Skólanefnd

37. fundur 26. september 2000 kl. 16:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

Ár 2000, þriðjudaginn 26. september kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri og Sigríður Stefánsdóttir, leikskóla­fulltrúi.
Þá sátu einnig fundinn áheyrnarfulltrúarnir Laufey Guðmundsdóttir fyrir starfsfólk leikskóla, Guðný Friðriksdóttir fyrir foreldra barna á leikskólum, Sigurður Jónsson og Helga Friðbjörnsdóttir, fulltrúar kennara, Kristján Kristjánsson og Óskar Björnsson, fulltrúar skólastjóra, Sveinn Sigurbjörnsson, skólastjóri Tónlistarskólans. Fundarritari Rúnar Vífilsson.

DAGSKRÁ:

Leikskólamál:

 1. Lenging á opnunartíma Glaðheima.
 2. Bréf frá nema í fjarnámi.
 3. Sameiginlegur námskeiðsdagur leikskólanna.
 4. Önnur mál.

Tónlistarskólamál:

 1. Kynning á stöðunni í skólanum.
 2. Önnur mál.

Grunnskólamál:

 1. Bréf til byggðarráðs v/starfslýsinga.
 2. Svarbréf SNV.
 3. Erindi frá Árskóla - stuðningsfulltrúar.
 4. Erindi vegna skólaaksturs.
 5. Svarbréf vegna skólavistunar.
 6. Önnur mál.

Almenn mál:

 1. Stefnumótunarvinna skólanefndar.
 2. Erindi frá FNV.
 3. Fundir og fundartími skólanefndar.
 4. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

 1. Tekið fyrir erindi frá Fiskiðjunni þar sem óskað er eftir að leikskólinn Glaðheimar verði opnaður kl. 700 alla virka daga. Þessu tengt er svarbréf frá leikskólastjóra þar sem hún gerir sínar athugasemdir. - Skólanefnd samþykkir að hafna framkomnu erindi.
 2. Tekið fyrir bréf frá nema í fjarnámi. Skólanefnd samþykkir að verða við erindinu og felur skólamálastjóra að gera uppkast að samningi og leggja fyrir næsta fund.
 3. Sameiginlegur námskeiðsdagur leikskólanna. Ósk frá leikskólastjórum um sameiginlegan námskeiðsdag 2. janúar. Afgreiðslu erindisins frestað.
 4. Önnur mál: Rætt um fyrirkomulag talkennslu. Samþykkt að afla frekari upplýsinga.
  Áheyrnarfulltrúar leikskóla viku af fundi.
                                                          Sigríður Stefánsd.,
                                                          Laufey Guðmundsdóttir, 
                                                          Guðný S. Friðriksdóttir.
 5. Skólastjóri Tónlistarskólans gerði grein fyrir stöðunni í sínum skóla. Rætt um fjárhagsstöðu skólans, nemendafjöldann og stöðugildi kennara.
 6. Önnur mál: Fyrirspurn skólastjóra um framtíðarhúsnæði skólans. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
                                                                 Sveinn Sigurbjörnsson.
 7. Lagt fram uppkast að bréfi til byggðaráðs vegna starfslýsinga starfsfólks í grunnskólum. Erindið rætt.
 8. Svarbréf Skólastjórafélags NV vegna athugasemda skólanefndar um haustþing. Kynnt.
 9. Erindi frá Árskóla vegna stuðningsfulltrúa. Skólastjóri kynnti þörf fyrir stuðningsfulltrúa við skólann, en hún hefur aukist verulega.
 10. Erindi vegna skólaaksturs. Annars vegar frá foreldrum í Skarðshreppi og hins vegar foreldrum úr Rípurhreppi. Erindunum hafnað en skólastjóra og skólamála­stjóra falið að ræða við foreldrana.
 11. Svarbréf vegna skólavistunar. Kynnt svarbréf skólamálastjóra til fræðslu­miðstöðvar Reykjavíkur vegna vistunar nemanda utan lögheimilissveitarfélags.
 12. Önnur mál:
  a)      Upplýsingar um nemendafjölda í skólum í Skagafirði. Kynnt.
  b)      Skólastjóri Árskóla kynnti bréf frá forstöðumanni Árvistar. Samþykkt að vísa erindinu til byggðarráðs til umfjöllunar.
  c)      Skólastjóri Árskóla kynnti komu danskra nemenda í heimsókn til skólans.
  d)     Formaður sagði frá fyrirhugaðri vígslu á nýrri álmu í Varmahlíðarskóla miðvikudaginn 27. sept. kl. 15.00.
  Áheyranarfulltrúar grunnskóla yfirgáfu fundinn.
                                                               Kristján Kristjánsson,
                                                               Helga Friðbjörnsdóttir,
                                                               Óskar G. Björnsson,
                                                               Sigurður Jónsson.
 13. Erindi frá FNV kynnt.
 14. Fundir og fundartímar skólanefndar. Erindi frá Döllu Þórðardóttur um fundartíma. Skólamálastjóra falið að koma með tillögu.
 15. Stefnumótun skólanefndar. Samþykkt að koma af stað vinnuhópum til að vinna upp tillögur.
 16. Önnur mál. Engin önnur mál.

Fleira ekki gert, fundi slitið.