Sveitarstjórn Skagafjarðar

2. fundur 27. júní 2022 kl. 16:15 - 17:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
 • Hrund Pétursdóttir aðalm.
 • Sigurður Bjarni Rafnsson varam.
  Aðalmaður: Hrefna Jóhannesdóttir
 • Gísli Sigurðsson aðalm.
 • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir aðalm.
 • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
 • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
 • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
 • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
Starfsmenn
 • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
 • Kristín Jónsdóttir. skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 1

2206004F

Fundargerð 1. fundar byggðarráðs frá 16. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 2. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti kynnti fundargerð. Sveinn Finster Úlfarsson, Gísli Sigurðsson og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 1 Lagt fram kauptilboð dagsett 14. júní 2022 í fasteignina F214-3720 Túngata 10 á Hofsósi, frá Ölmu Björk Ragnarsdóttur og Guðmundi Skúla Halldórssyni. Í fjárhagsáætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir sölu fasteignarinnar.
  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 1 Lagt fram staðfestingarbréf frá Stoð ehf. verkfræðistofu, dagsett 2. júní 2022 varðandi opnun tilboða í verkið Nestún norðurhluti - Gatnagerð 2022. Eitt tilboð barst í verkið frá Vinnuvélum Símonar ehf. að fjárhæð 41.834.340 kr. og var það 4,6% hærra en kostnaðaráætlun verksins.
  Byggðarráð samþykkir að tilboði Vinnuvéla Símonar ehf. í verkið verði tekið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 1 Lagt fram bréf dagsett 31. maí 2022 frá Félagi atvinnurekenda varðandi ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Stjórn Félags atvinnurekenda ítrekar áskoranir sínar til sveitarfélaga að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023. Þess er óskað að áskorun þessi verði rædd í sveitarstjórn.
  Byggðarráð skilur áhyggjur FA á hækkunum fasteignaskatta en minnir á fasta tengingu við framlag Jöfnunarsjóðs við álagsprósentu fasteignaskatts, þ.e. framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins lækkar ef það fullnýtir ekki skattstofninn. Ljóst er að þetta fyrirkomulag þarfnast endurskoðunar við.
  Frekari umræða verður tekin í tengslum við vinnu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar ársins 2023.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 1 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2022 frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni. Samtökin hafa unnið að undirbúningi frisbígolfvallar á Hofsósi og óska þau leyfis til að fá að staðsetja hann samkvæmt loftmynd af svæðinu, sem fylgir erindinu.
  Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að óska eftir áliti Vegagerðar og leigutaka tjaldsvæðisins á Hofsósi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 1 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. maí 2022 frá Snorrasjóði ses. Óskað er eftir því að sveitarfélagið taki á móti þátttakanda í Snorraverkefninu sumarið 2022 og/eða veiti styrk til verkefnisins.
  Sumarið 2022 mun 22 manna hópur ungmenna af íslenskum ættum á aldrinum 20-30 ára koma hingað til lands frá Kanada og Bandaríkjunum til að kynnast rótum sínum. Markmið verkefnisins er að styrkja tengsl afkomenda Íslendinga í Norður-Ameríku við Ísland og hvetja unga Vestur-Íslendinga til að varðveita og rækta íslenskan menningar- og þjóðararf sinn. Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga og Norræna félagsins.
  Sveitarfélagið hefur þegar útvegað einum þáttakanda hlutavinnu í sumar.
  Byggðarráð getur ekki orðið við beiðni um fjárhagsstyrk að sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 1 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 30. maí 2022 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs í samráðsgátt, mál nr. 94/2022, "Breyting á kosningalögum". Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 1 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 20. maí 2022 frá Almannavörnum varðandi samræmda greiningu á áhættu og áfallaþoli - Vefgátt Almannavarna. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 2

2206013F

Fundargerð 2. fundar byggðarráðs frá 22. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 2. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu lið 2.8.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 2 Lagt fram kauptilboð dagsett 14. júní 2022 í fasteignina F214-3720 Túngata 10 á Hofsósi, frá Ölmu Björk Ragnarsdóttur og Guðmundi Skúla Halldórssyni. Í fjárhagsáætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir sölu fasteignarinnar.
  Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði tilboðsgjafa.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 2 Lagt fram bréf frá Stoð ehf., verkfræðistofu, dagsett 10. júní 2022. Föstudaginn 10. júní 2022 voru opnuð tilboð í verkið Sauðárkrókur og Hofsós - Malbikun 2022. Um var að ræða lokað útboð, og var fjórum aðilum gefinn kostur á að taka þátt. Tvö tilboð bárust, hafa þau nú verið yfirfarin. Engar útreikningsskekkjur fundust. Kostnaðaráætlun var upp á 71.951.900 kr. Tilboð Steypustöðvar Skagafjarðar ehf. var 94,2% af áætlun, 67.767.538 kr. og tilboð Vinnuvéla Símonar ehf. nam 73.501.863 kr., 102,2% af kostnaðaráætlun.
  Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 2 Lagt fram bréf frá Stoð ehf., verkfræðistofu, dagsett 3. júní 2022. Föstudaginn 3. júní 2022 voru opnuð tilboð í verkið, Birkimelur Varmahlíð - Gatnagerð 2022“. Um var að ræða lokað útboð og var fjórum aðilum gefinn kostur á að taka þátt. Tvö tilboð bárust, hafa þau nú verið yfirfarin og útreikningsskekkjur leiðréttar. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 32.286.250 kr. Tilboð Vinnuvéla Simonar ehf. nam 40.781.307 kr., 126,3% af kostnaðaráætlun og tilboð Víðimelsbræðra ehf. í verkið var 34.046.612 kr., 105,5% af kostnaðaráætlun.
  Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Þegar metið sé hvort rétt sé að ljúka samningi við lægstbjóðanda skuli þó metin áhætta af því að í gangi er kærumál um deiliskipulag sem er grundvöllur þess framkvæmdaleyfis sem verkið byggir á.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 2 Erindið áður tekið fyrir á 1. fundi byggðarráðs þann 16. júní 2022. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2022 frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni. Samtökin hafa unnið að undirbúningi frisbígolfvallar á Hofsósi og óska þau leyfis til að fá að staðsetja hann samkvæmt loftmynd af svæðinu, sem fylgir erindinu.
  Byggðarráð samþykkir að veita leyfi fyrir staðsetningu frisbígolfvallar eins og fyrirliggjandi teikning sýnir, með þeim fyrirvara að tillit verði tekið til athugasemda rekstraraðila tjaldsvæðisins á Hofsósi.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 2 Fært í trúnaðarbók.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 2 Lagt fram aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett 14. júní 2022.
  Byggðarráð samþykkir að fela Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 2 Lögð fram umsagnarbeiðni dagsett 13. júní 2022, úr máli 2022-021222 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 10.06.2022 sækir Daniel Þórarinsson, f.h. Dalaseturs ehf, kt.560419-0230, um leyfi til að reka gististað í þremur húsum í flokki III að Helgustöðum, 566 Hofsós. Fastanúmer 226-2015, þrjú hús með 6 gestum í hverju húsi.
  Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 2 Lögð fram umsagnarbeiðni dagsett 13. júní 2022, úr máli 2022-021405 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Með umsókn dagsettri 13.06.2022 sækir Stefanía Leifsdóttir f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum, kt.680911-0530, um leyfi til að reka kaffihús með útiveitingum, veitingaleyfi í flokki II í frístundahúsi á Brúnastöðum, 570 Fljót. Fastanúmer 2325984.
  Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
  Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með átta atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 2 Byggðarráð samþykkir að endurtilnefna fulltrúa Skagafjarðar í áður skipaðan samráðshóp með Kaupfélagi Skagfirðinga, samanber fundargerð byggðarráðs frá 25.08. 2021. Fulltrúar verði aðalmenn byggðarráðs ásamt áheyrnarfulltrúa og sveitarstjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Byggðarráð Skagafjarðar - 2 Lagður fram til kynningar tölvupóstur til sveitarstjórnarfulltrúa, dagsettur 16. júní 2022 frá innviðaráðuneytinu. Þar kemur m.a. fram að ráðuneytið hlakkar til að leggjast á árarnar með fulltrúum nýrra sveitarstjórna við áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélaga um land allt. Alþingi steig mikilvægt skref í þessa átt með samþykkt þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 á lokadegi þingsins í gær. Áætlunin hefur að geyma hvorki meira né minna en 44 aðgerðir til að stuðla að blómlegri byggð á landinu.
  Innviðaráðuneytið ýtti nýlega úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Ríkur þáttur í þeirri vinnu felst í því að leita álits kjörinna fulltrúa í þessum þremur málaflokkum.
  Með hliðsjón af því verður óskað eftir upplýsingum frá sveitarstjórnum um stöðu helstu verkefna, áskoranir, valkosti og tækifæri í málaflokkunum með rafrænum hætti á næstu dögum. Óskað verður eftir að framlag sveitarfélaganna berist ráðuneytinu í byrjun júlí. Því verður svo fylgt eftir í hringferð ráðuneytisins um landið síðar á árinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar byggðarráðs staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.

3.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1

2206012F

Fundargerð 1. fundar atvinnu-, menningar og kynningarnefndar frá 20. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 2. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Hrund Pétursdóttir vék af fundi undir lið 3.6.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1 Lögð fram tillaga um Ragnar Helgason sem formann, Sigurð Bjarna Rafnsson sem varaformann og Auði Björk Birgisdóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða. Formaður tók við fundarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1 Starfsmenn nefndarinnar fóru yfir helstu verkefni nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Magnúsi Ver Magnússyni f.h. Félags Kraftamanna, dagsett 03. maí 2022, til að halda aflraunamótið Norðulands Jakinn dagana 20. - 21. ágúst n.k. í Skagafirði.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja verkefnið um gistingu fyrir þátttakendur og starfsfólk Norðurlands Jakans ásamt einni máltíð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1 Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.05.2022 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2023.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2023. Erindinu vísað til byggðarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Tönju M. Ísfjörð Magnúsdóttur, dagsett 11. maí 2022, til að halda Druslugöngu á Sauðárkróki þann 23. júlí n.k.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja Druslugönguna um 50.000 kr. Tekið af lið 05890.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1 Tekin fyrir fyrirspurn frá Auði Herdísi Sigurðardóttur, dagsett 12.06.2022 um rekstur félagsheimilisins Héðinsminni.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og felur starfsmönnum nefndarinnar að auglýsa rekstur Héðinsminnis. Umsækjendur geri grein fyrir hugmyndum að nýtingu hússins í umsókninni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með átta atkvæðum. Hrund Pétursdfóttir vék af fundi undir þessum lið.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Magnúsi Barðdal fyrir hönd hópsins Skemmtilegri Skagafjörður, dagsett 16.06.2022, fyrir vegglistaverki sem hópurinn hyggst láta framkvæma í sumar. Verkefnið gengur út á að fá listamanninn Juan Picture Art til þess að mála suðurhliðar á fasteignunum Kirkjutorg 1 og Kirkjutorg 3.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar þessu frumkvæði hópsins Skemmtilegri Skagafjörður og samþykkir að styrkja verkefnið um 200.000 en fer fram á að hópurinn fái skriflegt samþykki næstu nágranna sem eru í beinni sjónlínu við húsin. Tekið af lið 05890.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1 Tekin fyrir styrktarbeiðni frá Erlu Dóru Vogler, dagsett 4. maí 2022, til að halda Haustgleði í Ljósheimum á haustmánuðum.
  Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið en getur ekki styrkt verkefnið að þessu sinni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1 Lagt fyrir nefndina samningur um styrk frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða fyrir verkefnið Ketubjörg - Aðgengi og öryggi ferðamanna - 2. hluti. Styrkurinn er veittur til að gera tvö bílastæði á tveimur stöðum. Merkingar og leiðarvísar verða settir víða um svæðið, nýir göngustígar lagðir og viðeigandi öryggisráðstafanir verða gerðar við björgin með grindverkum. Grjóthleðslur verða notaðar sem fallvörn við útsýnisstaði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1 Lagðir fyrir ársreikningar Leikfélags Sauðárkróks fyrir árin 2018 -2021.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022.
 • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 1 Lögð fram til kynningar hugmyndavinna um nýsköpun í dreifðum byggðum sem barst frá Austan mána ehf, dagsett 06.05.2022.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022.

4.Fræðslunefnd - 1

2206010F

Fundargerð 1. fundar fræðslunefndar frá 23. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 2. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Fræðslunefnd - 1 Sveitarstjóri bar upp eftirfarandi tillögu um kjör formanns, varaformanns og ritara fræðslunefndar:
  Lagt er til að Regína Valdimarsdóttir fulltrúi D-lista verði kjörin formaður, Hrund Pétursdóttir fulltrúi B-lista varaformaður og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir fulltrúi Vg-lista ritari. Agnar H. Gunnarsson fulltrúa L-lista situr fundina sem áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt, skv. ákvörðun sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar fræðslunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 1 Skóladagatöl fyrir leikskóla Skagafjarðar lögð fram

  Ársalir: Leikskóladagatalið tekur örlitlum breytingum vegna endurmenntunar- og skipulagsdaga. Fyrirhuguð er námsferð starfsmanna í febrúar og hafa þeir dagar verið samræmdir við vetrarfrí Árskóla til hagræðis fyrir fjölskyldufólk. Fundir starfsmanna verða með hefðbundnum hætti, 4 á starfstíma skólans og 4 að vinnutíma loknum. Sumarleyfi verður frá kl. 14:00 þann 7. júlí til kl. 10:00 þann 8. ágúst, fjórar vikur eins og verið hefur.
  Fyrir nefnd og starfsmönnum liggur að skoða starfsumhverfi leikskólans og leita leiða til að koma til móts við mismunandi sjónarmið er varða lokanir vegna sumarleyfa starfsmanna, undirbúnings og skipulags.
  Skóladagatal þetta er lagt fram til samþykktar eins og það lítur út nú en nefndin áskilur sér rétt til að taka dagatalið upp til endurskoðunar með tilliti til þeirrar vinnu sem framundan er við að finna betra fyrirkomulag á rekstri og opnunartíma skólans.
  Birkilundur: Leikskóladagatalið er að mestu óbreytt frá fyrra ári hvað endurmenntunar- og skipulagsdaga varðar sem og fundi starfsmanna. Sumarleyfi verður frá 10. júlí til 14. ágúst 2023, fimm vikur eins og verið hefur.
  Tröllaborg: Leikskóladagatalið er að mestu óbreytt frá fyrra ári hvað endurmenntunar- og skipulagsdaga varðar sem og fundi starfsmanna. Sumarleyfi verður frá 3. júlí til 7. ágúst 2023, fimm vikur eins og verið hefur.
  Samræmdir hafa verið endurmenntunar- og skipulagsdagar eins og kostur er.
  Dagatöl þessi hafa verið lögð fyrir foreldraráð leikskólanna og tekið hefur verið tillit til ábendinga þeirra.
  Nefndin samþykkir skóladagatölin eins og þau eru lögð fram.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar fræðslunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Fræðslunefnd - 1 Lagt fram erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri með ósk um staðfestingu á að Skagafjörður greiði námsgjöld tveggja nemenda sem hyggjast stunda nám á grunnstigi annars vegar og miðstigi hins vegar. Skagafjörður sér sér ekki fært að verða við erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar fræðslunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.

5.Skipulagsnefnd - 1

2206006F

Fundargerð 1. fundar skipulagsnefndar frá 20. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 2. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Skipulagsnefnd - 1 Lögð var fram tillaga um Sigríði Magnúsdóttur sem formann, Jón Daníel Jónsson sem varaformann og Eyþór Fannar Sveinsson sem ritara. Áheyrnarfulltrúi verður Álfhildur Leifsdóttir. Samþykkt samhljóða. Sigríður Magnúsdóttir tók nú við fundarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar skipulagsnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. jíní 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 1 Farið yfir drög að deiliskipulagstillögu fyrir Freyjugötureitinn unnin af Óskari Erni Gunnarssyni hjá Landmótun. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar skipulagsnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. jíní 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 1 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdaleyfi fyrir fyrirliggjandi verkframkvæmdum við göturnar Hesteyri, Vatneyri og svæðið sem nefnt er Gamla bryggja. Framlögð gögn gera grein fyrir ætlaðri framkvæmd sem varða:
  Lagning stofnstrengja fyrir rafmagn
  -
  Fráveitulagnir, regn og skólplagnir, tenging við núverandi stofna
  -
  Hitaveitulagnir, stofnlögn að bryggjum
  -
  Lagnir fyrir kalt vatn, stofnlagnir að
  -
  Gröftur og fylling götukassa og í plön
  -
  Efra burðarlag
  -
  Brunnar og niðurföll
  -
  Malbikun
  -
  Kantsteinar
  -
  Gangstéttar
  Framkvæmdirnar snúa allar að vinnu á landi og munu ekki hafa áhrif á sjávarbotn eða lífríki sjávar.

  Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.

  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 35, Hesteyri - Vatneyri - Gamla bryggja - Umsókn um framkvæmdaleyfi.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 1 Magnús Eiríksson lóðarhafi lóðarinnar Reykjarhóll lóð, landnúmer 146877 óskar eftir heimild til að stofna 806,5m² byggingarreit á landi lóðarinnar eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 78891001 útg. 25. maí. 2022. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Um er að ræða byggingarreit fyrir aðstöðuhús að hámarki 80 m² að stærð. Sumarhúsið Lynghóll (F2144297) 80,7 m2 að stærð, byggt árið 1988 verður einnig innan fyrirhugaðs byggingarreits.


  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar skipulagsnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. jíní 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 1 Kári Ottósson þinglýstur eigandi jarðarinnar Viðvík (landnr. 146424) óskar eftir heimild til að stofna 17.085 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Stjörnumýri“, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 72091001, dags útg. 17. maí 2022. Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði lóð. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu og breytt landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði. Landskiptin eru í samræmi við gildandi aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Landheiti útskiptrar spildu er ekki að finna á öðru landi í Skagafirði. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Viðvík, landnr. 146424.
  Jafnframt er óskað eftir heimild til að stofna 450 m2 byggingarreit fyrir íbúðarhús og 250 m2 byggingarreit fyrir vélageymslu innan spildunnar, líkt og sýnt er á sama uppdrætti. Byggingarreitirnir eru innan útskiptrar spildu og munu tilheyra henni að landskiptum loknum.

  Skipulagsnefnd samþykkir umbeðin landskipti en hafnar umbeðnum byggingarreitum á grundvelli laga nr.123/2010 og óskar eftir að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.


  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar skipulagsnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. jíní 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 1 Kári Ottósson þinglýstur eigandi landsspildunnar Viðvík land (landnr. 178681) óska eftir heimild til að stofna 450 m² byggingarreit undir íbúðarhús á landsspildunni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 72091001, dags. 17. maí 2022. Þá er óskað eftir skráningu á hnitsettri afmörkun landsins í landeignaskrá Þjóðskrár Íslands, eins og hún er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti S01, dags. 17. maí 2022. Hnitsett afmörkun landsins, á meðfylgjandi uppdrætti, er skv. þinglýstu skjali nr. 746/1995. Stærð landsins er 7,5 ha (75.000 m²). Kári Ottósson þinglýstur eigandi Viðvíkur lands, L178681, er þinglýstur eigandi aðliggjandi landeigna. (Ekki er verið að sækja um breytingu á ytri afmörkun Viðvíkur lands, L178681.)

  Skipulagsnefnd samþykkir afmörkun landspildunnar og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.


  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar skipulagsnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. jíní 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 1 Vísað frá sveitarstjórn:
  Með erindi þessu er upplýst að óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins félagsins Fljótabakki ehf., kt. 531210-3520 á 100% hlut í sumarbústaðalöndunum Árbakka (landeignanr. 146820) og Hrólfsvöllum (landeignanr. 146821), en jarðir þessar eru í Skagafirði. Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna málsins.

  Í meðfylgjandi umsókn koma fram upplýsingar um aðrar eignir umsækjanda og tengdra aðila. Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga er hér með óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði. Samkvæmt 3. málsl. 8. mgr. 10. gr. a skulu umsagnir liggja fyrir eins skjótt og verða má. Með vísan til þess er þess óskað að umsögn verði skilað eigi síðar en miðvikudaginn 1. júní 2022. Meðfylgjandi eru gögn málsins.


  Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkomið erindi þ.e.a.s. þá þætti sem varða skipulagsmál og samræmast gildandi aðalskipulagi og vísar erindinu til sveitarstjórnar.

  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 36, Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 - sala sumarbústaðalanda Árbakki og Hrólfsstaðir.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 1 Einar Jakobsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Dúks, landnúmer 145969 óskar hér með eftir heimild til að stofna 13,9 ha (138.808m2) spildu úr landi jarðarinnar, sem „Dúkur 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79000104 útg. 24.05.2022 Afstöðuppdráttur unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því að útskipt spilda haldi skilgreiningu sem jörð.

  Landheiti útskiptrar spildu vísar í heiti upprunajarðar og ber sama staðvísi. Þá er notaður næsti lausi staðgreinir til að tryggja einkvæmi staðfangs. Ekki er annað landnúmer í sveitarfélaginu skráð með þetta staðfang.
  Engin fasteign er á umræddri spildu.
  Ræktað land sem fylgir landskiptum nemur 11,3 ha og er sýnt á afstöðuuppdrætti.
  Engin önnur hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
  Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Dúki, landnr. 145969.

  Þá óskar landeigandi eftir staðfestingu á hnitsettum landamerkjum jarðarinnar milli punkta LM01 og LM09 sem fylgja merkajagirðingu (utan vegar) og milli punkta LM09 og LM12 sem er á milli girðinga, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 79000104 útg. 24.05.2022 unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing.

  Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar skipulagsnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. jíní 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 1 Víglundur Rúnar Pétursson og Hafdís Edda Stefánsdóttir eigendur Birkimels 18 í Varmahlíð óska eftir stækkun lóðar að Birkimel 18.
  Eins og meðfylgjandi gögn sýna var færsla bílageymslu að Birkimel 18 heimiluð út fyrir lóðarmörk í vestur, samkvæmt bókun byggingarfulltrúa frá 07.07.2005
  Eigendur óska eftir að fá lóðamörkin færð vestur fyrir bílageymslu og að fá lóðamörk færð í suður frá bílageymslu að næstu lóð sunnan við eða að göngustíg ef gert er ráð fyrir honum í skipulagi upp að opnu svæði vestan núverandi byggðar.

  Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og vísar til gerðar deiliskipulags samanber bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 23.06.2021, málsnúmer: 2103351.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar skipulagsnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. jíní 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 1 Bergur Þ. Þórðarson sækir fh.Orkufjarskipta hf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í fjölpípu frá Tengivirki Landsnets í Varmahlíð upp á Öxnadalsheiði. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni lagnaleið.
  Orkufjarskipti hf. áætlar að leggja ljósleiðara í fjölpípu frá Tengivirki Landsnets í Varmahlíð upp á Öxnadalsheiði, sjá meðfylgjandi loftmynd. Ástæða lagnarinnar er að tvítengja með ljósleiðara tengivirki Landsnets á Varmahlíð og tengivirki Landsnets á Rangárvölllum og tryggja þar með fjarskipti þessara staða til stýringa á raforkukerfi landsmanna. Lögð verður fjölpípa svo að ekki komi til frekara rask á á umhverfi samhliða lagningu ljósleiðara annara fjarskiptafyrirtækja. Lögnin mun liggja frá tengivirkinu í Varmahlíð, til suðurs í gegnum ræktað land en síðan sveigja til austurs og inn að Þjóðvegi 1 við Sólvelli. Þaðan mun lögnin liggja með fram Þjóðvegi 1 inn að landi Silfrastaða. Frá Silfrastöðum mun lögnin liggja meðfram gamla þjóveginum framhjá Ytra-Koti og fara yfir gömlu brúnna við Norðurá. Þaðan mun lögnin liggja til Suðurs inn að Þjóðvegi 1. Lögnin liggur svo samhliða Þjóðvegi 1 yfir Öxnadalsheiði og niður í Öxnadal. Rörið verður plægt beint í jörðu. Ljósleiðaranum verður að verki loknu blásið í. 18 tenngibrunnar verða á leiðinni þar sem hægt verður að komast að lögninni vegna mælinga og eftirlits á ástandi strengsins. Gengið verður þannig frá brunnunum að þeir falli sem best inn í það umhverfi sem þeir eru í. Við leiðarvalið var tekið mið af landslagi og forðast var eftir megni að fara um viðkvæm svæði. Þá kemur fram að leitað var upplýsinga um bestu leiðir hjá heimamönnum sem þekkja vel til á svæðinu. Við val og útstikun leiðarinnar var ekkert sem benti til þess að verið væri að fara um landsvæði með hugsanlegar fornleifar. Plægingin verður framkvæmd með jarðýtu á flotbeltum og eins verður beltagrafa sem fer á eftir og lokar plógfarinu. Öll ummerki framkvæmdarinnar á yfirborði verða lagfærð. Sáð verður í þau jarðvegssár sem verða í grónu landi og einnig verður lögð rík áhersla á vandaðan frágang þar sem strenglögnin þverar ár og læki. Ummerki munu hverfa að mestu á einu sumri í grónu landi, en á melum geta þau verið lengur að jafna sig.
  Óskað er eftir framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins vegna ofangreindrar framkvæmdar.

  Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 37, Umsókn um framkvæmdaleyfi - Ljósleiðari Orkufjarskipta - Varmahlíð að Öxnadalsheiði.
  Samþykkt samhljóðar.
 • Skipulagsnefnd - 1 Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirliggjandi framkvæmda við Nestún Norðurhluta á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við verkið verði lokið 1. október 2022. Í verkinu felst vinna við lengingu götunnar Nestúns á Sauðárkróki. Annarsvegar er um að ræða jarðvegsskipti í götunni og hinsvegar er um að ræða gerð fráveitulagna í götunni. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir svæðisins.

  Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 38, Nestún norðurhluti - Umsókn um framkvæmdaleyfi.
  Samþykkt samhljóða.
 • Skipulagsnefnd - 1 Lagt fram til kynningar.
  Sigrún Helga Sigurjónsdóttir sendir fh. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.

  Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 8. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

  Þá kemur fram að ef engar athugasemdir eru gerðar við frumvarpið þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis. Þingskjalið er aðgengilegt á vef Alþingis. Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0812.html
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar skipulagsnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. jíní 2022 með níu atkvæðum.
 • Skipulagsnefnd - 1 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu fór yfir helstu skipulagsverkefni sem þau eru að vinna fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar skipulagsnefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. jíní 2022 með níu atkvæðum.

6.Umhverfis- og samgöngunefnd - 1

2206002F

Fundargerð 1. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 16. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 2. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Hrund Pétursdóttir vék af fundi undir lið 6.6.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 1 Lögð var fram tillaga um Hrefnu Jóhannesdóttur sem formann nefndar, Sólborgu S. Borgarsdóttur sem varaformann og Sveinn Úlfarsson sem ritara.

  Samþykkt samhljóða. Formaður tók við fundarstjórn.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 1 Ákveðið er að gera rafræna skoðanakönnun hjá íbúum í dreifbýli þar sem að valið verður á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði með þeim hætti að íbúar skili sorpi á móttökustöð. Farið var yfir tillögu að kosningarseðli og leiðbeiningar sem verða fylgiskjal með útskýringum á hvaða áhrif möguleikarnir hafa á þjónustustig og kostnað.
  Í aðdraganda skoðunarkönnunar verður sendur út upplýsingabæklingur á hvert heimili í dreifbýli Skagafjarðar. Áætlað er að kynning hefjist í síðustu viku júnímánaðar og að rafræn skoðanakönnun í beinu framhaldi. Íbúafundir verða haldnir í Varmahlíð og á Hofsósi og þeim streymt. Upplýsingar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Skagafjarðar.

  Umhverfis- og samgöngunefnd finnst ánægjulegt að verið sé að stíga þetta skref í bættri grunnþjónustu úrgangsmála í dreifbýli Skagafjarðar og samþykkir að vísa málinu til staðfestingar sveitarstjórnar.

  Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri, atv. og menn. - í kynningarmálum sat þennan lið.
  Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til sérliðar nr. 39, Skoðanakönnun um sorphirðu í dreifbýli 2022.
  Samþykkt samhljóða.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 1 Vinna við gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu í Skagafirði er langt komin en vænta má að niðurstöður skoðanakönnunnar hjá íbúum í dreifbýli liggi fyrir um mánaðarmót júní - júlí næstkomandi. Þar verður valið á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði með þeim hætti að íbúar skili sorpi á móttökustöð.

  Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna að því að koma útboði í framkvæmd sem fyrst. Áætlun gerir ráð fyrir að útboðsgögn verði klár til afhendingar um 10. júlí næstkomandi og verður útboðið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 1 Erindi hefur borist frá hópi áhugamanna sem nefnir sig "Skemmtilegri Skagafjörður". Markmið hópsins er að vinna að því að gera umhverfið okkar skemmtilegra með því að skreyta umhverfið og gera það meira eftirminnilegt fyrir gesti og ferðamenn. Lögð er fram tillaga hópsins að því að skreyta Kirkjutorgið á Sauðárkróki með myndlist þar sem suðurhlið húsanna Kirkjutorgs 1 og 3 verða myndskreytt auk þess sem að gangstéttin kringum torgið fái upplyftingu.

  Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar þessu frumkvæði hópsins Skemmtilegri Skagafjörður og samþykkir erindið fyrir sitt leyti en fer fram á að hópurinn fái skriflegt samþykki næstu nágranna sem eru í beinni sjónlínu við húsin.

  Magnús Barðdal, Auður Ingólfsdóttir og Sigfús Ólafur Guðmundsson sátu fundinn undir þessum lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 1 Umhverfis- og samgöngunefnd hefur ákveðið að nýta sér heimildarákvæði um framlengingu í samningi við Vinnuvélar Símonar ehf um snjómokstur á Sauðárkróki. Samningurinn framlengist um eitt ár. Unnið verður að endurskipulagningu á reglum um snjómokstur og þjónustu á öllu þjónustusvæði Skagafjarðar og skal þeirri vinnu lokið áður en að nýtt útboð fer fram árið 2023.

  Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að ganga frá málinu við Vinnuvélar Símonar ehf.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 1 Vinna við byggingu útikennslustofu í Litla Skógi er hafin og er jarðvinnu vegna undirstaða lokið. Rætt hefur verið um að reyna að útvega við í mannvirkið sem mest úr skagfirskum skógum og er verið að vinna að lausn í því máli.

  Sviðsstjóra er falið að ganga frá samningi um kaup á skagfirskum burðarvið og öðru smíðefni eins og hægt er. Hrefna Jóhannesdóttir formaður Umhverfis- og samgöngunefndar sat hjá við afgreiðslu málsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með átta atkvæðum. Hrund Pétursdóttir vék af fundi undir þessum lið.
 • Umhverfis- og samgöngunefnd - 1 Tilboð í verkið voru opnuð 2. júní síðastliðinn. Eitt tilboð barst frá Vinnuvélum Símonar ehf og reyndist tilboðið vera 104,6 % af kostnaðaráætlun verkkaupa. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 13. júní að taka tilboðinu og fól framkvæmdasviði að ganga til samninga við verktakann um verkið.

  Búið er að sækja um framkvæmdaleyfi til skipulagsfulltrúa. Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Vinnuvélar Símonar ehf um verkið og setja það í framkvæmd.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.

7.Veitunefnd - 1

2206003F

Fundargerð 1. fundar veitunefndar frá 21. júní 2022 lögð fram til afgreiðslu á 2. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
 • Veitunefnd - 1 Lögð fram tillaga um Guðlaug Skúlason sem formann, Jóhannes Ríkharðsson sem varaformann og Úlfar Sveinsson sem ritara.

  Samþykkt samhljóða. Formaður tók við fundarstjórn.

  Sigfús Ingi Sigfússon sat þennan lið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar veitunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 1 Vegna seinkunar á afhendingu búnaðar sem þarf til verksins verður seinkun á því að framkvæmdir hefjist. Áætlun gerir ráð fyrir að borun hefjist um miðjan ágúst næstkomandi.

  Farið var yfir skýrslu Ísor um borun holu VH-22 og mikilvægi jarðhitasvæðisins í Varmahlíð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar veitunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 1 Á fundi sveitastjórnar þann 25. maí var tillaga Veitunefndar um að ganga að tilboði SET ehf um kaup á lagnaefni samþykkt. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri hefur staðfest töku tilboðs og er framleiðsla á rörunum komin í ferli.

  Sviðsstjóri fór yfir niðurstöður útboðsins og stöðu verkefnisins. Ekki er stefnt á að fara í framkvæmdir fyrr en á næsta ári.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar veitunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 1 Vegna aðstæðna í heiminum eru horfur á hráefnamarkaði slæmar eins og er. Verð á stáli hefur hækkað gríðarlega á mörkuðum og ekki er annað sjáanlegt en að verðið muni hækka enn meira og að jafnvel verði erfitt að útvega stál þegar að líða fer á árið.

  Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og lagði til að farið yrði í nýtt efnisútboð þar sem að gert væri ráð fyrir innkaupum á öllum rörum sem vantar til að ljúka tengingu veitunnar frá Langhúsum að Róðhóli. Afhending efnis og greiðslur miðist við vorið 2023.

  Samþykkt og sviðsstjóra falið að setja nýtt útboð í gang.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar veitunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 1 Ný borholudæla er komin til landsins og unnið er að niðursetningu hennar og tengingum. Dæluprófanir eru framundan og eru vonir bundnar við að nýja dælan skili meira af heitu vatni en tekist hefur að vinna áður úr þessari holu.

  Búið er að koma dælunni niður og prufudælingar verða framkvæmdar á næstunni.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar veitunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.
 • Veitunefnd - 1 Fyrirhugaðar framkvæmdir að Hraunum í Fljótum kalla á aukna orkuþörf á hitaveitusvæðinu. Skagafjarðarveitur hafa ákveðið að skoða fýsileika þess að nýta jarðhita til verkefnisins frá Lambanesreykjum.

  Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að ræða við landeigendur og láta gera nauðsynlegar mælingar á vatnsmagni og hita þannig að hægt verði að meta hvort að næg orka sé til staðar að Lambanesreykjum fyrir verkefnið.
  Bókun fundar Afgreiðsla 1. fundar veitunefndar staðfest á 2. fundi sveitarstjórnar 27. júní 2022 með níu atkvæðum.

8.Kjör í almannavarnarnefnd 2022

2205186

Kjör fulltrúa í almannavarnarnefnd til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara. Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í almannavarnarnefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð. Aðalmenn: Gísli Sigurðsson og Jóhanna Ey Harðardóttir
Varamenn: Hrund Pétursdóttir og Álfhildur Leifsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

9.Kjör fulltrúa í stjórn Náttúrustofu Nl. vestra 2022

2206033

Kjör fulltrúa í stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara. Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í stjórn Náttúrustofu, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Sigurður Bjarni Rafnsson og Jóhanna Ey Harðardóttir
Varamenn: Hrund Pétursdóttir og Auður Björk Birgisdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

10.Kjör fulltrúa í Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra 2022

2206034

Kjör fulltrúa í Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara. Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Róbert Smári Gunnarsson og Ólína Björk Hjartardóttir
Varamenn: Haraldur Þór Jóhannsson og Jón Kolbeinn Jónsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

11.Kjör fulltrúa í stjórn Norðurár bs 2022

2206089

Kjör fulltrúa í stjórn Norðurár bs til fjöugrra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara. Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Hrefna Jóhannesdóttir og Sveinn Finster Úlfarsson
Varamenn: Einar E Einarsson og Arnar Bjarki Magnússon
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörnin.

12.Kjör fulltrúa í Öldungaráð 2022

2206090

Kjör fulltrúa í öldungaráð til fjöugrra ára, þrír aðalmenn og þrír til vara. Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Gunnsteinn Björnsson, Sigríður Magnúsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
Varamenn: Haraldur Þór Jóhannsson, Eyrún Sævarsdóttir og Högni Elfar Gylfason
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörin.

13.Tilnefning fulltrúa í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Nl.v 2022

2206094

Tilnefning fulltrúa í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs SSNV til (fjögurra)tveggja ára ára, einn aðalmaður. Forseti bar upp tillögu um Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur sem aðalmann.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.

14.Tilnefning fulltrúa í fagráð menningar SSNV 2022

2206095

Tilnefning fulltrúa í fagráð menningar SSNV til fjögurra ára, tveir aðalmenn. Forseti bar upp tillögu um Steinunni Gunnsteinsdóttur og Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur sem aðalmenn.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þær því rétt kjörnar.

15.Tilnefning fulltrúa í fagráð atvinnuþróunar- og nýsköpunar SSNV 2022

2206096

Tilnefning fulltrúa í fagráð atvinnuþróunar- og nýsköpunar SSNV til fjögurra ára, tveir aðalmenn. Forseti bar upp tillögu um Gunnstein Björnsson og Hildi Þóru Magnúsdóttur sem aðalmenn.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörin.

16.Tilnefning fulltrúa í samgöngu- og innviðanefnd SSNV 2022

2206097

Tilnefning fulltrúa í samgöngu- og innviðanefnd SSNV til fjögurra ára, einn aðalmaður og einn til vara. Forseti bar upp tillögu um Guðlaug Skúlason sem aðalmann og Hrólf Þey Hlínarson til vara.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og teljast þeir því rétt kjörnir.

17.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Eyvindarstaðarheiðar ehf 2022

2206098

Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Eyvindarstaðarheiðar ehf, til fjögurra ára, þrír aðalmenn og þrír til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Gunnar Valgarðsson, Smári Borgarsson og Úlfar Sveinsson
Varamenn: Axel Kárason, Haraldur Þór Jóhannsson og Högni Elfar Gylfason
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörin.

18.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Flugu hf 2022

2206100

Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Flugu ehf, til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara. Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Sigurlína Magnúsdóttir og Pétur Örn Sveinsson
Varamenn: Axel Kárason og Sveinn Finster Úlfarsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörnin.

19.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Tímatákns ehf 2022

2206101

Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Tímatákns ehf. til fjögurra ára, þrír aðalmenn.
Forseti bar upp eftirfarandi tillögu: Einar E Einarsson, Gísli Sigurðsson og Hildur Þóra Magnúsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörin.

20.Kjör fulltrúa í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar

2206102

Kjör fulltrúa í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar, til fjögurra ára, einn aðalmaður og annar til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Gunnsteinn Björnsson
Varamaður: Hrund Pétursdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörnin.

21.Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands 2022

2206103

Kjör fulltrúa í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands til fjögurra ára, einn aðalmaður og annar til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Bjarki Tryggvason
Varamaður: Sigurður Hauksson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.

22.Kjör í fulltrúaráð Farskólans - miðstöð símenntunar á Nl.v 2022

2206104

Kjör fulltrúa í fulltrúaráð Farskólans - miðstöðvar símenntunar á Norðurlandi vestra til fjögurra ára, einn aðalmaður og annar til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Árni Gunnarsson
Varamaður: Hrund Pétursdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörnin.

23.Kjör fulltrúa í stjórn Skógræktarsjóðs Skagafjarðar 2022

2206105

Kjör fulltrúa í stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga, til fjögurra ára, þrír aðalmenn.
Formaður bar upp tillögu um: Hrefnu Jóhannesdóttur, Guðlaug Skúlason og Elínborgu Erlu Ásgeirsdóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

24.Tilnefning í stjórn Hátækniseturs Íslands ses 2022

2206106

Tilnefning fulltrúa í stjórn Hátækniseturs Íslands ses, til fjögurra ára, tveir aðalmenn og tveir til vara. Forseti bar upp tillögu um aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Gunnsteinn Björnsson og Eyþór Fannar Sveinsson
Varamenn: Gísli Sigurðsson og Tinna Kristín Stefánsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

25.Tilnefning fulltrúa í stjórn UB koltrefja ehf 2022

2206107

Tilnefning fulltrúa í stjórn UB Koltrefja ehf, til fjögurra ára, einn aðalmaður og annar til vara.
Forseti bar upp tillögu um aðal- og varamann.
Aðalmaður: Gísli Sigurðsson
Varamaður: Jón Daníel Jónsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.

26.Kjör fulltrúa í stjórn Menningarsjóðs Eyþórs Stefánssonar 2022

2206109

Samkvæmt 5. gr. skipulagsskrár Menningarsjóðs Eyþórs Stefánssonar skal sveitarstjórn Skagafjarðar tilnefna einn ef þremur stjórnarmönnum sjóðsins.
Forseti gerir tillögum um sveitarstjóra sem stjórnarmann.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.

27.Kjör fulltrúa í Styrktarsjóð Guðrúnar Þ Sveinsdóttur 2022

2206111

Kjör fulltrúa í Styrktarsjóð Guðrúnar Þ. Sveinsdóttur, til fjögurra ára, tveir aðalmenn.
Forseti bar upp tillögu um sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.

28.Kjör fulltrúa í byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks 2022

2206113

Kjör fulltrúa í stjórn byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks, fjórir aðalmenn. Forseti bar upp tillögu um að byggðarráðsfulltrúar ásamt áheyrnarfulltrúa skipi stjórn byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörin.

29.Kjör fulltrúa í byggingarnefnd skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi 2022

2206114

Kjör fulltrúa í stjórn byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi, fjórir aðalmenn. Forseti bar upp tillögu um að byggðarráðsfulltrúar ásamt áheyrnarfulltrúa skipi stjórn byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og teljast þau því rétt kjörin.

30.Tilnefning fulltrúa í Vatnasvæðanefnd 2022

2206128

Tilnefning eins fulltrúa í Vatnasvæðanefnd á vegum Umhverfisstofnunar. Forseti bar upp tillögu um Hrefnu Jóhannesdóttur í nefndina.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.

31.Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022-2026

2206129

Siðarelgur kjörinna fulltrúa, sem samþykktar voru af sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar þann 18. október 2018, lagðar fram óbreyttar til samþykktar nýrrar sveitarstjórnar Skagafjarðar. Siðareglurnar bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.

32.Innkaupareglur fyrir Skagafjörð

2206250

Innkaupastefna og innkaupareglur fyrir Skagafjörð, sem samþykktar voru af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. febrúar 2021, lagðar fram óbreyttar til samþykktar nýrrar sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Sveinn Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Innkaupastefna og innkaupareglur bornar upp til afgreiðslu og samþykktar með níu atkvæðum.

33.Hesteyri - Vatneyri - Gamla bryggja - Umsókn um framkvæmdaleyfi

2206202

Vísað frá 1. fundi Skipulagsnefndar 20. júní 2022 þannig bókað.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdaleyfi fyrir fyrirliggjandi verkframkvæmdum við göturnar Hesteyri, Vatneyri og svæðið sem nefnt er Gamla bryggja. Framlögð gögn gera grein fyrir ætlaðri framkvæmd sem varða: Lagning stofnstrengja fyrir rafmagn - Fráveitulagnir, regn og skólplagnir, tenging við núverandi stofna - Hitaveitulagnir, stofnlögn að bryggjum - Lagnir fyrir kalt vatn, stofnlagnir að - Gröftur og fylling götukassa og í plön - Efra burðarlag - Brunnar og niðurföll - Malbikun - Kantsteinar - Gangstéttar Framkvæmdirnar snúa allar að vinnu á landi og munu ekki hafa áhrif á sjávarbotn eða lífríki sjávar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
Erindi borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

34.Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 2004 - sala sumarbústaðalanda Árbakki og Hrólfsstaðir

2205190

Vísað frá 1. fundi skipulagsnefndar 20. júní 2022 þannig bókað.
Vísað frá sveitarstjórn: Með erindi þessu er upplýst að óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins félagsins Fljótabakki ehf., kt. 531210-3520 á 100% hlut í sumarbústaðalöndunum Árbakka (landeignanr. 146820) og Hrólfsvöllum (landeignanr. 146821), en jarðir þessar eru í Skagafirði. Óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna málsins. Í meðfylgjandi umsókn koma fram upplýsingar um aðrar eignir umsækjanda og tengdra aðila. Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga er hér með óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði. Samkvæmt 3. málsl. 8. mgr. 10. gr. a skulu umsagnir liggja fyrir eins skjótt og verða má. Með vísan til þess er þess óskað að umsögn verði skilað eigi síðar en miðvikudaginn 1. júní 2022. Meðfylgjandi eru gögn málsins. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkomið erindi þ.e.a.s. þá þætti sem varða skipulagsmál og samræmast gildandi aðalskipulagi og vísar erindinu til sveitarstjórnar.
Erindi borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

35.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Ljósleiðari Orkufjarskipta - Varmahlíð að Öxnadalsheiði

2205171

Vísað frá 1. fundi skipulagsnefndar þann 20. júní 2022 þannig bókað.
Bergur Þ. Þórðarson sækir fh.Orkufjarskipta hf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í fjölpípu frá Tengivirki Landsnets í Varmahlíð upp á Öxnadalsheiði. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni lagnaleið. Orkufjarskipti hf. áætlar að leggja ljósleiðara í fjölpípu frá Tengivirki Landsnets í Varmahlíð upp á Öxnadalsheiði, sjá meðfylgjandi loftmynd. Ástæða lagnarinnar er að tvítengja með ljósleiðara tengivirki Landsnets á Varmahlíð og tengivirki Landsnets á Rangárvölllum og tryggja þar með fjarskipti þessara staða til stýringa á raforkukerfi landsmanna. Lögð verður fjölpípa svo að ekki komi til frekara rask á á umhverfi samhliða lagningu ljósleiðara annara fjarskiptafyrirtækja. Lögnin mun liggja frá tengivirkinu í Varmahlíð, til suðurs í gegnum ræktað land en síðan sveigja til austurs og inn að Þjóðvegi 1 við Sólvelli. Þaðan mun lögnin liggja með fram Þjóðvegi 1 inn að landi Silfrastaða. Frá Silfrastöðum mun lögnin liggja meðfram gamla þjóveginum framhjá Ytra-Koti og fara yfir gömlu brúnna við Norðurá. Þaðan mun lögnin liggja til Suðurs inn að Þjóðvegi 1. Lögnin liggur svo samhliða Þjóðvegi 1 yfir Öxnadalsheiði og niður í Öxnadal. Rörið verður plægt beint í jörðu. Ljósleiðaranum verður að verki loknu blásið í. 18 tenngibrunnar verða á leiðinni þar sem hægt verður að komast að lögninni vegna mælinga og eftirlits á ástandi strengsins. Gengið verður þannig frá brunnunum að þeir falli sem best inn í það umhverfi sem þeir eru í. Við leiðarvalið var tekið mið af landslagi og forðast var eftir megni að fara um viðkvæm svæði. Þá kemur fram að leitað var upplýsinga um bestu leiðir hjá heimamönnum sem þekkja vel til á svæðinu. Við val og útstikun leiðarinnar var ekkert sem benti til þess að verið væri að fara um landsvæði með hugsanlegar fornleifar. Plægingin verður framkvæmd með jarðýtu á flotbeltum og eins verður beltagrafa sem fer á eftir og lokar plógfarinu. Öll ummerki framkvæmdarinnar á yfirborði verða lagfærð. Sáð verður í þau jarðvegssár sem verða í grónu landi og einnig verður lögð rík áhersla á vandaðan frágang þar sem strenglögnin þverar ár og læki. Ummerki munu hverfa að mestu á einu sumri í grónu landi, en á melum geta þau verið lengur að jafna sig. Óskað er eftir framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins vegna ofangreindrar framkvæmdar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
Erindi borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

36.Nestún norðurhluti - Umsókn um framkvæmdaleyfi

2206219

Vísað frá 1. fundi skipulagsnefndar þann 20. júní 2022 þannig bókað.
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir fyrir hönd framkvæmdasviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirliggjandi framkvæmda við Nestún Norðurhluta á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við verkið verði lokið 1. október 2022. Í verkinu felst vinna við lengingu götunnar Nestúns á Sauðárkróki. Annarsvegar er um að ræða jarðvegsskipti í götunni og hinsvegar er um að ræða gerð fráveitulagna í götunni. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir svæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
Erindi borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

37.Skoðanakönnun um sorphirðu í dreifbýli 2022

2206135

Vísað frá 1. fundi umhverfis- og samgöngunefndar frá 16. júní 2022 þannig bókað.
Ákveðið er að gera rafræna skoðanakönnun hjá íbúum í dreifbýli þar sem að valið verður á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði með þeim hætti að íbúar skili sorpi á móttökustöð. Farið var yfir tillögu að kosningarseðli og leiðbeiningar sem verða fylgiskjal með útskýringum á hvaða áhrif möguleikarnir hafa á þjónustustig og kostnað. Í aðdraganda skoðunarkönnunar verður sendur út upplýsingabæklingur á hvert heimili í dreifbýli Skagafjarðar. Áætlað er að kynning hefjist í síðustu viku júnímánaðar og rafræn skoðanakönnun í beinu framhaldi. Íbúafundir verða haldnir í Varmahlíð og á Hofsósi og þeim streymt. Upplýsingar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Skagafjarðar. Umhverfis- og samgöngunefnd finnst ánægjulegt að verið sé að stíga þetta skref í bættri grunnþjónustu úrgangsmála í dreifbýli Skagafjarðar og samþykkir að vísa málinu til staðfestingar sveitarstjórnar. Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri, atv. og menn. - í kynningarmálum sat þennan lið.

Sveinn Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon tóku til máls.
Ákvörðun um rafræna skoðanakönnun íbúa í dreifbýli borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

38.Sumarleyfi sveitarstjórnar

2206035

Forseti sveitarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 28. júní 2022 til og með 16. ágúst 2022.
Sólborg S Borgarsdóttir forseti.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með níu greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:10.