Skólanefnd

42. fundur 03. apríl 2001 Í Varmarhlíðarskóla

Árið 2001, þriðjudaginn 3. apríl, kom skólanefnd saman til fundar í Varmahlíðarskóla.
Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Björgvin Guðmundsson, Helgi Sigurðsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Dalla Þórðardóttir, Ingimar Ingimarsson og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri sem ritaði fundargerð.
Einnig voru mættir áheyrnarfulltrúarnir Kristján Kristjánsson, fulltrúi skólastjóra, Helga Friðbjörnsdóttir og Sigurður Jónsson, fulltrúar kennara og Sigríður Björnsdóttir, fulltrúi foreldra.

Dagskrá:

Grunnskólamál:

 1. Ákvörðun um framtíð skóla út að austan.
 2. Framtíð Steinsstaðaskóla.
 3. Starfslýsingar í skólum - skipulag starfsmannamála -
  mannahald með tilliti til stærðar skóla.
 4. Önnur mál

Almenn mál:

 1. Kynnt drög að þriggja ára fjárhagsáætlun.
 2. Önnur mál.

AFGREIÐSLA:

Grunnskólamál:

 1. Skólanefnd samþykkir að skólahald út að austan verði með eftirtöldum hætti:
  Grunnskólinn að Hólum verði sjálfstæð eining með sinn skólastjóra en Sólgarðaskóli heyri áfram undir Grunnskóla Hofsóss. Það verði val foreldra barna í 8. bekk í Hóla- og Viðvíkursveit hvort þau senda börnin sín í Grunnskólann að Hólum eða Grunnskólann Hofsósi. Þá verði það eins val foreldra barna í 5. - 7. bekk í Fljótum hvort þau sendi börnin sín í Sólgarðaskóla eða Grunnskólann Hofsósi. Foreldrar þurfa að vera búnir að gefa upp afstöðu sína til viðkomandi skólastjóra 1. maí ár hvert, vegna næsta skólaárs.
 2. Framtíð Steinsstaðaskóla
  Lagðar fram hugmyndir um framtíðarskipan skólans. Ákveðið að ræða þær við skólafólk og foreldraráð, bæði Steinsstaðaskóla og Varmahlíðarskóla. Ákvörðun tekin í ljósi niðurstaðna þeirra viðræðna.
 3. Starfslýsingar í skólum - skipulag starfsmannamála.
  Skólanefnd leggur til að vinnuhópur skólastjóra taki að sér að vinna upp tilögur fyrir næsta fund. Skólastjórar Varmahlíðarskóla, Árskóla og Steinsstaðaskóla myndi þennan starfshóp.

  Hér viku áheyrnarfulltrúar af fundi.
                                              Sigríður Björnsdóttir
                                              Helga Friðbjörnsdóttir
                                              Sigurður Jónsson
                                              Kristján Kristjánsson
 4. Önnur mál. Engin önnur mál.

Almenn mál:

 1. Kynnt drög að þriggja ára fjárhagsáætlun.
 2. Önnur mál. Engin önnur mál.

Fleira ekki gert, fundi slitið.