Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

7. fundur 25. september 2018 kl. 14:00 í Varmahlíðarskóla
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir
  • Gunnar Rögnvaldsson
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.

1903215

Í upphafi fundar þáði stjórnin kaffiveitingar í boði skólans en stjórnin færði skólanum að gjöf þráðlausan búnað til tal- og tónlistarflutnings. Um er að ræða 8 þráðlausa Samhauser móttakara og senda ásamt 2 handheldum míkrófónum til viðbótar ásamt viðeigandi snúrum og hillu fyrir búnaðinn. Mun skólinn nýta þessa gjöf við leik og söng í tengslum við árshátíðir og annað menningarstarf.

Formaður afhenti Hönnu Dóru Björnsdóttur skólastjóra búnaðinn og fylgdi úr hlaði með stuttri tölu um tilgang Menningarseturs. Hanna Dóra þakkaði fyrir og hvað mikil not fyrir þessar gjafir.

Við sama tækifæri færði Menningarsetrið Fræðslusetri kirkjunnar á Löngumýri að gjöf hjartastuðtæki til staðsetningar á Löngumýri. Slík tæki hafa margsinnis sannað tilverurétt sem og í ljósi fjölda eldri borgara, sem og annarra gesta á Löngumýri, þótti staðsetningin góð.

2.Skilti á Reykjarhól

1903216

Útsýnisskilti með myndum voru sett upp við vatnstankinn á Reykjarhólnum í sumar. Reynir Pálsson, smiður í Varmahlíð, gekk frá uppsetningu ásamt Arnóri Gunnarssyni. Fara þau vel og gefa vegfarendum glögga mynd af fjallahringnum.

Fyrirhugað er að vekja enn frekar athygli á skiltunum með því að fá umfjöllun í Feyki og með návist sveitarstjóra og nefndarmanna.

Þar sem þetta er síðasti fundur þessarar stjórnar þakkar hún samstarfið og óskar nýrri stjórn velfarnaðar í störfum sínum til eflingar menningar og mannlífs á Varmahlíðarsvæðinu.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.