Skólanefnd

8. fundur 29. september 1998 kl. 16:00 - 18:15 Í fundarsal sveitastjórnar

8. fundur skólanefndar, haldinn þriðjudaginn 29. september 1998 kl.1600 í fundarsal sveitarstjórnar. Mættir voru: Herdís Sæmundardóttir, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Ingimar Ingimarsson, Helgi Sigurðsson, Páll Kolbeinsson og áheyrnarfulltr. Sonja Sigurðardóttir og Hallgrímur Gunnarsson.

Fundarritari: Rúnar Vífilsson.

Gengið var til dagskrár:

  1. Kynningarfundur með leikskólastjórum.
  2. Umsókn um stöðu leikskólafulltrúa.
  3. Fulltrúi skólaskrifstofunnar gerir grein fyrir starfseminni.
  4. Önnur mál.

Afgreiðsla:

  1. Mættir eru til viðtals við skólanefnd leikskólastjórar leikskólanna í sveitarfélaginu. Þeir kynntu sína leikskóla, fjölda barna, barngildi, fjölda starfsmanna og stærð húsakynna. Einnig kynntu þeir þær breytingar, sem eru að gerast eða væntanlegar á húsnæði og skólalóðum.
    Fram kom hjá leikskólastjórum að fátt er um menntaða leikskólakennara. Nokkrir eru í fjarnámi og ljúka því að nokkrum árum liðnum. Undir þessum lið var kynnt bréf frá Félagi íslenskra leikskólakennara, sem ritað var til Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem sambandið er hvatt til að leggja sitt af mörkum við að hrinda af stað vinnu er hefur það markmið að leita leiða til að koma til móts við leikskólakennaraskortinn. Nú viku leikskólastjórar af fundi.

Helga Sigurbjörnsd. (sign)                Hanna María Ásgrímsdóttir (sign)

Sigríður Stefánsd. (sign)                   Harpa Kristinsd. (sign)

Anna Stefánsdóttir (sign)                  Sigríður M. Helgad. (sign)

 2. Tekin fyrir umsókn um stöðu leikskólafulltrúa. Ein umsókn hafði borist, frá Sigríði Stefánsdóttur, leikskólakennara. Skólanefnd samþykkti fyrir sitt leyti að ráða Sigríði Stefánsdóttur í starf leikskóla­fulltrúa. Nú viku áheyrnarfulltrúar af fundi.

         Sonja Sif Sigurðardóttir (sign)           Hallgrímur Gunnarsson (sign)

3. Farið í heimsókn á skólaskrifstofuna, þar sem Þóra Björk Jónsdóttir gerði grein fyrir starfsemi skrifstofunnar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1815.