Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

4. fundur 27. mars 2018 kl. 15:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Lóðamál í Varmahlíð

1811037

Fyrir liggur bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga frá 6. mars 2018 undirritað af Marteini Jónssyni þar sem KS sækir formlega um lóð sunnan kaupfélags með fastanúmer 233-7348 fyrir starfssemi félagsins í Varmahlíð.
Fram er lagður uppdráttur er sýnir fyrirhugaðar breytingar á lóð og bílastæðum í kringum KS Varmahlíð.
Stjórn samþykkir að Kaupfélag Skagfirðinga fí lóð með fastanúmer 233-7348 til afnota með þeim skilyrðum sem gilda um aðrar lóðir í eigu Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð.
formanni falið að ganga frá samningum.

2.Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.

1903215

Styrkbeiðni hefur borist frá Varmahlíðarskóla dagsett 23. mars 2018 þar sem sótt er um styrk vegna valáfanga í skólanum, Landbúnaðarval.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr 250.000
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.