Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

8. fundur 06. nóvember 2018 kl. 17:00 - 18:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Ari Jóhann Sigurðsson aðalm.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kjör formanns, varaformanns og ritara

1811008

Sveitarstjóri Sigfús Ingi Sigfússon setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Þetta er fyrstu fundur nýrrar stjórnar eftir sveitarstjórnarkosningar. Sigfús gerði tillögu að verkaskiptingu stjórnar sem er þannig að Einar E. Einarsson er formaður, Ari Jóhann Sigursson varaformaður og Björg Baldursdóttir ritari. Aðrir í stjórn eru Gunnsteinn Björnsson og Stefán Gísli Haraldsson.
Tillagan samþykkt samhljóða. Einar E. Einarsson tók þessu næst við stjórn fundarins.

2.Staða Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð

1811009

Til fundarins kom Sesselja Árnadóttir frá KPMG og fór yfir skipulagsskrá og stöðu Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð. Rætt um starfsemi félagsins, tilgang og framtíð þess.

Fundi slitið - kl. 18:00.