Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Dagskrá
1.Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum við Hótel Varmahlíð
1602088
Gestur fundarins Jón Örn Berndsen, byggingafulltrúi sveitarfélagsins, kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við Hótel Varmahlíð. Máli sínu til stuðnings lagði hann fram uppdrátt sem skipulags- og byggingarnefnd hefur fengið frá Gestagangi ehf en Menningarsetrið er lóðahafi og hefur þar með umsagnarrétt um framkvæmdina.
Samkvæmt deiliskipulagi Varmahlíðar frá 1997 er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum á reitnum svo skipulagslegrar meðferðar er þörf verði farið í framkvæmdir.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur vísað erindinu til stjórnar Menningarseturs til umsagnar.
Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.
Samkvæmt deiliskipulagi Varmahlíðar frá 1997 er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum á reitnum svo skipulagslegrar meðferðar er þörf verði farið í framkvæmdir.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur vísað erindinu til stjórnar Menningarseturs til umsagnar.
Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.
Fundargerðin er skráð eftir fundagerðarbók Menningarsetur Skagafirðinga í Varmahlíð, af Helgu S. Bergsdóttur.
Fundi slitið.