Skólanefnd

9. fundur 13. október 1998 kl. 17:00 - 18:50 Í fundarsal sveitarstjórnar

Árið 1998, þriðjudaginn 13. október, kl. 17,00, kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
  Mættir voru: Herdís Sæmundardóttir, Páll Kolbeinsson, Stefanía Hjördís Leifsd., Helgi Sigurðsson, Ingimar Ingimarsson og áheyrnarfulltrúarnir Óskar G. Björnsson f.h. skólastjóra, Sighvatur Torfason og Fríða Eyjólfsdóttir fyrir hönd kennara.

            Fundarritari: Rúnar Vífilsson.

 

Gengið var til útsendrar dagskrár:

 1. Skólaakstur í Skagafirði – aksturssamningar.
 2. Bréf frá Menntamálaráðun. um starfstíma skóla.
 3. Erindi frá Menntamálar. vegna stjórnsýsluúrskurðar.
 4. Erindi frá Menntamálaráðun. um starf foreldraráða.
 5. Tillaga frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur.
 6. Vinnureglur við stefnumótun og skipulag skólamála.
 7. Hugmyndir um aukin samskipti heimila og skóla, frá Stefaníu H. Leifsd.
 8. Kynnt skólafærninámskeið við Ölduselsskóla.
 9. Erindi vegna danskennslu við skóla í Skagaf.
 10. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

 

 1. Lagðir voru fram aksturssamningar við skólabílstjóra í Skagafirði. Skólanefnd staðfestir fyrir sitt leyti samningana.

 

 1. Kynnt.

 

 1. Lagt fram til kynningar.

 

 1. Lagt fram til kynningar.

 

 1. -  6.   Tillaga frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur um að leitað verði ráðgjafar sérfróðra aðila í skólamálum við stefnumótun og skipulag skólamála í Skagafirði. Afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar. Skólamálastjóra falið að afla gagna og koma þeim til skólanefndarmanna. Formanni skólanefndar, skólastjóra Grunnskólans á Sauðárkróki og skólamálastjóra falið að móta ramma að vinnuferli við stefnumótun.

 

 1. Hugmyndir um aukin samskipti heimila og grunnskóla frá Stefaníu Hjördísi Leifsdóttur. Innlegg í stefnumótunarvinnu skólanefndar.

 

 1. Kynnt skólafærninámskeið við Ölduselsskóla. Þessum hugmyndum ásamt tillögum Stefaníu Hjördísar vísað til skólastjóra.

 

 1. Erindi vegna danskennslu við skóla í Skagafirði. Skólamálastjóra falið að taka saman tillögur um þessi mál.

 

Skólanefnd - Fundur 9 – 13.10.98                                                                         2)

 

 

 1. Önnur mál:

a)    Páll Kolbeinsson kynnti ráðstefnu um forvarnir á Norðurlandi vestra sem haldin verður í Framhaldsskólanum Sauðárkróki miðvikudaginn 11. nóvember.

b)   Skólamálastjóri fór fram á staðfestingu skólanefndar á greiðslum til foreldra nemenda í Fljótum sem gert var ráð fyrir á fjárhagsáætlun Varmahlíðarskóla. Samþ. að skólamálastjóri gangi til viðræðna.

c)    Formaður kynnti að viðræður væru í gangi við kennara um kjaramál, sem vonandi skiluðu niðurstöðu fljótlega.

d)   Skólanefnd samþykkir að akstur vegna félagsstarfa við Varmahlíðarskóla verði gerður sem ódýrastur, að reynt verði að semja við einn bílstjóra.

e)    Lögð fram foreldrabréf frá Grunnskólanum að Hólum. Kynnt.

f)    Lagður fram nemendalisti frá Tónlistarskólanum á Sauðárkróki. Ákveðið að kalla skólastjóra tónlistarskólanna til viðræðna við skólanefnd á næsta fund.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18,50.