Skólanefnd

10. fundur 02. nóvember 1998 kl. 16:00 - 18:45 Í fundarsal sveitastjórnar

 

Árið 1998, mánudaginn 2. nóvember kl. 16.00. kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
 Mætt voru:  Páll Kolbeinsson, Helgi Sigurðsson, Ingimar Ingimarsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir.  Áheyrnarfulltrúarnir Sonja Sigurðardóttir og Hallgrímur Gunnarsson, Leikskólafulltrúinn Sigríður Stefánsdóttir,  Eva Snæbjarnardóttir, Stefán Gíslason og Anna K. Jónsdóttir frá tónlistarskóla,  Óskar G. Björnsson, Bryndís Þráinsdóttir og Fríða Eyjólfs áheyrnarfulltr. frá grunnskóla.  Fundarritari Rúnar V.  Gengið var til útsendrar dagskrár sem var í 12 liðum.

Dagskrá:

                   1.  Bréf frá leikskólastjóra Brúsabæjar.

                   2.  Erindi vegna dagvistar í Lýtingsstaðahreppi.

                   3.  Kynntar gjaldskrár leikskóla.

                   4.  Staðfesting á skólavist.

                   5. Úrdráttur úr erindum fulltrúa nokkurra sveitarfélaga  á málþingi um menntun.

                   6.  Viðræður við skólastjóra tónlistarskólanna.

                   7.  Erindi vegna samkomulags við starfsmenn einstakra skóla.

                   8.  Bréf frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum.

                   9.  Staðfesting á aksturssamningi.

                 10.  Tilhögun danskennslu við skóla í sveitarfélaginu.

                 11.  Staðfesting á svari til Dalvíkurbyggðar.

                 12.  Önnur mál.

Afgreiðslur:

 1. Skólanefnd samþykkir að leikskólastjóra sé heimilt að ráða starfsmann í 60% starf vegna fjölda barna, erfiðrar vinnuaðstöðu og mikillar yfirvinnu.
 2. Skólanefnd samþykkir að styrkja starfsemi daggæslu að Hofsvöllum í Lýtings­staðahreppi eins og verið hefur.  Skólanefnd mun endurskoða alla dagvist í vetur.
 3. Leikskólafulltrúi lagði fram til kynningar gjaldskrár stærstu sveitarfélaga.  Skólanefnd þarf að samræma gjaldskrá allra leikskólanna fyrir áramót.
 4. Staðfesting á leikskólavist í leikskólanum Brúsabæ að Hólum.  Barnið á lög­heimili í Kópavogi.  Upphæðin miðast við samning sveitarfélaga á höfuðborgar­svæðinu.  Skólanefnd samþykkir skólavistina.
 5. Kynnt atriði sem sveitafélög vilja leggja áherslu á til að leysa leikskólakennara­skortinn.  Ákveðið að taka þessi atriði til athugunar við gerð fjárhagsáætlunar.  Áheyrnarfulltrúar leikskóla viku af fundi. Sonja Sif Sigurðardóttir
  Hallgrímur Gunnarsson
  Sigríður Stefánsdóttir
 6. Mætt til viðræðna við skólanefnd skólastjórnar tónlistaskólans.  Varaformaður bauð fulltrúa tónlistarskólanna velkomna til fundar um málefni skólanna.  Fram komu ábendingar um húsnæðismál og bent á samkomulag um aðstöðu í Varma­hlíðarskóla og í Grunnskólanum Hofsósi. Fulltrúar tónlistarskólanna viku af fundi.
 7. Reglur um daggæslu fyrir kennara í Steinstaðaskóla.  Ákveðnar reglur hafa gilt við þessa skóla.  Skólanefnd staðfestir þessar reglur út skólaárið 1998-1999.
 8. Erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum í 4 liðum.

        a)    Nafngift skólans.  Skólanefnd samþykkir að fela skólastjóra að móta tillögur um nafngift á skólanum.

        b)   Fyrirspurn um skóladagvist vísað til fjárhagsáætlanagerðar og stefnumótunar skólanefndar

       c)    Lýsing á stíg og uppsetning á stikum.  Skólanefnd vísar erindinu til umhverfis-   og tækninefndar.  Skólamálastjóra falið að koma erindinu áleiðis.

      d)   Kynntur samningur milli Grunnskólans að Hólum, Grunnskólans Hofsósi við    Bændaskólann um greiðslu fyrir húsnæði

    9. Verksamningur við skólabílstjóra.  Skólamálastjóra falið að skoða málið frekar áður en skólanefnd tekur ákvörðun.

  10. Skólanefnd samþykkir að nemendur í skólum sveitarfélagsins fái danskennslu í vetur.  Við Grunnskóla Sauðárkróks verði það 1., 3., 5., og 7. bekkur en 1. og 7. í öðrum skólum.  Nemendur Sólgarðaskóla verði boðið að sækja danskennslu í Grunnskólann Hofsósi.  Dansnámskeiðin eru 8 tímar og foreldrasýning að auki.

   11. Skólanefnd staðfestir svar skólafulltrúa til Dalvíkurbyggðar.

  12. Önnur mál.
            a)    Skólastjóri Grunnskólans á Sauðárkróki og Skólamálastjóri greindu frá að þeir     hefðu setið fund með bygginganefnd Grunnskólans og arkitekta.  Þar var rætt um húsrýmisáætlun skólans og fyrirkomulag einstakra kennslustofa.
Áheyrnarfulltrúar grunnskólanna viku af fundi.
 Óskar G. Björnsson
 Bryndís Þráinsdóttir
 Fríða Eyjólfsdóttir

           b)   Heimild til Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu um að ráða Kristján Kristjánsson sem kennara á slagverk 2 klukkustundir á viku skólaárið 1998-1999.  Skólanefnd samþykkir þessa ráðningu.

           c)    Söngnám við Tónlistarskóla Sauðárkróks.  Ekki hefur fengist kennari á svæðinu.  Kennari úr Reykjavík sem kæmi einu sinni í mánuði.  Skólanefnd samþykkir þessa tilhögun fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 18.45.