Skólanefnd

49. fundur 12. febrúar 2002 kl. 16:00 - 17:45 á Skólaskrifstofu Skagfirðinga

Ár 2002, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar á Skólaskrifstofu Skagfirðinga.

Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Dalla Þórðardóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri. Áheyrnarfulltrúar leikskólans, fulltrúi foreldra Þórey Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna Linda Björnsdóttir og leikskólastjórarnir Helga Sigurbjörnsdóttir og Kristrún Ragnarsdóttir. Einnig mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar grunnskólans, Guðrún Helgadóttir fulltrúi foreldra, Sigurður Jónsson og Elín Sigurðardóttir fulltrúar grunnskólakennara og Óskar G. Björnsson fulltrúi skólastjóra.

Fundarritari Rúnar Vífilsson. 

DAGSKRÁ:

 Grunnskólamál:

 1. Erindi vegna sumarstarfs á Steinsstöðum.
 2. Málefni Árvistar
 3. Fjárhagsáætlun - þriggja ára áætlun
 4. Önnur mál.

 Leikskólamál:

 1. Erindi frá skólastjóra, fæðisgjöld
 2. Bréf frá foreldrafélagi í Fljótum
 3. Skólahópur 5 ára barna
 4. Fjárhagsáætlun - þriggja ára áætlun
 5. Önnur mál 

 

AFGREIÐSLUR:

Grunnskólamál:

 1. Tekið fyrir erindi frá skólastjóranum á Steinsstöðum vegna gistiþjónustu. Erindinu var vísað til skólanefndar frá byggðaráði, kynnt. Nú þegar hefur verið auglýst  eftir aðila til að reka skólann, félagsheimilið og sundlaugina.
 2. Málefni Árvistar. Skólastjóri Árskóla lagði fram yfirlit yfir starfsemi Árvistar og hugsanlega framtíðarþróun. Skólanefnd sammála um að vinna áfram að þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum.
 3. Rætt um þriggja ára áætlun. Skólamálastjóri lagði fram drög að rekstraráætlun 2003 til 2005 samkvæmt starfsáætlunum. Rætt um þau áhersluatriði sem leggja þarf áherslu á í framkvæmdum næstu þrjú árin.
 4. Önnur mál: Engin önnur mál.

 

Leikskólamál:

 1. Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum vegna fæðisgjalda leikskólabarna. Skólanefnd hafnar erindinu og sér ekki ástæðu til að meðhöndla leikskólann Brúsabæ öðruvísi en aðra leikskóla sveitarfélagsins.
 2. Lagt fram bréf frá ritara foreldrafélags leikskólabarna í Fljótunum og drög að svari skólamálastjóra. Erindið kynnt.
 3. Skólahópur 5 ára barna. Leikskólastjórar leikskólanna á Sauðárkróki, Helga Sigurbjörnsdóttir og Kristrún Ragnardóttir mættu á fundinn til að kynna og ræða um þær hugmyndir sem uppi eru um þessi mál. Áfram verður unnið að málinu. Helgi Sigurðsson vék nú af fundi.
 4. Rætt um þriggja ára áætlun. Skólamálastjóri lagði fram drög  að rekstraráætlun 2003 til 2005 samkvæmt starfsáætlunum.
 5. Önnur mál. Engin önnur mál.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.45