Skólanefnd

15. fundur 08. desember 1998 kl. 16:00 - 18:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

Ár 1998, þriðjudaginn 8. desember kl. 16.00 kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.

Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundard., Páll Kolbeinsson, Ingimar Ingimarsson, Helgi Sigurðsson og Stefanía Hjördís Leifsdóttir. 
Áheyrnarfulltrúarnir Sonja Sigurðardóttir og Hallgrímur Gunnarsson.
Leikskólafulltrúinn Sigríður Stefánsdóttir.
Fundarritari Rúnar Vífilsson.

Gengið var til útsendrar dagskrár sem var í tólf liðum.

 1. Bréf  frá Hrauni á Skaga.
 2. Erindi frá Herdísi Jónsdóttur.
 3. Gjaldskrá leikskóla.
 4. Innritunarreglur í leikskóla.
 5. Sérkennsla í leikskólum.
 6. Opnunartímar leikskóla yfir hátíðir.
 7. Reglur um niðurgreiðslur á daggæslu í heimah.
 8. Reglur vegna greiðslu á talkennslu.
 9. Innkaup á húsbúnaði vegna leikskólanna í Varmahlíð og á Hólum.
 10. Fréttabréf skólaskrifstofu.
 11. Málefni svæðisskrifstofu – leikfangasafnið – húsnæði skólaskrifstofu.
 12. Önnur mál.

Afgreiðslur:

 1. Skólanefnd samþykkir að verða við beiðninni svo fremi sem barnið verði tekið aukalega inn og plássið nýtist öðrum.  Leikskólafulltrúa og skólamálastjóra falið að ganga frá málinu.
 2. Skólanefnd samþykkir beiðnina.
 3. Ákveðið að taka ákvörðun um nýja gjaldskrá á fundi skólanefndar 22. desember.
 4. Nýjar innritunarreglur kynntar.
 5. Kynnt drög að reglum um sérkennslu í leikskólum.  Sérkennsluúrræði verða rædd sérstaklega í tengslum við fjárhagsáætlun.
 6. Skólanefnd samþykkir að leikskólarnir verði lokaðir á aðfangadag og gamlársdag.
 7. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti reglur um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum.
 8. Skólanefnd mun afgreiða reglur um niðurgreiðslur vegna talkennslu með gjaldskrá leikskóla.
 9. Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram við innkaup á húsgögnum og leiktækjum í nýju leikskólana í Varmahlíð og á Hólum.  Tæknifræðingur sveitarfélagsins hefur verið leikskólafulltrúa og leikskólastjórum innan handar við þessa vinnu.  Ákveðið að leikskólafulltr. ásamt leikskólastjórum viðk. leikskóla fari í skoðunarferð á nýja leikskóla í Reykjavík.
       Nú viku áheyrnarfulltrúar af fundi.
       Sonja Sif Sigurðardóttir
       Sigríður Stefánsdóttir
       Hallgrímur Gunnarsson
 10. Kynnt drög að fréttabréfi skólaskrifstofunnar.  Skólanefnd samþykkir að fréttabréfið verði fullfrágengið og dreift á öll heimili í Skagafirði.
 11. Rætt um húsnæðismál skólaskrifstofunnar.
 12. Önnur mál.
      a)    Formaður kynnti fyrirhugaða sameiningarhátíð skólabarna á aðventu.  4. bekkur allra skóla fer í ferð til Sólgarðaskóla.  Kveikt verður á ljósum jólatrjáa við alla skóla í sveitarfélaginu kl. 11.00 fimmtud. 10. des.
      b)   Lagt fyrir bréf frá Maríu G. Guðfinnsd. og Erni Þórarinssyni, Ökrum varðandi húsnæði Sólgarðaskóla og einbýlishús við skólann.  Skólanefnd frestar ákvörðun til næsta fundar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.00.