Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Dagskrá
1.Lóðamál í Varmahlíð
1811037
Formaður lagði fram bréf frá skipulags- og byggingarnefnd dagsett 15.12 2016 undirritað af Sigurði H Ingvarssyni starfsmanni byggingarfulltrúa.
Í bréfinu er afgreiðsla byggðarráðs vegna stækkunar á lóð tjaldsvæðisins í Varmahlíð. Meðfylgjandi er lóðarblað með umbeðnum breytingum unnið af Verkfræðistofunni Stoð ehf af Birni Magnúsi Árnasyni dags 7. des 2015.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindi Menningarseturs Skagfirðinga sb. bréfi formanns þar sem sótt er um stækkun á lóðinni Reykjarhóll landnr. 200362 (tjaldsv.) í eigu Varmahlíðarstjórnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stækkun úr landi með landnr. 220287 einnig í eigu Varmahlíðarstjórnar.
Heildarstærð lóðar eftir stækkun 18.690 m².
Formaður lagði fram afsal vegna lóðar landnr. 208439 þar sem Siga ehf 641108-1460 selur og afsalar sér áhvílandi eign til Varmahlíðarstjórnar. Um er að ræða Reykjarhólsveg 20b.
Í bréfinu er afgreiðsla byggðarráðs vegna stækkunar á lóð tjaldsvæðisins í Varmahlíð. Meðfylgjandi er lóðarblað með umbeðnum breytingum unnið af Verkfræðistofunni Stoð ehf af Birni Magnúsi Árnasyni dags 7. des 2015.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindi Menningarseturs Skagfirðinga sb. bréfi formanns þar sem sótt er um stækkun á lóðinni Reykjarhóll landnr. 200362 (tjaldsv.) í eigu Varmahlíðarstjórnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stækkun úr landi með landnr. 220287 einnig í eigu Varmahlíðarstjórnar.
Heildarstærð lóðar eftir stækkun 18.690 m².
Formaður lagði fram afsal vegna lóðar landnr. 208439 þar sem Siga ehf 641108-1460 selur og afsalar sér áhvílandi eign til Varmahlíðarstjórnar. Um er að ræða Reykjarhólsveg 20b.
2.Lóðarmál Skeljungs í Varmahlíð
1904051
Fjallað um samskipti nefndarinnar við Skeljung vegna lóðarmála (sjá bókun síðustu funda). Formaður og Arnór áttu fund með Pacta lögmönnum á Sauðárkróki til ráðgjafar við frekari samskipti við Skeljung.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum sem stjórn Menningarseturs Skagfirðinga hefur aflað sér hafnar hún kröfu Skeljungs alfarið um yfirráðarétt yfir lóð með landnr. 146132 í Varmahlíð. Stjórn Menningarseturs vísar málinu til byggðarráðs Sveitarfélagasins Skagafjarðar.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum sem stjórn Menningarseturs Skagfirðinga hefur aflað sér hafnar hún kröfu Skeljungs alfarið um yfirráðarétt yfir lóð með landnr. 146132 í Varmahlíð. Stjórn Menningarseturs vísar málinu til byggðarráðs Sveitarfélagasins Skagafjarðar.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.
Fundi slitið.