Skólanefnd

44. fundur 19. júní 2001 kl. 16:00 - 17:15 Á skrifstofu Skagafjarðar

Ár 2001, þriðjudaginn 19. júní kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar.
        Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri.  Einnig mættu á fundinn  Sveinn Sigurbjörnsson tónlistarskólastjóri, Sigurður Jónsson, Kristján Kristjánsson og Helga Friðbjörnsdóttir, fulltrúar grunnskólakennara.

Fundarritari Elsa Jónsdóttir.

DAGSKRÁ:

Tónlistarskólamál:

 1. Stofnun foreldraráðs.
 2. Áheyrnarfulltrúar á skólanefndarfundum.
 3. Staðan í ráðningarmálum.
 4. Aðstaða til tónlistarkennslu í Árskóla.
 5. Reglur um greiðslur gjalda þeirra sem hætta í námi.
 6. Húsnæði í félagsheimilinu Höfðaborg.
 7. Prófadeild.
 8. 3ja ára áætlun 2002 – 2004.

Leikskólamál:

 1. Erindi frá leikskólastjóra Birkilundar.
 2. 3ja ára áætlun 2002 – 2004.

Grunnskólamál:

 1. Ráðning skólastjóra við Grunnskólann að Hólum.
 2. 3ja ára áætlun 2002 – 2004.
 3. Bréf frá ráðuneyti um samræmd próf.
 4. Bréf frá FSNV.
 5. Bréf frá nýútskrifuðum iðjuþjálfa.
 6. Heimsókn í nýbyggingu Árskóla.
 7. Fundur með skólastjórum Grunnskólanna.

AFGREIÐSLUR:

      Tónlistarskólamál:

 1. Skólastjóri tónlistarskóla sagði frá stofnun foreldraráðs við tónlistarskólann.
 2. Skólanefnd samþykkir að fulltrúar foreldraráðs og fulltrúar starfsmanna tónlistarskólans hafi áheyrnarfulltrúa á fundum skólanefndar.
 3. Skólastjóri tónlistarskóla kynnti stöðuna  í ráðningarmálum skólans.
 4. Skólamálastjóra og skólastjóra tónlistarskóla falið að koma með tillögur um úrbætur í húsnæðismálum skólans.
 5. Skólanefnd samþykkir að sú regla gildi að nemendur greiði fyrir það nám sem þeir skrá sig í, burtséð frá því hvernig þeir nýta þann tíma sem þeir eru skráðir í skólann.
 6. Skólamálastjóra falið að vinna að úrlausn húsnæðismála tónlistarskólans í húsnæði félagsheimilisins Höfðaborgar á Hofsósi.
 7. Rætt um prófadeild tónlistarskóla.  Skólastjóra og skólamálastjóra falið að kanna málið nánar.
 8. Formaður kynnti 3ja ára áætlun hvað varðar málefni Tónlistarskóla.

  Leikskólamál:
 9. Lagt fram bréf frá leikskólastjóra Birkilundar varðandi opnunartíma.  Skólanefnd samþykkir tillögur leikskólastjóra.
 10. Kynnt 3já ára áætlun hvað varðar leikskólamál.

  Grunnskólamál:
 11. Skólanefnd samþykkir að Jóhann Bjarnason verði ráðinn skólastjóri við Grunnskólann að Hólum.
 12. Snorri Björn Sigurðsson kom á fundinn.  Fór hann yfir 3ja ára áætlun hvað varðar málefni Grunnskólans.
 13. Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálaráðuneytinu varðandi samræmd próf.
 14. Lagt fram bréf frá FSNV varðandi leigu á tölvubúnaði.  Skólanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skólamálastjóra að hefja viðræður við framkvæmdastjóra FSNV.
 15. Lagt fram til kynningar bréf frá nýútskrifuðum iðjuþjálfa.
 16. Farið í heimsókn í nýbyggingu Árskóla.
 17. Fundur með skólastjórum grunnskólanna vegna ársskýrslna.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.15