Sveitarstjórn Skagafjarðar

4. fundur 14. september 2022 kl. 16:15 - 17:07 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Einar Eðvald Einarsson 1. varaforseti
 • Hrund Pétursdóttir aðalm.
 • Hrefna Jóhannesdóttir aðalm.
 • Gísli Sigurðsson aðalm.
 • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir forseti
 • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
 • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
 • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
 • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
 • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
 • Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fyrir með afbrigðum mál. nr 2204179 Innleiðing á farsældarlögum, sem tekið var fyrir og afgreitt á fundi byggðarráðs fyrr í dag.

Samþykkt samhljóða.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 9

2208007F

Fundargerð 9. fundar byggðarráðs frá 17. ágúst 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 9 Félags- og tómstundanefnd hefur á fyrri stigum tekið ákvörðun um að beita forkaupsrétti, á grundvelli laga nr. 97/1993, um Húsnæðisstofnun ríkisins, að fasteign að Víðimýri 4, F2132468. Um greiðslur til seljanda er kveðið á um í 1. mgr. 88. gr. laganna, en þar segir að við kaup á íbúðinni skuli seljandi fá endurgreitt það fjármagn sem hann lagði fram við kaup íbúðarinnar og þær afborganir sem hann hefur greitt af láni Byggingarsjóðs verkamanna frá því kaupsamningur var gerður. Við greiðslur bætist verðbætur samkvæmt vísitölu lánskjara frá greiðsludegi til söludags. Þá skuli seljanda endurgreiddar endurbætur sem hann hefur gert á fasteigninni að mati húsnæðisnefndar byggðu á reglum húsnæðismálastjórnar um mat á verðgildi endurbóta og viðhalds. Til frádráttar greiðslu til seljanda komi fyrning, vanræksla á viðhaldi, lausaskuldir og ógreidd gjöld. Fyrning reiknist 1% af framreiknuðu verði íbúða fyrir hvert ár. Vanræksla á viðhaldi skuli metin af húsnæðisnefnd í samræmi við reglur húsnæðismálastjórnar um mat á verðgildi endurbóta og viðhalds. Kaupverð fasteignarinnar, á grundvelli framangreinds ákvæðis, hefur nú verið endurmetið og er að öllu gættu metið 18.867.333 krónur. Greiðsla til seljanda er framangreind fjárhæð að frádregnum áhvílandi lánum, fasteignagjöldum, húsgjöldum og sölukostnaði.
  Byggðarráð samþykkir kaup eignarinnar í samræmi við fyrrgreint verðmat.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 9 Lagt fram mat Fasteignasölu Sauðárkróks, dagsett 9. febrúar 2022 á líklegu söluverði fasteignarinnar F2144120 Lambanes Reykir lóð B í Fljótum. Sala fasteignarinnar er í upphaflegri fjárhagsáætlun ársins 2022.
  Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina Lambanes Reykir lóð B til sölu og einnig fasteignina F2144121 Lambanes Reykir lóð A sem er húsgrunnur.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með átta atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún viki af fundi undir afgreiðslu málsins.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 9 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. ágúst 2022 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 143/2022, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 50/2016, og öðrum réttarfarslögum". Umsagnarfrestur er til og með 09.09.2022.
  Í drögum að frumvarpinu er lagt til að héraðsdómstólar landsins verið sameinaðir í einn en tilgreint er að af hálfu dómsmálaráðuneytis sé forsenda sameiningar að sameinaður héraðsdómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni og að þær verði styrktar og efldar með nýjum verkefnum.
  Byggðarráð Skagafjarðar er sammála mörgu af því sem er að finna í drögunum, m.a. um að starfsstöðvar héraðsdómstóla sé hægt að efla og styrkja með nýjum verkefnum. Byggðarráð geldur hins vegar varhug við að héraðsdómstólum verði fækkað en sporin hræða í þeim efnum að þegar stjórnsýslueiningar missa ákveðið sjálfstæði hefur slíkt oftar en ekki leitt til þess að umfang starfsstöðva þeirra hefur minnkað í kjölfarið eða þeim verið lokað með tilheyrandi skerðingu á nærþjónustu. Nægir þar að nefna starfsemi svæðisstöðva Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni, starfsemi Vegagerðarinnar, Rarik o.fl. Athyglisvert er í því sambandi að sjá að í skjali um mat á áhrifum frumvarpsins er talið að frumvarpið leiði ekki til neinna áhrifa á byggðalög.
  Byggðarráð leggur áherslu á að frumvarp þetta verði ekki lögfest án þess að samhliða verði fest í lög þau verkefni og umsvif sem starfsstöðvum héraðsdómstóls á hverjum og einum stað er ætlað að sinna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 9 Lögð fram til kynningar drög að samantekt KPMG fyrir Skagajörð á "Grænum iðngörðum í Skagafirði". Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 9 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. júlí 2022 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum, er kynntur.
  Byggðarráð fagnar gerð þessa rammasamnings og samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa það að uppfæra húsnæðisáætlun sveitarfélagsins í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
  Bókun fundar Afgreiðsla 9. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 10

2208015F

Fundargerð 10. fundar byggðarráðs frá 24. ágúst 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 10 Lagt fram bréf dagsett 12. júlí 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga sem voru þátttakendur í stuðningsverkefni um innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum frá hausti 2021 til vors 2022. Sambandið vill bjóða fulltrúum þessara sveitarfélaga til upplýsinga- og samráðsfundar þann 31. ágúst 2022, um framhald samstarfs um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Podium tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 10 Málið áður til kynningar á 9. fundi byggðarráðs þann 17. ágúst 2022. Lögð fram samantekt KPMG fyrir Skagajörð á "Grænum iðngörðum í Skagafirði". Hafþór Ægir Sigurjónsson og Steinþór Pálsson starfsmenn KPMG kynntu samantektina í gegnum í fjarfundabúnað. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 10 Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Ljóst er að sveitarfélögum var falin mikil ábyrgð með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 og áskoranir í þjónustunni urðu enn stærri með lagabreytingum árið 2018.
  Lögbundið framlag til sveitarfélaganna og fjárframlög Jöfnunarsjóðs standa engan veginn undir rekstri málaflokksins og hefur svo verið um nokkurra ára skeið. Nýleg greining starfshóps ráðherra á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk árin 2018-2020 leiðir í ljós að rekstrarniðurstaða sveitarfélaga landsins vegna málaflokksins var neikvæð um 8,9 milljarða króna og hafði þá þrefaldast á þremur árum frá 2018. Ljóst er að hallinn á árinu 2021 var umtalsvert meiri.
  Byggðarráð Skagafjarðar fagnar skipan starfshóps félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og skorar á ráðherra að hraða vinnu hópsins þannig að hann skili af sér niðurstöðum fyrir Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. september nk. Fyrirmyndar að skjótum viðbrögðum má sækja í verkfærakistu matvælaráðherra sem skipaði fyrr í sumar svokallaðan spretthóp sem gekk fumlaust og vasklega til verks.
  Byggðarráð leggur enn fremur áherslur á að ríkisvaldið tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:
  Sveitarstjórn Skagafjarðar lýsir yfir miklum áhyggjum af sívaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks. Ljóst er að sveitarfélögum var falin mikil ábyrgð með tilfærslu málaflokksins frá ríkinu til sveitarfélaga árið 2011 og áskoranir í þjónustunni urðu enn stærri með lagabreytingum árið 2018. Lögbundið framlag til sveitarfélaganna og fjárframlög Jöfnunarsjóðs standa engan veginn undir rekstri málaflokksins og hefur svo verið um nokkurra ára skeið. Nýleg greining starfshóps ráðherra á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk árin 2018-2020 leiðir í ljós að rekstrarniðurstaða sveitarfélaga landsins vegna málaflokksins var neikvæð um 8,9 milljarða króna og hafði þá þrefaldast á þremur árum frá 2018. Ljóst er að hallinn á árinu 2021 var umtalsvert meiri. Sveitarstjórn Skagafjarðar fagnar skipan starfshóps félags- og vinnumarkaðsráðherra um mótun tillagna um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk og skorar á ráðherra að hraða vinnu hópsins þannig að hann skili af sér niðurstöðum fyrir Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 28. september nk. Fyrirmynd að skjótum viðbrögðum má sækja í verkfærakistu matvælaráðherra sem skipaði fyrr í sumar svokallaðan spretthóp sem gekk fumlaust og vasklega til verks. Sveitarstjórn leggur enn fremur áherslur á að ríkisvaldið tryggi aukið fjármagn til málaflokksins á árinu 2022 til að stöðva langvarandi halla á rekstri hans.

  Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.


  Afgreiðsla 10. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 10 Tekið fyrir bréf dags. 30. júní 2022, frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra þar sem sveitarfélögum á svæðinu er gerð grein fyrir stefnu í almannavarna- og öryggismálum, útgefin af dómsmálaráðuneyti. Í stefnunni kemur fram að í hverju lögregluumdæmi skuli tryggja í samvinnu við viðbragðsaðila og ríkislögreglustjóra að til staðar sé starfhæf aðgerðastjórn almannavarna í héraði með ásættanlegan búnað og aðstöðu. Jafnframt kemur fram í bréfinu að það sé mat lögreglustjóra að rökrétt sé og hagkvæmast að hafa eina aðgerðastjórn í héraði í umdæminu og að sú aðgerðastjórn verði staðsett á Sauðárkróki.
  Byggðarráð þakkar kærlega fyrir erindið og tekur undir mikilvægi þess að virk aðgerðastjórn sé til staðar á Norðurlandi vestra sem hafi ásættanlegan búnað og aðstöðu. Byggðarráð er jafnframt sammála mati lögreglustjóra hvað aðgerðastjórn og aðstöðu hennar varðar.
  Byggðarráð lýsir sig reiðubúið að vinna með lögreglustjóra að greiningu á vænlegri aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í héraði. Byggðarráð telur jafnframt brýnt að það liggi sem fyrst fyrir hvaða fjármagn ríkisvaldið muni leggja til í uppbyggingu almannavarna í héraði. Eðlilegt er að ríkið komi að verulegu leyti til móts við þær kröfur sem settar eru fram í stefnu dómsmálaráðuneytisins enda stjórnstöð almannavarna nýtt af margvíslegum ástæðum, m.a. vegna neyðarástands almannavarna á landsvísu, eins og landsmenn allir þekkja frá alheimsfaraldri kórónaveiru.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 10 Lagðar fram afskriftarbeiðnir frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra yfir fyrndar kröfur þing- og sveitarsjóðsgjalda. Höfuðstóll 6.484.985 kr., vextir og kostnaður 7.705.501 kr., samtals 14.190.486 kr.
  Byggðarráð samþykkir framlagðar afskriftabeiðnir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 10 Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina Austurgata 11 á Hofsósi á sölu. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 10 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. ágúst 2022, frá SPI á Íslandi. Boðið er til kynningarfundar á niðurstöðum Framfaravogarinnar 2022. Kynntar verða nðurstöður 5. útgáfu Framfaravogarinnar 2022. Úttektin byggir á gögnum frá níu stærstu sveitarfélögum landsins og nær til um 80% íbúa landsins. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 10 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. ágúst 2022 frá Jafnréttisstofu. Boðað er til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga þann 15. september 2022 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 11

2208022F

Fundargerð 11. fundar byggðarráðs frá 31. ágúst 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Sveinn Úlfarsson, Einar E Einarsson og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 11 Karítas Björnsdóttir verkefnastjóri FabLab Sauðárkróki, Gunnsteinn Björnsson stjórnarformaður Hátækniseturs Íslands ses og Ingileif Oddsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra komu á fund byggðarráðs til viðræðu um starfsemi og framtíð FabLab Sauðárkróki.
  Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 11 Lögð fram greinargerð ásamt tillögum útgáfustjórnar Byggðasögu Skagafjarðar til stofnaðila ritverksins, dagsett 15. ágúst 2022.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því að útgáfustjórn komi á fund ráðsins til viðræðu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 11 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 23. ágúst 2022 til sveitarfélaga og samtaka þeirra frá skrifstofu landgæða hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku hefur tekið til starfa. Er sveitarfélögum sem viðtakendum þessa bréfs því boðið að senda sjónarmið sín um ofangreind atriði til starfshópsins í netfangið vindorka@urn.is. Einnig er gert ráð fyrir því að starfshópurinn fundi með hagaðilum síðar á þessu ári þar sem um gagnkvæmari samskipti verði að ræða. Þess er óskað að sjónarmið verði send skriflega í ofangreint netfang fyrir 30. september n.k.
  Byggðarráð samþykkir að óska eftir afstöðu skipulagsnefndar til málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 11 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 11 Lagðar fram fjárhagsupplýsingar vegna reksturs sveitarfélagsins tímabilið janúar-júní 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 11 Lagt fram til kynningar minnisblað Sigurðar Á. Snævarr sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 23. ágúst 2022, varðandi forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026. Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 12

2209001F

Fundargerð 12. fundar byggðarráðs frá 7. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir, Sveinn Úlfarson og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Fulltrúi Hrafnhóls ehf. Sigurður Garðarsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Hann veitti upplýsingar um stöðu vinnu við deiliskipulag Freyjugötureits og framkvæmdir á reitnum af hálfu fyrirtækisins. Fyrirtækið stefnir að því að auglýsa átta íbúðir fjölbýlishússins til leigu um mánaðamótin september/október n.k. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lögð fram drög að samningi um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu ásamt erindisbréfi fyrir valnefnd.
  Byggðarráð telur að þjónusta sveitarfélagsins í málaflokki nýrra farsældarlaga verði best veitt með því að verða aðilar að umdæmisráði barnaverndar á landsvísu og felur sveitarstjóra að vinna að samþykki samnings þar að lútandi og leggja fyrir sveitarstjórn til endanlegrar samþykktar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lagt fram bréf dagsett 2. september 2022 frá Sunnu Axelsdóttur lögmanni hjá Lögmannsstofu Norðurlands fyrir hönd ábúenda Laugarmýrar, varðandi heitavatnsréttindi að Steinsstöðum hinum fornu. Óskað er meðal annars eftir upplýsingum um stöðu mála hjá sveitarfélaginu varðandi heitavatnsréttindin og fundi með byggðarráði og sveitarstjóra vegna málsins svo fljótt sem unnt er.
  Byggðarráð felur sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins að taka saman upplýsingar og bjóða ábúendum Laugarmýrar til næsta fundar ráðsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Málið áður á dagskrá fundar byggðarráðs þann 13. júlí 2022. Lögð fram drög unnin af starfsmönnum fjölskyldusviðs um skipan starfshóps um þjónustu við fólk af erlendum uppruna og verkefnum hans.
  Byggðarráð samþykkir skipan starfshópsins í samræmi við fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að ræða við hlutaðeigandi aðila og upplýsa byggðarráð í kjölfarið um framgang málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Álfhildur Leifsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
  "Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks erum við skuldbundin til að "gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins [...] og útrýma hindrunum og tálmum sem hefta aðgengi, skulu meðal annars ná til bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar með talið skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisþjónustu og vinnustaða."
  Gott aðgengi skiptir okkur öllu máli, en slæmt aðgengi getur beinlínis komið í veg fyrir þátttöku fólks í samfélaginu. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks og er því mikilvægt að sveitarfélagið sé til fyrirmyndar hvað málefnið varðar í hvívetna.
  VG og óháð leggja til Skagafjörður ráði aðgengisfulltrúa sem sér til þess að gerðar séu úttektir á aðgengi, þ.e. á þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins í víðum skilningi. Leiði úttekt í ljós að úrbóta sé þörf hlutast aðgengisfulltrúi til um að gerðar séu tímasettar áætlanir um úrbætur."
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir að Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs og jafnframt aðgengisfulltrúi sveitarfélagsins komi á fund byggðarráðs við fyrsta tækifæri til að upplýsa um stöðu mála. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa að skipa að nýju fulltrúa í ráðgefandi hóp um aðgengismál í sveitarfélaginu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lagt fram bréf dagsett 29. ágúst 2022 frá Verslunarmannafélagi Skagafjarðar þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort ákvörðun hafi verið tekin um að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda í sveitarfélaginu fyrir árið 2023 í ljósi þeirra miklu hækkana sem urðu á fasteignamati í sveitarfélaginu fyrr á árinu.
  Byggðarráð skilur áhyggjur Verslunarmannafélags Skagafjarðar á hækkun fasteignagjalda en minnir á fasta tengingu við framlag Jöfnunarsjóðs við álagsprósentu fasteignaskatts, þ.e. framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins lækkar ef það fullnýtir ekki skattstofninn. Ljóst er að þetta fyrirkomulag þarfnast endurskoðunar við. Frekari umræða verður tekin í tengslum við vinnu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar ársins 2023.
  Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Málið síðast á dagskrá byggðarráðs þann 24. ágúst 2022. Lögð fram lokaútgáfa af samantekt KPMG Ráðgjafar á "Grænum iðngörðum í Skagafirði". Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. ágúst 2022 frá Umhverfisstofnun, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skipi fulltrúa, til fjögurra ára, í samstarfsnefnd um friðland í Þjórsárverum.
  Byggðarráð samþykkir að tilnefna Hrefnu Jóhannesdóttur og Svein F. Úlfarsson.
  Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lögð fram greiðsluviðmið vegna jafnaðarstunda í NPA samningum fyrir árið 2022 sem samþykkt voru á 2. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 8. ágúst 2022 og vísað til byggðarráðs.
  Byggðarráð samþykkir greiðsluviðmiðin og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Jafnaðartaxtar NPA samninga fyrir árið 2022" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lögð fram samþykkt um stjórn Skagafjarðar.
  Byggðarráð samþykkir samþykktina og vísar henni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skagafjarðar"
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lagðar fram reglur um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Reglur um úthlutun lóða" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lagðar fram reglur um val og útnefningu heiðursborgara Skagafjarðar.
  Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Reglur um útnefningu heiðursborgara"
  Samþykkt samhljóða.
 • 4.13 2208230 Jafnlaunastefna
  Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lögð fram jafnlaunastefna Skagafjarðar.
  Byggðarráð samþykkir stefnuna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,"Jafnlaunastefna". Samþykkt samhljóða.
 • 4.14 2208254 Reglur um heilsurækt
  Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lagðar fram reglur Skagafjarðar um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sinna fyrir árið 2022.
  Byggðarráð samþykkir framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,"Reglur um heilsurækt"
  Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lagðar fram reglur um kaup á skjávinnugleraugum.
  Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar,"Reglur um skjávinnugleraugu". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lagðar fram siðareglur starfsmanna Skagafjarðar.
  Byggðarráð samþykkir ofangreindar siðareglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Siðareglur starfsmanna" Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lagðar fram reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins.
  Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Reglur um viðveruskráningu". Samþykkt samhljóða.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lagt fram bréf dagsett 26. ágúst 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga, varðandi ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 12 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 1. september 2022 frá UNICEF á Íslandi varðandi tækifæri til áhrifa: Ráðstefna UNICEF um þátttöku barna þann 15. september 2022. Boðið verður upp á fjölbreyttar málstofur sem tengjast þátttöku barna í starfi sveitarfélaga, skóla og frístundavettvangsins. Þá geta þátttakendur valið milli þriggja mál- og vinnustofa um mikilvægi réttindafræðslu og þátttöku barna í starfi sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar byggðarráðs staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.

5.Félagsmála- og tómstundanefnd - 3

2208027F

Fundargerð 3. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 8. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 3 Drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna lögð fram til kynningar. Í reglugerðinni er leitast við að skýra betur hlutverk þeirra sem annast þjónustuna. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 3 Ákveðið hefur verið að halda vinnufund nefndarinnar þann 29.september nk. kl 13 og afgreiðslufund nefndarinnar kl 15. Ákveðið hefur verið að varamenn kjörinna fulltrúa verði boðaðir til vinnufundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 3 Erindi áður á dagskrá nefndarinnar þann 22. nóvember 2021, nefndin bókaði þá eftirfarandi: ,,Lagt fram erindi frá Ungmennafélaginu Smára þar sem óskað er eftir fjölgun tíma til íþróttaiðkunar í íþróttahúsinu í Varmahlíð. Með hliðsjón af viðræðum við ungmennafélagið samþykkir nefndin að stefna að fjölgun tíma við upphaf næsta skólaárs. Umræður verða teknar upp aftur þegar nær dregur." Í samráði við formann Smára er lagt til að opnunartími íþróttahússins í Varmahlíð verði lengdur um 1 klst. mánudaga til fimmtudaga í vetur. Kostnaður vegna þessa rúmast innan gildandi launaáætlana þessa árs. Nefndin mun ræða opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð aftur við vinnslu fjárhagsáætlunar 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 3 Erindi frá UNICEF um ráðstefnu sem ber yfirskriftina, Tækifæri til áhrifa“ lagt fram til kynningar. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík þann 15. september n.k. kl. 11:30-17:00 Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Félagsmála- og tómstundanefnd - 3 Eitt mál lagt fyrir. Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.

6.Fræðslunefnd - 3

2208009F

Fundargerð 3. fundar fræðslunefndar frá 18. ágúst 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Fræðslunefnd - 3 Farið var yfir stöðu mála í skólum Skagafjarðar með tilliti til starfsemi vetrarins, mannaráðningar og ýmissa annarra þátta í skólastarfi. Minnt er á að fræðslunefnd samþykkti á fundi sínum í júní s.l. ýmsar aðgerðir sem ráðist var í til að auðvelda mönnun í leikskólum. Svo virðist sem þær aðgerðir hafi skilað góðum árangri og vonast er til að mönnun sé komin í góðan farveg og starfið framundan verði stöðugt og farsælt. Enn er þó leitað eftir starfsfólki til starfa svo hægt sé að ljúka innritun barna sem náð hafa 12 mánaða aldri. Ákveðið hefur verið að aðlögun nýrra barna verði þrisvar á ári í Ársölum skólaárið 2022-2023, að hausti, í janúar og síðan í maí. Þetta er þó háð því að það takist að ráða starfsfólk og pláss leyfir. Það fyrirkomulag verður endurmetið fyrir skólaárið 2023-2024. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til foreldra og samfélagsins alls fyrir að leggjast á árar í þessu verkefni. Mikilvægt er að ítreka að samfélagsleg vitund um mikilvægi leikskólans, jákvæð umræða og viðhorf skiptir miklu máli. Þá er einnig mikilvægt að láta koma fram að afar misjafnlega hefur gengið að ráða í allar stöður í grunnskólunum, en nú hillir undir lausnir hvað það varðar. Nefndin vill einnig koma á framfæri þökkum til starfsfólks alls, bæði í leik- og grunnskóla fyrir þeirra miklu vinnu og margháttaðar lausnir sem fram hafa komið til að laða að starfsfólk til skólanna.
  Nefndin er einhuga um að það er fagnaðarefni að samhent átak fræðslunefndar og byggðarráðs fyrr í sumar hefur skilað góðum árangri hvað varðar ráðningar og mönnun stöðugilda í leikskólum Skagafjarðar. Mikilvægt er að viðhalda og styrkja þann árangur sem náðst hefur og leita leiða til að koma einnig til móts við þá starfsmenn, núverandi og tilvonandi, sem ekki eiga börn á leikskólaaldri.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn taki undir bókun frá fundi fræðslunefndar svohljóðandi:

  Farið var yfir stöðu mála í skólum Skagafjarðar með tilliti til starfsemi vetrarins, mannaráðningar og ýmissa annarra þátta í skólastarfi. Minnt er á að fræðslunefnd samþykkti á fundi sínum í júní s.l. ýmsar aðgerðir sem ráðist var í til að auðvelda mönnun í leikskólum. Svo virðist sem þær aðgerðir hafi skilað góðum árangri og vonast er til að mönnun sé komin í góðan farveg og starfið framundan verði stöðugt og farsælt. Enn er þó leitað eftir starfsfólki til starfa svo hægt sé að ljúka innritun barna sem náð hafa 12 mánaða aldri. Ákveðið hefur verið að aðlögun nýrra barna verði þrisvar á ári í Ársölum skólaárið 2022-2023, að hausti, í janúar og síðan í maí. Þetta er þó háð því að það takist að ráða starfsfólk og pláss leyfi. Það fyrirkomulag verður endurmetið fyrir skólaárið 2023-2024. Sveitarstjórn vill koma á framfæri þökkum til foreldra og samfélagsins alls fyrir að leggjast á árar í þessu verkefni. Mikilvægt er að ítreka að samfélagsleg vitund um mikilvægi leikskólans, jákvæð umræða og viðhorf skiptir miklu máli. Þá er einnig mikilvægt að láta koma fram að afar misjafnlega hefur gengið að ráða í allar stöður í grunnskólunum, en nú hillir undir lausnir hvað það varðar. Sveitarstjórn vill einnig koma á framfæri þökkum til starfsfólks alls, bæði í leik- og grunnskóla fyrir þeirra miklu vinnu og margháttaðar lausnir sem fram hafa komið til að laða að starfsfólk til skólanna. Sveitarstjórn er einhuga um að það er fagnaðarefni að samhent átak fræðslunefndar og byggðarráðs fyrr í sumar hefur skilað góðum árangri hvað varðar ráðningar og mönnun stöðugilda í leikskólum Skagafjarðar. Mikilvægt er að viðhalda og styrkja þann árangur sem náðst hefur og leita leiða til að koma einnig til móts við þá starfsmenn, núverandi og tilvonandi, sem ekki eiga börn á leikskólaaldri.

  Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum

  Afgreiðsla 3. fundar fræðslunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 3 Drög að reglugerð um tengiliði og málstjóra vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna lögð fram til kynningar. Í reglugerðinni er leitast við að skýra betur hlutverk þeirra sem annast þjónustuna. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar fræðslunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 3 Ákveðið hefur verið að halda vinnufund nefndarinnar þann 1.september nk. kl 16. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar fræðslunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 3 Tvö mál á dagskrá. Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar fræðslunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.

7.Fræðslunefnd - 4

2209002F

Fundargerð 4. fundar fræðslunefndar frá 6. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Fræðslunefnd - 4 Á fundi sínum þann 23. Júní s.l. áskildi nefndin sér rétt til að endurskoða skóladagatal Ársala með tilliti til þeirra breytinga sem eiga sér stað á starfsumhverfi leikskóla almennt. Unnið er að endurskipulagningu vinnustyttingu starfsfólks með það að markmiði að einfalda innra starf skólans. Það skipulag kann að hafa áhrif á þá fundi sem búið er að fastsetja í skóladagatalinu. Með hliðsjón af því er lagt til að þeir starfsmannafundir sem lenda á mánudegi og miðvikudegi færist yfir á þriðjudag og fimmtudag. Skóladagatalið verður kynnt að nýju með svofelldum breytingum. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar fræðslunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 4 Við upphaf skólaársins 2022-2023 er heildarnemendafjöldi í leikskólum Skagafjarðar 237 nemendur og hefur fjölgað um 6 frá fyrra ári. Grunnskólabörn verða 533 en voru 539 á síðasta skólaári. Fjöldi nemenda í Tónlistarskóla Skagafjarðar liggja ekki fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar fræðslunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 4 Menntastefna Skagafjarðar lögð fram til kynningar. Gert er ráð fyrir að hún verði endurskoðuð á næsta ári. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar fræðslunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 4 Erindi frá UNICEF um ráðstefnu sem ber yfirskriftina ,,Tækifæri til áhrifa“ lagt fram til kynningar. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Natura í Reykjavík þann 15. september n.k. kl. 11:30-17:00 Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar fræðslunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 4 Tvö mál tekin fyrir og afgreidd. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar fræðslunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.

8.Skipulagsnefnd - 5

2208019F

Fundargerð 5. fundar skipulagsnefndar frá 25. ágúst 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulagsnefnd - 5 Drög að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu lögð fram. Skipulagsuppdráttur nr. DS01. útg. 1.1., dagssettur 19.08.2022, unninn á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttur ásamt greinargerð, útg. 1.1., dagssett 19.08.2022.
  Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún". Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 5 Anna Halla Emilsdóttir, Halldór Tryggvason og Erla Hleiður Tryggvadóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Merkigarðs, landnúmer 146206, í Tungusveit óska eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar sem unnin var á kostnað landeiganda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi skipulagsgögn eru skipulagsuppdrættir DS01 og DS02, útg. 28.07.2022, ásamt skipulagsgreinargerð útg. 1.0, dags. 28.07.2022, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
  Tillagan gerir ráð fyrir 18 frístundalóðum innan frístundasvæðis nr. F-19 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, byggingarreitum, heimreiðum og lagnaleiðum ásamt byggingarskilmálum.
  Áður var lögð fram skipulagslýsing útg. 1.0 fyrir skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 26. júní 2017 þegar Aðalskipulags Skagafjarðar 2009-2021 var í gildi. Skipulagslýsing var auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga þar um og bárust 3 umsagnir/athugasemdir sem voru hafðar til hliðsjónar við vinnslu deiliskipulagsins. Þann 13. janúar 2020 tók skipulags- og byggingarnefnd fyrir skipulagslýsingu útg. 2.0. Í bókun kemur fram að breytingu á landnotkun yrði vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sem þá stóð yfir.
  Nú hefur Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 tekið gildi og meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Merkigarð samræmist meginforsendum í gildandi aðalskipulagi um landnotkun og gengur ekki framúr skilmálum aðalskipulags um hámarksfjölda húsa.
  Óskað er eftir því að tillagan að deiliskipulagi verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hljóti í framhaldi meðferð skv. 42. gr. laganna.
  Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Merkigarð (landnr. 146206) í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.


  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar, "Merkigarður (landnr. 146206) - tillaga að deiliskipulagi".
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 5 Hörður Þórarinsson óskar eftir að gerður verði lóðaleigusamningur fyrir Flæðagerði 7.

  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi og láta þinglýsa honum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með átta atkvæðum. Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað að hún víki af fundi undir afgreiðslu málsins.
 • Skipulagsnefnd - 5 Einar Sigurjónsson óskar eftir að gerður verði lóðaleigusamningur fyrir Flæðagerði 11.

  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi og láta þinglýsa honum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 5 Örn Ragnarsson og Margrét Aðalsteinsdóttir lóðarhafar við Lerkihlíð 1 á Sauðárkróki óskar eftir útmælingu lóðarinnar og hugsanlega breytingu á landi, landmótun og gerð göngustíga.

  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa og mæla út lóðina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 5 Ólafur Bjarni Haraldsson eigandi lóðarinnar Brautarholts 1 (landnr. 234442) á Langholti í Skagafirði, óskar eftir heimild til þess að stofna 700 m2 byggingarreit á lóðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7390-5002, dags. 15. ágúst 2022.

  Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús með sambyggðum bílskúr, steypt hús á einni hæð með hallandi þaki. Hámarks nýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,6.

  Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 5 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 4 þann 17.08.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.

9.Skipulagsnefnd - 6

2209005F

Fundargerð 6. fundar skipulagsnefndar frá 8. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulagsnefnd - 6 Kollgáta ehf. arkitektastofa fyrir hönd lóðarhafa Grenihlíðar 21-23, Ásmundar Pálmasonar, óskar eftir að lóð stækki til suðurs samkvæmt meðfylgjandi fyrirspunarteikningu.
  Stækkun lóðar yrði 155 m², lóðin er í dag 1039,5 m² og yrði með þessari stækkun 1194,5 m².
  Fyrirspunarteikning er unnin af Ragnari Frey Guðmundssyni á Kollgátu ehf. arkitektastofu.

  Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við umfjöllun erindisins og Einar Eðvald Einarsson varamaður hennar kom í hennar stað.
  Skipulagsnefnd hafnar erindinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 6 Ragnhildur Björk Sveinsdóttir óskar eftir að breyta skráningu á húseign hennar, Sigtúni (landnr. 146484, fasteignanr. 2142923) Hólahreppi úr húsi í frístundahús.
  Enginn hefur verið skráður þar með lögheimili til fjölda ára. Húsið er og verður eingöngu notað sem frístundahús.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 6 K-Tak ehf. eigandi af parhúsi sem stendur á lóðinni númer 1-3 við Gilstún á Sauðárkróki, óskar eftir leyfi til að breikka innkeyrslu á lóðinni um 2,5 metra til norðurs og 2,5 metra til suðurs. Meðfylgjandi teikning í mælikvarðanum 1:100 gerir grein fyrir umbeðinni breikkun.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 6 Jón Egill Indriðason og Sigríður Þóra Stormsdóttir f.h. RBR ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Álfgeirsvalla, landnúmer 146143 óska eftir heimild til að stofna 14,13 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Álfgeirsvellir 3“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 725601 útg. 16. ágúst 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

  Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með tilheyrandi staðgreini. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
  Ræktað land innan útskiptrar spildu er 8,4 ha.
  Engin hlunnindi fylgja landskiptum
  Engin fasteign er á umræddri spildu.
  Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Álfgeirsvöllum, landnr. 146143.
  Landskipti samræmast Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Ekki er sótt um breytta landnotkun.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 6 Sigríður Þóra Stormsdóttir og Jón Egill Indriðason, þinglýstir eigendur lóðarinnar Álfgeirsvellir lóð, landnúmer 219759, óska eftir heimild til að stofna 0,40 ha (3.798 m²) lóð úr landi Álfgeirsvalla lóðar, sem „Álfgeirsvellir 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 725601 útg. 16. ágúst 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
  Innan útskiptrar lóðar er samþykktur byggingarreitur sem mun fylgja landskiptum.
  Óskað er eftir því að útskipt lóð verði áfram skráð sem íbúðarhúsalóð.
  Eftir landskipti verður Álfgeirsvellir lóð 1,6 ha að stærð.
  Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunajarðar með tilheyrandi staðgreini. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
  Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
  Engin fasteign er á umræddri spildu.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 6 Friðrik Rúnar Friðriksson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lambeyri, landnúmer 201897, óskar eftir heimild til að stofna 2.562 m² íbúðarhúsalóð úr landeigninni sem “Lambeyri 2", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 72046301 útg. 30. ágúst 2022. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
  Landheiti útskiptrar lóðar vísar í staðvísi uppruna lóð með næsta lausa staðgreini.
  Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
  Engin fasteign er innan útskiptrar lóðar.
  Lögbýlisréttur fylgir áfram Lambeyri, L201897.
  Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki ræktunarlönd í I. eða II. flokki landbúnaðarlands né búrekstrarskilyrði.

  Þá er óskað eftir stofnun 843,6 m² byggingarreits fyrir íbúðarhús, á landi Lambeyrar, landnr. 201897, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, útg. 30. ágúst 2022. Byggingarreitur er innan afmörkunar útskiptrar lóðar og mun fylgja henni að landskiptum loknum.
  Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús. Fjöldi mannvirkja innan byggingarreits verði að hámarki tvö og hámarksbyggingarmagn verður 460 m². Hámarksnýtingarhlutfall lóðar verður 0,18.

  Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til deiliskipulagsgerðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 6 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 5 þann 30.08.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 6 Feðgarnir Björn Magnús Árnason og Árni Ragnarsson frá Stoð ehf. verkfræðistofu fara yfir þær hugmyndir og tillögur sem upp hafa komið í gegnum tíðina fyrir norðurbæinn/gamla bæinn á Sauðárkróki vegna deiliskipulagsvinnu sem hafin er á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 6. fundar skipulagnefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd - 4

2208011F

Fundargerð 4. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 28. ágúst 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 4 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. júlí 2022 frá Fjallskilanefnd Unadals varðandi vegslóða sem þarfnast lagfæringa eftir leysingar á árinu 2021 og 2022 til Landbúnaðarnefndar. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 755-850 þúsund krónur til viðgerðar á slóðanum.

  Landbúnaðarnefnd leggur til við umhverfis- og samgöngunefnd að hún úthluti fjármagni til þessara lagfæringa úr styrkveitingu frá Vegagerðinni vegna styrkvega 2022.

  Landbúnaðarnefnd er hér að vísa til máls 2201093 Styrkvegir 2022, sem á eftir að koma til afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar vegna úthlutunar 6 mkr. styrks frá Vegagerðinni.

  Nefndin samþykkir að veita 800 þúsund króna styrk til verkefnisins.

  Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • 10.2 2201093 Styrkvegir 2022
  Umhverfis- og samgöngunefnd - 4 Vegagerðin hefur samþykkt að veita sveitarfélaginu Skagafirði kr. 6.000.000,- styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í verkáætlun 2022 til verkefnisins styrkvegir í Sveitarfélaginu Skagafjörður.
  Sótt var um styrk í alls átta verkefni að upphæð um 14 milljónir. Vegagerðin hefur veitt sveitarfélaginu heimild til að ákveða hvernig fjármununum verði varið. Lagt er fram skjal með tillögu Landbúnaðarnefndar að útdeilingum fjárheimildarinnar og er hún eftirfarandi:

  Kolbeinsdalsvegur 1.800.000
  Keldudalsvegur 2.000.000
  Molduxaskarðsvegur 400.000

  Þúfnavallavegur 1.000.000
  Unadalsafréttarvegur 800.000

  Nefndin samþykkir tillögu Landbúnaðarnefndar og felur Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að annast framkvæmdirnar.

  Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 4 Starfsmenn framkvæmdasviðs Skagafjarðar fóru í vettvangsskoðun 21.06.2022. Ræsi er stíflað ofarlega í brekku og talsverðar skemmdir eru á um 300m kafla sem byrjar um 500m sunnan afleggjara að Stekkjarflötum. Að öðru leyti þarfnast vegurinn mölburðar og frekara viðhalds sem gera þarf nánari úttekt á.

  Eftirfarandi bókun var gerð á 8. fundi byggðarráðs þann 10.08.2022:

  2208039 - Gilsbakkavegur
  Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. ágúst 2022 frá Agnari H. Gunnarssyni varðandi svokallaðan Gilsbakkaveg og liggur frá Stekkjarflötum fram að Gilsbakka, en vegurinn þarfnast lagfæringar. Akrahreppur fékk á árum áður greidda eingreiðslu frá Vegagerðinni til viðhalds þessum vegarspotta. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagsskrárlið.

  Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að láta gera nauðsynlegar lagfæringar á veginum sem greiddar verða úr "Gilsbakkasjóði". Jafnframt er umhverfis- og samgöngunefnd falið að leggja fram áætlun um viðhald og endurbætur á vegslóðanum fram að Merkigili um Merkigil.

  Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að framfylgja ákvörðun Byggðarráðs frá 10.08.2022.
  Nefndin felur sviðstjóra að láta framkvæma nauðsynlegar lagfæringar á Gilsbakkavegi í ár og að gerð verði áætlun um frekari viðhaldsframkvæmdir á veginum að Gilsbakka. Jafnframt verði gerð áætlun um lagfæringar á vegi frá Gilsbakka að Merkigili og lagfæringar á gönguleið um gilið og að bænum Merkigili, í samráði við landeigendur.

  Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 4 Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni dagsett 20. júlí 2022 var umsókn um nýjan héraðsveg að bænum Miklabæ lóð 2 (landnr. 224983) samþykkt.

  Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat undir þessum lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 4 Ristarhlið á Þverárfjallsvegi við skíðasvæðisafleggjara hefur lítinn sem engan tilgang þar sem girðingar eru víða mjög lélegar eða jafnvel ónýtar. Meta þarf kosti og galla við að færa ristarhliðið niður að Reykjastrandarvegi.

  Nefndin felur sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samstarfi við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og Vegagerðina.

  Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri sátu undir þessum lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 4 Innan þéttbýlis í sveitarfélaginu hefur lengi tíðkast að heimila hrossaeigendum að beita ýmis svæði sem annars færu í órækt og óþrif. Mest er um þetta á Sauðárkróki.

  Á fundi 3. Landbúnaðarnefndar þann 15.08.2022 var eftirfarandi bókun samþykkt:

  Landbúnaðarnefnd ítrekar við þau sem eru með hross á þessum blettum í þéttbýlinu að gæta þess að girðingar séu í lagi svo búpeningur haldist innan þeirra og umgengni um svæðið sé til fyrirmyndar. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að uppfæra kort af þessum svæðum og útbúa skriflega samninga um þau.

  Nefndin felur sviðsstjóra í samstarfi við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og garðyrkjustjóra að vinna áfram að verkefninu.

  Kári Gunnarsson Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi og Helga Björk Gunnlaugsdóttir Garðyrkjustjóri sátu undir þessum lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 4 Hjólreiðafélagið Drangey leitar eftir leyfi til að útvíkka æfingarbraut fyrir fjallahjólreiðar í Skógarhlíðinni.
  Á síðasta ári var hafist handa við uppbyggingu þrautabrautar.

  Umhverfis- og samgöngunefnd hefur verið kunnugt um málið þar sem aðilar að málinu hefa verið í sambandi við garðyrkjustjóra og nefndina og leitað samstarfs um framkvæmdina.

  Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum um verkefnið og óskar því eftir fundi með forsvarsmönnum félagsins.

  Helga Björk Gunnlaugsdóttir Garðyrkjustjóri sat undir þessum lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 4 Hafnasamband Íslands boðar stjórn hafnasambandsins til 43. hafnasambandsþings sem haldið verður í Ólafsvík, dagana 27. og 28. október 2022.
  Þess er óskað að sveitarstjórnir/hafnarstjórnir tilkynni skrifstofu Hafnasambands Íslands um kjör fulltrúa á hafnasambandsþing eigi síðar en 15. september nk.

  Nefndin leggur til að fulltrúar Skagafjarðarhafna á þinginu verði formaður nefndarinnar, hafnarstjóri, sviðstjóri og einn nefndarmaður.
  Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 5

2209004F

Fundargerð 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 8. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti, kynnti fundargerð. Sveinn Úlfarsson og Hrefna Jóhannesdóttir kvöddu sér hljóðs.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 5 Fundagerðir Hafnarsambandsins frá fundum nr. 443 og 444 lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 5 Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 25. mars 2022 var fjallað um hagsmunagæslu Sambandsins í úrgangsmálum og eftirfarandi bókað og samþykkt:
  „Stjórn sambandsins fagnar því að átak um Hringrásarhagkerfið sé farið af stað og hvetur sveitarfélög til að nýta sér þá aðstoð sem í því felst. Það er skammur tími til stefnu til að innleiða nýjar kröfur um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og mikilvægt að sveitarfélög horfi til frekara samstarfs um þau verkefni sem framundan eru.“
  Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir hvatninguna og samþykkir að vinna áfram að framgangi málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 5 Málið tekið fyrir og rætt á fundi byggðarráðs 11. maí síðastliðinn sem samþykkti þá að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar vegna úttektar á umferðaröryggi við Túngötu og þeirra aðgerða sem ráðast á í að úttekt lokinni. Afstaða byggðarráðs til erindisins að öðru leyti verður tekin þegar úttekt og öryggisráðstafanir munu liggja fyrir.
  Fyrir liggja drög verkfræðistofunnar Eflu að bættu umferðaröryggi við Túngötu á Sauðárkróki. Tillagan miðar að því að hægja á umferð um götuna en leyfður hámarkshraði er 30 km á klukkustund. Reynslan er hinsvegar sú að virkur hraði í götunni er talsvert hærri sem leiðir af sér hættu fyrir íbúa og vegfarendur. Merking og málun gangbrauta hefur sýnt sig í að vera hraðatakmarkandi aðgerð og leggur Efla til að 7-8 þveranir verði merktar og upplýstar, þar af verði 2 uppbyggðar hraðahindranir.
  Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögu Eflu og felur sviðsstjóra að láta hanna, teikna upp og kostnaðarmeta aðgerðapakkann. Umhverfis- og samgöngunefnd telur framangreind áform til bætts umferðaröryggis taka á yfirvofandi hættu aðliggjandi húsa við Túngötu á Sauðárkróki.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 5 Skrifað var undir samning um verkið við Víðimelsbræður ehf. þann 30. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða um 150 m lengingu götunnar til suðurs og bætast þar með við 3 parhúsalóðir, 3 einbýlishúsalóðir og ein fjögurra íbúða raðhúsalóð. Framkvæmdir við verkið eiga að hefjast í byrjun september og gert er ráð fyrir að verklok við þennan áfanga verði í lok október næstkomandi.
  Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar því að þessi áfangi sé kominn á framkvæmdastig og óskar íbúum Varmahlíðar til hamingju með að möguleiki á stækkun byggðarinnar er að verða að veruleika.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 5 Aðildarhafnir Hafnasambands Íslands geta óskað eftir fjárhagsstuðningi til Hafnasambandsins til að mæta kostnaði við rekstur dómsmála enda sé líklegt að niðurstaða málsins feli í sér fordæmisgefandi niðurstöðu fyrir aðrar hafnir. Reglur þess efnis voru samþykktar á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands 14. júní 2022 og tóku þegar gildi.
  Málið lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 5 Ársfundur náttúruverndarnefnda verður haldinn í Grindavík þann 10. nóvember næstkomandi. Að undirbúningi fundarins koma, auk Umhverfisstofnunar, Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa. Á fundinum verður m.a. farið yfir hlutverk náttúruverndarnefnda, fjallað um hlutverk Umhverfisstofnunar, Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa, auk þess að fjalla um náttúruverndarmál. Skipuleggjendur hvetja sveitarfélög til að taka daginn frá og senda fulltrúa sinna nefnda á fundinn. Fyrir þá sem ekki komast verður fundinum streymt.
  Ákveðið er að fulltrúar nefndarinnar taki þátt í fundinum í gegnum streymi og eru nefndarmenn hvattir til að taka daginn frá.


  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 5 Málið var tekið fyrir á fundi byggðarráðs þann 6. júlí síðastliðinn. Byggðarráð vísaði erindinu um staðsetningu til umhverfis- og samgöngunefndar.
  Hollvinasamtökin Leikum á Króknum hóf söfnun fyrir hoppubelg í september 2019 þegar byggðarráð Skagafjarðar samþykkti staðsetningu á hoppubelg hjá Sundlaug Sauðárkróks. Söfnunin tókst með eindæmum vel og á aðeins fjórum vikum var belgurinn kominn upp og í notkun öllum krökkum á Króknum til mikillar gleði. Samtökin fengu þá á sig áskorun um að halda áfram að safna fyrir nýju tæki og lét hópurinn ekki staðar numið heldur hélt söfnuninni áfram. Margar hugmyndir komu upp um ný tæki, m.a. að safna fyrir nýjum belg sem yrði þá staðsettur einhverstaðar í Túnahverfi eða Hlíðahverfi. Nú langar Leikum á Króknum hópnum að koma með tillögu að staðsetningu á nýjum belg sem verður fjárfest í um leið og byggðarráð samþykkir staðsetningu.
  Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar erindinu og bendir á að nauðsynlegt er að breið sátt náist um staðsetningu nýs ærslabelgs. Ekki liggur fyrir heildrænt deiliskipulag af Túnahverfi né Hlíðahverfi en í deiliskipulagi skal setja fram ákvæði um almannarými eins og götur, torg, leiksvæði og almenningsgarða. Í dag er útivistarsvæði milli Raftahlíðar og Birkihlíðar. Nefndin telur því að tillaga 3 af framkomnum tillögum Leikum á Króknum sé ákjósanlegur staður fyrir nýjan ærslabelg, nánar tiltekið við hlið Iðju. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að ræða við hópinn um áframhaldandi framgang málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 5 Lagt fram bréf sem barst 10. ágúst 2022 frá Kolbrúnu Grétarsdóttur varðandi ábendingu um lausagöngu búfjár í Blönduhlíð fremri. Búpeningur sé of mikið í lausagöngu og hafi verið valdur að bílslysum á Þjóðvegi 1 þar sem hann liggur um Blönduhlíð. Þetta sé verulegt vandamál og telur bréfritari að nú sé komið að því að banna lausagöngu búfjár á vegum í Skagafirði.
  Landbúnaðarnefnd fjallaði um málið á fundi sínum 15. ágúst síðastliðinn. Í bókun sinni skorar Landbúnaðarnefnd á landeigendur að sinna viðhaldi girðinga meðfram þjóðvegum og minnir á að Vegagerðin endurgreiðir kostnað við viðhald veggirðinga sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 930/2012.
  Umhverfis- og samgöngunefnd hvetur búfjáreigendur til þess að gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að halda búfé frá vegum og afsetja þann fénað sem sækir út á veg. Af gefnu tilefni er ástæða til það rifja upp að fyrir um þremur árum síðan viðruðu fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þá hugmynd við forsvarsmenn Vegagerðarinnar að hafnar yrðu viðræður um möguleika þess að koma á sambærilegu samkomulagi og gert var við Húnaþing vestra um friðun ákveðinna vegkafla í gegnum sveitarfélagið, gegn því að Vegagerðin girti nýjar girðingar þar sem þess væri þörf og yfirtæki þær girðingar sem fyrir væru fyrir tiltekinn tíma. Húnaþing vestra auglýsti í kjölfarið bann við lausagöngu búfjár á þessum vegum. Með samningnum voru allar girðingar meðfram áðurnefndum vegum komnar að fullu í umsjón Vegagerðarinnar. Vegagerðin hefur ekki brugðist við fyrrgreindu erindi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að taka erindið upp að nýju við samgönguráðherra og forsvarsmenn Vegagerðarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 5 Í samræmi við 4. gr. auglýsingar um friðland í Þjórsárverum, óskar Umhverfisstofnun eftir því að Skagafjörður tilnefni einn aðila í samstarfsnefnd um friðlandið.
  Í fjórðu grein auglýsingarinnar segir: "Umhverfisstofnun hefur umsjón með friðlandinu en stofnuninni til ráðgjafar er 10 manna nefnd og skipar hvert sveitarfélag einn fulltrúa og Umhverfisstofnun einn og er sá formaður nefndarinnar. Með nefndinni skulu starfa fulltrúar Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Skipunartími nefndarinnar er sá sami og kjörtímabil sveitarstjórna. Skal ráðgjafanefndin funda minnst einu sinni á ári. Umhverfisstofnun er heimilt að höfðu samráði við ráðgjafanefnd að setja ítarlegri reglur um umgengni í friðlandinu, sbr. 81. gr. laga nr. 60/2013." Þess er óskað að tilnefningin berist eigi síður en 17. september ásamt heimilisfangi og netfangi viðkomandi. Umhverfisstofnun vekur athygli á 15. gr. laga nr 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu. Forstjóri Umhverfisstofnunar skipar í nefndina og velur úr tilnefningum svo kynjaskiptingin sé sem jöfnust.
  Tilnefningaraðilar bera kostnað af setu fulltrúa sinna í nefndinni.
  Byggðarráð tilefndi á 12. fundi sínum 7. september sl. þau Hrefnu Jóhannesdóttur og Svein F. Úlfarsson sem fulltrúa í samstarfsnefndinni.
  Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 5. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022 með níu atkvæðum.

12.Veitunefnd - 2

2208014F

Fundargerð 2. fundar veitunefndar frá 6. september 2022 lögð fram til afgreiðslu á 4. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Veitunefnd - 2 Erindi barst til sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 13. Júlí 2022. Erindið var tekið fyrir á 7. fundi Byggðarráðs þann 20.07.2022 og því vísað til afgreiðslu veitunefndar.

  Efni: Beiðni um að Skagafjarðaveitur selji áfram heitt vatn til starfsemi í kennslu og rannsóknum í fiskeldi í aðstöðu fyrrum Hólalax og síðar FISK Seafood á þeim kjörum sem tiltekin eru í samningi sem gerður var á milli Hitaveitu Hjaltadals síðar Skagafjarðarveitna og Hólalax frá 4. maí, 1991 sem síðar var uppfærður þegar Hólalax sameinaðist FISK Seafood árið 2019.

  Málið var tekið fyrir og niðurstaðan er að bjóða Háskólanum á Hólum hámarks afslátt sem veittur er til stórnotenda og sprotafyrirtækja af gjaldskrá Skagafjarðarveitna á heitu vatni vegna reksturs fiskeldis- og fiskalíffræðideildar í Hjaltadal. Skagafjarðarveitur hafa ekki heimild til að veita hærri afslátt en samkvæmt gildandi gjaldskrá.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar veitunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. septemeber 2022 níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 2 Starfsmenn Skagafjarðarveitna hafa skoðað aðstæður á Lambanesreykjum og metið aðstæður til rennslismælinga, rannsókna og möguleika á virkjun hitaveituholu LN-13 sem er í notkun í dag. Einnig hefur verið lagt mat á það hvar og hvernig best væri að byggja nýja dælustöð fyrir svæðið ef að framkvæmdum verður. Ný dælustöð sem myndi þjóna byggð sem er að Lambanesreykjum ásamt dælingu á vatni að Hraunum og myndi tryggja afhendingaröryggi veitunnar verulega.

  Sviðsstjóri upplýsir nefndarmenn um stöðu mála og er honum falið að leita samninga við landeigendur sem fyrst.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar veitunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. septemeber 2022 níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 2 Jarðborinn Nasi er væntanlegur í að bora út Holu VH-22 sem boruð var á síðastliðnu ári. Gert er ráð fyrir að borinn hefji borun í kringum miðjan september næstkomandi. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar veitunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. septemeber 2022 níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 2 Fyrir liggur að gera áætlun um framtíðaráform kaldavatnsöflunar í Skagafirði á vegum Skagafjarðarveitna. Áætluninni er ætlað að veita veitunefnd, sveitastjórn og stjórendum Skagafjarðarveitna yfirsýn yfir helstu verkefni sem eru framundan ásamt því að vera stefnumarkandi skjal í mati á framkvæmdum næstu ára og skal haft til hliðssjónar við gerð fjárhagsáætlana. Áætlunin skal vera til 10 ára og skal uppfæra amk. einu sinni á ári, í síðasta lagi fyrir gerð fjárhagsáætlunar.

  Nefndin felur sviðsstjóra að setja af stað vinnu við gerð áætlunina og drög af áætluninni skal vera tilbúin fyrir næsta fund.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar veitunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. septemeber 2022 níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 2 Fyrir liggur að gera áætlun um framtíðaráform um virkjun og dreifingu á heitu vatni í Skagafirði. Áætluninni er ætlað að veita veitunefnd, sveitastjórn og stjórendum Skagafjarðarveitna yfirsýn yfir helstu verkefni sem eru framundan ásamt því að vera stefnumarkandi skjal í mati á framkvæmdum næstu ára og haft til hliðssjónar við gerð fjárhagsáætlana. Áætlunin skal vera til 10 ára og skal uppfæra amk. einu sinni á ári, í síðasta lagi fyrir gerð fjárhagsáætlunar.

  Nefndin felur sviðsstjóra að setja af stað vinnu við gerð áætlunar og stefnt skal að drög séu tilbúin fyrir næsta fund.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar veitunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. septemeber 2022 níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 2 Starfsmenn Skagafjarðarveitna hafa tekið saman yfirlit yfir dreifingu notkunar á köldu vatni á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar veitunefndar staðfest á 4. fundi sveitarstjórnar 14. septemeber 2022 níu atkvæðum.

13.Jafnaðartaxtar NPA samninga fyrir árið 2022

2208030

Á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september sl. var lagt fram greiðsluviðmið vegna jafnaðarstunda í NPA samningum fyrir árið 2022 sem samþykkt voru á 2. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 8. ágúst 2022 og vísað til byggðarráðs. Byggðarráð samþykkti greiðsluviðmiðin og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum

14.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Skagafjarðar

2206198

Lögð er fram samþykkt um stjórn og fundarsköp Skagafjarðar sem samþykkt var á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september sl. og vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samþykktin borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

15.Reglur um úthlutun lóða

2208274

Á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september sl. voru lagðar fram reglur um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði. Byggðarráð samþykkti reglurnar og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Reglurnar bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með 9 atkvæðum

16.Reglur um útnefningu heiðursborgara

2208235

Á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september sl. voru lagðar fram reglur um val og útnefningu heiðursborgara Skagafjarðar.Byggðarráð samþykkti reglurnar og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

17.Jafnlaunastefna

2208230

Á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september sl. var jafnlaunastefna Skagafjarðar lögð fram. Byggðarráð samþykkti stefnuna og vísaði henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Jafnlaunastefnan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

18.Reglur um heilsurækt

2208254

Á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september sl. voru lagðar fram reglur Skagafjarðar um heilsuræktarstyrki til starfsmanna sinna fyrir árið 2022. Byggðarráð samþykkti framlagðar reglur og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til máls.
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með 9 atkvæðum.

19.Reglur um skjávinnugleraugu

2208262

Á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september sl. voru lagðar fram reglur um kaup á skjávinnugleraugum. Byggðarráð samþykkti framangreindar reglur og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

20.Siðareglur starfsmanna

2208263

Á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september sl. voru lagðar fram siðareglur starfsmanna Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkti ofangreindar siðareglur og vísaði þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

21.Reglur um viðveruskráningu

2208265

Á 12. fundi byggðarráðs þann 7. september sl. voru lagðar fram reglur um viðveruskráningu starfsmanna sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkti framangreindar reglur og vísaði til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óskar bókað að þær sitji hjá.

22.Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.

2201059

Vísað frá 5. fundi skipulagsnefndar frá 25. ágúst sl. þannig bókað:
"Drög að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu lögð fram. Skipulagsuppdráttur nr. DS01. útg. 1.1., dagssettur 19.08.2022, unninn á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttur ásamt greinargerð, útg. 1.1., dagssett 19.08.2022.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010."

Sveitarstjórn skagafjarðar samþykkir með 9 atkvæðum að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

23.Merkigarður (landnr. 146206) - tillaga að deiliskipulagi.

2208037

Vísað frá 5. fundi skipulagsnefndar frá 25. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Anna Halla Emilsdóttir, Halldór Tryggvason og Erla Hleiður Tryggvadóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Merkigarðs, landnúmer 146206, í Tungusveit óska eftir því að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar tillögu að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar sem unnin var á kostnað landeiganda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meðfylgjandi skipulagsgögn eru skipulagsuppdrættir DS01 og DS02, útg. 28.07.2022, ásamt skipulagsgreinargerð útg. 1.0, dags. 28.07.2022, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Tillagan gerir ráð fyrir 18 frístundalóðum innan frístundasvæðis nr. F-19 í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, byggingarreitum, heimreiðum og lagnaleiðum ásamt byggingarskilmálum.
Áður var lögð fram skipulagslýsing útg. 1.0 fyrir skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 26. júní 2017 þegar Aðalskipulags Skagafjarðar 2009-2021 var í gildi. Skipulagslýsing var auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga þar um og bárust 3 umsagnir/athugasemdir sem voru hafðar til hliðsjónar við vinnslu deiliskipulagsins. Þann 13. janúar 2020 tók skipulags- og byggingarnefnd fyrir skipulagslýsingu útg. 2.0. Í bókun kemur fram að breytingu á landnotkun yrði vísað til endurskoðunar á aðalskipulagi sem þá stóð yfir.
Nú hefur Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 tekið gildi og meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Merkigarð samræmist meginforsendum í gildandi aðalskipulagi um landnotkun og gengur ekki framúr skilmálum aðalskipulags um hámarksfjölda húsa.
Óskað er eftir því að tillagan að deiliskipulagi verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hljóti í framhaldi meðferð skv. 42. gr. laganna.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Merkigarð (landnr. 146206) í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjaðar samþykkir með 9 atkvæðum, að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Merkigarð (landnr. 146206) í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010."

24.Kjör í fulltrúaráð Skagfirskra leiguíbúða hses 2022

2206031

Samkvæmt samþykktum Skagfirskra leigíbúða hses. skal sveitarfélagið tilnefna 8 fulltrúa í fulltrúaráð til fjögurra ára
Forseti gerir tilllögu um eftirtalda fulltrúa:
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir (Vg), Ólína Björk Hjartardóttir (Vg), Guðlaugur Skúlason (D) Sigurður Hauksson (D) Einar Einarsson (B) Sigríður Magnúsdóttir (B) Jóhanna Ey Harðardóttir (L) og Sveinn F. Úlfarsson (L)
Ekki komu fram aðrar tilnefningar og skoðast þau rétt kjörin.

25.Aðalgata 16C - Umsókn um leyfi til að fjarlægja hús af lóð.

2208168

Fyrir liggur umsókn Steins Leó Sveinssonar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar, fh. eigenda Aðalgötu 16c á Sauðárkróki, um leyfi til að fjarlægja húsið af lóðinni.
Einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir húsinu á svokölluðum Tengilsreit við Aðalgötu 24 á Sauðárkróki, þar sem fyrirhugað er að húsið standi tímabundið þar til endanleg staðsetning liggur fyrir.
Fyrirhugaður flutningur (Maddömmukots) samræmist samþykktum skipulags- og byggingarnefndar 20. janúar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar 9. febrúar 2022.
Þar sem umrætt hús er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.
Meðfylgjandi:
Umsókn dagsett 2. september 2022
Afstöðumynd gerð á Stoð ehf. verkfræðistofu, dagsett 1. ágúst 2022.
Umsögn Minjastofnunar Íslands, dagsett 18. ágúst 2022.

Sveitarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingartími vera tvær vikur. Hafi ábendingar/athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingartíma er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.

26.Innleiðing á farsældarlögum

2204179

Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráðs barnaverndar á landsvísu ásamt erindisbréfi fyrir valnefnd,sem samþykktur var á fundi byggðarráðs fyrr í dag, 14. september.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að standa að umdæmisráði barnaverndar með öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni líkt og lagt er til í erindinu. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.

27.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201003

Fundargerð 912. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. ágúst 2022 lögð fram til kynningar á 4. fundi sveitarstjórnar 14. september 2022

Fundi slitið - kl. 17:07.