Sveitarstjórn Skagafjarðar

9. fundur 18. janúar 2023 kl. 16:15 - 16:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
 • Hrund Pétursdóttir aðalm.
 • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
 • Gísli Sigurðsson aðalm.
 • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
 • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
 • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
 • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
 • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
 • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
 • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum Húsnæðisáætlun 2023 -Skagafjörður. Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 28

2212015F

Fundargerð 28. fundar byggðarráðs frá 21. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagt fram til kynningar samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk dagsett 16. desember 2022. Hækkun útsvarsálagningar sveitarfélaga um 0,22% vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna. Áætlað er að þessi breyting auki tekjur inn í málaflokkinn um 5 ma.kr. á næsta ári.
  Byggðarráð Skagafjarðar vill árétta að þrátt fyrir þessa breytingu af hálfu ríkisins vantar verulega upp á að málaflokkurinn verði fjármagnaður að fullu eins og ríkinu ber skylda til.
  Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun á tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum. Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir byggðarráð að beina því til sveitarstjórnar Skagafjarðar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs Landsbyggða vegna barnaverndar.
  Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Sveitarstjóri upplýsir að fasteignasali sé enn í samskiptum við þá sem boðið hafa í eignirnar Lambanes-Reykir A (grunnur) og Lambanes Reykir B (íbúðarhús) um frekari boð. Jafnframt upplýsir hann um fjárhæð síðustu tilboða þeirra sem boðið hafa í eignirnar. Þau tilboð liggja frammi á fundinum.
  Byggðarráð felur sveitarstjóra að samþykkja hæsta boð sem fáist í hvora eign, með fyrirvara um forkaupsrétt landeigenda. Séu boð jöfn skuli hlutkesti ráða, nema unnt sé að greina annað tilboðið hagstæðara, m.t.t. greiðslukjara/öryggis. Skal því þá tekið. Umboð þetta gildir til kl. 12:00 hinn 31.12. 2022.

  Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Sveitarstjóri upplýsir að fasteignasali sé enn í samskiptum við þá sem boðið hafa í eignirnar Lambanes-Reykir A (grunnur) og Lambanes Reykir B (íbúðarhús) um frekari boð. Jafnframt upplýsir hann um fjárhæð síðustu tilboða þeirra sem boðið hafa í eignirnar. Þau tilboð liggja frammi á fundinum.
  Byggðarráð felur sveitarstjóra að samþykkja hæsta boð sem fáist í hvora eign, með fyrirvara um forkaupsrétt landeigenda. Séu boð jöfn skuli hlutkesti ráða, nema unnt sé að greina annað tilboðið hagstæðara, m.t.t. greiðslukjara/öryggis. Skal því þá tekið. Umboð þetta gildir til kl. 12:00 hinn 31.12. 2022.
  Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Málið áður rætt á fundum byggðarráðs þann 02.11.2022 og 30.11.2022.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Siglingaklúbbsins Drangeyjar á fund ráðsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Málið áður á dagskrá 23. fundar byggðarráðs þann 23. nóvember 2022 og þá bókað: "Erindinu vísað frá 5. fundi landbúnaðarnefndar 2022, þann 17. nóvember 2022 til byggðarráðs með eftirfarandi bókun: "Erling Sigurðsson fyrir hönd Sóltúns ehf. leigutaka Hrauns í Unadal óskar eftir breytingu á leigusamningi frá 17. janúar 2017, varðandi hámark fjölda hrossa sem hafa má á jörðinni. Landbúnaðarnefnd setur sig ekki upp á móti því að gerð verði breyting á ofangreindum samningi varðandi hámark hrossa og vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu." Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins að koma með tillögu að uppfærðum leigusamningi með tilliti til breytingar á hámarksfjölda hrossa."
  Lagður fyrir fundinn viðauki við framangreindan samning þar sem fallið er frá fjöldatakmörkunum búfjár til beitar. Önnur ákvæði samningsins eru óbreytt.
  Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.
  Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. desember 2022 þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir), 538. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. desember 2022 þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti), 537. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. janúar nk. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. desember 2022 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2022, "Drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs". Umsagnarfrestur er til og með 23.12.2022.
  Byggðarráð Skagafjarðar fagnar framkomnum drögum að reglugerð um meðhöndlun úrgangs. Byggðarráð vill engu að síður benda á að nauðsynlegt er að hafa skörp skil á milli úrgangs frá heimilum og rekstraraðilum. Byggðarráð telur því jafnframt eðlilegt að sett verði töluleg markmið og viðmiðanir um endurvinnslu úrgangs frá rekstraraðilum eins og gert er með heimilin skv. 10. grein.
  Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 28 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. desember 2022 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 246/2022, "Sameining héraðsdómstóla - skýrsla starfshóps". Umsagnarfrestur er til og með 16.01.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 29

2301001F

Fundargerð 29. fundar byggðarráðs frá 4. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ Úlfarsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Einar E Einarsson, kvöddu sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 29 Á fund byggðarráðs komu forráðamenn Siglingaklúbbsins Drangeyjar, Kári H. Árnason og Hallbjörn Björnsson til viðræðu um aðstöðu klúbbsins til framtíðar.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera drög að samningi í samræmi við það sem rætt var á fundinum og senda til forsvarsmanna Siglingaklúbbsins Drangeyjar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 29 Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom til fundarins og fór yfir framkvæmdir og viðhald á árinu 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 29 Lögð fram afskriftarbeiðni nr. 202212210826524, dagsett 21.12. 2022, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum að höfuðstólsfjárhæð 51.591 kr. og 24.069 kr. að auki vegna dráttarvaxta. Samtals 75.660 kr.
  Byggðarráð samþykkir að afskrifa framlagða skattkröfu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.um.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 29 Málið áður á 24. fundi byggðarráðs þann 30. nóvember 2022. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. nóvember 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2022, "Grænbók um sveitarstjórnarmál". Framlengdur umsagnarfrestur er til og með 04.01.2023.
  Byggðarráð Skagafjarðar fagnar grænbók um sveitarstjórnarmál þar sem teknar eru saman upplýsingar um stöðu íslenskra sveitarfélaga og ráðist í samstillingu á stefnumótun ríkis og sveitarfélaga með heildarhagsmuni sveitarstjórnarstigsins í huga. Byggðarráð er sammála þeirri hugmyndafræði sem birtist í grænbókinni um að samhæfa þurfi stefnur og áætlanir ríkisins hvað byggðaáætlun, samgönguáætlun, landsskipulagsstefnu, húsnæðisstefnu og stefnu í sveitarstjórnarmálum varðar. Með slíkri sameiginlegri framtíðarsýn og meginmarkmiðum í framangreindum stefnum ætti að vera unnt að ná sem bestum árangri í málaflokkunum.
  Byggðarráð Skagafjarðar tekur einnig undir það sem kemur fram í grænbókinni að fjármál séu eitt brýnasta úrlausnarefni ríkis og sveitarfélaga um þessar mundir enda hafa skyldur og ábyrgð á opinberri þjónustu í auknum mæli flust frá ríki til sveitarfélaga án þess að fullnægjandi tekjustofnar hafi fylgt með. Nauðsynlegt er að styrkja og fjölga tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni þeirra.
  Byggðarráð Skagafjarðar áréttar jafnframt að skilningur þess á búsetufrelsi, eins og það birtist í grænbókinni, tekur ekki til breytinga á lögum um takmarkanir á heimildum til fastrar búsetu og lögheimilis í frístundabyggðum.
  Byggðarráð Skagafjarðar tekur að öðru leyti undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2022 um málið.

  Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 29 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. desember 2022 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 250/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Orkusjóð". Umsagnarfrestur er til og með 10.01.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 29 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 22. desember 2022 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 255/2022, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál (styrking stjórnsýslu loftslagsmála)". Umsagnarfrestur er til og með 16.01.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 30

2301008F

Fundargerð 30. fundar byggðarráðs frá 10. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 30 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 500 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Lántaka langtímalána 2023" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 30 Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra úr máli 2023-000880. ahsig ehf., Brekkukoti, 560 Varmahlíð, sækir um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-C, minna gistiheimili, í fasteigninni Héðinsminni, F214-1844. Hámarks gestafjöldi er 10 gestir. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 30 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. janúar 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2023, "Áform um lagasetningu - Breyting á lögum um stjórn fiskveiða og um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu)". Umsagnarfrestur er til og með 02.02. 2023.
  Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar, um málið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar byggðarráðs staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.

4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7

2212014F

Fundargerð 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 20. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Þ Úlfarsson og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7 Tekið fyrir erindi frá Matvælaráðuneytinu, dagsett 12. desember 2022, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2022/2023. Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 145 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn, Sauðárkrókur 130 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 13. janúar 2023.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1370/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023 í sveitarfélaginu Skagafirði:

  1.
  Ákvæði 1. málsl. 1. mgr., c liðar 1. greinar breytist og verður:
  "Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2022."

  2.
  Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 14 þorskígildistonn á skip."

  3.
  Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "

  4.
  Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.

  5.
  Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. "


  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að senda inn ofangreindar tillögur ásamt rökstuðningi til samþykktar sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Þóru Jóhannesdóttur fyrir hönd Lestrarfélags Silfrastaðasóknar, dagsett þann 24.11.2022. Sótt er um 50.000 kr styrk til bókakaupa.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja lestrarfélagið um umbeðna fjárhæð að þessu sinni. Nefndin beinir því jafnframt til lestrarfélagsins að nýta bókakost Héraðsbókasafns Skagfirðinga, þar sem fjölbreytt lesefni er í boði. Tekið af lið 05890.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7 Tekin fyrir samningur milli Skagafjarðar og ahsig ehf um rekstur á félagsheimilinu Héðinsminni. Málið áður á dagskrá á 3. fundi atvinnu-, menningar og kynningarnefndar þann 13. september sl.
  Gildir samningurinn til 5 ára.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með átta atkvæðum. Hrund Pétursdóttir óskar bókað að hún vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Ólafi Jónssyni fyrir hönd Jólatrésnefndar Fljóta 2023 dagsett 30.11.2022.
  Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Jólatrésnefndina um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Akrahrepps dagsett 26.11.2022.
  Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Akrahrepps um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Rípurhrepps dagsett 30.11.2022.
  Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Rípurhrepps um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Lionsklúbbi Sauðárkróks dagsett 05.12.2022.
  Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja skemmtunina um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps dagsett 14.12.2022.
  Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps um fjárhæð 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

  Elínborg Erla Ásgeirsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni dagsett 15.12.2022.
  Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja íbúasamtökin um 60.000 kr. Tekið af málaflokki 05713.

  Auður Björk Birgisdóttir vék af fundi undir þessum lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7 Tekið fyrir til kynningar styrkveiting frá Uppbyggingasjóð Norðurlands vestra fyrir verkefnið "Sjónaukar og upplýsingaskilti við ferðamannaperlur". Verkefnið hlaut styrk að fjárhæð 655.000 kr.
  Nánar um verkefnið: Til stendur að setja upp sjónauka við fjölfarna ferðamannastaði í Skagafirði. Sjónaukarnir verða festir á staur sem verður varanlega festur niður í jörðu. Lítill útsýnisstallur verður settur undir staurinn. Jafnframt verða sett niður upplýsingaskilti um staðinn sem sjónaukinn beinist að. Ásamt upplýsingum verður á skiltinu svokallaður QR kóði sem mun leiða ferðamanninn inn á upplýsingasíðu þar sem hægt verður að fá nánari upplýsingar um staðinn sem og hljóðleiðsögn eða sögu af svæðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. desember 2022 þar sem Þjóðskjalasafn Íslands kynnir til samráðs drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila. Umsagnarfrestur er til og með 02.01.2023. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.

5.Fræðslunefnd - 10

2301007F

Fundargerð 10. fundar fræðslunefndar frá 11. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Hrund Pétursdóttir kvaddi sér hljóðs.
 • Fræðslunefnd - 10 Anna Steinunn Friðriksdóttir og Inga Lára Sigurðardóttir, sem skipa fjölmenningarteymi Árskóla ásamt Svavari Viktorssyni, komu á fundinn ásamt Óskari Björnssyni skólastjóra og kynntu starf teymisins sem unnið hefur hörðum höndum að því að efla fjölmenningarlegt samfélag Árskóla. Fræðslunefnd þakkar góða kynningu og fagnar faglegum vinnubrögðum teymisins við afar þarft verkefni sem móttaka og utanumhald nemenda með annað móðurmál en íslensku er. Nefndin hvetur teymið jafnframt til áframhaldandi góðra verka. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar fræðslunefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. Janúar2023 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 10 Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr nemendakönnun 6.-10. bekkjar grunnskóla í Skagafirði sem framkvæmd er af Skólapúlsinum. Skólapúlsinn gerir árlegar kannanir meðal nemenda, starfsfólks og foreldra grunnskólabarna. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar fræðslunefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. Janúar2023 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 10 Kynnt var erindi frá GETA um tilboð til sveitarfélaga um ytra mats úttekt á skólastarfi í leik- og grunnskólum. Umsóknarfrestur fyrir vorönn er til 27. janúar. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar fræðslunefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. Janúar2023 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 10 Starfsáætlanir leikskóla voru lagðar fram til kynningar fyrir skólaárið 2022-2023. Fræðslunefnd þakkar greinagóðar upplýsingar og fagnar góðu starfi leikskólanna í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar fræðslunefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. Janúar2023 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 10 1. Fræðslunefnd samþykkti skóladagatal leikskólanna á fundi sínum þann 23. júní sl. en áskildi sér rétt til að endurskoða skóladagatal Ársala út frá fyrirhugaðri vinnu með starfsumhverfi leikskólans og opnunartíma yfir sumarið.
  Haldinn var fundur með starfsfólki leikskólans til að ræða leiðir og fá fram þeirra sjónarmið varðandi fyrirkomulag á sumarleyfi leikskólans. Í framhaldi var send út könnun til foreldra til að kanna viðhorf þeirra.
  Á grundvelli þeirrar vinnu er lögð fram sú tillaga að hafa leikskólann Ársali opinn yfir sumarið og bjóða foreldrum val um fyrra frí á tímabilinu 19.júní-14.júlí eða seinna frí á tímabilinu 17.júlí-11.ágúst. Einnig er lagt til að foreldrum verði gefinn kostur á niðurfellingu gjalda, á tímabilinu 1. júní til 31.ágúst, óski þeir eftir samfelldri lengingu sumarleyfis að lágmarki eina viku og að hámarki fjórar vikur. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára sem verður endurmetið að þeim tíma loknum.

  2. Fræðslunefnd samþykkti á fundi sínum 23.júní sl. skóladagatal leikskólanna. Leikskólastjóri Ársala óskar eftir því að stytta fyrirhugaða námsferð starfsmanna í febrúar um einn dag og verður leikskólinn því lokaður 22.-27.febrúar í stað 22.-28.febrúar.

  Nefndin samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar fræðslunefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. Janúar2023 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 10 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vorönn 2023, sem eru eftirfarandi: 9. febrúar, 7. mars, 11. apríl, 9. maí og 13. júní. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar fræðslunefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. Janúar2023 með níu atkvæðum.

6.Landbúnaðarnefnd - 6

2301004F

Fundargerð 6. fundar landbúnaðarnefndar frá 9. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Landbúnaðarnefnd - 6 Málið áður á 5. fundi landbúnaðarnefndar þann 17. nóvember 2022. Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði. Málið rætt, áfram í skoðun. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagðar fram áætlanir fjallskilasjóða fyrir árið 2023. Landbúnaðarnefnd hefur til ráðstöfunar á fjárhagsáætlun 2023 fyrir deild 13210, samtals 8 mkr. til að veita í framlög til fjallskilasjóðanna. Nefndin mun kalla eftir frekari upplýsingum hjá fjallskilanefndum. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 6 Tekið fyrir erindi frá fjallskilanefnd Staðarhrepps um greiðslu vegna vinnu við eftirleitir í Staðarfjöllum. Nefndin samþykkir að greiða innsendan reikning. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 6 Lögð fram umsókn frá Efemíu G. Björnsdóttur, Freyjugötu 3, Sauðárkróki um leyfi til að halda 10 hænur við heimili hennar. Nefndin samþykkir umsókn um búfjárleyfi. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • 6.5 2211352 Skálárrétt
  Landbúnaðarnefnd - 6 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. nóvember 2022 frá Magnúsi Péturssyni landeiganda Skálár til fjallskilastjóra fjallskiladeildar Hrolleifsdals. Varðar erindið hvort rífa eigi réttina eða endurbyggja að hluta. Í núverandi fjallskilareglugerð Skagafjarðar er Skálárrétt skilgreind sem skilarétt. Nefndin óskar eftir viðræðum við landeiganda Skálár og fjallskiladeild Hrollleifsdals. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 6 Ormahreinsun sveitahunda rædd. Nefndin áréttar mikilvægi ormahreinsunar einu sinni á ári. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 6 Málið áður á dagskrá 4. fundar landbúnaðarnefndar þann 17. október 2022. Fjallskilasamþykktin rædd. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi styrkumsókn til Minjastofnunar fyrir hönd Fjallskilasjóðs Deildardals vegna viðgerðar á grjóthlaðinni rétt við Tungufjallssporðinn. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Kolbeinsdalsafrétt. Styrkur að fjárhæð 1,8 mkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Unadalsafrétt. Styrkur að fjárhæð 800 þkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Keldudal á Hofsafrétt. Styrkur að fjárhæð 2,0 mkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 6 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við lagfæringu á afréttarvegi að Molduxaskarði. Styrkur að fjárhæð 400 þkr.fékkst úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar til verksins. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.

7.Skipulagsnefnd - 15

2212006F

Fundargerð 15. fundar skipulagsnefndar frá 15. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulagsnefnd - 15 Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands kynnti kynningarmyndband fyrir deiliskipulagstillögu fyrir Sauðárkrókskirkjugarð.
  Kynningarmyndbandið verður sýnt á heimasíðu sveitarfélagsins sem og fésbókarsíðu þess mánudaginn 19. desember. Opið verður fyrir athugasemdir almennings í 3 vikur frá birtingu þess eða til 9. janúar 2023.
  Samráð var haft við sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju vegna deiliskipulagstillögunnar og er nefndin sátt við tillöguna.
  Skipulagsnefnd samþykkir að kynna deiliskipulagið á vinnslustigi með kynningarmyndbandinu og óska eftir ábendingum við tillöguna skv.
  3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar skipulagnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 15 Eyjólfur Þórarinsson hjá Stoð ehf. verkfræðistofu leggur inn fyrir hönd Hymir ehf. umsókn um lóð fyrir 60-80 herbergja hótel á Flæðunum við Faxatorg.
  Skipulagsnefnd býður forsvarsfólki fyrirtækisins Hymir efh. að koma á fund nefndarinnar til að kynna möguleg áform sín.
  Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar skipulagnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 15 Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Sölvanes (landnúmer 146238) Skagafirði sækja um leyfi til að skipta 5.000 m² sumarhúsalóð út úr jörðinni.
  Óskað er eftir því að útskipta spildan fái heitið/ staðfangið Vinagerði.
  Landið er án húsa og annarra mannvirkja.
  Framlagður yfirlits/afstöðuppdráttur í verki “Sölvanes, Skagafirði" fylgir. Yfirferðarréttur er niður meðfram merkjagirðingu Sölvaness að sunnanverðu, niður á tengiveg milli Sölvaness og Kornár. Einnig er sótt um lausn landsins úr landbúnaðarnotkun.
  Landskiptin og breyting á landnotkun hafa óveruleg áhrif á búrekstarskilyrði og skerða ekki ræktunarmöguleika á landbúnaðarlandi í flokki I. og II. skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Sölvanes, landnúmer 146238. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146238.
  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.


  Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar skipulagnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 15 Skipulagsfulltrúi upplýsir að byggingarfulltrúi Skagafjarðar hafi, m.v.t. 10. gr. l. 160/2010, leitað umsagnar vegna umsóknar frá Einari I. Ólafssyni f.h. Friðriks Jónssonar ehf. um leyfi til að byggja iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, ásamt tengibyggingu á lóðunum nr. 6 og 8 við Borgarröst á Sauðárkróki. Í umsögn til byggingarfulltrúa hafi athygli hans verið vakin á því að þar sem svæðið sé ekki deiliskipulagt þurfi annað hvort að ráðast í gerð deiliskipulags eða að grenndarkynna framkvæmdina áður en viðkomandi byggingarleyfi sé veitt.
  Aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt, dagsettir 29. nóvember 2022 liggja frammi á fundinum og eru þeir yfirfarnir af nefndarmönnum á fundinum.
  Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og auk þess í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar á svæðinu. Áður hafi lóðarhöfum í viðkomandi skipulagsreit verið heimilað að sameina lóðir með líkum hætti og gert ráð fyrir í því tilviki sem liggur fyrir.
  Með vísan til þessa og þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Grenndarkynnt yrði fyrir Borgarröst nr. 4, 5 og Borgartúni nr. 8.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins "Borgarröst 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi" Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 15 Lögð fram til kynningar bókun frá 27. fundi Byggðaráðs Skagafjarðar frá 14.12.2022:
  “Fyrir fundinum liggja drög að samningi á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Krókfisks ehf. kt. 680403-2440 um að sveitarfélagið leysi til sín lóðina að Háeyri 8, sem félagið er lóðarhafi að skv. lóðarleigusamningi dags. 10.12. 2004. Samningurinn var gerður í kjölfar þess að sveitarfélagið hóf innlausnarmál vegna lóðarinnar á grundvelli þess að ekki hafi verið byggt á henni innan tilskilins frests. Samkomulagið gerir ráð fyrir að lóðarhafa verði endurgreidd gatnagerðargjöld (A-gjald) sem hann greiddi til sveitarfélagsins árið 2000.

  Umræddur samningur var gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki þeirra stjórnsýslueininga sveitarfélagsins Skagafjarðar sem reglur sveitarfélagsins krefja. Þar sem lóðin er á svæði Sauðárkrókshafnar er gert ráð fyrir að umhverfis- og samgöngunefnd þurfi að samþykkja innlausnina, auk byggðarráðs.

  Byggðarráð samþykkir innlausnina fyrir sitt leyti og að byggingarréttur að lóðinni gangi til eignasjóðs. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að greiða framangreindum lóðarhafa umsamið innlausnarverð gegn undirritun lóðarhafa á skjal sem færir eingarrétt að bygginarrétti lóðarinnar yfir á sveitarfélagið, þegar fyrir liggur staðfesting sveitarstjórnar á ráðgerðri ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar um að samþykkja samninginn."

  Þar sem lóðinni Háeyri 8 hefur verið skilað inn fellur skipulagsnefnd frá fyrirhugaðri grenndarkynningu vegna málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar skipulagnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 15 Í bréfi skipulagsfulltrúa til lóðarhafa, framangreindrar lóðar dags. 28.10.2022, sem er fyrirliggjandi á fundinum, var boðað að úthlutun lóðarinnar yrði felld niður komi ekki fram andmæli og tímasett áætlun, innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins, um úrbætur á vanrækslu á að sækja um byggingarleyfi og hefja framkvæmdir á lóðinni. Skipulagsfulltrúi greinir frá samskiptum við lóðarhafa sem hafi óskað eftir frekari frestum, til 09.12. 2022, til þess að koma fram með umædda tímasetta áætlun. Þeim frestum hafi skipulagsfulltrúi hafnað en ítrekað við lóðarhafa mikilvægi þess að umrædd tímasett áætlun yrði lögð fram innan tilskilins frests. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um að leggja fram umbeðna tímasetta áætlun hafi lóðarhafi ekki verið orðið við þeim.
  Þar sem andmæli eru ekki komin fram sem breyta áðurgreindri fyrirætlan að fella niður umrædda úthlutun ákveður skipulagsnefnd, með vísan til greinar 10.4 í reglum um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu, að fella niður úthlutun lóðarinnar Borgarflöt 29. Fellur byggingarréttur lóðarinnar aftur til sveitarfélgsins við staðfestingu sveitarstjórnar á þessari ákvörðun. Jafnframt ákveður skipulagsnefnd m.v.t. 1. gr. framangreindra úthlutunarreglna að umræddri lóð skuli, við fyrstu hentugleika, ráðstafað með almennum hætti. Skuli skipulagsfulltrúi því auglýsa lóðina sem fyrst á nýju ári. Komi fram fleiri en ein umsókn í lóðina innan þess tveggja vikna frests sem um ræðir í grein 2.1 í reglunum skuli haft samráð við nefndina um hvort hún setji ítarlegri ákvæði eða skilmála við úthlutun lóðarinnar, sbr. gr. 2.5 í reglunum.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsin til liðarins "Borgarflöt 29 - Umsókn um lóð" sem er síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða
 • Skipulagsnefnd - 15 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 8 þann 11.11.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar skipulagnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 15 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 9 þann 1.12.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar skipulagnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.

8.Skipulagsnefnd - 16

2301010F

Fundargerð 16. fundar skipulagsnefndar frá 12. janúar 2023 lögð fram til afgreiðslu á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Sveinn Úlfarsson og Gísli Sigurðsson, kvöddu sér hljóðs.
 • Skipulagsnefnd - 16 Drög að deiliskipulagi fyrir Sveinstún nýja íbúðarbyggð á Sauðárkróki lögð fram.
  Svæðið sem er 8,8 ha að stærð afmarkast af Sæmundarhlíð að vestan, Skagfirðingabraut að norðan og Sauðárkróksbraut (75) að austan. Að sunnanverðu afmarkast svæðið af landamerkjum Sauðárkróks og Áshildarholts.
  Greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01 í verki nr. 562919, útgáfa 1.0, dagsett 30.12.2022 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu.
  Uppdrátturinn sýnir afmörkun lóða, byggingarreiti, götulínu, helstu byggingarskilmála og fleira. Skipulagsuppdrátturinn er í kvarðanum 1:1.000 á A1 blaði.

  Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sveinstún á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
  Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsin til liðarins "Sveinstún - Deiliskipulag" sem er síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða
 • Skipulagsnefnd - 16 Vinnslutillaga Sauðárkrókskirkjugarðs var auglýst með kynningarmyndbandi 19. desember 2022 með athugasemdafresti til 9. janúar 2023. Ein formleg athugasemd barst, einnig var umræða um málið á fésbókarsíðu sveitarfélagsins og Sauðárkrókskirkju þar sem frétt um málið var deilt.

  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar skipulagnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 16 Drög að deiliskipulagi fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki lögð fram.
  Skipulagsmörk eru um 1,1 ha að stærð og afmarkast af Freyjugötu til vesturs og norðurs, Knarrastíg til suðurs og Strandgötu til austurs. Freyjugata breyttist áður í Bjarkargötu til norðurs en gatan heitir nú öll Freyjugata. Frá Freyjugötu lá áður lítil gata til austurs sem hét Unnarstígur og heldur hún nafni sínu og ný gata sem verður til fær nafnið Bjarkarstígur í tillögunni.
  Markmiðið er að byggja nýja íbúðarbyggð og þétta miðbæinn til að skapa aukið aðdráttarafl fyrir núverandi og nýja íbúa á svæðinu. Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir nýbyggingu og endurbótum á svæðinu. Með byggingu nýrra húsa skapast betra skjól, rýmismyndun verður betri, götumynd verður heillegri, götulína styrkist og meira líf beinist inn á miðbæjarsvæðið.
  Skipulagsgögn eru greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. 01 í verki nr. 5200-DI2102, dagsett 14.12.2022 sem unnin var hjá Landmótun fyrir hönd Hrafnhóls ehf.

  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar skipulagnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 16 Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar 16.11.2022 og eftirfarandi bókað: “Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 10. fundi skipulagsnefndar þann 20. október sl. þannig bókað: "Ragnar Guðmundsson hjá Kollgátu arkitektum kynnti fyrir nefndinni endurgerða tillögu að stækkun lóðarinnar við Grenihlíð 21-23 á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar fyrir eigendum allra íbúða við Grenihlíð og eigendum íbúða 17-19 við Kvistahlíð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins." Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum."

  Grenndarkynning vegna breytingartillögu fyrir lóðina Grenihlíð 21-23 var send út 5.12.2022 með athugasemdafresti til og með 06.01.2023. Engar athugasemdir bárust. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar samkvæmt 44. gr. skipulagslaga.

  Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsin til liðarins "Grenihlíð 21-23 - Umsókn um stækkun lóðar" sem er síðar á dagskránni. Samþykkt samhljóða
 • Skipulagsnefnd - 16 Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatsskýrslu Landsnets um Blöndulínu 3 dagssett 9.12.2022 sem lögð var fram samkvæmt 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur m.a. fram: “Skipulagsstofnun telur að Umhverfismatsskýrslan uppfylli skilyrði laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í umhverfismatsskýrslu Landsnets eru kynnt áform um lagningu Blöndulínu 3 frá Blöndustöð til Akureyrar, rúmlega 100 km leið. Ásamt aðalvalkosti Landsnets eru kynntir aðrir valkostir um legu loftlínu á tilteknum köflum ásamt valkostum um jarðstreng á afmörkuðum hlutum leiðarinnar. Aðalmarkmið framkvæmdar við Blöndulínu 3 er að bæta flutnings- og afhendingargetu til allra afhendingarstaða í meginflutningskerfi landsins með endurnýjun byggðalínunnar. Að auki er Blöndulínu 3 ætlað að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með því að bæta tengingar á milli virkjana í þeim landshlutum."

  Álit Skipulagsstofnunar er einnig aðgengilegt hér ásamt umhverfismatsskýrslu, umsögnum, svörum framkvæmdaraðila og greinargerð Landsnets um breytta legu í Hörgársveit og Akureyrbæ:

  https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/nr/1083#alit
  Bókun fundar Afgreiðsla 16. fundar skipulagnefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 með níu atkvæðum.

9.Veitunefnd - 6

2212016F

Fundargerð 6. fundar veitunefndar frá 21. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 9. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Veitunefnd - 6 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri fara yfir stöðuna sem skapast hefur í
  yfirstandandi kuldakasti. Þetta kuldakast hafði mikil áhrif á rekstur hitaveitu í Skagafirði, þá sérstaklega á veitusvæði Varmahlíðar og Sauðárkróks. Starfsmenn Skagafjarðarveitna hafa í samstarfi við íbúa og fyrirtæki á svæðinu unnið að úrbótum, betri nýtingu og sparnaði á orku til hitunar. Samtímis er unnið að því að bæta inn dælu á borholu við Norðurbrún í Varmahlíð. Vonir eru bundnar við að þessi viðbót styrki Varmahlíðarveitu og bæti rekstraröryggi hennar. Á Sauðárkróki er unnið að því að bæta inn borholu á kerfið sem áætlað er að geti skilað allt að 5 lítrar á sekúndu.

  Veitunefnd vill þakka starfsmönnum Skagafjarðarveitna fyrir ómetanlegt framlag við erfiðar aðstæður síðustu vikur. Einnig vill nefndin koma þökkum til almennings og fyrirtækja fyrir góð viðbrögð við óskum Skagafjarðarveitna um aðhald í heitavatnsnotkun.
  Veitunefnd hvetur fyrirtæki og íbúa til að huga áframhaldandi aðhaldi í heitavatnsnotkun og fylgjast með tilkynningum á miðlum Skagafjarðar um ástand hitaveitunnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar veitunefndar staðfest á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023 níu atkvæðum.

10.Lántaka langtímalána 2023

2301014

Vísað frá 30. fundi byggðarrás frá 10. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 500 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 500 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006.
Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

11.Borgarröst 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2212024

Vísað frá 15. fundi skipulagsnefndar frá 15. desember 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Skipulagsfulltrúi upplýsir að byggingarfulltrúi Skagafjarðar hafi, m.v.t. 10. gr. l. 160/2010, leitað umsagnar vegna umsóknar frá Einari I. Ólafssyni f.h. Friðriks Jónssonar ehf. um leyfi til að byggja iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, ásamt tengibyggingu á lóðunum nr. 6 og 8 við Borgarröst á Sauðárkróki. Í umsögn til byggingarfulltrúa hafi athygli hans verið vakin á því að þar sem svæðið sé ekki deiliskipulagt þurfi annað hvort að ráðast í gerð deiliskipulags eða að grenndarkynna framkvæmdina áður en viðkomandi byggingarleyfi sé veitt.
Aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt, dagsettir 29. nóvember 2022 liggja frammi á fundinum og eru þeir yfirfarnir af nefndarmönnum á fundinum.
Skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og auk þess í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar á svæðinu. Áður hafi lóðarhöfum í viðkomandi skipulagsreit verið heimilað að sameina lóðir með líkum hætti og gert ráð fyrir í því tilviki sem liggur fyrir.
Með vísan til þessa og þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010. Grenndarkynnt yrði fyrir Borgarröst nr. 4, 5 og Borgartúni nr. 8.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

12.Borgarflöt 29 - Umsókn um lóð

1901272

Vísað frá 15. fundi skipulagsnefndar frá 15. desember 2022, til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað.

"Í bréfi skipulagsfulltrúa til lóðarhafa, framangreindrar lóðar dags. 28.10.2022, sem er fyrirliggjandi á fundinum, var boðað að úthlutun lóðarinnar yrði felld niður komi ekki fram andmæli og tímasett áætlun, innan fjögurra vikna frá dagsetningu bréfsins, um úrbætur á vanrækslu á að sækja um byggingarleyfi og hefja framkvæmdir á lóðinni. Skipulagsfulltrúi greinir frá samskiptum við lóðarhafa sem hafi óskað eftir frekari frestum, til 09.12. 2022, til þess að koma fram með umædda tímasetta áætlun. Þeim frestum hafi skipulagsfulltrúi hafnað en ítrekað við lóðarhafa mikilvægi þess að umrædd tímasett áætlun yrði lögð fram innan tilskilins frests. Þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um að leggja fram umbeðna tímasetta áætlun hafi lóðarhafi ekki verið orðið við þeim.
Þar sem andmæli eru ekki komin fram sem breyta áðurgreindri fyrirætlan að fella niður umrædda úthlutun ákveður skipulagsnefnd, með vísan til greinar 10.4 í reglum um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu, að fella niður úthlutun lóðarinnar Borgarflöt 29. Fellur byggingarréttur lóðarinnar aftur til sveitarfélgsins við staðfestingu sveitarstjórnar á þessari ákvörðun. Jafnframt ákveður skipulagsnefnd m.v.t. 1. gr. framangreindra úthlutunarreglna að umræddri lóð skuli, við fyrstu hentugleika, ráðstafað með almennum hætti. Skuli skipulagsfulltrúi því auglýsa lóðina sem fyrst á nýju ári. Komi fram fleiri en ein umsókn í lóðina innan þess tveggja vikna frests sem um ræðir í grein 2.1 í reglunum skuli haft samráð við nefndina um hvort hún setji ítarlegri ákvæði eða skilmála við úthlutun lóðarinnar, sbr. gr. 2.5 í reglunum.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Sveinstún - Deiliskipulag

2105295

Vísað frá 16. fundi skipulagsnefndar frá 12. janúar 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Drög að deiliskipulagi fyrir Sveinstún nýja íbúðarbyggð á Sauðárkróki lögð fram.
Svæðið sem er 8,8 ha að stærð afmarkast af Sæmundarhlíð að vestan, Skagfirðingabraut að norðan og Sauðárkróksbraut (75) að austan. Að sunnanverðu afmarkast svæðið af landamerkjum Sauðárkróks og Áshildarholts.
Greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01 í verki nr. 562919, útgáfa 1.0, dagsett 30.12.2022 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Uppdrátturinn sýnir afmörkun lóða, byggingarreiti, götulínu, helstu byggingarskilmála og fleira. Skipulagsuppdrátturinn er í kvarðanum 1:1.000 á A1 blaði.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sveinstún á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.r.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Sveinstún á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn, að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.

14.Grenihlíð 21-23 - Umsókn um stækkun lóðar

2209011

Vísað frá 16. fundi skipulagsnefndar frá 12. janúar 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar 16.11.2022 og eftirfarandi bókað: Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar frá 10. fundi skipulagsnefndar þann 20. október sl. þannig bókað: "Ragnar Guðmundsson hjá Kollgátu arkitektum kynnti fyrir nefndinni endurgerða tillögu að stækkun lóðarinnar við Grenihlíð 21-23 á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirhugaðar framkvæmdir verði grenndarkynntar fyrir eigendum allra íbúða við Grenihlíð og eigendum íbúða 17-19 við Kvistahlíð í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins." Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Grenndarkynning vegna breytingartillögu fyrir lóðina Grenihlíð 21-23 var send út 5.12.2022 með athugasemdafresti til og með 06.01.2023. Engar athugasemdir bárust. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar samkvæmt 44. gr. skipulagslaga."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

15.Samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Skagafjarðar

2212177

Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um stjórn Skagafjarðar nr. 1336/2022. Breytingarnar eru til komnar vegna innleiðingar á farsældarlögum sem miða að samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Skagafjarðar, sem samþykkt var með níu atkvæðum á 8. fundi sveitarsjórnar þann 23. desember 2022 og vísað til síðari umræðu sveitarstjórnar, eru bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með 9 atkvæðum.

16.Húsnæðisáætlun 2023 - Skagafjörður

2301170

Vísað frá fundi byggðarráðs frá 18.janúar 2023 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram Húsnæðisáætlun 2023 fyrir Skagafjörð.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

17.Beiðni um tímabundna lausn frá nefndarstörfum

2301116

Lagt fram bréf dags. 11. janúar 2023 frá Gísla Sigurðssyni þar sem hann óskar eftir tímabundu leyfi frá störfum fyrir sveitarfélagið, í 6 mánuði eða frá 18. janúar 2023. Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum, að veita Gísla umbeðið leyfi.
Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

18.Endurtilnefning í sveitarstjórn og byggðarráð

2301117

Tilnefna þarf aðalmann í stað Gísla Sigurðssonar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn og byggðarráð.
Forseti gerir tillögu um Guðlaug Skúlason sem aðalmann í sveitarstjórn og Sigurð Hauksson sem varamann í sveitarstjórn.
Sólborgun S. Borgarsdóttur sem aðalmann í byggðarráð og Guðlaug Skúlason sem varamann í byggðarráð.

Aðrar tilnefningar bárðust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.

19.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 34

2208016F

34. fundargerð Skagfirskra leiguíbúða hses. frá 23. ágúst 2022 lögð fram til kynningar á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023

20.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 35

2212022F

35. fundargerð Skagfirskra leiguíbúða hses. frá 29. desember 2022 lögð fram til kynningar á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023

21.Fundagerðir Norðurár bs 2022

2201008

107. fundargerð stjórnar Norðurár bs frá 31. október 2022 lögð fram til kynningar á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023

22.Fundagerðir skólanefndar FNV 2022

2201007

Fundargerð skólanefndar FNV frá 7. nóvember 2022 lögð fram til kynningar á 9. fundi sveitarsjórnar 18. janúar 2023

23.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201003

916. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. desember 2022 lögð fram til kynningar á 9. fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2023

Fundi slitið - kl. 16:50.