Skólanefnd

40. fundur 08. janúar 2001 kl. 16:00 - 19:30 Á skólaskrifstofu Skagfirðinga

Ár 2001, mánudaginn 8. janúar kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar á Skólaskrifstofu Skagfirðinga.
      Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Ingimar Ingimarsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Dalla Þórðardóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri.
Þá mættu áheyrnarfulltrúar grunnskólans, Sigurður Jónsson og Helga Friðbjörnsdóttir fulltrúar kennara,  Kristján Kristjánsson fulltrúi skólastjóra.
Áheyrnarfulltrúi leikskólans, Jakob F. Þorsteinsson fulltrúi foreldra leikskólabarna og Laufey Guðmundsdóttir fulltrúi starfsmanna. Þá sat leikskólafulltrúi sveitarfélagsins einig fundinn meðan rætt var um leikskólamál. Skólastjóri Tónlistarskólans Sveinn Sigurbjörnsson sat fundinn undir lið Tónlistarskólans.

Fundarritari Rúnar Vífilsson.

DAGSKRÁ:

Tónlistarskólamál:

 1. Fjárhagsáætlun 2001
 2. Önnur mál

Leikskólamál:

 1. Sumarlokanir leikskólanna – tillögur leikskólastjóra
 2. Gjaldtaka v/talkennslu
 3. Framtíðarrekstur Barnaborgar
 4. Fjárhagsáætlun 2001
 5. Önnur mál

Grunnskólamál:

 1. Erindi frá skólastjóra og foreldrafélagi Grunnskólans að Hólum
 2. Erindi úr Fljótunum
 3. Staða fjárhagsáætlana
 4. Erindi foreldraráðs Varmahlíðarskóla til rekstrarnefndar
 5. Erindi frá landssamtökunum Heimili og skóli
 6. Tilnefning vegna FSNV
 7. Fjárhagsáætlun 2001
 8. Önnur mál

Önnur mál:

 1. Fjárhagsáætlun Skólaskrifstofu 2001
 2. Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

 1. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans árið 2001. Í áætluninni kemur fram að ekki er gert ráð fyrir breytingum á starfseminni næsta ár. Skólanefnd gerir ekki athugasemdir við framkomin drög að áætlun og vísar þeim til byggðaráðs.
 2. Önnur mál: Rætt um húsnæðismál skólans. Skólastjóra og skólamálastjóra falið að skrifa bréf til íþrótta-, æskulýðs- og menningarnefndar vegna leigu húsnæðis á Hofsósi

  Hér vék skólastjóri Tónlistarskólans, Sveinn Sigurbjörnsson, af fundi.
 3. Leikskólafulltrúi lagði fram tillögur leikskólastjóra um sumarlokanir leikskólanna. Þar er lagt til að Glaðheimum og Furukoti verði lokað frá 16. júlí til 13. ágúst, Barnaborg í þrjá mánuði, Brúsabæ í júlí og ágúst og hugsanlega einnig júní og Birkilundi frá 9. júlí til 13. ágúst. Skólanefnd samþykkir framkomnar tillögur leikskólastjóranna.
 4. Gjaldtaka talkennslu aftur tekin fyrir, en skólanefnd hafði frestað afgreiðslu málsins. Lagt er til að þessi talkennslumál öll verði tekin til endurskoðunar þegar nýr aðili kemur að kennslunni. Skólanefnd samþykkir tillöguna.
 5. Framtíðarrekstur Barnaborgar á Hofsósi. Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðunni eins og hún er í dag og framtíðarhorfum leikskólareksturs. Skólanefnd samþykkir að loka skólanum á Hofsósi tímabundið. Komi fram rökstuddar óskir um opnun skólans á ný verður orðið við því. Jafnframt verður stuðlað að því að dagmæður verði starfandi á svæðinu. Stefanía Hjördís óskar eftir að bókað verði að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.
 6. Formaður skólanefndar lagði fram drög að fjárhagsáætlun leikskólanna fyrir árið 2001, bæði rekstur og fjárfestingu. Skólanefnd gerir ekki athugasemd við framlagða fjárhagsáætlun og vísar henni til byggðaráðs
 7. Önnur mál: Gjaldskrárhækkun. Lagt er til að almenn gjaldskrá leikskólanna hækki um 4% 1. mars og önnur 4% 1. ágúst. Sérgjaldskráin hækki einnig, en misjafnt eftir lengd vistunartíma. Þá er einnig lagt til að morgun- og síðdegishressing hækki úr 1000 krónum í 1200. Skólanefnd samþykkir gjaldskrárhækkunina fyrir sitt leyti samhljóða.

  Hér viku áheyrnarfulltrúar leikskólans af fundi.
                                               Jakob F. Þorsteinsson
                                               Laufey Guðmundsdóttir
                                               Sigríður Stefánsdóttir
 8. Lögð fram erindi frá skólastjórnanda og stjórn foreldrafélags Grunnskólans að Hólum þar sem minnt er á þær úrbætur sem þörf er á að gera á skólalóðinni. Erindinu vísað til fjárhagsáætlunar, en skólanefnd leggur jafnframt til að undirbúningsvinnunni verði flýtt.
 9. Lagt fram erindi úr Fljótunum þar sem farið er fram á styrk vegna námsdvalar skólaárin 1999-2000 og 2000-2001. Skólanefnd hafnar erindinu og felur skólamálastjóra að svara bréfinu.
 10.  Lagt fram til kynningar erindi frá foreldraráði Varmahlíðarskóla til rekstrarnefndar sama skóla.
 11. Lagt fram til kynningar erindi frá landssamtökunum Heimili og skóli þar sem þau vilja vekja athygli á ályktun sem samþykkt var á þingi landssamtaka foreldra skólabarna á Norðurlöndum, sem haldið var í Osló dagana 22. – 24. september síðastliðinn.
 12. Tilnefning sveitarfélagsins Skagafjarðar á fulltrúa í stjórn FSNV. Skólanefnd gerir það að tillögu sinni að formaður nefndarinnar taki sæti í stjórninni.
 13. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir grunnskóla sveitarfélagsins, bæði rekstur og fjárfestingu. Skólanefnd gerir ekki athugasemdir við framkomna áætlun og vísar henni til byggðaráðs. Skólanefnd leggur mikla áherslu á að framkvæmdum við stjórnunarrými Árskóla verði að hluta flýtt um eitt ár frá áætlun.
 14. Önnur mál: Gjaldskrárhækkun. Lagt er til að gjaldskrá heilsdagsskóla í sveitarfélaginu hækki eftirfarandi frá 1. ágúst 2001: Gjald fyrir hverja klukkustund hækki úr 110 í 130 krónur. Hámarksgjald á mánuði hækki úr 6500 í 8500 krónur. Hádegisverður hækki úr 120 í 150 krónur en síðdegishressing lækki úr 60 í 50 krónur. Skólanefnd samþykkir framlagða gjaldskrártillögu fyrir sitt leyti.

  Hér viku áheyrnarfulltrúar grunnskólans af fundi
                                                      Kristján Kristjánsson
                                                      Helga Friðbjörnsdóttir
                                                      Sigurður Jónsson
 15. Önnur mál:
  a)      Lögð fram drög að fjárhagsáætlun Skólaskrifstofunnar fyrir árið 2001. Skólanefnd gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlunina og vísar henni til byggðaráðs.
  b)      Lögð fram beiðni um skólavist nemanda við Grunnskólann að Hólum. Einnig lagt fram erindi frá skólastjórnanda skólans varðandi beiðnina. Skólanefnd samþykkir skólavistina.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.30