Skólanefnd

1. fundur 26. júní 1998 kl. 17:30 í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki

Ár 1998, föstudaginn 26. júní, kom nýkjörin skólanefnd í sameinuðu sveitar­félagi í  Skagafirði saman til fyrsta fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki kl. 17,30. Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Páll Kolbeinsson og Ingimar Ingimarsson. Auk þeirra mættu á fundinn Óskar G. Björnsson, nýráðinn skólastjóri á Sauðárkróki og Snorri Björn Sigurðsson.

Dagskrá:

  1. Kosning formanns.
  2. Kosning varaformanns.
  3. Ráðning aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Sauðárkróki.
  4. Ráðning stigastjóra við Grunnskólann á Sauðárkróki.
  5. Skólaritarar við Grunnskólann á Sauðárkróki.
  6. Kjaramál kennara.
  7. Kennararáðningar.
  8. Byggingarmál Grunnskólans á Sauðárkróki.

Afgreiðslur:

1. Í upphafi fundar lýsti Snorri Björn Sigurðsson eftir tillögum um formann og kom fram uppástunga um Herdísi Á. Sæmundardóttur.

Þar eð ekki komu fram fleiri tillögur var Herdís réttkjörin formaður og tók nú við fundarstjórn. 

2. Formaður lýsti eftir tillögum um varaformann og kom fram tillaga um Pál Kolbeinsson.

Þar eð ekki komu fram fleiri tillögur var Páll réttkjörinn varaformaður.

3. Vegna þeirra breytinga, sem orðið hafa á yfirstjórn Grunnskólans á Sauðárkróki, samþykkir skólanefnd að fara þess á leit að starfssvið Hallfríðar Sverrisdóttur breytist úr því að vera aðstoðarskólastjóri Barnaskólans í að vera aðstoðarskóla­stjóri alls Grunnskólans á Sauðárkróki. Þessi breyting verði til reynslu í eitt ár.

4. Skólanefnd samþykkir að heimila skólastjóra Grunnskólans á Sauðárkróki að ráða 3 stigastjóra að skólanum. Einn verði við yngsta stigið, einn verði við miðstigið og sá þriðji við unglingastigið.

Stjórnunarkvóti v. aðstoðarskólastjóra við Gagnfræðaskólann verði nýttur til þessara aðgerða.

5. Skólastjóri Grunnskólans á Sauðárkróki fer þess á leit að hann fái heimild til að ráða skólaritara að skólanum.

Skólanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þessarar beiðni, en kostnaður vegna þessa verði kannaður.

6. Skólanefnd leggur til að byggðarráð taki upp viðræður við kennara um kjaramál eins fljótt og unnt er.

7. Skólanefnd samþykkir að fela skólastjórum grunnskólanna í sveitarfélaginu, í samráði við formann skólanefndar og sveitarstjóra, að ákveða hvaða hlunnindi skal bjóða þeim kennurum sem ráða þarf til starfa næsta skólaár.

8. Rætt um byggingarmál Grunnskólans á Sauðárkróki.

Svofelld tillaga var samþykkt:

“Skólanefnd leggur til að skoðaðir verði möguleikar á að byggja allan grunnskólann á Sauðárkróki á lóð Gagnfræðaskólans.”

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.