Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

2. fundur 14. febrúar 2018 kl. 14:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Lagning jarðstrengs

1910060

Fyrir tekið bréf frá Landsneti, dags 26. okt 2017, þar sem farið er fram á leyfi frá landeigendum Reykjarhóls um að leggja jarðstrengi, 66 Kv strengi frá spennistöð ofan Brekku og allt til Sauðárkróks. Strengleiðin í landi Reykjarhóls er 564 m og helgunarsvæðið 10 m sem svarar 0,56 ha. Landsnet greiðir sk. tilboði kr 141.000 og að auki kr 30.000 vegna samningsgerðar eða alls 171.000 fyrir landbætur.
Stjórnin samþykkir erindið og felur formanni að ganga frá samningum þess vegna.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.