Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

9. fundur 17. desember 2018 kl. 13:00 - 14:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Ari Jóhann Sigurðsson aðalm.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Stefán Gísli Haraldsson aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon
Dagskrá

1.Bókhald Menningarseturs Skagfirðinga

1812124

Margrét F. Guðmundsdóttir bókari kom á fundinn, fór yfir bókhald félagsins og svaraði fyrirspurnum.

2.Lóðarleigusamningar Menningarseturs Skagfirðinga

1812125

Lagðir fram til kynningar lóðarleigusamningar Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð.

3.Beiðni til Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að ganga til samninga

1812126

Lögð fram drög að bréfi frá stjórn Menningarseturs Skagfirðinga til Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um að það kaupi eignir Menningarseturs Skagfirðinga.
Stjórn samþykkir að senda bréfið með áorðnum breytingum til sveitarfélagsins.

4.Bréf Menningarseturs Skagfirðinga til sýslumanns

1812127

Lögð fram drög að bréfi til Sýslumannsins á Norðurlandi vestra þar sem honum er sent til upplýsingar áform Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð um að leggja setrið niður. Stjórnin gerir ráð fyrir að formleg beiðni verði síðar sett fram til sýslumanns með fylgigögnum á grundvelli 6. gr. laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 19/1988, með síðari breytingum.
Stjórn Menningarseturs samþykkir að senda bréfið til Sýslumannsins á Norðurlandi vestra.

5.Kynningarfundur

1812128

Samþykkt að halda kynningarfund í Varmahlíð í byrjun nýs árs um áform Menningarseturs Skagfirðinga um að leggja setrið niður.

Fundi slitið - kl. 14:30.