Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

1. fundur 18. maí 2016 kl. 15:00 - 16:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Arnór Gunnarsson varaform.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Ari Jóhann Sigurðsson varam.
Fundargerð ritaði: Arnór Gunnarsson ritari
Dagskrá
Ari Jóhann Sigurðsson er varamaður Gunnars Rögnvaldssonar.

1.Ársreikningur 2015 - Menningarsetur Skagfirðinga

1605162

Formaður fór yfir reikninga ársins 2015, endurskoðaða af skoðunarmönnum.

Tekjur 2.880.119 kr
Gjöld 707.073 kr.
Hagnaður 2.173.046 kr

Að öðru leiti er vísað í framlaga reikninga en þeir eru gerðir af Bókhaldsþjónustunni KOM ehf.

Reikninganir voru samþykktir og undirritaðir.

2.Kammerkór Skagafjarðar - styrkbeiðni.

1510201

Lesið bréf frá Skagfirska kammerkórnum dagsett 25. febrúar 2016, þar sem óskasð er eftir stuðningi vegna starfsemi kórsins.
Samþykkt að styrkja Kammerkórinn um 100.000 kr.

3.Styrkbeiðni - Sóldísir

1510198

Lesið bréf frá Kvennakórnum Sóldísi dagsett 10. febrúar 2016 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við kórinn.
Samþykkt að styrkja kórinn Sóldísi um 150.000 kr.

4.Styrkbeiðni vegna námskeiðs í þjóðbúningasaumi

1602044

Lesið bréf frá Pilsaþyt dagsett 18. maí 2016. Þar er óskað eftir styrk vegna þjóðbúningagerðar. Markmið félagsins er að efla notkun íslenska þjóðbúningsins.
Varmahlíðarstjórn hafnar þessari styrkumsókn.

5.Styrkbeiðni vegna tónleika 2016

1811028

Lesið bréf frá Írisi Olgu Lúðvíksdóttur ódagsett þar sem óskað er eftir styrk til að setja upp tónleika með barnalögum fyrir börn og fullorðna.
Samþykkt að styrkja þetta framtak um kr. 200.000

6.Stígar og upplýsingaskilti

1305317

Formaður kynnti framkvæmdir sem eru í gangi við Mánaþúfu. Samþykkt að taka þátt í kostnaði vegan drenlagnar sunnan við heimreiðina að Mánaþúfu.
Samþykkt að koma að kostnaði við yfirkeyrslu á tveimur vegstubbum við sumarhúsin í Reykjarhólslandinu.
Samþykkt að koma upp setaðstöðu fyrir göngufólk sem gengur á Reykjarhólinn. Gunnari Rögnvaldssyni og Arnóri Gunnarssyni falið að sjá um framkvæmdina.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Helgu S Bergsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið - kl. 16:00.