Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

13. fundur 02. september 2020 kl. 15:30 - 16:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Ari Jóhann Sigurðsson aðalm.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
Starfsmenn
  • Kristín Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Menningarseturs Skagfirðinga 2019

2008241

Farið yfir ársreikning Menningarseturs Skagfirðinga 2019. Til fundar kom Margrét Guðmundsdóttir og fór yfir ársreikninginn. Ársreikningur 2019 samþykktur samhljóða.

2.Lóðarleiga 2020

2008242

Farið yfir lóðarleigu ársins 2020. Margrét Guðmundsdóttir sat fundinn undir þessum lið. Samþykkt að Margrét innheimti lóðarleigu.

3.Borholur í Reykjarhól

2008243

Lögð fram til kynningar yfirlitsmynd af fyrirhuguðum tilraunaborunum í Reykjarhóli af hálfu Skagafjarðarveitna. Ekki komu fram athugasemdir við erindið.

4.Lóðir Norðurbrún

1912066

Allir lóðaleigusamningar við eigendur fasteigna við Norðurbrún hafa verið undirritaðir og þinglýstir.

5.Lokun Menningarseturs - næstu skref

2008244

Rætt um næstu skref vegna þeirrar vinnu sem verið hefur í gangi varðandi samruna Menningarseturs Skagfirðinga og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Fundi slitið - kl. 16:10.