvember sl. Reglunar voru samþykktar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og efnislegar breytingar voru gerðar á lið 11 um gerð leigusamninga á forsendum laga sem tóku gildi 1. janúar sl. Búið er að uppfæra lið 11 í reglum. Félagsmála- og tómstundanefnd felur félagsmálastjóra að fara yfir umsóknareyðublað og matsblað með stigagjöf og leiðbeiningum sem lagt er til grundvallar forgangsröðunar úthlutunar íbúða skv. lið 6 í reglum um húsnæðismál og leggja fyrir nefndina ásamt upplýsingum um fjölda þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegum íbúðum. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Lögð fram drög að reglum Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
  Reglurnar voru kynntar á fundi framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið-Norðurlandi 16.mars sl. og fara til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga barnaverndarþjónusu Mið-Norðurlands. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til byggðaráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 11 Lögð fram tvö mál og færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.

10.Fræðslunefnd - 13

2304005F

Fundargerð 13. fundar fræðslunefndar frá 12. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson, Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson, Pétur Sveinsson og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs.
 • Fræðslunefnd - 13 Steinn Leó, sviðsstjóri veitu - og framkvæmdasviðs, kynnti helstu framkvæmdir við skólamannvirki í Skagafirði. Miklar framkvæmdir eru á dagskrá, sem snúa bæði að uppbyggingu og endurbótum. Verið er að bjóða út framkvæmdir við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi, sem snúa m.a. að þakskiptum á eldri byggingu, klæðningu á norðurhlið hennar, klæðningu og gluggaskiptum á vesturhlið nýrri byggingar og endurgerð snyrtinga. Fyrirhugað er að ráðast í enn frekari uppbyggingu á Hofsósi með nýju íþróttahúsi og sömuleiðis er verið að þarfagreina innra rými grunnskólans. Einnig hefur verið samþykkt að bjóða út framkvæmdir við Árskóla sem snúa að endurbótum á A-álmu skólans, gluggaskiptum í sömu álmu og klæðningu á vesturhlið. Í Varmahlíð er verið að leggja lokahönd á hönnun skólahúsnæðis og stefnt á að bjóða út fyrsta hluta leikskólaframkvæmdarinnar í sumar.

  .  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar fræðslunefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • 10.2 2304013 Skólahald á Hólum
  Fræðslunefnd - 13 Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.
  Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Leikur og samskipti við samnemendur er jafnframt mikilvæg námsaðferð sem opnar víddir sköpunargleði barna og ungmenna og hjálpar þeim að finna hæfileikum sínum farveg. Þá eru samskipti, samtal og speglun eigin skoðana og viðhorfa afar mikilvægur þáttur í námi og þroska.
  Í ljósi fækkunar nemenda á miðstigi við Grunnskólann austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska ofangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á.
  Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að miðstig Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinað við miðstigið á Hofsósi og að kennsla muni því eingöngu fara fram á Hofsósi. Lagt er til að ákvörðun þessi taki gildi við upphaf næsta skólaárs, þ.e. 2023-2024. Yngsta stig skólans verði áfram á báðum stöðum, Hofsósi og Hólum. Fræðslunefnd mun skoða hvernig skólastarfi verður best fyrir komið á Hólum og hvort eða hvernig hægt verði að auka samstarf á milli leik - og grunnskóla. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar fræðslunefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 13 Fræðslunefnd samþykkti skóladagatöl leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2022 - 2023 á fundi sínum þann 19.05.2022. Stjórnendur Árskóla, með samþykki skólaráðs og starfsfólks skólans, óska eftir breytingu á skóladagatali vegna Árskóladags sem haldinn hefur verið árlega undanfarin ár. Breytingin felst í því að halda Árskóladag seinnipart dags þann 16. maí og fella niður skólahald föstudaginn 21. apríl í staðinn. Fræðslunenfnd samþykkir breytinguna. Fræðslunefnd leggur jafnframt til að fundargerðir skólaráða verði teknar fyrir jafn óðum í fræðslunefnd í þeim tilgangi að upplýsa um umræður og ákvarðanir innan skólaráða skólanna.

  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar fræðslunefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • 10.4 2209351 Öryggismyndavélar
  Fræðslunefnd - 13 Á fundi fræðslunefndar þann 19.10.2022 var samþykkt að fela sviðsstjóra að vinna að uppsetningu öryggismyndavéla við Árskóla og íþróttahúss. Í kjölfar skoðunar á ýmsum flötum málsins var ákveðið að öryggisstjóri sveitarfélagsins ynni málið fyrir hönd þess og leitaði eftir hentugum búnaði og samstarfsaðila um verkefnið. Samhliða vinnu öryggisstjóra vinna starfsmenn fræðsluþjónustu að reglum um notkun og aðgang slíkra myndavéla í samræmi við minnisblað sem fræðslunefnd fjallaði um á fundi sínum þann 19.10.2022. Reglurnar ásamt ákvörðun um tækjabúnað verða kynntar nefndinni þegar þær liggja fyrir. Fræðslunefnd leggur áherslu á að málið verði unnið hratt og örugglega. Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar fræðslunefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.

11.Landbúnaðarnefnd - 8

2303026F

Fundargerð 8. fundar landbúnaðarnefndar frá 3. apríl 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Málið áður á 7. fundi landbúnaðarnefndar þann 27. febrúar 2023. Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 3. febrúar 2023 varðandi ágang búfjár. Minnisblaðið er ritað vegna álits Umboðsmanns Alþingis 11. október 2022 (11167/2021) og úrskurðar dómsmálaráðuneytisins 11. janúar 2023 (DMR21080053). Markmið minnisblaðsins er að varpa ljósi á réttarstöðu sveitarfélaga þegar beiðnir um smölun berast sveitarfélögum vegna ágangs búfjár milli landareigna og jafnframt frá afrétti. Einnig lögð fram drög að tvenns konar bréfum frá sveitarfélaginu, til þess að nota vegna ágangsfjár.
  Landbúnaðarnefnd samþykkir að framlögð svarbréf verði notuð þegar við á.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • 11.2 2303210 Starf markavarðar
  Landbúnaðarnefnd - 8 Lilja Björg Ólafsdóttir bóndi á Kárastöðum, hefur farsællega gengt starfi markaumsjónarmanns fyrir Skagafjarðarsýslu um áratugaskeið. Samkvæmt 31. grein Fjallskilasamþykktar fyrir Skagafjarðarsýslu skal sveitarstjórn kjósa markaumsjónarmann til átta ára í senn.
  Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að Lilja Björg Ólafsdóttir verði kjörin markaumsjónarmaður Skagafjarðar til næstu átta ára. Landbúnaðarnefnd leggur jafnframt til að árleg þóknun til markaumsjónarmanns verði 60.000 kr.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Rætt um gjaldskrá og framkvæmd sorphirðu í dreifbýli. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir málið. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Borist hefur ósk frá Fjallskilasjóði Staðarhrepps um fjármagn til þess að greiða fyrir eftirleitir í Staðarfjöllum. Samskonar erindi tekið fyrir á 6. fundi landbúnaðarnefndar þann 9. janúar 2023. Landbúnaðarnefnd vísar til afgreiðslu máls 2302238 á 7. fundi nefndarinnar þar sem segir: "Landbúnaðarnefnd vísar til 7. gr. Fjallskilasamþykktar fyrir Skagafjarðarsýslu nr. 717/2021 þar sem segir "Fjallskilastjórn metur allan fjallskilakostnað upprekstrarfélagsins til peningsverðs og jafnar honum á alla sauðfjár- og stóðhrossaeigendur upprekstrarfélagsins.
  Landbúnaðarnefnd ítrekar að fjallskilastjórnir eigi að leggja á fyrir öllum fjallskilakostnaði og þar með til eftirleita. Aukafjárveitingar til fjallskilanefnda vegna eftirleita dragast frá framlagi næsta árs."
  Landbúnaðarnefnd samþykkir að veita fjallskilasjóðnum framlag til greiðslu framangreinds kostnaðar og verður fjárhæðin dregin af framlagi sveitarfélagsins 2023 til fjallskilasjóðsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Farið yfir óskir fjallskilasjóða um framlag úr sveitarsjóði árið 2023.
  Landbúnaðarnefnd úthlutaði 4,2 milljón króna að þessu sinni af 8 mkr. fjárveitingu ársins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Skarðshrepps vegna ársins 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Sauðárkróks vegna ársins 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Rípurhrepps vegna ársins 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Hóla- og Viðvíkurhrepps vegna ársins 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Skefilsstaðahrepps vegna ársins 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Deildardals vegna ársins 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir fjallskilasjóð Hrolleifsdals vegna ársins 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir Upprekstrarfélag Akrahrepps vegna ársins 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Lagður fram til kynningar ársreikningur fyrir Fjallskilasjóð Hofsóss og Unadals vegna ársins 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 8 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 2. mars 2023 frá forsætisráðuneytinu varðandi fundarferð starfsmanna ráðuneytisins um landið þar sem verður fundað með sveitarfélögum/sveitarstjórnum og forsvarsmönnum fjallskilanefnda. Fyrirhugað er að halda fund á Sauðárkróki fyrir Skagafjörð, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd, Húnabyggð og Húnaþing vestra, þann 26. maí 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023 með níu atkvæðum.

12.Skipulagsnefnd - 20

2303003F

Fundargerð 20. fundar skipulagsnefndar frá 9. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulagsnefnd - 20 Lögð fram tillaga að greinargerð og uppdrætti fyrir deiliskipulag frístundabyggðar við Varmahlíð dags. 01.03.2023.

  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins og ræða við hagsmunaaðila á svæðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 20 Steinn Leó Sveinsson fyrir hönd umhverfis- og samgöngunefndar sækir um heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað, skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir sorpmóttöku- og gámasvæði á Hofsósi. Skipulagssvæðið er við gatnamót Norðurbrautar og Bæjarbrautar, 11.414 m² að stærð. Meðfylgjandi er skipulagslýsing, útg. 1.0, dags. 08.02.2023, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Jafnframt er þess óskað að skipulagslýsingin verði auglýst skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

  Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins "Hofsós - Sorpmóttaka og gámasvæði - Deiliskipulag". Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 20 Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
  “Hver eru framtíðarplön hvað varðar skipulag íbúðabyggðar á Sauðárkróki. Er ætlunin að þétta byggð frekar þegar framkvæmdum á Sveinstúni líkur, færa sig upp á Nafir eða kanna með kaup á landi?“
  Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða mögulega valkosti til framtíðaruppbyggingar Sauðárkróks.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til dagskrárliðar 19, Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun Aðalskipulagsbreytingar.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 20 Bréf frá sóknarnefnd Sauðárkrókssóknar dags. 27.02.2023 lagt fram þar sem m.a. kemur fram athugasemd við vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Sauðárkrókskirkjugarð.

  Skipulagsfulltrúa falið að funda með Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju vegna málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 20 Bréf frá sóknarnefnd Sauðárkrókssóknar dags. 27.02.2023 lagt fram þar sem m.a. koma fram athugasemd við framvindu vinnslu deiliskipulags og vísar sóknarnefnd þar til 1014. fundar byggðarráðs þar sem m.a kemur fram:
  “Byggðarráð óskar eftir því að skipulags- og byggingarnefnd feli skipulagsfulltrúa að underbuy deiliskipulagningu á reit sem afmarkast af Aðalgötu í austri, Hlíðarstíg í suðri, Skógargötu í vestri og Bjarkarstíg í norðri, að hafðri hliðsjón af samningum sem gerðir hafa verið á vegum sveitarfélagsins við einstaka lóðarhafa. “

  Skipulagsfulltrúa falið að funda með Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju vegna málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 20 Dagur Þór Baldvinsson sækir um fyrir hönd Skagafjarðarhafna um framkvæmdaleyfi fyrir lengingu Norðurgarðs í Hofsóshöfn.
  Skagafjarðarhafnir hafa unnið ásamt Vegagerðinni að undirbúningi framkvæmda. Um er að ræða lengingu Árgarðs, gerð innri skjólgarðs og bygging nýrrar trébryggju á móti Árgarði. Markmið verksins er að auka kyrrð og öryggi hafnarinnar sem smábátahöfn.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
  Álfhildur Leifsdóttir sat hjá við afgreiðslu erindisins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 20 Veiðifélag Sæmundarár leggur fram fyrirspurn í tölvupósti dags. 20.02.2023 vegna efnistöku í landi Litlu-Grafar 2. Áhyggjur félagsins snúa að mögulegri mengun sem gæti borist í ána og óafturkræf umhverfisáhrif.

  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara fyrirspurn Veiðifélags Sæmundarár.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 20 Magnús E. Svavarsson lóðarhafi Nestúns 1, sækir um breikkun á innkeyrslu til norðurs að lóðamörkum Nestúns 3. Nestún 1 stendur við horn á gatnarmótum og er ekki gert ráð fyrir bílastæðum framan við húsið.

  Beiðnin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og hafnar því skipulagsnefnd erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 20 Varðandi sameinaðar iðnaðarlóðir, Borgarteigur 2 og Borgarsíða 1, Borgarteigur 4 og Borgarsíða 3.
  Með vísan til erindis dags 01.02.2023 þar sem m.a. kemur fram:
  „Meðfylgjandi lóðaruppdráttur ásamt drögum að aðaluppdrætti, unnir af Áræðni ehf. kt. 420807-0150 sýna tillögu að lóðarskipulagi, byggingareiti og byggingamagn sameinaðra lóða. Sbr. fyrri umsóknir er framkvæmdin áfangaskipt. Skv. meðfylgjandi lóðaruppdrætti óska undirritaðir eftir hliðrun á innkeyrslustútum, breikkun þeirra og radíusaukningu úr 5m í 6m. Samkvæmt meðfylgjandi framlögðum gögnum ásamt því er fram kemur hér að framan telja undirritaðir að brugðist hafi verið við því er fram kemur í tölvupósti frá skipulagsfulltrúa 29.11.2022.“
  Sækja Gísli Rúnar Jónsson fyrir hönd Suðurleiða og Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson fyrir hönd Kaffi 600 ehf. um breytingar frá áður innsendum gögnum, að byggingarreitur verði stækkaður til norðurs um 1,5 m. Með erindinu fylgja uppfærðir fyrirspurnaruppdrættir gerðir af Áræðni ehf., tillaga að byggingarreit og byggingarmagni, dagsettur 21.02.2023 verknúmer 2336 nr. S101.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 20 Varðandi sameinaðar iðnaðarlóðir, Borgarteigur 2 og Borgarsíða 1, Borgarteigur 4 og Borgarsíða 3.
  Með vísan til erindis dags 01.02.2023 þar sem m.a. kemur fram:
  „Meðfylgjandi lóðaruppdráttur ásamt drögum að aðaluppdrætti, unnir af Áræðni ehf. kt. 420807-0150 sýna tillögu að lóðarskipulagi, byggingareiti og byggingamagn sameinaðra lóða. Sbr. fyrri umsóknir er framkvæmdin áfangaskipt. Skv. meðfylgjandi lóðaruppdrætti óska undirritaðir eftir hliðrun á innkeyrslustútum, breikkun þeirra og radíusaukningu úr 5m í 6m. Samkvæmt meðfylgjandi framlögðum gögnum ásamt því er fram kemur hér að framan telja undirritaðir að brugðist hafi verið við því er fram kemur í tölvupósti frá skipulagsfulltrúa 29.11.2022.“
  Sækja Gísli Rúnar Jónsson fyrir hönd Suðurleiða og Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson fyrir hönd Kaffi 600 ehf. um breytingar frá áður innsendum gögnum, að byggingarreitur verði stækkaður til norðurs um 1,5 m. Með erindinu fylgja uppfærðir fyrirspurnaruppdrættir gerðir af Áræðni ehf., tillaga að byggingarreit og byggingarmagni, dagsettur 21.02.2023 verknúmer 2336 nr. S101.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 20 Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun dags. 27.02.2023 þar sem fram kemur:
  “Umhverfisstofnun vill koma því á framfæri til sveitafélaganna í landinu að stofnunin hefur komið á fót gagnagrunni um mengaðan jarðveg sbr reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg. Þennan gagnagrunn er hægt að nálgast í kortasjá Umhverfisstofnunar og á svæði stofnunarinnar um mengaðan jarðveg.
  Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlitin í landinu vinna að því að færa þekkt menguð svæði inn í gagnagrunninn ásamt svæðum þar sem grunur er um mengun. Þessi vinna mun þó taka talsverðan tíma.
  Umhverfisstofnun vill benda á að í 13. gr. reglugerðar nr. 1400/2020 kemur fram að sveitafélög skulu taka mið af gagnagrunninum við gerð skipulags.
  Stofnunin vill einnig benda á að opnaður hefur verið ábendingavefur inni á gagnagátt stofnunarinnar þar sem allir geta farið inn og sent inn ábendingu um menguð svæði eða svæði þar sem grunur er um mengun."
  Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 20 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 12 þann 15.02.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 20. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 20 Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Skógargötureitsins, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg.

  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

  Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson varamaður kom inn í hennar stað.
  Bókun fundar Sigríður Msgnúsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
  Afgreiðsla 20. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með átta atkvæðum.

13.Skipulagsnefnd - 21

2303017F

Fundargerð 21. fundar skipulagsnefndar frá 23. mars 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulagsnefnd - 21 Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar 10 einbýlishúsalóðir á Sauðárkróki lausar til úthlutunar. Lóðirnar voru auglýstar frá og með 17. febrúar 2023 til og með 10. mars 2023.

  Þrjár gildar umsóknir um tvær lóðir komu inn á umsóknarfrestinum.
  Fulltrúar umsækjenda Nestúns 14 voru á staðnum:
  Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Jón Svavarsson fyrir hönd Hafþórs Haraldssonar og Steinunnar Jónsdóttur.

  a) Nestún 13
  Ein umsókn barst um lóðina Nestún 13 á Sauðárkróki frá Gunnari Inga Gunnarssyni og Halldóru Björk Pálmarsdóttur.

  Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjenda með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu eftir frekari skoðun skipulagsfulltrúa skv. niðurlagsákvæði þessa dagskrárliðar.

  b) Nestún 14
  Tvær umsóknir bárust um lóðina Nestún 14 á Sauðárkróki sem fyrsta val og því þarf að draga um lóðina. Umsóknir sem fyrsta val bárust frá: a) Stefáni Vagni Stefánssyni og Hrafnhildi Guðjónsdóttur og b) Hafþóri Haraldssyni og Steinunni Jónsdóttur.
  Úr pottinum eru dregin nöfn Stefáns Vagns Stefánssonar og Hrafnhildar Guðjónsdóttur. Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjenda með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu eftir frekari skoðun skipulagsfulltrúa skv. niðurlagsákvæði þessa dagskrárliðar.

  Skipulagsfulltrúa er falið að afla eftirfarandi upplýsinga og gagna varðandi umsækjendur, sem þeir láti í té innan frests sem skipulagsfulltúi setur:

  1) Upplýsinga um stærð og gerð byggingar sem ætlunin er að reisa á lóðinni (í þágu greiðslumats sbr. b-lið).
  2) Staðfestingar fjármálastofnunar um að greiðslumat þess á viðkomandi umsækjanda staðfesti fjárhagslega getu umsækjanda til þess að standa undir kostnaði við öflun lóðar og byggingu húss af þeirri stærð og gerð sem ráðgert er að byggja á viðkomandi lóð.
  3) Búsforræðisvottorðs frá héraðsdómi, sbr. áskilnaður í 4.2 gr. lóðarúthlutunarreglana sveitarfélagsins, sem skal ekki vera eldra en frá því mars 2023, og staðfesti að umsækjandi sé ekki undir gjaldþrotaskiptum, né hafi orðið gjaldþrota á síðustu tveimur árum.
  4) Staðfestingar stjórnsýslu- og fjármálasviðs sveitarfélagsins um að umsækjandi sé skuldlaus við sveitarsjóð, þ.e. að ekki sé til staðar krafa sveitarfélagsins á hendur umsækjanda sem fallin sé í eindaga.
  5) Annarra upplýsinga og gagna sem máli skipta vegna úthlutunarreglna sveitarfélagsins.

  Að lokinni yfirferð sinni á gögnum skal skipulagsfulltrúi greina nefndinni frá niðurstöðum sínum varðandi umrædd atriði og annað sem máli kann að skipta um endanlega afgreiðslu umsóknanna. Ráðgerir nefndin í kjölfar þess að taka afstöðu til þess hvort framangreindum fyrirvara um úthlutun til umsækjenda lóðanna verði aflétt. Gengur málið þar á eftir til samþykktar sveitarstjórnar á úthlutuninni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar framangreinda iðnaðar- og athafnalóð á Sauðárkróki lausa til úthlutunar. Lóðin var auglýst frá og með 17. febrúar 2023 til og með 10. mars 2023. Ein umsókn barst í lóðina, frá Helga Svan Einarssyni fyrir hönd Garðprýði ehf.

  Skipulagsfulltrúa er falið að afla eftirfarandi upplýsinga og gagna varðandi umsækjanda, sem hann láti í té innan frests sem skipulagsfulltúi setur:

  1) Upplýsinga um stærð og gerð byggingar sem ætlunin er að reisa á lóðinni (í þágu greiðslumats sbr. b-lið).
  2) Staðfestingar fjármálastofnunar um að greiðslumat þess á viðkomandi umsækjanda staðfesti fjárhagslega getu umsækjanda til þess að standa undir kostnaði við öflun lóðar og byggingu húss af þeirri stærð og gerð sem ráðgert er að byggja á viðkomandi lóð.
  3) Búsforræðisvottorðs frá héraðsdómi, sbr. áskilnaður í 4.2 gr. lóðarúthlutunarreglana sveitarfélagsins, sem skal ekki vera eldra en frá því mars 2023, og staðfesti að umsækjandi sé ekki undir gjaldþrotaskiptum, né hafi orðið gjaldþrota á síðustu tveimur árum.
  4) Staðfestingar stjórnsýslu- og fjármálasviðs sveitarfélagsins um að umsækjandi sé skuldlaus við sveitarsjóð, þ.e. að ekki sé til staðar krafa sveitarfélagsins á hendur umsækjanda sem fallin sé í eindaga.
  5) Síðasta samþykkta ársreikning umsækjenda sem áritaður hefur verið af löggiltum endurskoðanda.
  6) Annarra upplýsinga og gagna sem máli skipta vegna úthlutunarreglna sveitarfélagsins.

  Að lokinni yfirferð sinni á gögnum skal skipulagsfulltrúi greina nefndinni frá niðurstöðum sínum varðandi umrædd atriði og annað sem máli kann að skipta um endanlega afgreiðslu umsóknar. Ráðgerir nefndin í kjölfar þess að taka ákvörðun um afgreiðslu umsóknar. Gengur málið þar á eftir til samþykktar sveitarstjórnar varðandi úthlutunina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsti skipulagsnefnd Skagafjarðar framangreinda iðnaðar- og athafnalóð á Sauðárkróki lausa til úthlutunar. Lóðin var auglýst frá og með 17. febrúar 2023 til og með 10. mars 2023.

  Tvær umsóknir bárust í lóðina frá: a) Birgi Erni Hreinssyni og b) Kaupfélagi Skagfirðinga.

  Skipulagsfulltrúa er falið að afla eftirfarandi upplýsinga og gagna varðandi hvorn umsækjanda, sem þeir láti í té innan frests sem skipulagsfulltúi setur:

  1) Upplýsinga um stærð og gerð byggingar sem ætlunin er að reisa á lóðinni (í þágu greiðslumats sbr. b-lið).
  2) Staðfestingar fjármálastofnunar um að greiðslumat þess á viðkomandi umsækjanda staðfesti fjárhagslega getu umsækjanda til þess að standa undir kostnaði við öflun lóðar og byggingu húss af þeirri stærð og gerð sem ráðgert er að byggja á viðkomandi lóð.
  3) Búsforræðisvottorðs frá héraðsdómi, sbr. áskilnaður í 4.2 gr. lóðarúthlutunarreglana sveitarfélagsins, sem skal ekki vera eldra en frá því mars 2023, og staðfesti að umsækjandi sé ekki undir gjaldþrotaskiptum, né hafi orðið gjaldþrota á síðustu tveimur árum.
  4) Staðfestingar stjórnsýslu- og fjármálasviðs sveitarfélagsins um að umsækjandi sé skuldlaus við sveitarsjóð, þ.e. að ekki sé til staðar krafa sveitarfélagsins á hendur umsækjanda sem fallin sé í eindaga.
  5) Síðasta samþykkta ársreikning umsækjanda sem áritaður hefur verið af löggiltum endurskoðanda.
  6) Annarra upplýsinga og gagna sem máli skipta vegna úthlutunarreglna sveitarfélagsins.

  Að lokinni yfirferð sinni á gögnum skal skipulagsfulltrúi greina nefndinni frá niðurstöðum sínum varðandi umrædd atriði og annað sem máli kann að skipta um endanlega afgreiðslu umsóknanna. Ráðgerir nefndin í kjölfar þess að taka ákvörðun um afgreiðslu umsóknanna. Gengur málið þar á eftir til samþykktar sveitarstjórnar varðandi úthlutunina.

  Álfhildur Leifsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Vg og óháð sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með sjö atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Tillaga að deiliskipulagi fyrir Lambeyri, L201897, í Tungusveit, Skagafirði lögð fram. Skipulagsuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu, útgáfa 1.0, í verki nr. 72046302, dags. 20.03.2023.
  Tvær athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna á auglýsingatímanum og brugðist hefur verið við þeim í deiliskipulagstillögunni.

  Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Lambeyri í Tungusveit, Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðarins, "Lambeyri (201897) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í samræmi við 38. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga". Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 21 Farið yfir minnisblað með rýni á uppfærð drög að deiliskipulagstillögu dags. 07.03.2023 fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki.
  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Ingvar Gýgjar Jónsson eigandi Gýgjarhóls í Skagafirði óskar eftir í erindi dags. 27.12.2022 að við endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035 verði innan jarðarinnar skilgreint íbúðasvæði (ÍB), verslunar og þjónustusvæði (VÞ) auk skógræktar og landgræðslusvæðis (SL).
  Meðfylgjandi loftmynd gerir grein fyrir umbeðinni breytingu.
  Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

  Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

  Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri sækir fyrir hönd Framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á 0,9 ha reit innan skilgreinds efnistökusvæðis (E-401) á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Óskað er eftir að vinna þar allt að 20.000 m3 af efni á ári hverju í 2-3 ár og þó eigi meira en 49.000 m3 að heildarmagni á vinnslutímabilinu. Náman er ætluð til viðhalds og nýframkvæmda í mannvirkja- og gatnagerð í sveitarfélaginu.
  Framkvæmdin samræmist gildandi aðalskipulagi og er þar gert ráð fyrir áframhaldandi efnistöku til austurs innan efnistökusvæðis E-401 á Gránumóum við Gönguskarðsá.
  Þar sem efnistökusvæðið er undir 2,5 ha og áætlað efnistökumagn undir 50.000 m3, fellur framkvæmdin undir flokk B í 1. viðauka í lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana, er því ekki talið að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum. Svæðið er í dag ræktað tún og úthagi sem er ekki innan skilgreinds náttúruverndarsvæði skv. aðalskipulagi og nýtur ekki sérstakrar verndar sbr. 57. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
  Óskað er eftir framkvæmdaleyfi gildi til 1. apríl 2025.

  Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.
  Bókun fundar Forseti ber fram tillögu um að vísa málinu til dagskráliðar 21, Útvíkkun námu á Gránumóum.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 21 Rögnvaldur Guðmundsson sækir fyrir hönd RARIK eftir því að fá lóð undir spennistöð við Sauðárkrókshöfn í tengslum við fyrirhugaða stækkun og deiliskipulagsbreytingu hjá Dögun ehf.

  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins í samráði við Rarik.
  Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Jóhann Ari Böðvarsson lóðarhafi Steinsstaða lóð nr. 7 tilkynnir með skilaboðum í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 19.02.2023 að hann falli frá fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á lóðinni og skilar henni aftur til sveitarfélagsins.
  Skipulagsnefnd samþykkir skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Víðigrund 5 L143835, lóðarleigusamningur. Þar sem ekki liggur fyrir þinglýstur lóðarleigusamningur vegna lóðarinnar felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að vinna lóðarblað og gera lóðarleigusamning fyrir lóðina á grundvelli gagna sem eru, Mæliblað nr. 55.4 dags. í apríl 1969 og þinglýsingarskjali Skjal_421-A-14152_125728.

  Þröstur Magnússon vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Magnús E. Svavarsson lóðarhafi Nestúns 1, sækir um endurskoðun á höfnun erindis hans um breikkun á innkeyrslu til norðurs að lóðamörkum Nestúns 3. Frekari rökstuðingur fylgir með erindinu.
  Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Björn Friðrik Jónsson og Arndís Björk Brynjólfsdóttir fyrir hönd Vatnsleysubúsins ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Vatnsleysu í Viðvíkursveit, landnúmer 146423 óska eftir heimild til að stofna fjórar spildur úr landi jarðarinnar, sem "Vatnsleysa 2", "Vatnsleysa 3", "Vatnsleysa 4" og "Vatnsleysa 5" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 70350101 útg. 13. mars 2023. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Ekki er sótt um staðfestingu á ytri merkjum.
  Stærð Vatnsleysu, L146423, verður 148,2 ha.
  Stærð Vatnsleysu 2 verður 93,3 ha að stærð, ræktað land 7,62 ha. Skráð notkun verði jörð.
  Stærð Vatnsleysu 3 verður 3,01 ha að stærð, ræktað land 0,81 ha. Skráð notkun verði íbúðarhúsalóð (10).
  Stærð Vatnsleysu 4 verður 3,54 ha að stærð. Skráð notkun verði jörð.
  Stærð Vatnsleysu 5 verður 72,1 ha að stærð. Skráð notkun verði jörð.
  Innan afmörkunar Vatnsleysu 3 eru matshlutar 03 sem er 168,7 m² íbúðarhús, 05 sem er 72,9 m² bílskúr og 13 sem er 20,3 m² íbúðarherbergi. Þessir matshlutar skulu fylgja Vatnsleysu 3.
  Innan afmörkunar Vatnsleysu 4 eru matshlutar 04 sem er 170 m² hesthús, 06 sem er 112,5 m² hlaða, 07 sem er hlaða, 11 sem er 64,9 m² fjárhús og 12 sem er 137,4 m² hesthús. Þessir matshlutar skulu fylgja Vatnsleysu 4.
  Landheiti útskiptra spildna vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðgreini.
  Hlunnindi vegna Austari-Héraðsvatna skiptast til helminga á milli Vatnsleysu, L146423, og Vatnsleysu 2. Engin önnur hlunnindi fylgja landskiptum.
  Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Vatnsleysu, landnr. 146423.
  Yfirferðarréttur að útskiptum spildum, Vatnsleysu 2, Vatnsleysu 3 og Vatnsleysu 4 verður um Vatnsleysuveg (7748) í landi Vatnsleysu, L146423. Yfirferðarréttur að Vatnsleysu landi, L187663, verður um heimreið í landi Vatnsleysu 5.
  Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Breytt landnotkun skerðir ekki notkunarmöguleika á landbúnaðarlandi í flokki I og II skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

  Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Til kynningar tölvupóstur frá Veðurstofu Íslands vegna Norrænnar ráðstefnu um loftlagsbreytingar og aðlögun 17.-18. apríl 2023 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Lögð fram skipulagslýsing fyrir Skógargötureitinn, Aðalgötu frá leikvelli að Kambastíg unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 21.03.2023.

  Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

  Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson varamaður kom inn í hennar stað.
  Bókun fundar Sigríður Magnúsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með átta atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 21 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 13 þann 16.03.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.

14.Skipulagsnefnd - 22

2304002F

Fundargerð 22. fundar skipulagsnefndar frá 4. april 2023 lögð fram til afgreiðslu á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulagsnefnd - 22 Kynning frá Reimari Marteinssyni fulltrúa Kaupfélags Skagfirðinga á fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar við Hesteyri 2. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 22 Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson sækja fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. um stofnun 2.306 m2 byggingarreits innan Vinagerðis útskiptrar spildu úr landi Sölvanes L146238 sem staðfest var fundi sveitarstjórnar 18.01.2023.
  Einnig er þess óskað að breyta skráningu landsins úr sumarhúsalóð yfir í íbúðarhúsalóð.
  Fyrirhugað er að byggja 100-150 m2 íbúðarhús.
  Framlagður afstöðuuppdráttur er í mælikvarðanum 1:1500, unninn af David Bothe.

  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 22 Magnús E. Svavarsson lóðarhafi Nestúns 1, sækir um endurskoðun á höfnun erindis hans um breikkun á innkeyrslu til norðurs að lóðamörkum Nestúns 3. Frekari rökstuðingur fylgir með erindinu. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins á síðasta fundi nefndarinnar þann 23.03.2023.
  Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar í fyrri bókun nefndarinnar frá 20. fundi þann 9.03.2023:
  "Magnús E. Svavarsson lóðarhafi Nestúns 1, sækir um breikkun á innkeyrslu til norðurs að lóðamörkum Nestúns 3. Nestún 1 stendur við horn á gatnarmótum og er ekki gert ráð fyrir bílastæðum framan við húsið. Beiðnin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og hafnar því skipulagsnefnd erindinu."
  Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 22 Í samræmi við ákvæði skipulagslaga og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana hefur Skipulagsstofnun unnið að undirbúningi Skipulagsgáttar - samráðsgáttar (landfræðilegrar gagna- og samráðsgáttar) um skipulag, umhverfismat og útgáfu framkvæmdaleyfa.

  Skipulagsgátt mun hafa í för með sér miklar breytingar í samráðsferli ofangreindra mála. Samkvæmt lögunum skulu öll mál kynnt í gáttinni, þangað berast umsagnir og athugasemdir, afgreiðslur og endanleg gögn. Við hönnun og uppsetningu hefur verið lögð áhersla á að gáttin sé aðgengileg, auðlesanleg og einföld í notkun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar skipulagnefndar staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar 19. april með níu atkvæðum.

15.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023

2302250

Vísað frá 38. fundi byggðarráðs frá 8. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lögð fram beiðni um viðauka númer 1 við fjárhagsáætlun ársins 2023. Viðaukinn er gerður vegna hækkunar á útsvarshlutfalli sveitarfélagsins sem samþykkt var þann 23. desember 2022 í sveitarstjórn. Hækkunin var í þágu fjármögnunar á þjónustu við fatlað fólk skv. samningi milli ríkis og sveitarfélaga þann 16. desember 2022. Að auki hefur Jöfnunarsjóður gefið út nýja áætlun til hækkunar á framlagi 2023 vegna þjónustu við fatlað fólk. Þetta tvennt hefur áhrif á framlög sveitarfélaga til málaflokks fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og er sú breyting einnig í viðaukanum. Fjármunir vegna eignfærðra framkvæmda við Faxatorg 1 og Félagsheimilið Bifröst eru hækkaðir annars vegar með millifærslu viðhaldsfjár úr rekstri og svo með lækkun handbærs fjár. Rekstrarfé eignasjóðs er hækkað um 8 mkr. Fjárhagsáætlun fyrir HNV og NNV er tekin úr fjárhagsáætlun ársins. Þessar breytingar bæta rekstrarafgang ársins um 179.713 þkr., hækka fjárfestingaframlög um 106.500 þkr. og hækka handbært fé um 73.213 þkr. Samkvæmt viðaukanum er rekstrarniðurstaða A-hluta orðin jákvæð um 78,7 mkr. og samstæðunnar um 239,7 mkr. Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Sveinn Þ Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

16.Skólahald á Hólum

2304013

Vísað frá 44. fundi byggðarráðs frá 17. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lögð fram svohljóðandi bókun 13. fundar fræðslunefndar frá 12. apríl 2023:
"Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Aðalnámskrá grunnskóla er rammi um skólastarfið og veitir sveitarfélögum og skólum leiðsögn um framkvæmd skólastarfsins. Fyrir utan ákvæði um almenna menntun sem og greinabundna menntun veitir aðalnámskrá leiðsögn um hvernig skólum ber að tryggja heilbrigði og velferð nemenda sem byggir á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.
Nám og námsaðferðir nemenda eru einstaklingsbundnar og geta verið mismunandi. Allir þurfa tækifæri til að njóta styrkleika sinna sem er lykilþáttur í að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Leikur og samskipti við samnemendur er jafnframt mikilvæg námsaðferð sem opnar víddir sköpunargleði barna og ungmenna og hjálpar þeim að finna hæfileikum sínum farveg. Þá eru samskipti, samtal og speglun eigin skoðana og viðhorfa afar mikilvægur þáttur í námi og þroska.
Í ljósi fækkunar nemenda á miðstigi við Grunnskólann austan Vatna á Hólum þykir ljóst að erfitt er að veita nemendum þar viðeigandi tækifæri til að þroska ofangreinda þætti sem og tryggja þeim þá greinabundnu menntun sem þeir eiga rétt á.
Með hliðsjón af þessu leggur fræðslunefnd til að miðstig Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinað við miðstigið á Hofsósi og að kennsla muni því eingöngu fara fram á Hofsósi. Lagt er til að ákvörðun þessi taki gildi við upphaf næsta skólaárs, þ.e. 2023-2024. Yngsta stig skólans verði áfram á báðum stöðum, Hofsósi og Hólum. Fræðslunefnd mun skoða hvernig skólastarfi verður best fyrir komið á Hólum og hvort eða hvernig hægt verði að auka samstarf á milli leik - og grunnskóla. Nefndin vísar málinu til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar um að miðstig Grunnskólans austan Vatna á Hólum verði sameinað við miðstigið á Hofsósi og að kennsla á miðstigi muni því eingöngu fara fram á Hofsósi og breytingin taki gildi við upphaf næsta skólaárs.
Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Jóhanna Ey Harðardóttir og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með niu atkvæðum.

17.Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til g.r lögmannskostnað

2302256

Vísað frá 44. fundi byggðarráðs frá 17. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Lögð fram svohljóðandi bókun 11. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 13. apríl 2023:
"Lögð fram drög að reglum Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Reglurnar voru kynntar á fundi framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið-Norðurlandi 16.mars sl. og fara til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga barnaverndarþjónusu Mið-Norðurlands. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til byggðaráðs."
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

18.Hofsós - Sorpmóttaka og gámasvæði - Deiliskipulag.

2302209

Vísað frá 20. fundi skipulagsnefndar frá 9. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Steinn Leó Sveinsson fyrir hönd umhverfis- og samgöngunefndar sækir um heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað, skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir sorpmóttöku- og gámasvæði á Hofsósi. Skipulagssvæðið er við gatnamót Norðurbrautar og Bæjarbrautar, 11.414 m² að stærð. Meðfylgjandi er skipulagslýsing, útg. 1.0, dags. 08.02.2023, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Jafnframt er þess óskað að skipulagslýsingin verði auglýst skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir skipulagslýsinguna með níu atkvæðum og samþykkir jafnframt að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

19.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar

2211029

Vísað frá 20. fundi Skipulagsnefndar frá 9. mars 2023 þannig bókað.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn: “Hver eru framtíðarplön hvað varðar skipulag íbúðabyggðar á Sauðárkróki. Er ætlunin að þétta byggð frekar þegar framkvæmdum á Sveinstúni líkur, færa sig upp á Nafir eða kanna með kaup á landi?“ Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða mögulega valkosti til framtíðaruppbyggingar Sauðárkróks.

Forseti gerir það að tillögu sinni að vísa málinu til byggðarráðs.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

20.Lambeyri (201897) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í samræmi við 38. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

2210243

Visað frá 21. fundi skipulagsnefndar frá 23. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Tillaga að deiliskipulagi fyrir Lambeyri, L201897, í Tungusveit, Skagafirði lögð fram. Skipulagsuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu, útgáfa 1.0, í verki nr. 72046302, dags. 20.03.2023.
Tvær athugasemdir bárust við skipulagslýsinguna á auglýsingatímanum og brugðist hefur verið við þeim í deiliskipulagstillögunni.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Lambeyri í Tungusveit, Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Lambeyri í Tungusveit, Skagafirði í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010

21.Útvíkkun námu á Gránumóum

2202118

Visað frá 21. fundi skipulagsnefndar frá 23. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Steinn Leó Sveinsson sviðstjóri sækir fyrir hönd Framkvæmdasviðs Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á 0,9 ha reit innan skilgreinds efnistökusvæðis (E-401) á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Óskað er eftir að vinna þar allt að 20.000 m3 af efni á ári hverju í 2-3 ár og þó eigi meira en 49.000 m3 að heildarmagni á vinnslutímabilinu. Náman er ætluð til viðhalds og nýframkvæmda í mannvirkja- og gatnagerð í sveitarfélaginu.
Framkvæmdin samræmist gildandi aðalskipulagi og er þar gert ráð fyrir áframhaldandi efnistöku til austurs innan efnistökusvæðis E-401 á Gránumóum við Gönguskarðsá.
Þar sem efnistökusvæðið er undir 2,5 ha og áætlað efnistökumagn undir 50.000 m3, fellur framkvæmdin undir flokk B í 1. viðauka í lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana, er því ekki talið að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum. Svæðið er í dag ræktað tún og úthagi sem er ekki innan skilgreinds náttúruverndarsvæði skv. aðalskipulagi og nýtur ekki sérstakrar verndar sbr. 57. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi gildi til 1. apríl 2025.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt."

Samkvæmt tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn Skagafjarðar, með níu atkvæðum, að veita umbeðið framkvæmdaleyfi, með gildistíma til 1. apríl 2025.

22.Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg

2202094

Vísað frá 21. fundi skipulagsnefndar frá 23. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Sigríður Magnúsdóttir víkur af fundi.

"Lögð fram skipulagslýsing fyrir Skógargötureitinn, Aðalgötu frá leikvelli að Kambastíg unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dags. 21.03.2023.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.
Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson varamaður kom inn í hennar stað."

Framlögð skipulagslýsing borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum.

23.Endurtilnefning aðalmanns í stjórn SSNV

2304082

Í kjörfar breytinga á samþykktum SSNV þarf að tilnefna nýjan aðalmann í stjórn SSNV í stað Hrundar Pétursdóttur.
Forseti gerir tilnefningu um Einar E Einarsson.

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til mál og lagði fram eftirfarandi bókun.
Vg og óháð óska bókað;
Við viljum taka það fram að Einar Einarsson yrði að okkar mati faglegur og glæsilegur leiðtogi í stjórn SSNV fyrir okkar hönd. Að því sögðu viljum við samt minna Skagafjörð á Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, oft nefnd jafnréttislögin og með þessari endurtilnefningu værum við sem sveitarfélag að brjóta þau lög en 28. grein þeirra laga hljóðar svo: Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera.
Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.
Við sem sveitarfélag erum að endurtilnefna í stjórn SSNV, það er ekki verið að kjósa einstakling inn í stjórn heldur skipa-tilnefna af sveitarstjórn. Því er það skýrt að við sem sveitarfélag teljumst ábyrg og erum því að brjóta jafnréttislögin.
Því sitjum við hjá.

Einar E Einarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir kvöddu sér hljóðs.
Sigríður Magnúsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun.
Málið sem hér um ræðir varðar endurtilnefningu aðalmanns í stjórn SSNV. Samkvæmt samþykktum og þingsköpum SSNV skipa 5 einstaklingar stjórn samtakanna og skal miðað við að tveir komi úr Skagafirði, tveir úr Austur-Húnavatnssýslu og einum úr Húnaþingi vestra. Varastjórn skal skipuð af starfssvæðinu með sama hætti. Stjórn er kosin á aukaársþingi SSNV að afloknum sveitarstjórnarkosningum til tveggja ára og ný stjórn á ársþingi á miðju kjörtímabili.
Á nýliðnu ársþingi SSNV var samþykktum samtakanna breytt þannig að í stað þess að varamaður kæmi sjálfkrafa inn fyrir aðalmann, ef aðalmaður hverfur úr stjórn, þá skuli sveitarfélag aðalmanns tilnefna nýjan fulltrúa á sveitarstjórnarfundi. Það er það sem um ræðir hér.
Annar aðalmaður Skagafjarðar í stjórn SSNV er Jóhanna Ey Harðardóttir sem er kona. Hér er tillaga um að hinn aðalmaður Skagafjarðar verði Einar E. Einarsson sem er karl. Skagafjörður stendur því fyllilega við jafnréttislög með því að tilnefna aðalmenn sem eru karl og kona.
Minna má á að þegar svona háttar, að fulltrúar koma inn í stjórnir af mismunandi svæðum, þá er æskilegt að hvert og eitt sveitarfélag beri ábyrgð á að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast. Segja má að Skagafjörður hefði í upphafi þessa kjörtímabils mátt gæta betur að sjónarmiðum um jafnrétti kynjanna en báðir aðalmenn Skagafjarðar í stjórn SSNV það sem af er þessu kjörtímabili eru konur og það sama gildir einnig um báða varamennina. Aðal- og varamenn Skagafjarðar hafa því verið skipaðir 4 konum en engum karli en eftir breytingu verða aðalmenn Skagafjarðar kona og karl en varamenn áfram tvær konur.

Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn með 7 atkvæðum. Vg og óháðir sitja hjá.

24.Ársreikningur 2022

2301059

Sveitarstjóri Sigfús Ingi Sigfússon kynnti ársreikning 2022.
Ársreikningur sameinaðs sveitarfélags Skagafjarðar fyrir árið 2022 er hér lagður fram til fyrri umræðu, sá fyrsti sinnar tegundar. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 7.976 m.kr. af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 6.567 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 7.065 m.kr., þar af A-hluti 6.120 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 911 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 447 m.kr. Afskriftir eru samtals 300 m.kr., þar af 163 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 665 m.kr., þ.a. eru 494 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2022 er neikvæð um 55 millj. króna en rekstrarniðurstaða A-hluta er neikvæð um 211 millj. króna.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 13.338 m.kr, þar af voru eignir A-hluta 10.192 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2022 samtals 9.485 m.kr., þar af hjá A-hluta 8.163 m.kr. Langtímaskuldir námu alls 6.006 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 662 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.843 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 28,9%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.705 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 860 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 486 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 664 m.kr. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2022, 1.065 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 966 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 643 m.kr. Handbært fé nam 351 m.kr. í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 599 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2022, 118,9% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 90,7% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.

Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson, Guðlaugur Skúlason, Sveinn Þ Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs.
Forseti gerir tillögu um að vísa málinu til síðari umræðu sveitarstjórnar. Samþykkt með níu atkvæðum.

25.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 37

2303010F

Fundargerð 37. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses. frá 13. mars 2023 lögð fram til kynningar á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023.

26.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 38

2303021F

Fundargerð 38. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses. frá 27. mars 2023 lögð fram til kynningar á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023.

27.Fundagerðir Norðurár bs 2022

2201008

Fundagerðir stjórnar Norðurár bs nr 108 frá 16. mars og nr. 109 frá 23. mars sl. lagðar fram til kynningar á 12. fundi sveitarstjórnar 19 apríl 2023

28.Fundargerðir SSNV 2023

2303051

Fundargerðir 89. stjórnarfundar SSNV frá 10. janúar, 90. fundar frá 7. febrúar, 91. fundar frá 7. mars og 92. fundar frá 15. mars 2023 lagðar fram til kynningar á 12. fundi sveitarstjórnar 19 apríl 2023

29.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

2301003

920. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. mars 2023 og 921. fundargerð frá 30. mars 2023 lagðar fram til kynningar á 12. fundi sveitarstjórnar 19. apríl 2023.

Fundi slitið - kl. 18:15.