Sveitarstjórn Skagafjarðar

7. fundur 14. desember 2022 kl. 16:15 - 19:54 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
 • Hrund Pétursdóttir aðalm.
 • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
 • Gísli Sigurðsson aðalm.
 • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
 • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
 • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
 • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
 • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
 • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
 • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum 27. fundargerð byggðarráðs frá fundi ráðsins fyrr í dag. Jafnframt að taka fyrir með afbrigðum mál nr. 2212094 sem er á dagskrá þessa sama fundar.
Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 22

2211014F

Fundargerð 22. fundar byggðarráðs frá 16. nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Fulltrúar Skagfirðingasveitar, björgunarsveitar komu á fund byggðarráðs til viðræðu um endurnýjun samnings við sveitina. Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu og víkur af fundi.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. nóvember 2022 til sveitarfélaga og landshlutasamtaka frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Leitað hefur verið til sambandsins til að óska eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftsagsbreytinga. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að taka þátt í verkefninu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Lögð fram tillaga um að hlutfallstala útsvars í Skagafirði (5716) á árinu 2023 verði 14,52%, sem er óbreytt hlutfall frá árinu 2022.
  Byggðarráð samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2023 verði 14,52% og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2023.Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2023 til 1. nóvember 2023. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2023. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2023, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
  Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt frá árinu 2022. Landleiga beitarlands verði 11.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands verði 16.500 kr./ha. Fjöldi gjalddaga verður tíu. Gjaldskránni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá fasteignagjalda 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Lagt fram vinnuskjal um breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023.
  Byggðarráð samþykkir að breyta reglunum þannig að tekjumörk hækki um 14,0% frá árinu 2022 og að hámarksafsláttur verði óbreyttur frá árinu 2022, 80.000 kr. og vísar reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Lagðar fram reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2023.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Lögð fram drög að reglum um stuðning- og stoðþjónustu sem byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Með reglum þessum falla úr gildi Reglur um félagslega liðveislu og Reglur um félagslega heimaþjónustu. Reglunum vísað frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefnd.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Samþykktum fyrir öldungaráð Skagafjarðar vísað til byggðarráð frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefnd. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
  Byggðarráð samþykkir samþykktirnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Samþykktir fyrir öldungaráð Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Reglum Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning vísað til byggðarráðs frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefnd. Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar í 3. gr.
  Byggðarráð samþykkir samþykktirnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Reglum Skagafjarðar um húsnæðismál vísað frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefnd. Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar í 11 lið um gerð leigusamninga, réttindi og skyldur leigutaka og leigusala, á forsendum laga sem taka gildi 1.janúar 2023, þar sem fjallað er um skráningarskyldu á öllum nýjum leigusamningum.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um húsnæðismál". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Starfsreglum Skagafjarðar varðandi úthlutun rekstrarstyrkja til íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmála, annara en UMSS, vísað til byggðarráðs frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefndar. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Verklagsreglur um rekstrarstyrki til íþrótta-, æskulýðs- og forvarnamála". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Reglum Skagafjarðar um Hvatapeninga vísað til byggðarráðs frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefndar. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
  Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) og Jóhanna Ey Harðardóttir (Byggðalista) leggja fram svohjóðandi tillögu:
  VG og óháð ásamt Byggðalista leggja til að Byggðarráð vísi Reglum um Hvatapeninga aftur til félagsmála- og tómstundarnefndar og endurskoði aldursviðmið Hvatapeninga svo öll börn standi jöfn í sveitarfélaginu.

  Greinagerð:

  Mikilvægt er að sveitarfélagið skapi jafnan grundvöll fyrir öll börn til tómstundaiðkunar. Þátttaka barna í skipulögðu tómstundastarfi hefur fjölþætt gildi. Þau eru líklegri til að hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar landlæknis, notist síður við vímugjafa, eru líklegri til að vera heilsuhraustari á seinni æviskeiðum og líður betur andlega, líkamlega og félagslega. Einnig gefur þetta fjölskyldum aukin tækifæri á frekari samverustundum. Allt ofangreint mun stuðla að heilsuhraustari einstaklingum með farsælli framtíð. Í lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er lögð áhersla á að stuðla að farsæld barna t.d. með lista- og æskulýðsstarf og starfsemi frjálsra félaga- og hagsmunasamtaka. Í þeim sömu lögum er skilgreining á barni þessi: Einstaklingur undir 18 ára aldri sem dvelur á yfirráðasvæði íslenska ríkisins.

  Meirihluti byggðarráðs hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum og leggur fram svohljóðandi bókun:

  Samkvæmt nýlegri könnun verðlagseftirlits ASÍ á styrkjum til tómstundastarfs á meðal 20 stærstu sveitarfélaga landsins þá hafa frístundastyrkir hækkað hlutfallslega mest hjá sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2020, eða um 60%, og eru hvatapeningar nú að upphæð 40 þúsund krónur á ári. Hvatapeningar í Skagafirði taka til barna frá og með því ári sem 5 ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð. Hvatapeninga í Skagafirði er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga.
  Upphæð hvatapeninga í Skagafirði er um miðbik þeirrar fjárhæðar sem framangreind sveitarfélög eru með í styrki til frístundastyrkja en af þeim sveitarfélögum sem á annað borð bjóða upp á slíka styrki er fjárhæðin frá 10 þúsund krónum á ári og upp í 56 þúsund krónur á ári. Hæstu styrkirnir eru veittir hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þar sem iðkendagjöld barna eru að jafnaði mun hærri en gerist víða á landsbyggðinni.
  Af þeim 20 sveitarfélögum sem verðlagskönnun ASÍ nær til eru langflest þeirra 18 sveitarfélaga sem á annað borð bjóða upp á frístundastyrki með aldursviðmið frá 5 eða 6 ára aldri, eða 13 sveitarfélög. Eitt sveitarfélag er með viðmið frá 4 ára aldri og fjögur sveitarfélög með viðmið frá 0-2 ára aldri.
  Af þessu má sjá að vel er staðið að stuðningi við íþrótta-, lista- og tómstundastarf í Skagafirði þar sem fjölmargir aðilar leggja sig fram um að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi á sanngjörnum kjörum.

  Við leggjum því til að farið verði í vinnu á árinu 2023 við að skoða möguleikana á að lækka aldurstakmörk vegna hvatapeninga og þá kostnað við þá breytingu.
  Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson.

  Fulltrúar VG og Óháðra og Byggðalistans óska bókað:

  Okkur þykir afar miður að öll börn í Skagafirði sitji ekki við sama borð þegar kemur að úthlutun hvatapeninga sem skilar mismunun en ekki jöfnuð.
  Það er ekki skrítið að hvatapeningar hafi hlutfallslega hækkað mest í sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þeir voru 8.000 kr. frá upphafi úthlutunar hvatapeninga til ársins 2018 þar sem þeir voru hækkaðir upp í 25.000 kr. og svo árið 2020 í 40.000 kr. Vissulega var tekið stórt stökk í hækkun hvatarpeninga enda var löngu kominn tími til þess.
  Samkvæmt tölum frístundastjóra má glögglega sjá að margar tómstunda- og íþróttagreinar eru í boði fyrir 5 ára og yngri. Einnig má sjá að um 20-30 börn á þeim aldri nýta sér samveru með foreldrum sínum í þeim greinum sem í boði eru.
  Það væri ángæjulegt ef heilsueflandi- og fjölskylduvænn Skagafjörður væri leiðandi í þessum málum í stað þess að vera meðaltal annarra sveitarfélaga.

  Byggðarráð samþykkir reglurnar með tveimur atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um Hvatapeninga". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 22 Byggðarráð samþykkir að Bjarkarstíg verði lokað tímabundið frá ca. 26. nóv og framyfir jól á svæðinu sunnan við Sauðárkróksbakarí. Svæðið verður skreytt og það notað sem jólasvæði fyrir fjölskylduna til að koma saman á aðventu og jólum og standa fyrir einhverjum smáum viðburðum. Erindinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 22. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 23

2211021F

Fundargerð 23. fundar byggðarráðs frá 23. nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir, Einar E Einarsson og Sveinn Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Eigendur Sótahnjúks ehf. sendu inn erindi með tölvupósti þann 19. október 2022 og óskuðu eftir fundi með byggðarráði vegna áforma um áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu að Sólgörðum í Fljótum. Ólöf Ýrr Atladóttir og Arnar Þór Árnason eigendur Sótahnjúks ehf. komu til fundar við byggðarráð undir þessum dagskrárlið til viðræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur-Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar, dagsett 16. nóvember 2022 varðandi samstarf á mið Norðurlandi um barnavernd.
  Lagt er til sveitarstjórnir veiti framkvæmdarstjórum sveitarfélaganna og yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig umboð til að:
  a) Vinna drög að samstarfssamningi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu.
  b) Gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag.
  Lagt til að sveitarstjórnir veiti yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig (og eftir atvikum starfsmönnum barnaverndar á hverjum stað) fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Það umboð verði skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum milli sveitarfélaganna og þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi. Þá verði umboðið endurnýjað eftir því sem við á. Jafnframt hefji yfirmenn barnaverndar vinnu við lýsingu á verkferlum barnaverndarþjónustu í samstarfinu í gegnum vinnslu einstakra mála og út frá fagþekkingu og reynslu á hverjum stað.
  Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra viðkomandi sveitarfélaga varðandi gerð samstarfssamnings um verkefnið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Erindinu vísað frá 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022 til byggðarráðs með svohljóðandi bókun:"Ályktun frá skólaráði Árskóla er varðar endurnýjun húsgagna í A-álmu skólans, áframhaldandi vinnu með endurnýjun A-álmu ásamt hönnun á viðbyggingu við skólann. Fræðslunefnd tekur undir mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu Árskóla og vísar erindinu til byggðarráðs."
  Gísli Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
  Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með átta atkvæðum. Gísli Sigurðsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðsu og víkur af fundi.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Erindinu vísað frá 5. fundi landbúnaðarnefndar 2022, þann 17. nóvember 2022 til byggðarráðs með eftirfarandi bókun: "Erling Sigurðsson fyrir hönd Sóltúns ehf. leigutaka Hrauns í Unadal óskar eftir breytingu á leigusamningi frá 17. janúar 2017, varðandi hámark fjölda hrossa sem hafa má á jörðinni. Landbúnaðarnefnd setur sig ekki upp á móti því að gerð verði breyting á ofangreindum samningi varðandi hámark hrossa og vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu."
  Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins að koma með tillögu að uppfærðum leigusamningi með tilliti til breytingar á hámarksfjölda hrossa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagt fram bréf dagsett 16. nóvember 2022 frá ADHD samtökunum. ADHD samtökin óska eftir samstarfi við Skagafjörð um aukna fræðslu og þjónustu í sveitarfélaginu, um ADHD og fyrir fólk með ADHD. Samstarfið gæti verið í formi reglulegs námskeiðahalds fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem vinna með börnum með ADHD eða beins styrks við starfsemi ADHD samtakanna á Norðurlandi. Óskað er eftir allt að 500.000 kr. styrk sem nýttur yrði samkvæmt nánara samkomulagi.
  Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni og samþykkir að synja því.
  Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir árið 2023 vísað til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrá tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hálft nám hækkar úr 6.356 krónu í 6,845 krónur á mánuði eða um 489 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.533 í 10.267 eða um 734 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins."
  Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá Tónlistarskóla 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Gjaldskrá grunnskóla Skagafjarðar fyrir árið 2023 vísað til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 231 krónu í 249 krónur eða um 18 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 479 krónum í 516 krónur eða um 37 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 623 krónum í 671 krónu eða um 48 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 276 krónum í 293 krónur eða um 17 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins."
  Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá grunnskóla 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagt fram minnisblað dagsett 28. október 2022 frá Hrefnu Gerði Björnsdóttur mannauðsstjóra sveitarfélagsins, varðandi stefnu og viðbragðsáætlun Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Einnig lögð fram uppfærð stefna og viðbragðsáætlun Skagafjarðar, sem að mestu er óbreytt frá fyrri útgáfu, en búið að taka tillit til nafnbreytingar á sveitarfélaginu.
  Byggðarráð samþykkir stefnu og viðbragðsáætlun Skagafjarðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Stefna Skagafjarðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagðar fram innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði, samþykktar á 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Drög að innritunareglum fyrir frístund lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar og undanþágu um uppsögn vegna sérstakra aðstæðna. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar."
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagðar fram reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar, samþykktar á 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar nokkrar efnislegar breytinga m.a. er heiti breytt úr reglugerð í reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar. Þá eru sett inn ákvæði sem auðvelda nemendum að stunda nám á miðstigi í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt að skóladagatal verði samræmt öðrum skóladagatölum, lagt fyrir og samþykkt í fræðslunefnd. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar."
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagðar fram reglur Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Reglunum vísað til byggðarráðs frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefndar.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkv. lögum 382018". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagðar fram reglur Skagafjarðar um afreksíþróttasjóð ungmenna í Skagafirði. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Erindinu vísað frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefndar til byggðarráðs.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um úthlutun úr afreksíþróttasjóði". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. nóvember 2022 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. desember nk.
  Byggðarráð tekur undir markmið tillögunnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. nóvember 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 211/2022, "Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 23.11.2022.
  Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarpið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 212/2022, "Áform um lagasetningu - breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða)". Umsagnarfrestur er til og með 08.12.2022.
  Byggðarráð samþykkir að óska eftir afstöðu Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar til málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 216/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum nr. 99/1993 (hagræðing í sláturiðnaði)". Umsagnarfrestur er til og með 25.11.2022.
  Byggðarráð fagnar framkomnum hugmyndum um möguleika afurðastöðva til hagræðingar í rekstri sem síðan ætti að leiða til hærra afurðaverðs til bænda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 þar sem innviðaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 215/2022, "Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga". Umsagnarfrestur er til og með 28.11. 2022.
  Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 15. nóvember 2022 frá innviðaráðuneytinu. Vakin er athygli á að Byggðastofnun vinnur nú að gerð leiðbeininga og fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags. Tilefnið er nýtt ákvæði í sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sem kveður á um að "sveitarstjórn skuli móta stefnu sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum." Norðurþing varð fyrir valinu sem tilraunasveitarfélag í þessu verkefni og samstarf við sveitarfélagið hófst fljótlega eftir að sú ákvörðun var tekin. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki 1. desember nk. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 17. nóvember 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um að Fjármálaráðstefna sveitarfélaga árið 2023 verður haldin dagana 21.-22. september 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, varðandi niðurstöður könnunar sem bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB stóðu fyrir, Sveitarfélag ársins 2022. Hvatt er til þess að sveitarfélagið geri ráð fyrir þátttöku alls starfsfólks sveitarfélagsins á árinu 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • 2.21 2202093 Fundagerðir NNV 2022
  Byggðarráð Skagafjarðar - 23 Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 14. nóvember 2022 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 24

2211029F

Fundargerð 24. fundar byggðarráðs frá 30. nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Byggðarráð Skagafjarðar leggur ríka áherslu á að fjárlaganefnd og Alþingi allt taki tillit til verulegrar vanfjármögnunar af hálfu ríkisins til þjónustu við fatlað fólk. Nauðsynlegt er að bregðast við án tafar enda er um að ræða helstu ógnun samtímans við fjárhagslega sjálfbærni sveitarstjórnarstigsins í heild sinni í landinu. Allar upplýsingar um hallann á liðnum árum, orsakir hans og greiningu liggja fyrir núna um mánaðarmótin nóvember/desember í kjölfar vinnu starfshóps um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Nauðsynlegt er að grípa þegar til aðgerða og styður byggðarráð Skagafjarðar tillögur Sambands íslenskra sveitarfélaga þar að lútandi um að ríkið tryggi að lágmarki 6,8 ma. kr. í fjáraukalögum þessa árs, sem þó er ekki nema tæplega helmingur rekstrarhalla málaflokksins á árinu 2021, og taki svo með heildstæðum hætti á fjármögnun rekstrarhallans á næsta ári. Ekki er hægt að bíða lengur með aðgerðir enda blasir við í rekstri og fjárhagsáætlunum allra sveitarfélaga landsins að hallinn íþyngir sveitarfélögunum verulega og ógnar því að sveitarfélögin geti veitt fötluðu fólki þá þjónustu sem það á rétt á samkvæmt lögum sem Alþingi hefur sjálft sett.

  Rétt er að geta þess að Sveitarfélagið Skagafjörður óskaði á árinu 2020 eftir að gerð yrði úttekt á rekstri málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og var HLH ráðgjöf fengin til þess verkefnis. Í ljósi þess að sveitarfélagið fer með alla umsýslu málaflokksins í umboði sveitarstjórna á þjónustusvæðinu var einkar mikilvægt að fá faglegt og rekstrarlegt mat á þeirri ábyrgð sem Sveitarfélaginu Skagafirði er falin samkvæmt þjónustusamningnum. Í fáum orðum staðfestir úttekt HLH að faglegur rekstur sé í góðu samræmi við lög og reglugerðir, ekki er um umfram þjónustu að ræða og almenn sátt ríki um rekstur einstakra starfsstöðva sem og samskipti þeirra við stjórnsýslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í því ljósi er óhætt að segja að faglega og rekstrarlega sé staðið að málaflokknum á Norðurlandi vestra í samræmi við lög sem Alþingi hefur sett og reglugerðir ráðuneyta þar að lútandi.

  Hallinn á rekstri málaflokksins var 24 m.kr. hjá Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2020 en á árinu 2021 var hann kominn í 151 m.kr. Horfur eru á að hallinn aukist enn á árinu 2022 og verði þá um 170 m.kr. hjá sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði. Í fjárhagsáætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir að hallinn hjá Skagafirði einum og sér verði svipaður og á yfirstandandi ári og ríflega 288 m.kr. á starfssvæðinu öllu, þ.e. Norðurlandi vestra. Bein framlög Skagafjarðar til málaflokksins eru því vel yfir hálfur milljarður króna á þessu 4 ára tímabili. Er um að ræða málaflokk sem erfitt er að hagræða í án þess að ganga á lögbundna þjónustu og rétt notenda þannig að þar er fyrst og fremst um tekjuvanda að ræða. Rétt er að hafa í huga að breytingar sem gerðar voru á lögum á Alþingi árið 2018 um breytt þjónustuviðmið hafa haft verulega íþyngjandi áhrif á rekstur málaflokksins fjárhagslega. Það er afar brýnt að ríkisvaldið leiðrétti sín framlög strax í fjáraukalögum 2022.
  Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Farið yfir gögn vegna fjárhagsáætlunar 2023. Lögð fram drög annars vegar að áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B hluta fyrirtækja. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra dagsett 28. nóvember 2022 varðandi tilboð í nýtt hljóðkerfi fyrir íþróttahúsið á Sauðárkróki. Hljóðkerfi íþróttahússins er bilað og enginn hátalaranna virkur. Frístundastjóri hafði samband við fjögur fyrirtæki og fékk tilboð frá þremur.
  Byggðarráð samþykkir að taka lægsta tilboði frá Exton og gjaldfærist á rekstur íþróttahússins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Lögð fram umsókn dagsett 10. mars 2022 frá Skagafjarðardeild Rauða krossins, um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2022.
  Með tilvísun í reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, samþykkir byggðarráð að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti af fasteigninni Aðalgata 10B, F2131118.
  Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • 3.5 2211242 Ósk um fund
  Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 21. nóvember 2022 frá skíðadeild Ungmennafélagsins Tindastóls, þar sem stjórn og framkvæmdastjóri deildarinnar óska eftir fundi með sveitarstjóra og byggðarráði til að ræða ýmis málefni deildarinnar.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum skíðadeildarinnar á fund byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Aðstöðumál Siglingaklúbbsins Drangeyjar rædd. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Steinn L. Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Páll Ingvarsson verkefnastjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Steinn kynnti fyrirhuguð áform um bætt aðgengi ferðamanna að Ketubjörgum. Verkefnið hefur hlotið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
  Byggðarráð samþykkir að vísa framkvæmdinni til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
  Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði, með gildistíma frá 1. janúar 2023.
  Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Samþykkt gatnagerðargj, stofngj. fráveitu, byggingarleyfis og þjón.gj. 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Lögð fram gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði.
  Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá skipulagsfulltrúa 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Lögð fram vefstefna sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  Byggðarráð samþykkir framlagða stefnu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Vefstefna Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. nóvember 2022 frá nefndasviði Alþingis. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. desember nk.
  Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. nóvember 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2022, "Grænbók um sveitarstjórnarmál". Umsagnarfrestur er til og með 16.12.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 24 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 23. nóvember 2022 frá Öryrkjabandalagi Íslands til sveitarfélaga, varðandi alþjóðadag fatlaðs fólks þann 3. desember nk. - þátttaka í upplýstu samfélagi. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 25

2212004F

Fundargerð 25. fundar byggðarráðs frá 7. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • 4.1 2211242 Ósk um fund
  Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Erindið áður á dagskrá 24. fundar byggðarráðs þann 30. nóvember 2022 þar sem lagður var fram tölvupóstur dagsettur 21. nóvember 2022 frá skíðadeild Ungmennafélagsins Tindastóls. Stjórn og framkvæmdastjóri deildarinnar óska eftir fundi með sveitarstjóra og byggðarráði til að ræða ýmis málefni deildarinnar. Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn skíðadeildarinnar, Sigurður Bjarni Rafnsson og Sigurður Hauksson á fund byggðarráðs til viðræðu. Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lagt fram bréf dagsett 18. nóvember 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi kjaraviðræður - undirritun umboðs og samkomulags vegna öflunar upplýsinga með rafrænum hætti (gagnalón). Samband íslenskra sveitarfélaga fer með fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd þeirra sveitarfélaga sem til þess veita umboð sitt. Gildistími allra kjarasamninga sveitarfélaga rennur út á næsta ári. Sambandið undirbýr nú kjaraviðræður við 62 stéttarfélög starfsmanna sveitarfélaga. Hluti af þeim undirbúningi er að endurnýja fullnaðarumboð sambandsins ásamt því að safna upplýsingum um laun og önnur starfskjör starfsmanna hlutaðeigandi sveitarfélaga/stofnana. Af þessu tilefni óskar Samband íslenskra sveitarfélaga eftir endurnýjuðu fullnaðarumboði til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Skagafjarðar. Umboðið felur m.a. í sér skuldbindingu Skagafjarðar til að afhenda sambandinu upplýsingar um laun og önnur starfskjör starfsmanna sveitarfélagsins með rafrænum hætti, eða í gegnum svokallað gagnalón. Einnig er óskað eftir heimild sveitarfélagsins til að ópersónurekjanleg launagögn starfsmanna þess verði afhent viðkomandi heildarsamtökum launþega sem um það gera samkomulag við sambandið.
  Byggðarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir einnig nauðsynlega upplýsingagjöf vegna kjarasamningsgerðarinnar í samræmi við beiðni sambandsins svo fremi að fyllstu persónuverndarsjónarmiða verði gætt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Erindið áður á dagskrá 23. fundar byggðarráðs þann 23. nóvember 2022. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur-Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar, dagsett 16. nóvember 2022 varðandi samstarf á mið Norðurlandi um barnavernd. Í minnisblaðinu er lagt er til að sveitarstjórnir veiti framkvæmdarstjórum sveitarfélaganna og yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig umboð til að:
  a. Vinna drög að samstarfssamningi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu.
  b. Gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag.
  Einnig er lagt til að sveitarstjórnir veiti yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig og eftir atvikum starfsmönnum barnaverndar á hverjum stað, fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Það umboð verði skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum milli sveitarfélaganna og þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi.
  Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra í samstarfi við sviðsstjóra fjölskyldusviðs umboð til að taka þátt í að vinna drög að samstarfssamingi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi og gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag. Samningurinn verði lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
  Byggðarráð samþykkir jafnframt að veita sviðsstjóra fjölskyldusviðs og starfsmönnum barnaverndar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Umboðið er skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum á milli sveitarfélaga á Mið-Norðurlandi þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi.
  Byggðarráð samþykkir að vísa bókuninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Barnaverndarþjónusta". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram eftirfarandi bókun 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. nóvember 2022: "Skagafjarðarhafnir ásamt Vegagerðinni hafa unnið að undirbúningi viðhaldsdýpkunar Sauðárkrókshafnar samkvæmt samgönguáætlun. Stefnt er að því að vinna verkið í vetur. Verkið skiptist í eftirfarandi verkhluta:
  Gerð fyrirstöðugarðs innan Sauðárkrókshafnar við Hesteyri. Efnið verður að stórum hluta úr grjótvörn sem fyrir er á staðnum af svæðinu innan við áætlaðan fyrirstöðugarð. Viðhaldsdýpkun innan Sauðárkrókshafnar á þremur svæðum, heildarmagn dýpkunarefnis um 14.000 m3. Efni verði losað í landfyllingu við Hesteyri á hafnarsvæði. Markmið verksins er að auka öryggi hafnarinnar ásamt landvinningum á hafnarsvæðinu.
  Nefndin samþykkir áformin og vísar til málinu til afgreiðslu byggðarráðs."
  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
  Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram eftirfarandi bókun 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. nóvember 2022: "Verkefnið er búið að vera í vinnslu síðan 2020, verkið var boðið út og samið við Víðimelsbræður um þáverandi hönnun. Ekki náðist sátt um hönnunina og farið var í að gera öldulíkan af Hofsóshöfn. Unnin var ný hönnun af grjótgörðum af hafnastjóra Skagafjarðarhafna og Vegagerðinni í samstarfi við notendur hafnarinnar.
  Nefndin fagnar því að þessum áfanga er náð og samþykkir framlögð áform og vísar til afgreiðslu byggðarráðs."
  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.
  Bókun fundar Afgreiðsla 25. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram eftirfarandi bókun 5. fundar veitunefndar frá 1. desember 2022 ásamt langtímaáætlun framkvæmda Skagafjarðarveitna - vatnsveitu: "Málið var áður á dagskrá 3. fundar nefndarinnar þann 13. október síðastliðinn. Í langtímaáætluninni er gerð grein fyrir áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag vatnsveitunnar til næstu 5 ára. Áætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar. Veitunefnd samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs."
  Byggðarráð samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Kaldavatnsöflun í Skagafirði - langtímaáætlun". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram eftirfarandi bókun 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 1. desember 2022 ásamt langtímaáætlun framkvæmda fráveitu: "Málið var áður á dagskrá á 6. fundi nefndarinnar þann 19. október sl. Framkvæmdasvið Skagafjarðar hefur unnið langtímaáætlun fyrir fráveitu í sveitarfélaginu. Í áætluninni er tekið tillit til reksturs, viðhald og gerð nýrra fráveitna ásamt fyrirliggjandi uppbyggingu stofnlagna, dælistöðva og byggingu hreinsistöðva. Áætlunin er unnin í samstarfi við KPMG á Sauðárkróki og er til 15 ára."
  Byggðarráð samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Fráveita langtímaáætlun". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs samkvæmt bókun 5. fundar veitunefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá vatnsveitu 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmmingu rotþróa í Skagafirði fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs samkvæmt bókun 5. fundar veitunefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2023S". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram gjaldskrá fyrir Sauðárkróks- og Hofsóshöfn fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs samkvæmt bókun 5. fundar veitunefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram eftirfarandi bókun 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2022: "Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri leggur til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar hækki um 7,7% vegna þeirra liða sem snúa að efniskaupum frá birgjum. Lagt er til að launaliður, þar sem um er að ræða útselda vinnu sem og tækjaleiga hækki um 5,5%. Hækkanir þessar gilda jafnt fyrir almenna gjaldskrá brunavarna sem og gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu. Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri fór yfir starfsemi og stöðu Brunavarna Skagafjarðar. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs."
  Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá brunavarna 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð vekur athygli á að gert er ráð fyrir að breytt þjónusta í sorphirðu taki gildi í aprílmánuði 2023 þar sem innleiddar verða breytingar sem til koma vegna nýrra laga um hringrásarhagkerfið. Verður þá innleidd söfnun á fjórum úrgangsflokkum við hvert heimili í bæði þéttbýli og dreifbýli. Með því og enn fjölþættari flokkun á móttökustöðvum sorps er ætlunin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs og vinna að kolefnishlutleysi Íslands, stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu með því að auka endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs, draga úr urðun og minnka eða stöðva alfarið urðun lífbrjótanlegs úrgangs og að tryggja að úrgangur sem til fellur fái viðeigandi meðhöndlun svo hann skapi ekki hættu fyrir heilbrigði manna og dýra eða valdi skaða á umhverfinu.
  Samhliða breyttri þjónustu á vordögum verður gjaldskráin endurskoðuð og gefin út ný fyrir 1. apríl 2023. Fram til þess greiða notendur hlutfallslega úr ári eftir gjaldskránni sem hér er lögð fram.
  Byggðarráð samþykkir gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2023 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Skagafirði fyrir árið 2023,sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram gjaldskrá fyrir leikskóla Skagafjarðar frá 1. janúar 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
  Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson óska bókað:
  Fulltrúar meirihlutans þeir Einar Eðvald Einarsson og Gísli Sigurðsson lýsa undrun á afstöðu fulltrúa VG og óháðra og benda á að kostnaður við rekstur leikskólanna hefur aukist verulega og þá meðal annars vegna þeirra aðgerða sem farið var í með stuðningi allra flokka til að tryggja nægt framboð leikskólapláss fyrir alla. Þær aðgerðir heppnuðust mjög vel og eru núna engir biðlistar á leikskóla í Skagafirði. Fyrir utan sértækan kostnað við þessar aðgerðir hefur almennur rekstrarkostnaður hækkað ásamt launakostnaði. Hækkanir á gjöldum eru því óumflýjanlegar en með 6% hækkun erum við að halda þeim í algjöru lágmarki miðað við almennar hækkanir í landinu, en sem dæmi má nefna að ríkisstjórn Íslands undir forsæti VG gerir ráð fyrir 7,7% hækkun almennra gjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem er sama hækkun og sveitarfélagið Skagafjörður miðar við.
  Rétt er líka að hafa í huga að með tillögunni um gjaldskrárhækkanir er samhliða lögð fram tillaga um breytingar á sérgjaldi. Í stað þess að sérgjald eigi eingöngu við einstæða foreldra, námsmenn og öryrkja verður hægt að sækja um viðbótargreiðslur á grundvelli tekna. Annarsvegar 40% af dvalargjaldi og hinsvegar 20% af dvalargjaldi út frá tekjuviðmiði sem sveitarfélagið setur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður jafnframt áfram óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Með þessum breytingum er meirihlutinn að lágmarka áhrif hækkana á tekjulága og koma áfram til móts við barnmargar fjölskyldur.
  Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
  Stefna VG og óháðra er að afnema leikskólagjöld í áföngum. Samkvæmt samantekt ASÍ frá maí sl var Sveitarfélagið Skagafjörður meðal þeirra sveitarfélaga sem innheimti hæstu leikskólagjöldin á landinu. Því er erfitt fyrir VG og óháða að samþykkja auknar álögur á fjölskyldufólk með árlegum prósentuhækkunum leikskólagjalda og fæðis. VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. Aðgerðarpakka 1 var mætt með viðauka viðfjárhagsáætlun ársins 2022 sem allir flokkar samþykktu. Aðgerðarpakki 2 er hugsaður til að koma til móts við starfsmenn leikskóla vegna aukins álags í starfi, ásamt styrk til námsferða og að mati VG og óháðra ekki til þess fallið að réttlæta hækkun á dvalargjöldum til foreldra. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2023.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá leikskóla 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram gjaldskrá fyrir Hús frítímans frá 1. janúar 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá Húss frítímans 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja í Skagafirði frá 1. janúar 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram eftirfarandi bókun frá 7. fundi félagsmála og tómstundanefndar þann 1. desember 2022: "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2023 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9.gr. reglna en miðað verði við 80,4 % líkt og lagt er til í breyttum reglum. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1. janúar 2023 er því 252.238 kr. Vísað til byggðarráðs."
  Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram eftirfarandi bókun frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022: "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 7,7% úr 621 kr. í 669 kr. fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Hækkunin er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Vísað til byggðarráðs."
  Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá Iðju hæfingar 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram greiðsluviðmið stuðningsfjölskyldna 2023 sem samþykkt voru á 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022 og vísað til byggðarráðs.
  Byggðarráð samþykkir framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Greiðslur vþjónustu stuðningsfj. við fötluð börn 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram gjaldskrá heimaþjónustu 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Gjaldskrá heimaþjónustu 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram greiðsluviðmið vegna jafnaðarstundar í NPA samningum árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram drög að reglum um heilsueflingarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrir árið 2023 verður styrkupphæðin allt að 20.000 kr.
  Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgeiðslu sveitarstjórnar.
  Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
  VG og óháð fagna því að tillaga okkar um að starfsfólk sveitarfélagsins geti nú einnig hugað að andlegri heilsu með styrk frá sveitarfélaginu hafi verið samþykkt, sem og hækkun á styrknum upp í 20 þúsund krónur. Vonandi kemur sú upphæð til með að hækka á næstu árum með áframhaldandi velferð starfsfólks sveitarfélagsins að leiðarljósi.
  Fulltrúar meirihlutans Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson leggja áherslu á að góð heilsa og vellíðan starfsmanna sé sveitarfélaginu mikilvæg og skili aukinni starfsánægju og færri veikindafjarvistum. Með þessum reglum sem hér eru lagðar fram um heilsueflandi styrki er verið að hækka styrkupphæðina um 33% frá fyrra ári sem verður að teljast veruleg hækkun milli ára. Jafnframt er opnað á þann möguleika að fólk geti sótt um styrkinn til greiðslu á sálfræðiþjónustu eða annarri þjónustu sérfræðinga vegna andlegrar líðan. Við teljum því að um verulega bætingu sé að ræða sem muni nýtast starfsmönnum sveitarfélagsins enn betur til heilsueflingar á komandi ári.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Heilsuræktarstyrkur 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lagðar fram reglur um viðbótarniðurgreiðslu dvalargjalda sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Viðbótarniðurgreiðslur 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lagðar fram verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lagðar fram reglur um útreikning fjárhæðar niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Niðurgreiðsla til dagforeldra og foreldragreiðslur 2023". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lagðar fram reglur um niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lagðar fram reglur fyrir Dagdvöl aldraðra í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur fyrir Dagdvöl aldraðra". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lagðar fram reglur Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um fjárhagsaðstoð". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lagðar fram reglur um ungmennaráð Skagafjarðar sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Reglur um Ungmennaráð Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Samþykkt um meðhöndlun úrgangs". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram samþykkt um fráveitu í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Samþykkt um fráveitu Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 25 Lögð fram samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
  Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Samþykkt um hunda- og kattahald". Samþykkt samhljóða.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 26

2212005F

Fundargerð 25. fundar byggðarráðs frá 7. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 26 Lagður fram endurnýjaður samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
  Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Samstarf um málefni fatlaðs fólks". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 26 Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026 til síðari umræðu.
  Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlunina með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 26 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 100 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Lántaka langtímalána 2022". Samþykkt samhljóða.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 6

2211025F

Fundargerð 6. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 24. nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 6 Samþykktir fyrir vefstefnu Skagafjarðar. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðaráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 6 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 6 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 6 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 9. nóvember 2022 frá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu þar sem kynnt er samráð um mál nr. 214/2022, "Drög að Rannsóknaráætlun 2023-2025 um rannsóknir og gagnaöflun í ferðaþjónustu".
  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 6 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 15. nóvember 2022 frá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu þar sem kynnt er samráð um mál nr. 220/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á safnalögum, lögum um Þjóðminjasafn Íslands og lögum um Náttúruminjasafn Íslands (samráð og skipunartími)". Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

7.Félagsmála- og tómstundanefnd - 7

2211016F

Fundargerð 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 1. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Úlfarsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Hrund Pétursdóttir kvöddiu sér hljóðs.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02) og frístundaþjónustu (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokkum og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Reglurnar eru annarsvegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar út frá breyttum lögum nr. 144/2020 um fæðingar- og foreldraorlof. Fæðingarorlof er nú 12 mánuðir í stað 9 mánaða. Greiðsluviðmið er nú ekki lengur í reglum en verða ákvörðuð árlega í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Reglurnar eru annarsvegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar út frá heiti ráðuneyta og vinnslu umsókna og afgreiðslu en lögð er áhersla á í reglunum að við mat á umsókn sé notast við InterRAJ mat til að meta heilsufar og umönnunarþörf umsækjanda. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Reglurnar eru annarsvegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar breytingar á viðmiðum á grunnfjárhæð í 9.gr. viðmið verður 80,4% af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan í stað 82%. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglunar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 7,7% úr 621 kr. í 669 fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Hækkunin er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2023 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9.gr. reglna en miðað verði við 80,4 % líkt og lagt er til í beyttum reglum. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1. janúar 2023 er því 252.238 kr. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að gjaldskrá 2023 verði miðuð við launaflokk 128 skv. samningum Öldunnar/Kjalar frá 1.apríl 2022 með 8% persónuálagi með tengdum gjöldum. Tekjuviðmið til lækkunar gjalda miðast við greiðslur Tryggingastofnunar. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Félagsmála-og tómstundanefnd samþykkir að fjárhæðir greiðslna vegna þjónustu stuðingsfjölskyldna árið 2023 taki mið af meðlagsgreiðslum eins og þær eru í júní 2022 kr. 39.696. Um er að ræða umtalsverða hækkun á greiðslum milli ára og nýtt að miðað sé við meðlagsgreiðslur.
  Umönnunarflokkur 1
  greitt 85% af meðlagi

  samtals kr. 33.742 pr. sólarhring.
  Umönnunarflokkur 2
  greitt 75% af meðlagi

  samtals kr. 29.772 pr. sólarhring.
  Umönnunarflokkur 3
  greitt 50% af meðlagi

  samtals kr. 19.848 pr. sólarhring.

  Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli barnaverndarlaga skv. 2.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.
  Greitt er fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldu sem veittar eru á grundvelli félagsþjónustulaga skv. 3.fl. umönnunarmats frá Tryggingarstofnun ríkisins.

  Nefndin fagnar því að geta stutt betur við stuðningsfjölskyldur í Skagafirði og þróað þjónustuna enn betur.

  Vísað til byggðaráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2023. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2023. Vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur hækki um 7,7 %. Niðurgreiðsla verður þó aldrei hærri en sem nemur mismun á heildargjaldi vistunar hjá dagforeldri og í leikskóla (gæsla, kostnaður og fæði). Hækkunin er í samræmi við verðlagsbreytingar úr frá Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Vísað til byggðráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að beita sér fyrir samráði við eldri borgara í Skagafirði um mögulegt fyrirkomulag matarþjónustu svo unnt sé að koma í framkvæmd þeirri lögbundnu grunnþjónustu að allir eldri borgarar í Skagafirði hafi kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins.
  Tillögurnar verða jafnframt lagðar fyrir öldrunarráð en því ráði er ætlað að vera formlegur samráðsvettvangur um þjónustu við aldraða og þróun öldrunarmála innan sveitarfélagsins. Samráðið yrði í formi könnunar á meðal eldri borgara um áhuga á því að kaupa mat sem stæði þeim hugsanlega til boða í tveimur mismunandi útfærslum.
  1) Ef samstarf næðist um það við mötuneyti grunnskóla og/eða veitingasala utan Sauðárkróks yrði matur í boði fyrir eldri borgara á þessum stöðum á opnunartíma þeirra gegn greiðslu fyrir matinn.
  2) Ef samstarf næðist við aðila sem hafa leyfi til veitingasölu á mismunandi stöðum í Skagafirði yrði heimsendur matur í boði fyrir eldri borgara í héraðinu gegn greiðslu.

  Jafnvel yrði mögulegt að bjóða upp á blandaða þjónustu þessara tveggja útfærslna. Í kjölfar niðurstöðu samráðsferlis yrði tekin ákvörðun um hvaða útfærslu á matarþjónustu yrði unnt að bjóða fyrir eldri borgara í Skagafirði með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir gjaldfrjálsum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember n.k. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að fella niður gjald fyrir afnot af húsinu þennan dag. Nefndin fagnar þessum árlega viðburði Molduxa sem dregur að sér fjölda fólks, bæði iðkendur í körfubolta og gesti á öllum aldri. Erindið er samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Lögð fram tillaga um opnunuartíma íþróttamannvirkja 2023. Nefndin samþykkir framlagða tillögu. Opnunartímar verða birtir á heimasíðu sveitarfélagsins.

  Fulltrúar Byggðalista og VG og óháðra óska bókað:
  "Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar gegna stóru hlutverki er varðar lýðheilsu íbúa og þeirra sem velja að stoppa hér í Skagafirði á ferð sinni um landið. Okkur þykir miður að ekki hafi verið tekið tillit til fjölgun íbúa, gesta og mikilli aukningu á Íþróttastarfi þegar ákvörðun var tekin um opnunartíma íþróttamiðstöðva og sundlauga í Skagafirði. Mikil óánægja ríkir vegna þessa og má þar nefna opnunartíma íþróttahúss og sundlaugar í Varmahlíð sem er eina sundlaugin í Skagafirði sem lokar kl 14 á föstudögum sérstaklega í ljósi þess að tímar í íþróttahúsinu eru eftirsóknarverðir og myndu tímar eftir kl 14 á föstudögum nýtast vel. Fjölskyldufólk og gestir gætu vel nýtt opnun sundlaugarinnar á þessum tímum til heilsubótar og samveru".
  Bókun fundar Fulltrúar Byggðalista og VG og óháðra óska bókað: "Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar gegna stóru hlutverki er varðar lýðheilsu íbúa og þeirra sem velja að stoppa hér í Skagafirði á ferð sinni um landið. Okkur þykir miður að ekki hafi verið tekið tillit til fjölgun íbúa, gesta og mikilli aukningu á Íþróttastarfi þegar ákvörðun var tekin um opnunartíma íþróttamiðstöðva og sundlauga í Skagafirði. Mikil óánægja ríkir vegna þessa og má þar nefna opnunartíma íþróttahúss og sundlaugar í Varmahlíð sem er eina sundlaugin í Skagafirði sem lokar kl 14 á föstudögum sérstaklega í ljósi þess að tímar í íþróttahúsinu eru eftirsóknarverðir og myndu tímar eftir kl 14 á föstudögum nýtast vel. Fjölskyldufólk og gestir gætu vel nýtt opnun sundlaugarinnar á þessum tímum til heilsubótar og samveru".

  Hrund Pétursdóttir fulltrúi Framsóknar, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
  Meirihluti sveitarstjórnar tekur undir að íþróttamiðstöðvar og sundlaugar gegna stóru hlutverki hvað varðar lýðheilsu íbúa og sem viðkomustaður ferðamanna. Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð er engin undantekning þar á. Sveitarstjórn hefur þegar samþykkt beiðni frá Ungmennafélaginu Smára um fjölgun íþróttatíma í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð með lengingu hennar um 1 klst. mánudaga til fimmtudaga í vetur.
  Hvað varðar lengingu opnunartíma sundlaugar í Varmahlíð á föstudögum er rétt að hafa í huga að sundlaugin er opin á sumrin mánudaga-föstudaga frá kl. 07-21 og um helgar frá kl. 10-17. Á veturna er sundlaugin opin frá kl. 08-20:30 mánudaga-fimmtudaga, frá kl. 08-14 á föstudögum og um helgar frá kl. 10-16. Veturinn 2018-2019 var sundlaugin opin frá kl. 08-17 á föstudögum en aðsóknin var ekki í samræmi við væntingar. Með fjölgun íbúa í Varmahlíð og nágrenni kann að koma til endurskoðunar á opnunartíma íþróttamiðstöðvar í Varmahlíð.

  Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Lögð fram tillaga að gjaldskrá íþróttamannvirkja 2023. Tillagan felur í sér 7,7% hækkun að jafnaði. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2023. Vísað til byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Lagt fram til kynningar minnisblað frá frístundastjóra þar sem húsnæðismál frístundaþjónustu fatlaðra barna og ungmenna var kynnt. Þjónustan verður í vallarhúsi við íþróttarvöllinn á Sauðárkróki. Félagsmála- og tómstundarnefnd fagnar því að búið sé að finna farsæla lausn á húsnæðisvanda. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 7 Lagðar fram reglur fyrir Ungmennaráð Skagafjarðar. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og mun beita sér fyrir því að efla rödd Ungmennaráðsins í málefnum er þau varða. Reglunum vísað til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 9

2211027F

Fundargerð 9. fundar fræðslunefndar frá 1. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Fræðslunefnd - 9 Lagðar fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna fyrir skólaárið 2021-2022. Fræðslunefnd fagnar góðri vinnu skólanna við framkvæmd innra mats á skólastarfi. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar fræðslunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 9 Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Áætlunin gerir ráð fyrir aukinni þjónustu í leikskólum Skagafjarðar, opnaðar voru tvær nýjar deildir í leikskólanum Ársölum og með þeim breytingum er komið til móts við óskir foreldra í Skagafirði um vistun barna frá 12 mánaða aldri. Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023. Nefndin vísar áætluninni til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar fræðslunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 9 Drög að verklagsreglum vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að viðbótarniðurgreiðslum á grundvelli tekna. Breytingarnar eru gerðar með það að markmiði að niðurgreiðslur skili sér sem best til tekjulágra einstaklinga. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar fræðslunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 9 Lögð eru fram tekjuviðmið sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna viðbótarniðurgreiðslna á leikskólagjöldum, dagvistunargjöldum og frístundargjöldum. Fræðslunefnd samþykkir viðmiðin fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar fræðslunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 9 Lögð fram tillaga að 6% hækkun dvalargjalda leikskóla og 7,7% hækkun fæðisgjalda sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 41.053 krónum í 43.760 krónur eða um 2.707 krónur á mánuði. Samhliða er lögð fram tillaga um breytingar á sérgjaldi, í stað þess að sérgjald eigi eingöngu við einstæða foreldra, námsmenn og öryrkja sé hægt að sækja um viðbótargreiðslur á grundvelli tekna. Annars vegar 40% af dvalargjaldi og hins vegar 20% af dvalargjaldi út frá tekjuviðmiði sem Skagafjörður setur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Nefndin samþykkir tillögu um hækkun og breytingar á sérgjaldi og vísar henni til byggðarráðs.

  Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: Stefna VG og óháðra er að afnema leikskólagjöld í áföngum. Samkvæmt samantekt ASÍ frá maí sl var Sveitarfélagið Skagafjörður meðal þeirra sveitarfélaga sem innheimti hæstu leikskólagjöldin á landinu. Því er erfitt fyrir VG og óháða að samþykkja auknar álögur á fjölskyldufólk með árlegum prósentuhækkunum leikskólagjalda og fæðis. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.

  Regína Valdimarsdóttir og Hrund Pétursdóttir fulltrúar meirihluta og Agnar Gunnarsson fulltrúi Byggðalista óska bókað:
  Nýverið samþykkti fræðslunefndin tvo aðgerðarpakka í leikskólamálum í Skagafirði en kostnaður við þá nemur samtals um 35 m.kr. og er fræðslunefndin samstíga um þessar aðgerðir. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að fjárhagsáætlunargerð fyrir fræðslumálin og hafa allir fulltrúar nefndarinnar tekið þátt í þeirri vinnu. Þar hafa þeir haft tækifæri til að koma með tillögur til hagræðingar og/eða leiðir til tekjuöflunar fyrir leikskólastigið. Í þeirri vinnu hefur legið fyrir að gjaldskrárhækkanir leikskóla séu óumflýjanlegar til að mæta verðlags- og launahækkunum og þeim kostnaði sem fellur til vegna áðurnefndra nauðsynlegra aðgerða á leikskólastiginu. Gert er ráð fyrir að dvalargjöld leikskóla hækki minna en almennar gjaldskrárhækkanir.
  Það er því ljós að leikskólagjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun. Farið var í að breyta reglum vegna afsláttar leikskólagjalda þar sem tekið verður tillit til tekna svo unnt sé að mæta barnafjölskyldum sem þurfa á afslættinum að halda og munu þessar reglur taka gildi strax á nýju ári.
  Það vekur því furðu að fulltrúar VG og óháðra séu einungis reiðubúnir að samþykkja aðgerðir til að bæta stöðu leikskólanna þegar þær fela í sér aukin útgjöld en ekki þegar kemur að fjármögnun sömu aðgerða. Í þessu samhengi má einnig benda á að Ríkisstjórn Íslands undir forsæti VG gerir ráð fyrir 7,7% hækkun almennra gjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem er það sama og sveitarfélagið Skagafjörður miðar við.

  Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. Aðgerðarpakka 1 var mætt með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 sem allir flokkar samþykktu. Aðgerðarpakki 2 er hugsaður til að koma til móts við starfsmenn leikskóla vegna aukins álags í starfi, ásamt styrk til námsferða og að mati VG og óháðra ekki til þess fallið að réttlæta hækkun á dvalargjöldum til foreldra. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2023.
  Bókun fundar Fulltrúar VG og óháðra ítreka bókun frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
  Stefna VG og óháðra er að afnema leikskólagjöld í áföngum. Samkvæmt samantekt ASÍ frá maí sl var Sveitarfélagið Skagafjörður meðal þeirra sveitarfélaga sem innheimti hæstu leikskólagjöldin á landinu. Því er erfitt fyrir VG og óháða að samþykkja auknar álögur á fjölskyldufólk með árlegum prósentuhækkunum leikskólagjalda og fæðis. Því óska ég bókað að ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls.

  Fulltrúar meirihluta, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ásamt fulltrúum Byggðalista ítreka bókun frá fundi byggðarráðs:
  Nýverið samþykkti fræðslunefndin tvo aðgerðarpakka í leikskólamálum í Skagafirði en kostnaður við þá nemur samtals um 35 m.kr. og er fræðslunefndin samstíga um þessar aðgerðir. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að fjárhagsáætlunargerð fyrir fræðslumálin og hafa allir fulltrúar nefndarinnar tekið þátt í þeirri vinnu. Þar hafa þeir haft tækifæri til að koma með tillögur til hagræðingar og/eða leiðir til tekjuöflunar fyrir leikskólastigið. Í þeirri vinnu hefur legið fyrir að gjaldskrárhækkanir leikskóla séu óumflýjanlegar til að mæta verðlags- og launahækkunum og þeim kostnaði sem fellur til vegna áðurnefndra nauðsynlegra aðgerða á leikskólastiginu. Gert er ráð fyrir að dvalargjöld leikskóla hækki minna en almennar gjaldskrárhækkanir. Það er því ljós að leikskólagjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og því nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun. Farið var í að breyta reglum vegna afsláttar leikskólagjalda þar sem tekið verður tillit til tekna svo unnt sé að mæta barnafjölskyldum sem þurfa á afslættinum að halda og munu þessar reglur taka gildi strax á nýju ári. Það vekur því furðu að fulltrúar VG og óháðra séu einungis reiðubúnir að samþykkja aðgerðir til að bæta stöðu leikskólanna þegar þær fela í sér aukin útgjöld en ekki þegar kemur að fjármögnun sömu aðgerða. Í þessu samhengi má einnig benda á að Ríkisstjórn Íslands undir forsæti VG gerir ráð fyrir 7,7% hækkun almennra gjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem er það sama og sveitarfélagið Skagafjörður miðar við.

  Fulltrúar VG og óháðra ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs:
  VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. Aðgerðarpakka 1 var mætt með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022 sem allir flokkar samþykktu. Aðgerðarpakki 2 er hugsaður til að koma til móts við starfsmenn leikskóla vegna aukins álags í starfi, ásamt styrk til námsferða og að mati VG og óháðra ekki til þess fallið að réttlæta hækkun á dvalargjöldum til foreldra. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2023.

  Afgreiðsla 9. fundar fræðslunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með sjö atkvæðum. Fulltrúar Vg og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.

9.Landbúnaðarnefnd - 5

2211017F

Fundargerð 5. fundar landbúnaðarnefndar frá 17. nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Lögð fram fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála í málaflokki 13, atvinnumál. Gert er ráð fyrir mikilli aukningu á framlögum til viðhalds girðinga. Aðrir liðir breytast eftir forsendum rammaáætlunar. Gert er ráð fyrir að fjárframlög til landbúnaðarmála verði 27.105 þús.kr. á árinu 2023. Einnig var farið yfir áætluð framlög vegna minka- og refaeyðingar á árinu 2023. Málaflokkurinn tilheyrir umhverfis- og samgöngunefnd en landbúnaðarnefndin hefur haft umsjón með verkefninu. Áætlun vegna minka- og refaeyðingar hljóðar upp á 8.285 þús.kr.
  Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða fjárhagsáætlun 2023 og vísar henni til síðari umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði. Drögin rædd og samþykkt að taka þau fyrir á næsta fundi landbúnaðarnefndar. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. nóvember 2022 frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins varðandi óánægju leigutaka beitar- og ræktunarlanda í og við Hofsós með gjaldskrá leigunnar.
  Landbúnaðarnefnd vísar til þess að landleiga er ákveðin af byggðarráði sveitarfélagsins á hverju ári og staðfest af sveitarstjórn. Nefndin telur að gjaldskráin sé hófleg miðað við það verð sem er á almennum markaði í héraðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Erling Sigurðsson fyrir hönd Sóltúns ehf. leigutaka Hrauns í Unadal óskar eftir breytingu á leigusamningi frá 17. janúar 2017, varðandi hámark fjölda hrossa sem hafa má á jörðinni.
  Landbúnaðarnefnd setur sig ekki upp á móti því að gerð verði breyting á ofangreindum samningi varðandi hámark hrossa og vísar erindinu til byggðarráðs til afgreiðslu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Kjör fjallskilanefndar Hrolleifsdals, þrír aðalmenn og einn varamaður.
  Svohljóðandi tillaga lögð fram:
  Gestur Stefánsson, Arnarstöðum, fjallskilastjóri. Óskar Hjaltason, Glæsibæ og Sigurlaug Eymundsdóttir, Tjörnum, sem aðalmenn.
  Til vara: Kristján B. Jónsson, Róðhóli.
  Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þau því réttkjörin.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sveitarfélagsins kynnti þær framkvæmdir við afréttargirðingar í Skarðs- og Staðarhreppi sem sveitarfélagið þarf að taka þátt í á árinu 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sveitarfélagsins kynnti samantekt á unnum ref og minkum tímabilið september 2021-ágúst 2022. Samtals voru veiddir 331 refir og 203 minkar og námu greiðslur samtals 7.769.033 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um kostnað við endurgerð Árhólaréttar. Kostnaðurinn nam 17,6 milljónum króna. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sveitarfélagsins kynnti erindi sem hann hafði sent til Vegagerðarinnar varðandi þörf á skurði og ræsi vegna vegarins að Heiðarlandi í Akrahreppi og malarnámum Vegagerðarinnar. Vegurinn fór í sundur í vatnavöxtunum í sumar og hefur skemmst reglulega áður við svipuð skilyrði. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti hugmynd sína um að sækja um styrki til þess að láta gera nákvæmt örnefnakort af Hofsafrétt, líkt og gert var yfir Eyvindarstaðaheiði. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 5 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

10.Skipulagsnefnd - 13

2211023F

Fundargerð 13. fundar skipulagsnefndar frá 24. nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Sveinn Úlfarsson, Gísli Sigurðsson, Sveinn Úlfarsson, kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulagsnefnd - 13 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynnti drög að deiliskipulagstillögu fyrir Sveinstún á Sauðárkróki.
  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 13 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynnti drög að deiliskipulagstillögu fyrir Steinsstaði íbúðarbyggð.
  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 13 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynnti nokkrar tillögur að drögum að deiliskipulagi fyrir Víðgrundina á Sauðárkróki.
  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 13 Arnar Birgir Ólafsson frá Teiknistofu Norðurlands kynnti minnisblað með rýni á drög að deiliskipulagstillögu fyrir Freyjugötureitinn á Sauðárkróki.
  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 13 Daníel Þórarinsson og landeigandi Helgustaða í Unadal L192967, Jakobína Helga Hjálmarsdóttir leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði ásamt því að óska eftir að í aðalskipulagi verði svæðið skilgreint í landnotkunarflokki (VÞ) verslunar og þjónustusvæði.
  Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna aðalskipulagsbreytingu.
  Þá bendir nefndin á:
  Að landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað.
  Sveitarstjórn getur einnig veitt landeiganda eða framkvæmdaraðila samkvæmt hans beiðni heimild til að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags. Skal hann þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr., og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi.

  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Helgustaðir í Unadal - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu". Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 13 Óskar Páll Óskarsson f.h. Ríkissjóðs Íslands, kt. 540269-6459, þinglýsts eiganda viðskipta- og þjónustulóðarinnar Sólgarðar, landnúmer 146780, í Fljótum, Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna 1.800 m² íbúðarhúsalóð úr landi jarðarinnar, sem „Sólgarðar 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 56196001 útg. 28. okt. 2022. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
  Landheiti útskiptrar íbúðarhúsalóðar vísar til upprunalóðar með næsta lausa staðgreini.
  Innan afmörkunar útskiptrar spildu er matshluti 04 sem er 121,3 m² einbýlishús, byggt árið 1979. Húsið er í eigu Skagafjarðar. Matshluti þessi skal fylgja landskiptum og áritar húseigandi erindið til samþykkis.
  Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
  Sólgarðar, L146780, er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2021.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 13 Annemie J. M. Milissen og Gústav Ferdinand Bentsson, þinglýstir eigendur jarðarinnar Steinn land, (landnr. 208710) Reykjaströnd Skagafirði óska eftir með vísan til laga nr. 81/2004 með síðari breytingum nr. 1459/151, og laga nr. 123/2010, heimild til að stofna 2.899 m2 spildu úr landi jarðarinnar fyrir geymsluhúsnæði.
  Óskað er eftir því að útskipta spildan verði skráð annað land (80) og fái heitið/staðfangið Smásteinn.
  Framlagður hnitsettur uppdráttur dagsettur 29.10.2022 unnin hjá Áræðni ehf., af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni kt. 020884-3639, gerir grein fyrir erindinu.
  Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki landbúnaðarland í I. og II. flokki
  Lögbýlaréttur og hlunnindi fylgja áfram jörðinni Steinn land 208710.
  Einnig óskað eftir stofnun 2.140 m² byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði á umbeðnu útskiptu landi, hámarksbyggingarmagn á byggingarreit 750 m².

  Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti en felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn Minjavarðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 13 Dagur Þór Baldvinsson fyrir hönd Skagafjarðarhafna óskar eftir framkvæmdaleyfi við Sauðárkrókshöfn.
  Skagafjarðarhafnir ásamt Vegagerðinni hafa unnið að undirbúningi viðhaldsdýpkunar Sauðárkrókshafnar samkvæmt samgönguáætlun.
  Stefnt er aðþví að vinna verkið í vetur.
  Helstu verkþættir eru:
  1. Gerð fyrirstöðugarðs innan Sauðárkrókshafnar við Hesteyri, samkvæmt meðfylgjandi teikningu sem fylgir erindinu. Áætlað heildarmagn af grjóti og sprengdum kjarna um 4.000 m³. Efnið verður að stórum hluta úr grjótvörn sem fyrir er á staðnum af svæðinu innan við áætlaðan fyristöðugarð.
  2. Viðhaldsdýpkun innan Sauðárkrókshafnar á þremur svæðum.
  Heildarmagn dýpkunarefnis um 14.000 m³, heildarflatarmál dýpkunarsvæða um 9.000 m². Efni verði losað í landfyllingu á hafnarsvæði.
  3. Landfylling 14.000 m3 við Hesteyri.

  Mat nefndarinnar er að:
  1. Gerð fyrirstöðugarðs innan Sauðárkrókshafnar við Hesteyri þurfi ekki í umhverfismat þar sem heildarmagn efnistöku eru um 4.000 m³ og að stórum hluta úr grjótvörn sem fyrir er á framkvæmdasvæðinu.
  2. Viðhaldsdýpkun þurfi ekki í umhverfismat þar sem heildarmagn efnistöku er undir 50.000 m³ viðmiði.
  3. 14.000 m³ landfylling þurfi ekki í umhverfismat þar sem heildarmagn efnistöku er undir 50.000 m³ viðmiði og framkvæmdasvæði undir 5 ha.

  Vegagerðin vann að undirbúningi í samvinnu við Skagafjarðarhafnir.
  Markmið verksins er að auka öryggi hafnarinnar.
  Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðnu framkvæmdaleyfi.

  Skipulagsnefnd samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða það í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins nr. 764.
  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 13 Steinbergur Finnbogason fyrir hönd umbjóðanda síns Antons Kristins Þórarinssonar lóðarhafa Melatúns 1, gerir ekki athugasemd við að lóðarúthlutun lóðarinnar við Melatún 1 á Sauðárkróki verði afturkölluð.
  Skipulagsnefnd samþykkir framangreinda lóðarinnköllun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 13 Hrólfur Sigurðsson fyrir hönd Krókfisks sækir um að gera breytingar á legu fyrirhugaðs hús á lóðinni við Háeyri 8 ásamt nýrri aðkomu að lóðinni frá Skarðseyri. Skipulagsfulltrúi upplýsir að mál til innköllunar á lóðinni úr hendi lóðarhafa sé í gangi.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt, en leggur til við sveitarstjórn að umbeðnar breytingarnar verði grenndarkynntar eigendum húsa við Lágeyri 3, Skarðseyri 11 b, Háeyri 4 og 6 í samræmi við 43. grein, önnur málsgrein Skipulagslaga nr. 123/2010. Tekið er fram að afgreiðslu þessa beri ekki að skilja svo að skipulagsfulltrúi skuli hætta við framangreint innköllunarmál.

  Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Háeyri 8 - Lóðarmál". Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 13 Bjarni Reykjalín fyrir hönd Friðriks Jónssonar ehf. óskar eftir að fá að sameina iðnaðarlóðirnar Borgarröst 6 og 8. Skipulagsfulltrúi upplýsir að mál til innköllunar á lóðinni úr hendi lóðarhafa sé í gangi.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Tekið er fram að afgreiðslu þessa beri ekki að skilja svo að skipulagsfulltrúi skuli hætta við framangreint innköllunarmál.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Borgarröst 6 - Umsókn um lóð". Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 13 Skúli Hermann Bragason sækir um iðnaðarlóðina við Borgarsíðu 5 til uppbyggingar á atvinnuhúsnæði.
  Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 13. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

11.Skipulagsnefnd - 14

2211032F

Fundargerð 14. fundar skipulagsnefndar frá 1. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulagsnefnd - 14 Anna Kristín Guðmundsdóttir frá Teiknistofu Norðurlands kynnti tillögu að deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókskirkjugarð.
  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 14 Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
  Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna með minniháttar lagfæringum og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar í samræmi við 42. gr skipulagslaga.
  Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.". Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 14 Farið yfir innsendar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna Merkigarður í Tungusveit.
  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 14 Þann 25. maí 2022 var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Kiwanisklúbbsins Freyju og Skagafjarðar um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki. Markmiðið með uppbyggingunni er að hlúa að fjölskyldum og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna.
  Sveitarfélagið mun sjá um að kosta hönnun svæðisins og afmarka reiti þar sem gert verður ráð fyrir leiktækjum og annari aðstöðu í samstarfi við Kiwanisklúbbinn Freyjurnar. Gert verður ráð fyrir leiktækjum og afþreyingu fyrir allan aldur. Svæðið er merkt sem opið svæði (OP-401) á aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.

  Skipulagsfulltrúa falið að leita tilboða í deiliskipulagsgerð fyrir Freyjugarðinn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 14 Vilhjálmur Steingrímsson lóðarhafi hesthúsalóðar nr. 16 hjá Hofsósi, fastanúmer 214-3820 óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóðina.
  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna lóðarblað og gera lóðarleigusamning fyrir hesthúsalóð nr. 16 við Hofsós.
  Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 14 Helgi Jóhann Sigurðsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Reynistaður, landnúmer 145992 óska eftir heimild til að stofna 4.513 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Reynistaður 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 779803 útg. 22. nóv. 2022. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10).
  Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu. Landskipti og breyting á landnotkun hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki ræktunarmöguleika á landbúnaðarlandi í flokki I. og II. skv. aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Landskipti eru í samræmi við gildandi aðalskipulag.
  Landheiti vísar til upprunajarðar með næsta lausa staðgreini.
  Innan útskiptrar spildur er matshluti 03 sem er 352,1 m² íbúðarhús byggt árið 1935. Matshluti þessi skal fylgja útskiptri spildu.
  Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Reynistað, L145992.
  Yfirferðarréttur að útskiptri spildu er um heimreið í landi Reynistaðar, L145992, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðumynd.
  Engin hlunnindi fylgja landskiptum.

  Afmörkun útskiptrar spildu nær að óhnitsettri afmörkun Reynistaðakirkju, L145993, og Reynistaðar lands, L189285. Ekki er sótt um staðfestingu á hnitsettri afmörkun þessara landeigna með þessum landskiptum. Afmörkun Reynistaðar lands, L189285, er teiknuð skv. lýsingu í þinglýstu skjali nr. 885/1999. Kvöð um yfirferðarrétt, 2 m breiðs gangstígs, frá Reynistað landi að kirkjugarði eins og lýst er í þinglýstu skjali nr. 885/1999 fylgir útskiptri spildu.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 14 Emil Dan Brynjólfsson sækir um iðnaðarlóðina við Borgarteig 6.
  Skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 14 Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar 4. maí 2022 og eftirfarandi bókað:
  "Vísað frá 432. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Fyrir liggur erindi byggingarfulltrúa dags. 25.05.2021 þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar 112/2012. Þar sem Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir um byggingarleyfi til að breyta notkun Sólgarðaskóla sem stendur á lóðinni Sólgarðar lóð L221774 í Fljótum. Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdrættir eru í verki 3130, númer A-100 til A-105, dagsettir 4. maí 2021. Umrædd lóð er leigulóð í eigu Ríkisjóðs Íslands. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 þar sem framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og að fyrirhuguð framkvæmd í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar skv. því skipulagi. Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum."

  Verkefnið var grenndarkynnt 2.-30. nóvember 2022. Engar athugasemdir bárust. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar samkvæmt 44. gr. skipulagslaga.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar "Sólgarðar lóð L221774, Sólgarðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun." Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 14 Jónína Stefánsdóttir, fyrir hönd reiðveganefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings óskar eftir leyfi til að fara í hreinsun á Hróarsgötum sem er forn þjóðleið um Tindastól. Um er að ræða þann hluta leiðarinnar sem liggur ofan Veðramóts og að Skíðastöðum. Hróarsgötur eru merktar reiðleið samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
  Í umsókn kemur m.a. fram. “Hróarsgötum hefur ekki verið haldið við alllengi og hafa sums staðar fallið skriður yfir göturnar og spillt þeim eins og segir í fornleifaskráningu Guðmundar Ólafssonar frá árinu 1998."
  Ætlunin er að hreinsa skriður af götunum.
  Fyrir liggur samþykki landeigenda Veðramóts L145963, Veðramóts 1 L145962 Heiðar L145935 og Breiðsstaða L145251.
  Í umsögn Minjavarðar er m.a. farið fram á að Minjavörður verði hafður með í ráðum áður en hafist er handa og hann fari með framkvæmdaaðila yfir verkið á staðnum og þeir staðir þar sem gæta þarf sérstakrar varfærni verði merktir.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 4. mgr. 3. gr viðauka I um fullnaðarafgreiðslur skipulagsnefndar Skagafjarðar samkvæmt samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar nr. 764.
  Bókun fundar Afgreiðsla 14. fundar skipulagnefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

12.Umhverfis- og samgöngunefnd - 8

2211001F

Fundargerð 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 8 Hafnasambandsþing var haldið í Ólafsvík dagana 27. -28. Október 2022. 4 fulltrúar frá sveitarfélaginu sóttu fundinn sem var bæði fræðandi og áhugaverður.

  Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri fór yfir helstu atriði sem komu fram á þinginu er varða Skagafjarðarhafnir. Ályktanir þingsins lágu fyrir fundinn til kynningar. Frekari upplýsingar liggja fyrir á heimasíðu Hafnasambands Íslands, hafnasamband.is

  Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 8 Fundagerðir Hafnarsambandsins frá fundum nr. 445 og 446 lagðar fram til kynningar.

  Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 8 Skagafjarðarhafnir ásamt Vegagerðinni hafa unnið að undirbúningi viðhaldsdýpkunar Sauðárkrókshafnar samkvæmt samgönguáætlun. Stefnt er að því að vinna verkið í vetur. Verkið skiptist í eftirfarandi verkhluta:
  Gerð fyrirstöðugarðs innan Sauðárkrókshafnar við Hesteyri. Efnið verður að stórum hluta úr grjótvörn sem fyrir er á staðnum af svæðinu innan við áætlaðan fyrirstöðugarð. Viðhaldsdýpkun innan Sauðárkrókshafnar á þremur svæðum, heildarmagn dýpkunarefnis um 14.000 m3. Efni verði losað í landfyllingu við Hesteyri á hafnarsvæði. Markmið verksins er að auka öryggi hafnarinnar ásamt landvinningum á hafnarsvæðinu.

  Nefndin samþykkir áformin og vísar til málinu til afgreiðslu byggðarráðs.

  Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 8 Vegagerðin og Skagafjarðarhafnir buðu út endurbyggingu efri garðs á Sauðárkróki sl. haust og helstu verkþættir voru:
  Brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi bryggju.
  Þilskurður fyrir stálþilsrekstur um 90 m.
  Grafa fyrir akkerisstögum og ganga frá stagbita og stögum.
  Jarðvinna, fylling og þjöppun.
  Reka niður 67 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ20-700 og ganga frá stagbitum og stögum.
  Steypa um 90 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

  Eitt tilboð barst í verkið sem var 100% yfir kostnaðaráætlun og því var hafnað. Stefnt er að því að bjóða verkið út aftur eftir áramót.

  Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 8 Verkefnið er búið að vera í vinnslu síðan 2020, verkið var boðið út og samið við Víðimelsbræður um þáverandi hönnun. Ekki náðist sátt um hönnunina og farið var í að gera öldulíkan af Hofsóshöfn. Unnin var ný hönnun af grjótgörðum af hafnastjóra Skagafjarðarhafna og Vegagerðinni í samstarfi við notendur hafnarinnar.

  Nefndin fagnar því að þessum áfanga er náð og samþykkir framlögð áform og vísar til afgreiðslu byggðarráðs.
  Stefnt er á að verkið hefjist eftir áramót.

  Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 8 Kynnt er tillaga á hönnun og skipulagi við Gömlu bryggju við smábátahöfnina á Sauðárkróki. Tillagan er unnin af Teiknistofu norðurlands á Akureyri.
  Verkefnið felur í sér skipulag og umhverfishönnun við smábátahöfnina og hafnargarðinn á Sauðárkróki. Við hönnun mannvirkja og umhverfis er lögð áhersla á aðlaðandi umhverfi sem styrkir staðaranda svæðisins. Svæðið býður upp á mikla möguleika fyrir bæjarlífið á Sauðárkróki sem opið svæði með sjávartengda frístundaiðkun þar sem vegfarendur geta upplifað miðbæjarstemningu í nálægð við sjóinn.

  Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að verkið verði sett í frekari rýni. Sviðsstjóra er falið að annast frekari verkhönnun með tilheyrandi útboðsferli vegna jarð- og lagnavinnu.

  Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 8 Mörg fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS eða samtökin) hafa á undanförnum misserum undirritað stefnu um samfélagslega ábyrgð. Stefnan grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og tekur til ófjárhagslegra þátta í starfsemi fyrirtækjanna, meðal annars áhrifa á umhverfið og loftslagsmál. Meðal þess sem fyrirtækin undirgangast með stefnunni er að efla fræðslu um endurvinnslu veiðarfæra og sjá sjálf til þess að úrelt veiðarfæri séu hreinsuð, flokkuð og send til endurvinnslu.
  Sem liður í framangreindri samfélagsstefnu hafa samtökin, í samstarfi við íslenskar veiðarfæragerðir, tekið í notkun nýtt og endurbætt skilakerfi veiðarfæra. Til þess að stuðla að sem bestum skilum og endurvinnslu hafa samtökin jafnframt óskað eftir góðri samvinnu við Hafnasamband Íslands við að vísa efnum á viðeigandi móttökustöðvar um land allt. Á nýlegum fundi SFS og Hafnasambandsins til að ræða framkvæmd skilakerfisins og samvinnu var jafnframt rætt um óhirt og munaðarlaus veiðarfæri við tilteknar hafnir um landið.

  Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 8 Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 7,7% frá og með 1. janúar 2023.

  Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

  Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 8 Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri leggur til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar hækki um 7,7% vegna þeirra liða sem snúa að efniskaupum frá birgjum. Lagt er til að launaliður, þar sem um er að ræða útselda vinnu sem og tækjaleiga hækki um 5,5%. Hækkanir þessar gilda jafnt fyrir almenna gjaldskrá brunavarna sem og gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu.

  Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri fór yfir starfsemi og stöðu Brunavarna Skagafjarðar.

  Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

  Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri sat þennan lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 8 Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 7,7% frá og með 1. janúar 2023.

  Umhverfis- og samgöngunefnd ákveður að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 8 Á 4.fundi landbúnaðarnefndar þann 17. októbet sl. var samþykkt að beina ákvörðun um breytingu á girðingu við nýja reiðleið í Skógarhlíðinni til umhverfis- og samgöngunefndar, þ.e.a.s. hvort stækka eigi land skógræktar innan girðingarinnar um ca. 5ha.

  Nefndin hefur farið yfir málið og fengið álit hjá Helgu Gunnlaugsdóttir garðyrkjufræðings, sem leggur til að farið verði í stækkun skógræktar.

  Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

13.Umhverfis- og samgöngunefnd - 9

2211028F

Fundargerð 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 1. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Byggðarráð staðfesti ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar um að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda um verkið og vísaði henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

  Vinna við samningsgerð við Íslenska gámafélagið ehf er hafin og er gert ráð fyrir að skrifað verði undir samning fyrir næstu áramót.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði lögð fram til samþykktar.

  Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða samþykkt og vísar til byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Fjárhagsáætlun fyrir hreinlætismál 2023 (08) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin gerir ráð fyrir auknum kostnaði annars vegar vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 og með breytingum sem taka gildi 1. janúar 2023 og hinsvegar vegna mikilla breytinga á þjónustu sorpmála í sveitarfélaginu sem verða á árinu 2023. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

  Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Kostnaður við sorphirðu hefur aukist verulega hjá sveitarfélögunum í Skagafirði undanfarin ár. Þannig má áætla að sveitarfélagið borgi um 50-60 m.kr. með málaflokknum á árinu 2022 en undanfarin ár hefur þessi tala numið 45-61 m.kr. Þetta er því miður ekki einsdæmi því hið sama gildir um fjölmörg sveitarfélög vítt og breytt um landið.
  Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003 og með breytingum sem taka gildi 1. janúar 2023, ber sveitarfélögum að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs í samræmi við kostnað. Því er nauðsynlegt að auka tekjur vegna málaflokksins um leið og leitað verði leiða til að ná niður kostnaði vegna hans. Ein helsta leiðin til þess er að auka flokkun og draga úr urðun úrgangs. Frá og með áramótum verður tekin upp gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa frá bújörðum, hesthúsum og öðrum aðilum sem eru með skráðan bústofn í búfjárskýrslu búnaðarstofu.

  Lagt er til að gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu verði hækkuð um 25% frá og með 1. janúar 2023.

  Umhverfis og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá sem gildir til 1. apríl 2023 og vísar til byggðarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Fjárhagsáætlun fyrir umferða- og samgöngumál 2023 (10) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

  Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Fjárhagsáætlun fyrir umhverfismál 2023 (11) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

  Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Samþykkt um fráveitu í Skagafirði lögð fram til afgreiðslu.

  Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða samþykkt og vísað til byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Málið var áður á dagskrá á 6. fundi nefndarinnar þann 19. október sl. Framkvæmdasvið Skagafjarðar hefur unnið langtímaáætlun fyrir fráveitu í sveitarfélaginu. Í áætluninni er tekið tillit til reksturs, viðhald og gerð nýrra fráveitna ásamt fyrirliggjandi uppbyggingu stofnlagna, dælistöðva og byggingu hreinsistöðva. Áætlunin er unnin í samstarfi við KPMG á Sauðárkróki og er til 15 ára.

  Umhverfis- og samgöngunefnd lýsir yfir ánægju sinni með áformin, samþykkir framlagða áætlun og vísar til byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Lagðar eru til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá fráveitugjalda og tæmingu rotþróa sem taka munu gildi 1. janúar 2023.
  Fráveitugjald fyrir íbúðarhúsnæði skal vera óbreytt, eða 0,186% af álagningarstofni. Fyrir annað húsnæði er fráveitugjaldið einnig óbreytt, 0,275% af álagningarstofni.
  Gjald fyrir tæmingu rotþróa hækkar um 2,0%.

  Umhverfis og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Fjárhagsáætlun fyrir fráveitu 2023 (69) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

  Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Fjárhagsáætlun fyrir Skagafjarðarhafnir 2023 (61) lögð fram til síðari umræðu í Umhverfis- og samgöngunefnd. Áætlunin er unnin í nánu samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og starfsmenn framkvæmdasviðs.

  Nefndin samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og færir starfsmönnum framkvæmdasviðs þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2023 og vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði lögð fram til umræðu og afgreiðslu.

  Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða samþykkt og vísar til byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 7,7% frá og með 1. janúar 2023. Bætt var í 5. gr. að hjálparhundar fyrir fatlaða einstaklinga eru undanskildir leyfisgjöldum. Innifalið í leyfisgjaldi er hundahreinsunargjald, trygging, örmerking auk umsýslugjalda sveitarfélagsins.

  Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga. Byggðarráð samþykkti á fundi þann 16.11.2022 að fela sveitarstjóra að óska eftir að taka þátt í verkefninu.

  Nefndin fagnar því að ákvörðun um þátttöku í verkefninu hafi verið tekin og lýsir sig fúsa til að taka þátt í þeirri vinnu sem liggur fyrir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Vegagerðin hefur samþykkt umsókn um nýjan héraðsveg að bænum Lindarbrekku (áður Geirmundarstaðir 1). Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Vegagerðin hefur samþykkt umsókn um nýjan héraðsveg að bænum Gilseyri (L230527). Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 9 Vegagerðin hefur tilkynnt um fyrirhugaðar niðurfellingar á eftirtöldum vegum:
  Mallandsvegur nr. 7449-01
  Brennigerðisvegur nr. 7486-01
  Svartárdalsvegur nr. 755-01
  Egilsárvegur nr. 7569-01
  Stekkjardalsvegur nr. 7637-01
  Melkotsvegur nr. 7675-01
  Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er ekki föst búseta við þessa vegi og uppfylla þeir því ekki skilyrði þess að teljast til þjóðvega.

  Samkvæmt sbr. 3.mgr. 8. gr. vegalaga segir: "Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá." Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að í Miðdal við Svartárdalsveg nr. 7637-01 er rekið stórt fjárbú sem hlýtur að teljast atvinnurekstur. Nefndin gerir því athugasemd við ákvörðun Vegagerðarinnar um niðurfellingu vegarins úr vegaskrá og telur að niðurfellingin sé ekki réttmæt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

14.Veitunefnd - 5

2211002F

Fundargerð 5. fundar veitunefndar frá 1. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Veitunefnd - 5 Málið var áður á dagskrá 3. fundar nefndarinnar þann 13. október síðastliðinn. Í langtímaáætluninni er gerð grein fyrir áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag vatnsveitunnar til næstu 5 ára. Áætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar.

  Veitunefnd samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar veitunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 5 Farið var yfir forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðarveitna. Í áætluninni er gerð grein fyrir rekstri hitaveitu, vatnsveitu og sjóveitu. Gert ráð fyrir bættri afkomu hitaveitunnar og útlit er fyrir að reksturinn sé að ná jafnvægi. Fjárhagsstaða vatnsveitu er góð en fyrirliggjandi eru verulegar framkvæmdir við virkjanir og viðhald á veitukerfinu sem munu taka til sín fjármuni. Fjárhagsáætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar.

  Veitunefnd samþykkir framlagðar áætlanir og vísar til byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar veitunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 5 Farið yfir forsendur gjaldskrár vatnsveitu 2023. Við ákvöðrun gjaldskrár er tekið mið af samþykktri rekstraráætlun og langtímaáætlun vatnsveitunnar. Vatnsgjald er reiknað af öllum fasteignum, sem eru gjaldskyldar, skal greiða vatnsgjald sem nemur 0,16% af álagningarstofni. Lágmarksgjald skal vera pr. rúmmetra kr. 44,94 og hámarksgjald pr. rúmmetra kr. 53,67. Aðrir liðir taka mið af vísitöluhækkun.

  Veitunenfnd samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðrráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar veitunefndar staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 níu atkvæðum.

15.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 33

2211022F

Fundargerð 33. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 30. Nóvember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti i kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 33 Farið yfir verk- og kostnaðaráætlun við áfanga 3 við Sundlaug Sauðárkróks.
  Byggingarnefndin samþykkir að vísa málinu til byggðarráðs og gerðar fjárhagsáætlunar.
  Bókun fundar Fundargerð 33. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

16.Byggðarráð Skagafjarðar - 27

2212010F

Fundargerð 27. fundar byggðarráðs frá 14. desember 2022 lögð fram til afgreiðslu á 7. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 27 Lögð fram Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - Yfirlit og drög að stefnumótun unnin af Stefáni Gíslasyni fyrir sveitarfélög á Norðurlandi.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera athugasemdir við stefnumótunina í samræmi við umræður á fundinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 27 Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að um lóðir sem byggingarleyfi er veitt fyrir frá og með 1. janúar 2023 gildi tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftirgreindum lóðum við þegar tilbúnar götur á Hofsósi og Steinsstöðum. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Niðurfellingin gildir um eru eftirtaldar lóðir á Hofsósi: Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12 og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús). Niðurfellingin gildir um eru eftirtaldar lóðir að Steinstöðum: Lækjarbrekka nr. 2, 4, 6 og Lækjarbakki nr. 1.
  Frá og með 1. janúar 2023 munu allar lóðir á Sauðárkróki og í Varmahlíð bera full gatnagerðargjöld. Gildir það um allar lóðir sem úthlutað verður í fyrsta sinn á Sauðárkróki og í Varmahlíð og einnig þær lóðir sem kunna að koma til endurúthlutunar, jafnvel þótt þeim hafi áður verið úthlutað án gatnagerðargjalds. Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31.12. 2023, sé þeim úthlutað eftir það tímamark. Fyrri samþykktir um niðurfellingu gatnagerðargjalda í sveitarfélaginu falla niður frá og með 1. janúar 2023.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Niðurfelling gatnagerðargjalda" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 27 Lögð fram afskriftarbeiðni nr. 202212091429362 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsett 9. desember 2022. Óskað er eftir afskrifa fyrnd þing- og sveitarsjóðsgjöld að höfuðstólsfjárhæð 15.050 kr. og dráttarvexti 8.031 kr., samtals afskrift 23.081 kr.
  Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreindar kröfur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 27 Fyrir fundinum liggja drög að samningi á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar og Krókfisks ehf. kt. 680403-2440 um að sveitarfélagið leysi til sín lóðina að Háeyri 8, sem félagið er lóðarhafi að skv. lóðarleigusamningi dags. 10.12. 2004. Samningurinn var gerður í kjölfar þess að sveitarfélagið hóf innlausnarmál vegna lóðarinnar á grundvelli þess að ekki hafi verið byggt á henni innan tilskilins frests. Samkomulagið gerir ráð fyrir að lóðarhafa verði endurgreidd gatnagerðargjöld (A-gjald) sem hann greiddi til sveitarfélagsins árið 2000.

  Umræddur samningur var gerður með fyrirvara um endanlegt samþykki þeirra stjórnsýslueininga sveitarfélagsins Skagafjarðar sem reglur sveitarfélagsins krefja. Þar sem lóðin er á svæði Sauðárkrókshafnar er gert ráð fyrir að umhverfis- og samgöngunefnd þurfi að samþykkja innlausnina, auk byggðarráðs.

  Byggðarráð samþykkir innlausnina fyrir sitt leyti og að byggingarréttur að lóðinni gangi til eignasjóðs. Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að greiða framangreindum lóðarhafa umsamið innlausnarverð gegn undirritun lóðarhafa á skjal sem færir eingarrétt að bygginarrétti lóðarinnar yfir á sveitarfélagið, þegar fyrir liggur staðfesting sveitarstjórnar á ráðgerðri ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar um að samþykkja samninginn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 27 Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra úr máli 2022-060441. Gunnlaugur Hrafn Jónsson, Hátúni 1, 561 Varmahlíð sækir um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-G íbúðir, gististaður án veitinga, í fasteigninni Hátún 2, F214-0475. Hámarks gestafjöldi er 8 gestir.
  Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 27 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 8. desember 2022 þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2022, "Drög að reglugerð um meðhöndlun úrgangs". Umsagnarfrestur er til og með 23.12.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 27 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 5. desember 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi breytingar í barnaverndarþjónustu sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 27. fundar byggðarráðs staðfest á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022 með níu atkvæðum.

17.Gjaldskrá fasteignagjalda 2023

2211106

Vísað frá 22. fundi byggðarráðs frá 16. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2023.Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2023 til 1. nóvember 2023. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2023. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2023, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
Byggðarráð samþykkir að álagningarhlutfall fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt frá árinu 2022. Landleiga beitarlands verði 11.000 kr./ha og landleiga ræktunarlands verði 16.500 kr./ha.
Fjöldi gjalddaga verður tíu. Gjaldskránni vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

18.Reglur um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023

2211109

Vísað frá 22. fundi byggðarráðs frá 16. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagt fram vinnuskjal um breytingu á reglum um afslátt tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2023. Byggðarráð samþykkir að breyta reglunum þannig að tekjumörk hækki um 14,0% frá árinu 2022 og að hámarksafsláttur verði óbreyttur frá árinu 2022, 80.000 kr. og vísar reglunum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

19.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts 2023

2211108

Vísað frá 22. fundi byggðarráðs frá 16. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2023. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

20.Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu

2211073

Vísað frá 22. fundi byggðarráðs frá 16. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram drög að reglum um stuðning- og stoðþjónustu sem byggir á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum, lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Með reglum þessum falla úr gildi Reglur um félagslega liðveislu og Reglur um félagslega heimaþjónustu. Reglunum vísað frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefnd. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."


Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

21.Samþykktir fyrir öldungaráð Skagafjarðar

2211055

Vísað frá 22. fundi byggðarráðs frá 16. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Samþykktum fyrir öldungaráð Skagafjarðar vísað til byggðarráð frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefnd. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir samþykktirnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

22.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

2211071

Vísað frá 22. fundi byggðarráðs frá 16. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Reglum Skagafjarðar um sérstakan húsnæðisstuðning vísað til byggðarráðs frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefnd. Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar í 3. gr. Byggðarráð samþykkir samþykktirnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

23.Reglur um húsnæðismál

2208271

Vísað frá 22. fundi byggðarráðs frá 16. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Reglum Skagafjarðar um húsnæðismál vísað frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefnd. Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar efnislegar breytingar í 11 lið um gerð leigusamninga, réttindi og skyldur leigutaka og leigusala, á forsendum laga sem taka gildi 1. janúar 2023, þar sem fjallað er um skráningarskyldu á öllum nýjum leigusamningum. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

24.Verklagsreglur um rekstrarstyrki til íþrótta-, æskulýðs- og forvarnamála

2208324

Vísað frá 22. fundi byggðarráðs frá 16. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Starfsreglum Skagafjarðar varðandi úthlutun rekstrarstyrkja til íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmála, annara en UMSS, vísað til byggðarráðs frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefndar. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

25.Reglur um Hvatapeninga

2208322

Vísað frá 22. fundi byggðarráðs frá 16. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Reglum Skagafjarðar um Hvatapeninga vísað til byggðarráðs frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefndar. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði.
Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) og Jóhanna Ey Harðardóttir (Byggðalista) leggja fram svohjóðandi tillögu: VG og óháð ásamt Byggðalista leggja til að Byggðarráð vísi Reglum um Hvatapeninga aftur til félagsmála- og tómstundarnefndar og endurskoði aldursviðmið Hvatapeninga svo öll börn standi jöfn í sveitarfélaginu.
Greinagerð: Mikilvægt er að sveitarfélagið skapi jafnan grundvöll fyrir öll börn til tómstundaiðkunar. Þátttaka barna í skipulögðu tómstundastarfi hefur fjölþætt gildi. Þau eru líklegri til að hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar landlæknis, notist síður við vímugjafa, eru líklegri til að vera heilsuhraustari á seinni æviskeiðum og líður betur andlega, líkamlega og félagslega. Einnig gefur þetta fjölskyldum aukin tækifæri á frekari samverustundum. Allt ofangreint mun stuðla að heilsuhraustari einstaklingum með farsælli framtíð. Í lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er lögð áhersla á að stuðla að farsæld barna t.d. með lista- og æskulýðsstarf og starfsemi frjálsra félaga- og hagsmunasamtaka. Í þeim sömu lögum er skilgreining á barni þessi: Einstaklingur undir 18 ára aldri sem dvelur á yfirráðasvæði íslenska ríkisins.

Meirihluti byggðarráðs hafnar tillögunni með tveimur atkvæðum og leggur fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt nýlegri könnun verðlagseftirlits ASÍ á styrkjum til tómstundastarfs á meðal 20 stærstu sveitarfélaga landsins þá hafa frístundastyrkir hækkað hlutfallslega mest hjá sveitarfélaginu Skagafirði frá árinu 2020, eða um 60%, og eru hvatapeningar nú að upphæð 40 þúsund krónur á ári. Hvatapeningar í Skagafirði taka til barna frá og með því ári sem 5 ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð. Hvatapeninga í Skagafirði er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Upphæð hvatapeninga í Skagafirði er um miðbik þeirrar fjárhæðar sem framangreind sveitarfélög eru með í styrki til frístundastyrkja en af þeim sveitarfélögum sem á annað borð bjóða upp á slíka styrki er fjárhæðin frá 10 þúsund krónum á ári og upp í 56 þúsund krónur á ári. Hæstu styrkirnir eru veittir hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þar sem iðkendagjöld barna eru að jafnaði mun hærri en gerist víða á landsbyggðinni. Af þeim 20 sveitarfélögum sem verðlagskönnun ASÍ nær til eru langflest þeirra 18 sveitarfélaga sem á annað borð bjóða upp á frístundastyrki með aldursviðmið frá 5 eða 6 ára aldri, eða 13 sveitarfélög. Eitt sveitarfélag er með viðmið frá 4 ára aldri og fjögur sveitarfélög með viðmið frá 0-2 ára aldri. Af þessu má sjá að vel er staðið að stuðningi við íþrótta-, lista- og tómstundastarf í Skagafirði þar sem fjölmargir aðilar leggja sig fram um að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi á sanngjörnum kjörum. Við leggjum því til að farið verði í vinnu á árinu 2023 við að skoða möguleikana á að lækka aldurstakmörk vegna hvatapeninga og þá kostnað við þá breytingu. Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson.

Fulltrúar VG og Óháðra og Byggðalistans óska bókað: Okkur þykir afar miður að öll börn í Skagafirði sitji ekki við sama borð þegar kemur að úthlutun hvatapeninga sem skilar mismunun en ekki jöfnuð. Það er ekki skrítið að hvatapeningar hafi hlutfallslega hækkað mest í sveitarfélaginu Skagafirði þar sem þeir voru 8.000 kr. frá upphafi úthlutunar hvatapeninga til ársins 2018 þar sem þeir voru hækkaðir upp í 25.000 kr. og svo árið 2020 í 40.000 kr. Vissulega var tekið stórt stökk í hækkun hvatarpeninga enda var löngu kominn tími til þess. Samkvæmt tölum frístundastjóra má glögglega sjá að margar tómstunda- og íþróttagreinar eru í boði fyrir 5 ára og yngri. Einnig má sjá að um 20-30 börn á þeim aldri nýta sér samveru með foreldrum sínum í þeim greinum sem í boði eru. Það væri ánægjulegt ef heilsueflandi- og fjölskylduvænn Skagafjörður væri leiðandi í þessum málum í stað þess að vera meðaltal annarra sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir reglurnar með tveimur atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Vg og óháðir, ásamt fulltrúar Byggðalista ítreka bókun sína.
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks íteka bókun sína einnig.
Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með fimm atkvæðum, fulltrúar Vg og óháðra og fulltrúar Byggalista óska bókað að þau sitji hjá.

26.Gjaldskrá Tónlistarskóla 2023

2211074

Vísað frá 23. fundi byggðarráðs frá 23. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir árið 2023 vísað til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrá tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hálft nám hækkar úr 6.356 krónu í 6,845 krónur á mánuði eða um 489 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.533 í 10.267 eða um 734 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins." Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins."

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.

Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar VG og óháðra óska bókað að þær sitji hjá við afgreiðslu málsins.

27.Gjaldskrá grunnskóla 2023

2211076

Vísað frá 23. fundi byggðarráðs frá 23. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Gjaldskrá grunnskóla Skagafjarðar fyrir árið 2023 vísað til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 231 krónu í 249 krónur eða um 18 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 479 krónum í 516 krónur eða um 37 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 623 krónum í 671 krónu eða um 48 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 276 krónum í 293 krónur eða um 17 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins."

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháðra óska bókað að þær sitja hjá.

28.Stefna Skagafjarðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi

2208253

Vísað frá 23. fundi byggðarráðs frá 23. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað dagsett 28. október 2022 frá Hrefnu Gerði Björnsdóttur mannauðsstjóra sveitarfélagsins, varðandi stefnu og viðbragðsáætlun Skagafjarðar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Einnig lögð fram uppfærð stefna og viðbragðsáætlun Skagafjarðar, sem að mestu er óbreytt frá fyrri útgáfu, en búið að taka tillit til nafnbreytingar á sveitarfélaginu. Byggðarráð samþykkir stefnu og viðbragðsáætlun Skagafjarðar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Stefna Skagafjarðar gegn einelti, áreitni og ofbeldi, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

29.Innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði

2208291

Vísað frá 23. fundi byggðarráðs frá 23. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði, samþykktar á 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Drög að innritunareglum fyrir frístund lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar og undanþágu um uppsögn vegna sérstakra aðstæðna. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar." Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Reglunar bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

30.Reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar

2208294

Vísað frá 23. fundi byggðarráðs frá 23. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lagðar fram reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar, samþykktar á 9. fundi fræðslunefndar þann 14. nóvember 2022. Bókun fræðslunefndar er eftirfarandi: "Reglurnar eru annars vegar uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og hins vegar eru gerðar nokkrar efnislegar breytinga m.a. er heiti breytt úr reglugerð í reglur um Tónlistarskóla Skagafjarðar. Þá eru sett inn ákvæði sem auðvelda nemendum að stunda nám á miðstigi í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt að skóladagatal verði samræmt öðrum skóladagatölum, lagt fyrir og samþykkt í fræðslunefnd. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar." Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

31.Reglur um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkv. lögum 382018

2211062

Vísað frá 23. fundi byggðarráðs frá 23. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Reglunum vísað til byggðarráðs frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefndar. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

32.Reglur um úthlutun úr afreksíþróttasjóði

2208323

Vísað frá 23. fundi byggðarráðs frá 23. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur Skagafjarðar um afreksíþróttasjóð ungmenna í Skagafirði. Reglurnar eru uppfærðar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði. Erindinu vísað frá 6. fundi félagsmála- og tómstundanefndar til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

33.Samþykkt gatnagerðargj, stofngj. fráveitu, byggingarleyfis og þjón.gj. 2023

2210105

Vísað frá 24. fundi byggðarráðs frá 30. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis- og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði, með gildistíma frá 1. janúar 2023. Byggðarráð samþykkir framlagða samþykkt og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

34.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa 2023

2210121

Vísað frá 24. fundi byggðarráðs frá 30. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

35.Vefstefna Skagafjarðar

2208268

Vísað frá 24. fundi byggðarráðs frá 30. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram vefstefna sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir framlagða stefnu og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Vefstefna Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

36.Barnaverndarþjónusta

2211217

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Erindið áður á dagskrá 23. fundar byggðarráðs þann 23. nóvember 2022. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur-Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar, dagsett 16. nóvember 2022 varðandi samstarf á mið Norðurlandi um barnavernd. Í minnisblaðinu er lagt er til að sveitarstjórnir veiti framkvæmdarstjórum sveitarfélaganna og yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig umboð til að: a. Vinna drög að samstarfssamningi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu. b. Gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag. Einnig er lagt til að sveitarstjórnir veiti yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig og eftir atvikum starfsmönnum barnaverndar á hverjum stað, fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Það umboð verði skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum milli sveitarfélaganna og þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi. Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra í samstarfi við sviðsstjóra fjölskyldusviðs umboð til að taka þátt í að vinna drög að samstarfssamingi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi og gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag. Samningurinn verði lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Byggðarráð samþykkir jafnframt að veita sviðsstjóra fjölskyldusviðs og starfsmönnum barnaverndar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum. Umboðið er skilyrt faglegu samstarfi í barnaverndarmálum á milli sveitarfélaga á Mið-Norðurlandi þar til ný barnaverndarþjónusta tekur til starfa í leiðandi sveitarfélagi. Byggðarráð samþykkir að vísa bókuninni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

37.Kaldavatnsöflun í Skagafirði - langtímaáætlun

2108150

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram eftirfarandi bókun 5. fundar veitunefndar frá 1. desember 2022 ásamt langtímaáætlun framkvæmda Skagafjarðarveitna - vatnsveitu: "Málið var áður á dagskrá 3. fundar nefndarinnar þann 13. október síðastliðinn. Í langtímaáætluninni er gerð grein fyrir áformum um rekstur, framkvæmdir og efnahag vatnsveitunnar til næstu 5 ára. Áætlunin lögð fyrir nefndina til samþykktar. Veitunefnd samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar málinu til afgreiðslu byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlögð langatímaáætlun borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

38.Fráveita langtímaáætlun

2210167

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram eftirfarandi bókun 9. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 1. desember 2022 ásamt langtímaáætlun framkvæmda fráveitu: "Málið var áður á dagskrá á 6. fundi nefndarinnar þann 19. október sl. Framkvæmdasvið Skagafjarðar hefur unnið langtímaáætlun fyrir fráveitu í sveitarfélaginu. Í áætluninni er tekið tillit til reksturs, viðhald og gerð nýrra fráveitna ásamt fyrirliggjandi uppbyggingu stofnlagna, dælistöðva og byggingu hreinsistöðva. Áætlunin er unnin í samstarfi við KPMG á Sauðárkróki og er til 15 ára." Byggðarráð samþykkir framlagða langtímaáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlögð langtímaáætlun borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

39.Gjaldskrá vatnsveitu 2023

2210114

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá vatnsveitu fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs samkvæmt bókun 5. fundar veitunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

40.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2023S

2210103

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmmingu rotþróa í Skagafirði fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs samkvæmt bókun 5. fundar veitunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

41.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2023

2211252

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá fyrir Sauðárkróks- og Hofsóshöfn fyrir árið 2023 sem vísað var til byggðarráðs samkvæmt bókun 5. fundar veitunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

42.Gjaldskrá brunavarna 2023

2210101

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram eftirfarandi bókun 8. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 24. nóvember 2022: "Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri leggur til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar hækki um 7,7% vegna þeirra liða sem snúa að efniskaupum frá birgjum. Lagt er til að launaliður, þar sem um er að ræða útselda vinnu sem og tækjaleiga hækki um 5,5%. Hækkanir þessar gilda jafnt fyrir almenna gjaldskrá brunavarna sem og gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu. Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri fór yfir starfsemi og stöðu Brunavarna Skagafjarðar. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

43.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2023

2210104

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð vekur athygli á að gert er ráð fyrir að breytt þjónusta í sorphirðu taki gildi í aprílmánuði 2023 þar sem innleiddar verða breytingar sem til koma vegna nýrra laga um hringrásarhagkerfið. Verður þá innleidd söfnun á fjórum úrgangsflokkum við hvert heimili í bæði þéttbýli og dreifbýli. Með því og enn fjölþættari flokkun á móttökustöðvum sorps er ætlunin að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs og vinna að kolefnishlutleysi Íslands, stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu með því að auka endurvinnslu og aðra endurnýtingu úrgangs, draga úr urðun og minnka eða stöðva alfarið urðun lífbrjótanlegs úrgangs og að tryggja að úrgangur sem til fellur fái viðeigandi meðhöndlun svo hann skapi ekki hættu fyrir heilbrigði manna og dýra eða valdi skaða á umhverfinu. Samhliða breyttri þjónustu á vordögum verður gjaldskráin endurskoðuð og gefin út ný fyrir 1. apríl 2023. Fram til þess greiða notendur hlutfallslega úr ári eftir gjaldskránni sem hér er lögð fram.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2023 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram tillögu þess efnis að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs. Samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpurðun 2023, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

44.Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023

2210102

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Skagafirði fyrir árið 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

45.Gjaldskrá leikskóla 2023

2211075

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá fyrir leikskóla Skagafjarðar frá 1. janúar 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson óska bókað:
Fulltrúar meirihlutans þeir Einar Eðvald Einarsson og Gísli Sigurðsson lýsa undrun á afstöðu fulltrúa VG og óháðra og benda á að kostnaður við rekstur leikskólanna hefur aukist verulega og þá meðal annars vegna þeirra aðgerða sem farið var í með stuðningi allra flokka til að tryggja nægt framboð leikskólapláss fyrir alla. Þær aðgerðir heppnuðust mjög vel og eru núna engir biðlistar á leikskóla í Skagafirði. Fyrir utan sértækan kostnað við þessar aðgerðir hefur almennur rekstrarkostnaður hækkað ásamt launakostnaði. Hækkanir á gjöldum eru því óumflýjanlegar en með 6% hækkun erum við að halda þeim í algjöru lágmarki miðað við almennar hækkanir í landinu, en sem dæmi má nefna að ríkisstjórn Íslands undir forsæti VG gerir ráð fyrir 7,7% hækkun almennra gjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem er sama hækkun og sveitarfélagið Skagafjörður miðar við. Rétt er líka að hafa í huga að með tillögunni um gjaldskrárhækkanir er samhliða lögð fram tillaga um breytingar á sérgjaldi. Í stað þess að sérgjald eigi eingöngu við einstæða foreldra, námsmenn og öryrkja verður hægt að sækja um viðbótargreiðslur á grundvelli tekna. Annarsvegar 40% af dvalargjaldi og hinsvegar 20% af dvalargjaldi út frá tekjuviðmiði sem sveitarfélagið setur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður jafnframt áfram óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Með þessum breytingum er meirihlutinn að lágmarka áhrif hækkana á tekjulága og koma áfram til móts við barnmargar fjölskyldur.
Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: Stefna VG og óháðra er að afnema leikskólagjöld í áföngum. Samkvæmt samantekt ASÍ frá maí sl var Sveitarfélagið Skagafjörður meðal þeirra sveitarfélaga sem innheimti hæstu leikskólagjöldin á landinu. Því er erfitt fyrir VG og óháða að samþykkja auknar álögur á fjölskyldufólk með árlegum prósentuhækkunum leikskólagjalda og fæðis. VG og óháð hafa ávallt lagt á það áherslu að Skagafjörður bjóði uppá góða og ódýra þjónustu fyrir börn og barnafólk. Aðgerðarpakka 1 var mætt með viðauka viðfjárhagsáætlun ársins 2022 sem allir flokkar samþykktu. Aðgerðarpakki 2 er hugsaður til að koma til móts við starfsmenn leikskóla vegna aukins álags í starfi, ásamt styrk til námsferða og að mati VG og óháðra ekki til þess fallið að réttlæta hækkun á dvalargjöldum til foreldra. VG og óháð styðja því ekki fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir meirihlutans hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöld grunn- og leikskóla fyrir árið 2023.

Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir fulltrúar Vg og óháðra, ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs.

Hrund Pétursdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks lýsa undrun á afstöðu fulltrúa VG og óháðra og benda á að kostnaður við rekstur leikskólanna hefur aukist verulega og þá meðal annars vegna þeirra aðgerða sem farið var í með stuðningi allra flokka til að tryggja nægt framboð leikskólaplássa fyrir alla. Þær aðgerðir heppnuðust mjög vel og eru núna engir biðlistar í leikskólum Skagafjarðar. Fyrir utan sértækan kostnað við þessar aðgerðir sem nam alls 35 m.kr. hefur einnig almennur rekstrarkostnaður hækkað ásamt launakostnaði. Rétt er að benda á að kostnaður sem fellur til vegna sértækra aðgerða er 35 m.kr. en það sem fellur á árið 2023 vegna þeirra aðgerða er rúmlega helmingur fjárhæðarinnar. Áætlað er að gjaldskrárhækkun skili tæpum 7,4 m.kr. á árinu 2023. Dvalargjöld um 4,1 m.kr. og fæðisgjöld um 3,3 m.kr.
Í fræðslunefnd tóku allir fulltrúar nefndarinnar þátt í vinnu við fjárhagsáætlunargerð og höfðu VG og óháðir tækifæri til að koma með tillögur til hagræðingar og/eða leiðir til tekjuöflunar fyrir leikskólastigið. Í þeirri vinnu lá fyrir að gjaldskrárhækkanir leikskóla eru óumflýjanlegar til að mæta verðlags- og launahækkunum og þeim kostnaði sem fellur til vegna nauðsynlegra aðgerða á leikskólastiginu. Gert er ráð fyrir að dvalargjöld leikskóla hækki minna en almennar gjaldskrárhækkanir. Það er því ljóst að leikskólagjöld geta ekki staðið í stað á milli ára og nauðsynlegt að mæta hluta kostnaðarhækkana með gjaldskrárhækkun. Einnig var farið í að breyta reglum vegna afsláttar leikskólagjalda þar sem tekið verður tillit til tekna svo unnt sé að mæta barnafjölskyldum sem þurfa á afslættinum að halda og munu þessar reglur taka gildi strax á nýju ári. Þá er systkinaafsláttur af dvalargjaldi jafnframt óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Með þessum breytingum er meirihlutinn að lágmarka áhrif hækkana á tekjulága og koma áfram til móts við barnmargar fjölskyldur.
Með vísan til ofangreinds vekur það furðu að fulltrúar VG og óháðra séu einungis reiðubúnir að samþykkja aðgerðir til að bæta stöðu leikskólanna þegar þær fela í sér aukin útgjöld en ekki þegar kemur að fjármögnun sömu aðgerða og án þess að koma með aðrar lausnir til tekjuöflunar. Í þessu samhengi má einnig benda á að Ríkisstjórn Íslands undir forsæti VG gerir ráð fyrir 7,7% hækkun almennra gjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023 sem er það sama og sveitarfélagið Skagafjörður miðar við.

Gjaldskrá leikskóla 2023, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Fulltrúar Vg og óháðra Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitji hjá.

46.Gjaldskrá Húss frítímans 2023

2211090

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá fyrir Hús frítímans frá 1. janúar 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskrá Húss frítímans 2023 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

47.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2023

2211091

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja í Skagafirði frá 1. janúar 2023, sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2023 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

48.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2023

2211237

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram eftirfarandi bókun frá 7. fundi félagsmála og tómstundanefndar þann 1. desember 2022: "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2023 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9.gr. reglna en miðað verði við 80,4 % líkt og lagt er til í breyttum reglum. Full fjárhagsaðstoð einstaklings frá og með 1. janúar 2023 er því 252.238 kr. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlögð tillaga um grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2023 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

49.Gjaldskrá Iðju hæfingar 2023

2211238

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram eftirfarandi bókun frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022: "Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að hlutur notenda Iðju í fæðiskostnaði hækki um 7,7% úr 621 kr. í 669 kr. fyrir hádegisverð, sem er um helmings kostnaður við máltíðina. Notendur greiða ekki fyrir morgun- og síðdegishressingu. Hækkunin er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Vísað til byggðarráðs." Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum."

50.Greiðslur vþjónustu stuðningsfj. við fötluð börn 2023

2211239

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram greiðsluviðmið stuðningsfjölskyldna 2023 sem samþykkt voru á 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022 og vísað til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkir framlögð greiðsluviðmið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar meirihlutans fagna því að greiðslur til stuðningsforeldra hafi nú verið hækkaðar, en um er að ræða umtalsverða hækkun á greiðslum á hvern sólarhring. Með þessu tryggir Skagafjörður góðan stuðning við það mikilvæga starf sem stuðningsfjölskyldur inna af hendi, en hlutverk stuðningsfjölskyldna er að veita foreldrum tækifæri til hvíldar, styrkja stuðningsnet barnanna og auka möguleika þeirra á félagslegri þátttöku. Við vonum að með þessari hækkun sé enn frekar stuðlað að farsælu samstarfi á milli fjölskyldna sem njóta þessarar stoðþjónustu.

Framlögð greiðsluviðmið borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

51.Gjaldskrá heimaþjónustu 2023

2211243

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð fram gjaldskrá heimaþjónustu 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefnd þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

52.Greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2023

2211246

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að taka mið af útreikningum NPA miðstöðvarinnar við útreikning jafnaðarstunda árið 2023. Miðað er við þrjá mismunandi taxta sem endurspegla þarfir notenda þjónustunnar. Jafnaðarstund felur í sér framlag til launakostnaðar (85%), framlag til umsýslukostnaðar (10%) og framlag til starfsmannakostnaðar (5%). Greiðsluviðmið verða samkvæmt uppreiknuðum jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar 1. janúar 2023. Vísað til byggðaráðs."

Framlögð greiðsluviðmið jafnaðarstunda NPA samninga 2023 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

53.Heilsuræktarstyrkur 2023

2209170

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram drög að reglum um heilsueflingarstyrki til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrir árið 2023 verður styrkupphæðin allt að 20.000 kr. Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgeiðslu sveitarstjórnar.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað: VG og óháð fagna því að tillaga okkar um að starfsfólk sveitarfélagsins geti nú einnig hugað að andlegri heilsu með styrk frá sveitarfélaginu hafi verið samþykkt, sem og hækkun á styrknum upp í 20 þúsund krónur. Vonandi kemur sú upphæð til með að hækka á næstu árum með áframhaldandi velferð starfsfólks sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Fulltrúar meirihlutans Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson leggja áherslu á að góð heilsa og vellíðan starfsmanna sé sveitarfélaginu mikilvæg og skili aukinni starfsánægju og færri veikindafjarvistum. Með þessum reglum sem hér eru lagðar fram um heilsueflandi styrki er verið að hækka styrkupphæðina um 33% frá fyrra ári sem verður að teljast veruleg hækkun milli ára. Jafnframt er opnað á þann möguleika að fólk geti sótt um styrkinn til greiðslu á sálfræðiþjónustu eða annarri þjónustu sérfræðinga vegna andlegrar líðan. Við teljum því að um verulega bætingu sé að ræða sem muni nýtast starfsmönnum sveitarfélagsins enn betur til heilsueflingar á komandi ári."

Fulltrúar Vg og óháðra ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs.
Fulltrúara meirihluta, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ítreka bókun sína einnig.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

54.Viðbótarniðurgreiðslur 2023

2211344

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur um viðbótarniðurgreiðslu dvalargjalda sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Reglur um viðbótarniðurgreiðslur dvalargjalda 2023 bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

55.Verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu

2202110

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lagðar fram verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar verklagsreglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

56.Niðurgreiðsla til dagforeldra og foreldragreiðslur 2023

2211245

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lagðar fram reglur um útreikning fjárhæðar niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

57.Reglur um niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur

2211063

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lagðar fram reglur um niðurgreiðslu Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur 2023 sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

58.Reglur fyrir Dagdvöl aldraðra

2211067

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur fyrir Dagdvöl aldraðra í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

59.Reglur um fjárhagsaðstoð

2211070

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur um fjárhagsaðstoð, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

60.Reglur um Ungmennaráð Skagafjarðar

2211066

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram reglur um ungmennaráð Skagafjarðar sem vísað var til byggðarráðs frá 7. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur um ungmennaráð Skagafjarðar, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

61.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

2208289

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

62.Samþykkt um fráveitu Skagafjarðar

2208287

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram samþykkt um fráveitu í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Samþykkt um fráveitu Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

63.Samþykkt um hunda- og kattahald

2208288

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram samþykkt um hunda- og kattahald í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Samþykkt um hunda- og kattahald borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

64.Samstarf um málefni fatlaðs fólks

2203049

Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Lagður fram endurnýjaður samningur um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagður samningur um málefni fatlaðs fólks borinn upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

65.Helgustaðir í Unadal - Beiðni um aðalskipulagsbreytingu

2211189

Vísað frá 13. fundi skipulagsnefndar frá 24. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Daníel Þórarinsson og landeigandi Helgustaða í Unadal L192967, Jakobína Helga Hjálmarsdóttir leggja fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Helgustaði ásamt því að óska eftir að í aðalskipulagi verði svæðið skilgreint í landnotkunarflokki (VÞ) verslunar og þjónustusvæði. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna aðalskipulagsbreytingu. Þá bendir nefndin á: Að landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað.
Sveitarstjórn getur einnig veitt landeiganda eða framkvæmdaraðila samkvæmt hans beiðni heimild til að vinna sjálfur að gerð deiliskipulags. Skal hann þá taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr., og skal hún lögð fyrir sveitarstjórn á sama tíma og beiðni um heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum

66.Háeyri 8 - Lóðarmál

2105068

Vísað frá 13. fundi skipulagsnefndar frá 24. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Hrólfur Sigurðsson fyrir hönd Krókfisks sækir um að gera breytingar á legu fyrirhugaðs hús á lóðinni við Háeyri 8 ásamt nýrri aðkomu að lóðinni frá Skarðseyri. Skipulagsfulltrúi upplýsir að mál til innköllunar á lóðinni úr hendi lóðarhafa sé í gangi.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt, en leggur til við sveitarstjórn að umbeðnar breytingarnar verði grenndarkynntar eigendum húsa við Lágeyri 3, Skarðseyri 11 b, Háeyri 4 og 6 í samræmi við 43. grein, önnur málsgrein Skipulagslaga nr. 123/2010. Tekið er fram að afgreiðslu þessa beri ekki að skilja svo að skipulagsfulltrúi skuli hætta við framangreint innköllunarmál. Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.


67.Borgarröst 6 - Umsókn um lóð

1602230

Vísað frá 13. fundi skipulagsnefndar frá 24. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Bjarni Reykjalín fyrir hönd Friðriks Jónssonar ehf. óskar eftir að fá að sameina iðnaðarlóðirnar Borgarröst 6 og 8. Skipulagsfulltrúi upplýsir að mál til innköllunar á lóðinni úr hendi lóðarhafa sé í gangi. Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Tekið er fram að afgreiðslu þessa beri ekki að skilja svo að skipulagsfulltrúi skuli hætta við framangreint innköllunarmál."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

68.Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.

2201059

Vísað frá 14. fundi skipulagsnefndar frá 1. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna með minniháttar lagfæringum og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar í samræmi við 42. gr skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

69.Sólgarðar lóð L221774, Sólgarðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

2105191

Vísað frá 14. fundi skipulagsnefndar frá 1. desember til afgreiðsu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá sveitarstjórnar Skagafjarðar 4. maí 2022 og eftirfarandi bókað: "Vísað frá 432. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: Fyrir liggur erindi byggingarfulltrúa dags. 25.05.2021 þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til gr. 2.4.2. byggingarreglugerðar 112/2012. Þar sem Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir um byggingarleyfi til að breyta notkun Sólgarðaskóla sem stendur á lóðinni Sólgarðar lóð L221774 í Fljótum.
Meðfylgjandi aðaluppdrættirnir eru gerðir á Veitu- og framkvæmdasviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar af Guðmundi Þór Guðmundssyni. Uppdrættir eru í verki 3130, númer A-100 til A-105, dagsettir 4. maí 2021. Umrædd lóð er leigulóð í eigu Ríkisjóðs Íslands.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn þar sem ekki liggi fyrir deiliskipulag að fram fari grenndarkynning skv. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 þar sem framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag og að fyrirhuguð framkvæmd í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar skv. því skipulagi.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum."
Verkefnið var grenndarkynnt 2.-30. nóvember 2022. Engar athugasemdir bárust. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar samkvæmt 44. gr. skipulagslaga.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórar og samþykkt með níu atkvæðum.

70.Lántaka langtímalána 2022

2201038

Vísað frá 26. fundi byggðarráðs frá 8. des sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 100 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006.
Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs, Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, þá Sveinn Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

71.Niðurfelling gatnagerðargjalda

2212094

Visað frá 27. fundi byggðarráðs frá 14. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að samþykkja að um lóðir sem byggingarleyfi er veitt fyrir frá og með 1. janúar 2023 gildi tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á eftirgreindum lóðum við þegar tilbúnar götur á Hofsósi og Steinsstöðum.
Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006.
Niðurfellingin gildir um eru eftirtaldar lóðir á Hofsósi:
Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12 og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús).

Niðurfellingin gildir um eru eftirtaldar lóðir að Steinstöðum:
Lækjarbrekka nr. 2, 4, 6 og Lækjarbakki nr. 1. Frá og með 1. janúar 2023 munu allar lóðir á Sauðárkróki og í Varmahlíð bera full gatnagerðargjöld. Gildir það um allar lóðir sem úthlutað verður í fyrsta sinn á Sauðárkróki og í Varmahlíð og einnig þær lóðir sem kunna að koma til endurúthlutunar, jafnvel þótt þeim hafi áður verið úthlutað án gatnagerðargjalds. Framangreindar lóðir á Hofsósi og að Steinsstöðum bera, verði ekki annað ákveðið, full gatnagerðargjöld eftir 31.12. 2023, sé þeim úthlutað eftir það tímamark.
Fyrri samþykktir um niðurfellingu gatnagerðargjalda í sveitarfélaginu falla niður frá og með 1. janúar 2023.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

72.Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026

2208220

Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri kynni fjárhagsáætlun 2023-2026

Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið Skagafjörð, stofnanir þess og hlutdeildarfélög.
Forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðar 2023 og áætlunar fyrir árin 2024-2026 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2023 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 7.680 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 6.723 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 6.677 m.kr., þ.a. A-hluti 6.454 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 817 m.kr, afskriftir nema 278 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 464 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð jákvæð, samtals með 60 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 435 m.kr, afskriftir nema 165 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 372 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 103 m.kr.
Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2023, 13.040 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 8.807 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 9.542 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 8.608 m.kr. Eigið fé er áætlað 3.498 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 26,83%. Eigið fé A-hluta er áætlað 1.199 m.kr. og eiginfjárhlutfall 12,22%.
Ný lántaka er áætluð 500 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða 789 m.kr. Skuldir verða því greiddar niður um 289 m.kr. umfram lántöku á árinu 2023.
Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 1.799 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.642 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 119,3% og skuldaviðmið 96,1%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 342 m.kr., og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 712 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 377 m.kr. hjá samstæðunni í heild.

Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Heildstæð fjárhagsáætlun fyrir sameinað sveitarfélag, Skagafjörð, er nú lögð fram í fyrsta skipti fyrir árin 2023 til 2026. Fyrir árið 2023 er einnig lögð fram sundurliðuð áætlun málaflokka, ásamt fjárfestingayfirliti og yfirliti um áætlað viðhald fasteigna á árinu 2023.
Góð fjárhagsáætlun er mikilvægt stjórntæki fyrir alla og ekki síst sveitarfélög, en þar eru fjárheimildir sviða og stofnana afmarkaðar, ásamt því að sett er stefna um markmið í rekstrinum.
Sú fjárhagsáætlun sem nú er lögð fram er mjög metnaðarfull þrátt fyrir að ýmsar ytri aðstæður séu okkur óhagstæðar. Verðbólga og framkvæmdakostnaður hefur hvort tveggja hækkað verulega á árinu sem er að líða. Einnig má nefna að sveitarfélögin hafa ekki enn fengið fjár¬hags¬lega leið¬rétt-ingu frá rík¬inu til að standa undir aukinni þjónustu við fatlað fólk í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru á Alþingi og hefur það neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélagsins langt umfram það sem eðlilegt getur talist.
Á árinu 2023 er gert ráð fyrir að fjárfestingar í framkvæmdum og viðhaldi eigna á vegum Skagafjarðar verði í heild rúmlega 1,3 milljarðar króna. Þar af koma tæplega 750 m.kr. frá rekstri sveitarfélagsins. Önnur fjármögnun er vegna aðkomu ríkisins að viðhaldi hafnarmannvirkja ásamt því að koma að lagningu á nýrri stofnlögn fyrir heitt vatn frá Langhúsum að Róðhóli. Einnig má nefna að framkvæmt verður fyrir um 140 milljónir við nýjan leikskóla í Varmahlíð ásamt því að ráðist verði í umhverfisátak upp á um 140 milljónir á árinu 2023. Af öðrum stórum verkefnum má nefna að haldið verður áfram vinnu við nýbyggingu Sundlaugar Sauðárkróks. Jafnframt verður byrjað á verulegum endurbótum á húsnæði Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi, ásamt gatnagerð á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Þrátt fyrir allar þessar miklu framkvæmdir er gert ráð fyrir að afborganir lána verði 289 m.kr umfram nýjar lántökur á árinu 2023. Þar af eru 115 milljónir greiddar niður umfram afborganir samkvæmt skilmálum lána sem verður að teljast sérstaklega ánægjulegt fyrir rekstur sveitarfélagsins. Hefur það jákvæð áhrif á skuldahlutfallið auk lækkunar á fjárútlátum til vaxtagreiðslna.
Rekstur sveitarfélagsins er í heildina góður enda er sveitarfélagið ríkt af kraftmiklu og metnaðarfullu starfsfólki sem vill taka þátt í að efla og bæta rekstur sveitarfélagsins. Fjárhagsáætlun 2023 til 2026 er unnin í góðri samvinnu allra flokka í nefndum og ráðum sveitarfélagsins þar sem bæði kjörnum fulltrúum og starfsmönnum hefur gefist kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og fyrir alla þá vinnu ber að þakka. Einnig viljum við þakka sveitarstjóranum sérstaklega fyrir hans góða framlag í þessari vinnu.
Við óskum íbúum Skagafjarðar allra heilla með þeirri áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi. Einnig óskum við öllum íbúum sveitarfélagsins gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Einar Eðvald Einarsson, Gísli Sigurðsson, Hrund Pétursdóttir, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir og Hrefna Jóhannesdóttir

Álfhildur Leifsdóttir tók til máls.
Þegar covid lauk, tók stríð í Evrópu við. Ef síðustu ár hafa kennt okkur eitthvað þá er það sennilega að erfitt er að spá fyrir um hvað gerist næst. Hvort náttúröfl, farsóttir eða stríðsrekstur komi til með að hafa óvænt áhrif á hversdagsleika okkar og afkomu eins og einmitt hefur gerst síðustu ár.
Það er því aldrei mikilvægara en nú fyrir rekstur sveitarfélagsins að forgangsraða og hugsa um fjárhagslegt öryggi til framtíðar en um leið verður góður hversdagsleiki íbúa sveitarfélagsins að vega þyngst á vogarskálunum. Að hér sé gott að vera í fjölskylduvænu samfélagi þar sem þjónustustig fyrir allan aldur og alla íbúa er gott.
En sú er því miður ekki alltaf raunin. Sumstaðar er þjónustustigi ekki einungis ábótavant heldur er sveitarfélagið hreinlega ekki að uppfylla skyldur sínar, t.d. gagnvart eldri borgurum og þeirri þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það er dapurt að okkar elsta kynslóð sem með dugnaði sínum greiddi götuna fyrir okkur sem yngri erum að betri hversdagsleika, skuli vera sá hópur sem settur er á hakann. En staðan er sú að ef viðkomandi eldri borgari er búsettur utan póstnúmers 550 eru matarsendingar til viðkomandi ekki í boði. Þessu er löngu tímabært að breyta og eygir nú loks von til samstarfsvilja meirahluta um breytingar hvað þetta varðar, vonandi að þær gangi eftir á nýju ári.

Meirihluti kemur til með að hækka álögur nú um áramót á nánast öllum gjaldskrám. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart, línulegar gjaldskrárhækkanir um áramót hjá þessum meirihluta eru jafn öruggar og að jólin koma í desember. En atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki á okkar svæði og íbúum hefur fjölgað í fiðrinum á árinu. Skagfirðingar njóta fjölbreyttra atvinnuvega og sterkra fyrirtækja. Fasteignaverð hér um slóðir hefur hækkað umtalsvert síðustu ár og höfnin eykur starfsemi sína jafnt og þétt, hvorutveggja skilar inn verulegum viðbótartekjum fyrir sveitarfélagið. Sveitarfélagið stendur í þessu ljósi ekki illa og þess vegna er mikilvægt að skerða hvorki þjónustu eða hækka gjaldskrár nema af brýnni nauðsyn. Það má ekki missa fótanna í að efla enn frekar fjölskylduvænt samfélag í Skagafirði og því leggja VG og óháð áherslu á að sveitarfélagið bjóði upp á góða og ódýra þjónustu við börn og barnafólk. Við styðjum því ekki gjaldskrárhækkanir hvort sem er í leikskólum eða fæðisgjöldum grunn- og leikskóla og að auknum kostnaði sé þannig velt yfir á fjölskyldufólk. Leikskólagjöld hafa farið úr því að vera með þeim lægstu á landinu fyrir nokkrum árum yfir í að vera með þeim allra hæstu á landinu og hækka nú enn. Þannig er því miður ekki verið að hlífa fjölskyldufólki, þar sem fæði hækkar bæði í leik- og grunnskóla, fæði sem reyndar hefur verið óásættanlegt síðustu mánuði. Mögulega er hægt að skýla sér á bak við það að krónuhækkanir séu ekki svo miklar en staðreyndin er að hækkanir á mörgum stöðum koma við veskið hjá fjölskyldufólki í því árferði, verðbólgu og vaxtaumhverfi sem við upplifum nú. Margt smátt gerir jú oftar en ekki eitthvað sæmilega stórt. Við ættum að horfa til þeirra sveitarfélaga sem ekki hækkuðu álögur eða hafa afnumið fæðisgjöld í leik- og grunnskólum í stað þess að bera okkur saman við hæsta samnefnara í hverju atriði fyrir sig.

Hagræðingum hefði verið hægt að ná á annan hátt, t.d. með að hægja á framkvæmdum eða dreifa þeim á lengri tíma. Þar má nefna sundlaugar byggingu hvar kostnaður er nú þegar er kominn í tæpan milljarð og enn eiga 440 milljónir í það minnsta eftir að fara þar inn. Eins má tala um menningarhús, hvort forgangsröðunin sé rétt að leggja áherslu á það á meðan stærstu vinnustaðir sveitarfélagsins, allir grunnskólarnir þrír, búa við óviðunandi ástand á einhvern hátt en þar starfa fleiri hundruð manns alla daga. Sveitarfélagið hefur því miður ekki sett í forgang að viðhalda nægilega byggingum sem það á, reyndar með einni undantekningu, Aðalgötu 21 hvar peningum er mokað í viðhald eignar sem ekki er einu sinni leigð út heldur er til frírra afnota einkaaðila. Þar inni eru nú einmitt starfsmenn upplýsingamiðstöðar á launum hjá sveitarfélaginu sem staðið hafa vaktina á ferðamannalausum covid-árum vegna óuppsegjanlegs samnings sem “aðeins? 25 ár eru eftir af. Þar hefði mátt nýta bæði betur mannauð og fjármagn sem telur þó nokkuð margar milljónir árlega.

Gott dæmi um uppsafnaða viðhaldsskuld sem undið hefur upp á sig er Bifröst. Hvar ekkert var aðhafst áratugum saman. Nú eru framkvæmdir hafnar með góðu framlagi frá Kaupfélaginu en verkefnið er mun stærra en reiknað var með vegna þessarar viðvarandi viðhaldsskuldar. Að viðhalda eignum sínum illa eða ekki er sannarlega kostnaðarsamt. Á meðan framkvæmdar ganga mjög hægt við Bifröst blæðir menningarlífi nemanda skólanna okkar og samfélagsins alls.

Það er þó gleðiefni að aðgengismál hjá Bifröst séu loks að komast í rétt horf. VG og óháð hafa einmitt beitt sér fyrir aðgengismálum og komið fram með tillögu um aðkomu sérstaks aðgengisfulltrúa til að bæting á aðgengi verði markvissari í sveitarfélaginu. Sú tillaga var því miður felld og hefur aðgengishópur sveitarfélagsins ekki enn verið kallaður saman á þessu kjörtímabili til þess að fara yfir þessu brýnu málefni. Við leggjum áherslu á að þarna er sannarlega hægt og þarft að gera betur.

Það er ánægjulegt að úr leikskólamálum í firðinum er að rætast og verða þau vonandi í góðum farvegi þegar leikskólinn í Varmahlíð rís. En þó eru ákveðin verkefni á sama tíma sett á hakann enn eins og íþróttahúsið á Hofsósi. Þar er verkefni sem lendir ávallt aftast á listanum á meðan gælt er t.d. við deiliskipulag á nýju tjaldsvæði á Sauðárkróki sem vitað er að ekki er raunhæft að ráðast í í náinni framtíð. Þó er peningum og vinnutíma starfsfólks kastað í slíkt verkefni.

Viljum við líkt og áður benda sérstaklega á að hægt væri að spara sveitarfélaginu umtalsverða fjármuni með því að koma starfsemi áhaldahúss og veitna í ódýrara og hentugra húsnæði sem hentar betur bæði starfseminni og starfsfólkinu. Sú hagræðingaraðgerð sem við höfum margsinnis nefnd myndi skila sér fljótt en leiga á RKS húsin sem er í eigu Kaupfélagsins telur tæpar 100 milljónir á síðustu árum. Það væri hægt að gera ýmislegt fyrir þann aur, t.d. henda upp sperrum af íþróttahúsi á Hofsósi.

Reynslan sýnir að það er nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að gera áætlun vegna fólksfjölgunar innan sveitarfélagsins. Það er sérlega ánægjulegt hve eftirspurn eftir lóðum bæði innan og utan þéttbýlis hefur aukist gríðarlega og er mjög mikilvægt að vera á undan í því kapphlaupi en láta fólk ekki leita í önnur sveitarfélög eftir lóðum eða húsnæði. Með nýtilkomnum aðgerðum ríkisstjórnar í húsnæðismálum þar sem áætluð er fjölgun nýrra íbúða sem og fjórir milljarðar í hækkun stofnframlaga til almennra íbúðakerfisins, verðum við að vera samkeppnishæf og tilbúin í þessi verkefni. Við eigum að vera stórhuga og þora. En það er þó ekki nóg að úthluta lóðum, það þarf að gæta að því að hvoru tveggja haldist í hendur, fólksfjölgun og þjónusta við íbúa. Og þar þarf að vera vakandi.
Eftir aukinn slaka á skuldastöðu sveitarfélaga vegna Covid þá verður samkvæmt samkomulagi um afkomumarkmið sveitarfélaga, hækkun skulda að stöðvast fyrir árslok 2026 og halli á heildarafkomu sveitarfélaga fari úr 0,7% af vergri landsframleiðslu niður í 0,2% árið 2026. Það er því aldrei mikilvægara að sýna ábyrgan rekstur og ánægjulegt að áform séu um að greiða niður langtímaskuldir umfram lánasamninga. Það er mikilvægt að þau áform gangi eftir.

Við höfum vakið máls á aðkomu eða aðkomuleysi minnihluta að fjárhagsáætlanagerð en sú aðkoma er á síðari stigum vinnunnar og hefur því lítil áhrif á stóru málin. Svolítið eins og að vera meðhöfundur af bók en sjá handritið bara rétt fyrir prentun. Við skorum því á meirihluta sveitarstjórnar fyrir næstu fjárhagsáætlunargerð að taka upp vinnuferli margra annarra sveitarfélaga þar sem öll sveitastjórn situr saman við borðið frá upphafi og skapar saman fjárhagsramma sveitarfélagsins. Einnig ætti að endurskoða vinnuferli fjárhagsáætlunargerðar í leiðinni. Því eins og margsinnis hefur verið sagt þá berum við í sveitarstjórn öll ábyrgð, það er því lágmark að hafa öll sömu aðkomu að ákvarðanatökum og bera þannig ábyrgð á eigin ákvörðunum en ekki annarra, enda hollt að hafa skoðanaskipti og tala sig niður á bestu mögulegu niðurstöðu. Með þeim hætti gætum við áreiðanlega öll stutt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Fulltrúar allra framboða í nefndum sveitarfélagsins hafa ásamt starfsfólki unnið að fjárhagsáætlun næsta árs undanfarnar vikur. Fulltrúar hafa átt samleið í mörgum atriðum. Nefndarfólk VG og óháðra vill þakka öðru nefndar fólki fyrir samstarfið sem og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins og stofnanna þess árið 2023. Sérstaklega viljum við þakka sveitarstjóra fyrir hans góðu vinnu og gott samstarf á árinu.

Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúar VG og óháðra

Sveinn Úlfarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Við hjá Byggðalistanum höfum samþykkt allar gjaldskrárbreytingar sveitarfélagsins eftir umræðu og vinnufundi í nefndum. Flestar þeirra miða við áætlaða hækkun verðlags á árinu 2023. Gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar hækkar talsvert á milli ára sem snerta íbúa og mun lagabreyting um sorphirðu og urðun skýra þá breytingu. Ein ástæða fyrir þeim hækkunum er t.d. að óheimilt verður fyrir sveitarfélagið að borga með förgun sorps. Nýr rekstraraðili mun taka við sorpþjónustu og nýtt fyrirkomulag í dreifbýli Skagafjarðar mun taka gildi í apríl á næsta ári. Við það mun verða sama þjónusta hvort sem búið er í dreif- eða þéttbýli.
Framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins er metnaðarfull og teljum við flestar af þessum framkvæmdum þarfar og margar jafnvel nauðsynlegar. Meðal framkvæmda sem við teljum brýnt að komist á skrið á næsta ári eru framkvæmdir við skólamannvirki og endurnýjun gatna í Varmahlíð, gatnagerð nýrra lóða á Sauðárkróki og Varmahlíð, endurbætur við grunnskólann og hönnun íþróttahúss á Hofsósi, endurbætur á A álmu og hönnun á nýrri álmu við Árskóla. Einnig þarf að huga að malbikun á bílastæði og frágang lóðar við smábátahöfnina. Við höfum hins vegar haft aðrar hugmyndir um uppbyggingu menningarhúss á Sauðárkróki, en með áframhaldandi samvinnu teljum við að hægt sé að nota fjármuni af skynsemi, með það í huga að íþyngja ekki rekstri sveitarfélagsins um of.
Umfangsmikil vinna var unnin í sumar við að fjölga starfsfólki á leikskólunum og gekk það vonum framar að ráða fólk til starfa. Við viljum hrósa starfsfólki og nefndarmönnum fyrir mikla eljusemi við þessa vinnu.
Við fulltrúar Byggðalistans leggjum ríka áherslu á að gera samfélagið fjölskylduvænt og skapa þar aðstæður sem hvetur fólk til heilsueflandi iðju bæði sem einstaklingar og samveru með fjölskyldu eða vinum. Okkur þykir það miður að tillögur okkar um endurskoðun á aldursviðmiði hvatapeninga hafi ekki fengið brautargengi og sitja ekki öll börn við sama borð er varðar tækifæri til tómstundaiðju. Okkur þykir einnig tímabært að endurskoða opnunartíma íþróttamannvirkja þar sem opnunartímar íþróttamiðstöðva og sundlauga hafa ekki þróast í takt við fjölgun íbúa og aukið íþróttastarf. Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar gegna stóru hlutverki er varðar lýðheilsu íbúa og þeirra sem velja að stoppa hér í Skagafirði á ferð sinni um landið.
Við fulltrúar Byggðalista sitjum hjá við afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2023.
Að lokum viljum við þakka samstarfsfólki í nefndum og sveitarstjórn, sveitarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins sem og íbúum fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða, og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Fulltrúar Byggðalista Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Finster Úlfarsson

Gísli Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, tóku til máls.

Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til máls. VG og óháð bóka að óskað sé eftir því að sveitarstjórn haldi vinnufund í aðdraganda fjárhagsáætlunargerðar um hvernig vinnuferli verði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 til að tryggja gott samstarf nefnda og sveitarstjórnar.

Þá tóku til máls: Sveinn Úlfarsson, Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E Einarsson, Jóhanna Ey Harðardóttir.

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með fimm atkvæðum.

73.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201003

915. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. nóvember 2022 lögð fram á 7. fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022

Fundi slitið - kl. 19:54.