Skólanefnd

20. fundur 29. apríl 1999 kl. 08:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

Ár 1999, fimmtudaginn 29. apríl kl. 800 kom skólanefndin saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
 Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundard., Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Jón Garðarsson, skólamálastjóri Rúnar Vífilsson og áheyrnarfulltr. Þórarinn Sólmundarson, Bryndís Þráinsdóttir, Fríða Eyjólfsdóttir og Hallfríður Sverrisdóttir. Áheyrnarfulltrúi leikskóla Sonja Sigurðardóttir.

Gengið var til útsendrar dagskrár sem var í 17 liðum.

DAGSKRÁ:

 1. Stuðningsfulltrúi Furukoti.
 2. Ákvörðun um aukagreiðslu í leikskólum.
 3. Bréf frá leikskólakennurum.
 4. Bréf vegna leikskóla Hofsvöllum.
 5. Gæsluvöllur Sólgörðum.
 6. Endurskipulagning í Barnaborg Hofsósi.
 7. Sameining tónlistarskólanna.
 8. Erindisbréf skólanefndar og skólastjóra.
 9. Skipulag skólamála Hofsós – Hólar – Sólgarðar.
 10. Skipulag skólamála Steinsstaðir – Varmahlíð.
 11. Skólaakstur.
 12. Erindi frá foreldraráðum Grunnskólans að Hólum og Steinsstaðaskóla.
 13. Erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum.
 14. Erindi vegna skólastjórabústaðar Sólgörðum.
 15. Stækkun Grunnskólans á Sauðárkróki.
 16. Breyting á störfum skólaliða og fl.
 17. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

 1. Skólanefnd leggur til að stuðningsfulltrúi verði áfram í hálfu starfi við Furukot.
 2. Ákvörðun um greiðslur fyrir þann tíma sem nýttur er á leikskóla.  Skólanefnd samþykkir að frá og með 1. september 1999 sé rauntími vistunar barna greiddur.  Leikskólastjórum falið að kynna málið fyrir foreldrum.
 3. Bréf frá leikskólakennurum um viðræður um kjaramál.  Byggðarráð hefur samþykkt að ræða við leikskólakennara.
 4. Bréf vegna leikskóla Hofsvöllum.  Skólanefnd samþykkir að reksturinn á Hofsvöllum verði í svipuðu formi og áður.
 5. Gæsluvöllur Sólgörðum.  Skólamálastjóra falið að skrifa félagsmálanefnd bréf.
 6. Skólanefnd samþykkir að vegna fækkunar barna á leikskólanum Barnaborg á Hofsósi verði starfsmönnum sagt upp störfum frá og með 1. maí nk. og störfin endurskipulögð. 
  Áheyrnarfulltrúi vék nú af fundi.
  Sonja Sigurðardóttir

 7. Tónlistarskólar í Skagafirði.  Skólanefnd leggur til að Tónlistarskóli Sauðárkróks og Tónlistarskóli Skagafjarðar verði sameinaðir í einn tónlistarskóla.  Skólanefnd setur skólanum reglugerð sem öðlast skal staðfestingu Menntamálaráðuneytisins og viðkomandi sveitarstjórna.  Skólanefnd lætur einnig útbúa starfslýsingar fyrir stjórnendur og starfsmenn skólans.  Jafnframt samþykkir skólanefnd að gerður verði starfslokasamningur við núverandi skólastjórnendur og þeim jafnframt boðin vinna við nýja skólann.  Uppsagnir miðist við 1. maí.
 8. Erindisbréf skólanefndar og skólastjóra.  Skólamálastjóri kynnti drög sem unnin höfðu verið samkvæmt ákvörðun skólanefnda á síðasta fundi.  Skólanefnd ákvað að senda drögin til skólastjóra og byggðaráðs til umsagnar.
 9. Skipulag skólamála í Grunnskólanum Hofsósi, Grunnskólanum að Hólum og Sólgarðaskóla.  Skólanefnd leggur til að frá og með næsta skólaári verði einn skólastjóri ráðinn yfir skólana þrjá.  Hann verði með aðsetur á Hofsósi.  Við skólann að Hólum verði ráðinn aðstoðarskólastjóri og deildarstjórar við skólana á Sólgörðum og Hofsósi.  Samþykkt að auglýsa starf skólastjóra laust til umsóknar.  Að frátöldum breytingum á yfirstjórninni verður skipulag skólanna í sömu skorðum og núverandi skólaár. 
  Hér vék Þórarinn Sólmundarson af fundi.

   Þórarinn Sólmundarson

 10. Skipulag skólamála Steinsstaðaskóla og Varmahlíðarskóla.  Skólanefnd samþykkir að í Steinsstaðaskóla verði nemendur yngsta stigs og miðstigs, þ.e. 1.-7. bekkur, en nemendur í 8. og 9. bekk sem verið hafa í Steinsstaðaskóla fari framvegis í Varmahlíðarskóla.
 11. Skólaakstur.  Skólanefnd samþykkir að fá verkfræðistofuna Stoð til að fara yfir skipulag skólaaksturs í sveitarfélaginu Skagafirði og koma með breytingar ef ástæða þykir til.
 12. Erindi frá foreldraráðum Grunnskólans að Hólum og Steinsstaðaskóla.  Erindið kynnt.  Skólanefnd samþykkir að senda innkomnar hugmyndir til foreldraráðs og skólastjórna til umsagnar.
 13. Erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum.  Skólanefnd samþykkir erindið.  Fært í trúnaðarbók.
 14. Erindi vegna skólastjórabústaðar á Sólgörðum.  Skólanefnd felur tæknifræðingi að skoða málið og meta nauðsynlegt viðhald.
 15. Stækkun Grunnskólans á Sauðárkróki.  Þessum lið frestað þar sem ekki höfðu borist endanlegar teikningar af skólanum.
 16. Breytingar á störfum skólaliða.  Skólanefnd samþykkir að reynt verði að gera heilsárssamninga við sem flesta starfsmenn skólanna innan ramma fjárhagsáætlunar hverju sinni.
 17. Önnur mál.
  a)  Kynnt koma skólamanna frá Nýfundnalandi til Skagafjarðar 5. maí 1999.
  b)  Tekið fyrir erindi frá byggðarráði varðandi ferðir unglinga með varðskipum.  Skólamálastjóri kemur bréfunum til skólastjóra.
  Áheyrnarfulltrúar grunnskólans viku nú af fundi.

  Bryndís Þráinsdóttir
  Hallfríður Sverrisdóttir
  Fríða Eyjólfsdóttir

 Fleira ekki gert, fundi slitið.