Skólanefnd

5. fundur 31. ágúst 1998 kl. 15:00 - 17:40 Í fundarsal sveitarstjórnar

5. fundur skólanefndar, haldinn mánudaginn 31. ágúst 1998 kl.1500 í fundarsal sveitarstjórnar.  Mættir voru: Herdís Sæmundardóttir, Páll Kolbeinsson, Stefanía H. Leifsdóttir, Ingimar Ingimarsson, Helgi Sigurðsson og Rúnar Vífilsson.

Fundarritari: Rúnar Vífilsson.

Dagskrá:

 1. Skipulag skólaskrifstofu – skólamálastjóri.
 2. Skólaakstur í Skagafirði – yfirlit yfir núverandi stöðu.
 3. Varmahlíðarskóli – skipulag húsnæðis o.fl.
 4. Húsrýmisáætlun Grunnskólans á Sauðárkróki.
 5. Upplýsingabréf frá Grunnskólanum að Hólum.
 6. Minnispunktar frá fundi leikskólastjóra.
 7. Önnur mál.

Afgreiðsla:

 1. Formaður kynnti framkomnar hugmyndir um skipan skólamála í Skagafirði. Í tillögunum felst að forstöðumaður skólaskrifstofu verði jafnframt skólamálastjóri og hafi yfirumsjón með grunnskólum, leikskólum og tónlistarskólum fyrir hönd sveitarfélagsins. Hugmyndirnar eru kynntar. Ákveðið að taka þær til afgreiðslu á næsta fundi skólanefndar fimmtudaginn 3. sept.
 2. Forstöðumaður skólaskrifstofu gerði grein fyrir skipulagi skólaaksturs.Skólanefnd samþ. að fela forstöðumanni og sveitarstjóra að ganga frá samningum við skólabílstjóra. Stefanía Hjördís Leifsdóttir leggur til að skoðaðir verði möguleikarnir á samnýtingu skólaaksturs grunnskólanna og hugsanlegs heim­aksturs fjölbrautaskólanema. Þessa þjónustu mætti einnig hugsa fyrir fleiri aðila, s.s. fólk sem þarf að fara milli svæða vegna atvinnu o.fl.
 3. Formaður gerði grein fyrir minnisblaði vegna fundar með skólastjóra Varma­hlíðarskóla. Á þeim fundi kynnti skólastjóri hugmyndir um breytingar á húsnæð­inu. Breytingar á hluta af húsnæðinu þurfa ekki að kosta stórar upphæðir á þessu skólaári. Stefnt er að hönnun hluta húsnæðis að nýju.
 4. Húsrýmisáætlun Grunnskólans á Sauðárkróki.Skólanefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggingarnefndar Grunnskólans á Sauðárkróki.
 5. Upplýsingabréf frá Grunnskólanum að Hólum kynnt.
 6. Lagðir fram minnispunktar frá fundi leikskólastjóra með forstöðumanni skóla­skrifstofu.
 7. Önnur mál:

a)  Áheyrnarfulltrúar á skólanefndarfundi.

Formanni og forstöðumanni skólaskrifstofu falið að leggja fram tillögur um þessi mál á næsta fundi.

b) Skipulag félagsmála í Grunnskólanum, Hofsósi.

Lagðar fram tillögur um 25% starf undir stjórn skólastjóra.

Skólanefnd frestar afgreiðslu erindisins, en óskar eftir umsögn menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.

c)  Gjaldskrár tónlistarskóla.

Skólanefnd samþykkir að gjaldskrá tónlistarskóla verði óbreytt þessa önn en forstöðumanni verði falið að afla gagna um starfsemi og gjaldskrár tónlistar­skóla fyrir næsta fund.

d) Ósk um vistun nemanda utan sveitarfélagsins. Skólanefnd samþykkir erindið.

e)  Starfstími skólaliða.

Forstöðumanni falið að afla gagna um ráðningu þessa fólks hjá skólum í Skagafirði.

f)  Skólanefnd felur sveitarstjóra og forstöðumanni skólaskrifstofu að gera starfs­lokasamning við skólastjóra Grunnskóla Rípurhrepps.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17,40.